Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 31. júlí 1981 helgarpósfurinn Frábær ferðafélagi „Viö höföum bókina opna fyrir framan okkur og lásum úr henni eft- ir því sem feröinni miöaöi áfram, og ég verö aö segja eins og er: Vegahandbókin er frábær leiösögumaöur”, segir Gunnlaugur m.a. i umsögn sinni. V egah andbókin. 4. Utg. Ritstjdri: örlygur Hálfdánar- son. Höfundur texta: Steindór Steindórsson. Texti aðhæfður kortum : Einar Guöjohnsen, Teiknun korta : Narfi Þorsteins- son. Skipulag bókar og korta: Jakob Hálfdánarson. Örn og Örlygur HF — Feröa- handbækur 1981 464 bls. Bókarútgáfan Örn og Orlygur hafa sérhæft sig nokkuð i útgáfu handbóka og uppflettibóka af ýmsu tagi. Ýmist eru þessar bækur frumsamdar eða þýddar og staðfærðar. Má i þessu sam- bandi nefna bækur eins og Heimurinn þinn (sem vel mætti fara að gefa Ut aftur), Lögbdkin þi'n, Formálabókin þin, Landið þitt, Heimsmetabók Guinnes. Þessi útgáfa er mjög þarft framtak og hefur útgáfan að mörgu leyti unnið brautryðj- endastarf á þessu sviði. Vegahandbókin er ein þessara bóka. NU hefur hUn verið gefin út í f jórða sinn aukin og endur- bætt. Vegahandbókin er byggð upp eftir vegnúmerakerfi Vega- gerðar ríkisins. A hverri siðu er öðrumegin vegarspotli en hinu- megin er texti þar sem getið er helstu kennileita og staða i nán- asta umhverfi. Það má segja að bókin skipt- isti'fimm kafla. t fyrsta lagi eru yfirlitskort yfir landið allt, landshluta og vegnúmerasvæði. 1 öðru Iagi er svo farið eftir þjóðvegi nr. 1, hringvegin- um. 1 þriðja lagi eru svo aðrir vegir þar sem hvert svæði er tekið fyrir sig. I fjórða lagi eru kort af helstu fjallvegum. 1 fimmta lagi eru svo kort af öll- um kaupstöðum landsins, og er það nýjung f bökinni. Kerfið sem bókin er byggð upp eftir er mjög einfalt og þægilegt i' notkun, en það er vissara að kynna sér það vel áöur en lagt er af stað Ut á þjóð- vegina. F róðl eikurinn sem fylgir kortunum er aðallega iand- fræðilegurog sögulegur, ai með er einnig fróðleikur af öllu öðru mögulegu tagi, náttúrufræði, þjóðsögur o.fl. Textinn er all- staðar mjög stuttur og hnitmið- aður, en inn á milli koma kaflar undir heitinu Til frekari fróð- leiks, þarsem sagt er frá i mun lengra máli. Þar er einnig aö finna fróðleik af ýmsu tagi. öll kort i bókinni hafa veriö endurskoðuð og lagfærð til sam- ræmis við breytingar á vega- kerfinu, þó i smáatriðum séu og einnig hafaefnisatriði verið lag- færð eftir þvi sem efni sianda til og bættvið töluverðu af nýjum fróðleik. NU vildi svo heppilega til að daginn sem ég fékk bókina i hendur var ég á leið i stutt ferðalag upp i Borgarfjörð og hugsaði gott til glóðarinnar að sannreyna hvernig bókin nýttist mér. Ég tók Akraborgina upp á Akranes, hvað ég hef ekki gert áður og hefði fyrirfram aldrei trUað þvi hvað það er mikill lUxus að sleppa við að keyra Hvalf jarðarleiðina. ÞósU leiðsé falleg Utaf fýrir sig, þá er hún bæði löng og leiðinleg og ekki annað en fdli farartálmi þegar ferðinni er heitið lengra. En þetta er UtUrdUr. Auðvitað tókst mér að villast á Akranesi og þar sem ég er kominn inn i lokaðan botnlanga i nýju einbýlishúsahverfi man ég eftir bókinni og bið konu mina að fletta snarlega upp á kaupstaðarkortinu af bænum og á skammri stundu leysti bókin okkur Ur sárri nauð. Úr þvi var leiðin tiltölulega greið á áfanga- stað og tækifæri til að villast af skornum skammti. Envið höfð- um samt bókina opna fyrir framan okkurog lásum Ur henni eftir þvi sem ferðinni miðaði áfram, og ég verð að segja eins og er: Vegahandbókin er frábær leiðsögumaður. A hverri siðu er ekki lengri vegarspottien svo aö allirbæirvið veginn eru merktir inná svo og næstu kennileiti. Einnig er vegakortið sjálft svo nákvæmtað vegamót og bugður eru auðveldlega fundnar. Mér dettur jafnvel i hug að benda forlaginu á að merkja þrálát hvörf inná vegina i næstu útgáfu. VegnUmerakerfið og merkingar á kortunum eru þaö fullkomnar að þó að maður fari Ut af aðalþjóðveginum má á ör- skammri stund finna viðkom- andi veg. 1 þessari bók er landið matreitt fyrirmann i hæfilegum smáskömmtum, en ekki þannig að manni verði bumbult eins og þegar maður er með stórt kort fyrir framan sig sem teygist i aílar áttir og teppir Utsýnið. Þess má að lokum geta að bókin er i handhægu broti sem fer vel á ferðalagi og frágangur hennar er allur eins og best verður á kosiö. — G.Ast. TRAVOLTA í ÞRILLER John Travolta, sá eitilharði hjartakndsari heldur áfram að leika þrátt fyrir úrtölur einstakra gagnrýnenda. Nýjasta mynd hans heitir Blow Out og fyrir hana hefur Travolta fengið þokkalega dóma. HUn er annars afkvæmi þekkts leik- stjóra, Brian De Palma, sem einu sinni áður hefur leikstýrt honum. Það var i myndinni Carrie, þar sem Travolta fór með litið hlut- verk áður en hann varð heims- frægur. Brian De Palma er ansi flinkur kvikmyndahöfundur, en þykir kannski hafa farið einum of mikið i smiöju til Alfreds Hitchcock. Þessi nýja mynd er einmitt um kunnuglegt þema Ur myndum hans, einkum Vertigo, um ástarþrá sem leiðir fólk Uti ógöngur, John Travolta leikur h 1 j ó ðu p pt ö k um a n n við kvikmyndun, sem dag einn (þegar hann er að taka upp vind- gnauð fyrir hryllingsmynd) heyr- irsprengingu itækjum sinum, litur upp og sér bil steypast fram af brú. Hann stingur sér og bjargar ungri konu sem var i fylgd með þekktum stjórnmálamanni, — en ersvobeðinn aðláta semhún hafi aldrei verið til. f framhaldi af þessu skjóta dularfullir hlutir upp nefinu. Travolta þykir ágætur i hlut- verki sinu, og það er vonandi að hann sénú f arinn aðátta sig á þvi hvaða hlutverk eru honum við hæfi. ÞAR SEM SVARTSYN- /N RÆÐUR RÍKJUM Þá er Plágan hans Bubba Morthens komin Ut, rúmum mánuði siðar en upphaflega var ráögert. Vist er að plata þessi á eftir að koma mörgum á óvart, þvi hún er einhvern veginn allt öðru visi en maður hefði gert ráð fyrir. Plágan hefst á Segulstöövar- blús, þar sem laglinan minnir nokkuð á ÞUsund þorskar. Það sem helsta athygli vekur ! þessu lagi er góður slide-gitar og git- arsóló, hvorttveggja er leikið af Þórði Arnasyni, þar sem hann sýnir að fáir hérlendir gitarleik- arar standa honum snúning þegar hann tekur sig til. Bóli- var, við texta eftir Rudyard Kipling I þýðingu MagnUsar As- geirssonar, segir frá ferð leka- dallsins Bólivar yfir Fetlaflóa. Lagið er i reggae-rokk takti og er undirleikur sparlegur en góöur. ÞU hefur valiö, er um alkóhólista og skýtur Bubbi þar á þá sem reyna aö gera eitthvaö I sinum málum, hverju nU sem það sætir. Það er áreiöanlega eitthvaö þarflegra að deila á heldur en þaö að menn skuli vera að reyna að taka sig á I lif- inu, hvernig svo sem þeir hafa hagað sér áður. BlUs fyrir Ingu, heitir slðasta lagiö á fyrri hlið- inni. Fallegur rólegur blús meö góðum kassa- og rafmagnsgit- arleik og er lagið vel sungiö. Plágan heitir fyrsta lagið á seinni hliöinni. Er þar um hressilegan rokkara að ræða og gitarsólóin hjá Steina eru lipur. Svartsýnin er áberandi I textum Bubba og er Plágan einmitt af þeirri gerðinni, og einnig lagið Heróin, sem á eftir fylgir. Heró- in er seiöandi iag þar sem trommur og synthesizer eru mest áberandi I hljóðfæraleikn- um. Elliheimilisrokk er næst á dagskrá. Textinn er góður og beinskeyttur, þar sem fjallað er um gróðagirnd erfingja, en það sem sérstaka athygli vekur við þetta lag er sérkennilegur trommuhljómur. Platan endar svo á laginu Chile, en þar er hart deilt á herforingjastjórnina þar I landi og skefur Bubbi þar ekki utanaf hlutunum. Laglinan er I suður-ameriskum stíl og undirstrikar textann vel. 1 heild er Plágan mjög góö plata og söngur Bubba góður. Útsetningar eru fjölbreyttar og góðar og hljóöfæraleikur allur fellur vel inn i myndina. Greini- legt er aö Tómas verkstjóri hef- ur náö þvi besta Ut Ur viðkom- andi hljóðfæraleikurum, auk þess sem hann kemur þar tölu- vert viö sögu sjálfur. Hljómur er allur mjög góður og plata þessi er i heild með þvi besta sem gert hefur veriö hér á landi i langan tima. Siouxie And The Ban- shees-JuJu Hljómsveitin Siouxie And The Banshees varö til i september 1976 þegar þau Siouxie Sioux söngkona, Steven Havoc, seinna Severin, bassaleikari, Sid Vici- ous trommuleikari og Marco Pironi gitarleikari, sem öll voru harðir Sex Pistols aödáendur, komu fram á 100 Club Punk Festival. Vöktu þau sérstaka at- hygli þar sem þau höfðu bara eitt lag á efnisskránni, þ.e. Lords Prayer, og spiluðu það i rúmar tuttugu mínútur og þótti sá flutningur satt að segja ekki upp á marga fiska. Vicious og Pironi hættu strax eftir uppákomu þessa og i þeirra stað komu trommuleik- arinn Kenny Morris og gitar- leikarinn Peter Fenton. Sá sið- arnefndi hafði reyndar stuttan stans og i hans stað kom John McKay. Þannig var svo hljóm- sveitin skipuð þegar hún fór að vekja athygli Ut fyrir hina þröngu klíku sem sótti 100 Club. Hljómplötufyrirtækin fóru að eltast við að fá þau á samning hjá sér. Þau gerðu hins vegar ekki samning við neinn fyrr en I júní 1978 að þau skrifuöu undir hjá Polydor. Aðalástæðan fyrir þvi að ekki varð af samningum fyrr, var sU að þau vildu aðeins gera samning við eitt af fimm stærstu hljómplötufyrirtækjun- um auk þess, vildu þau vera algerlega frjáls af þvi sem þau gerðu og ráða þvi hvernig efni þeirra væri auglýst og þar fram eftir götunum. Fyrsta litla platan þeirra Hong Kong Garden, sem er al- deilis frábært lag, kom loks Ut þann 18. ágúst 1978 og skaust strax inn á topp tiu, mörgum til mikillar furðu, þó ekki þeim sem fylgst höfðu með þeim frá byrjun. The Scream hét fyrsta stóra plata Siouxie And The Banshees og hlaut hún mikið lof gagnrýnenda svo og annarra sem hlustuðu á þessa tegund tónlistar og er þaðekki að undra þvi The Scream er ein af bestu nýbylgjuplötum sem Ut hafa verið gefnar. Næsta stóra plata þeirra bar nafnið Join Hands og þótti hún standa Ópinu nokkuð að baki. Er þar t.d. að finna langa Utgáfu af Lords Prayer. Fljótlega eftir Utkomu plötu þessarar fór lika allt i háa loft innan hljóm- sveitarinnar og klukkutima fyrir hljómleika i Aberdeen létu Morris og McKay sig hverfa og hafa litlar sögur fariö af þeim siðan. Siouxie og Severin voru þó ekki af baki dottin, og þau réðu til sin trommuleikara hljóm- sveitarinnar The Slits, Budgie að nafni, og fengu John Mc Geoch gitarleikara lánaðan frá hljómsveitinni Magazin. McGeoch er nú nýlega orðinn fastur meðlimur Siouxie And The Banshees. I fyrra kom platan Kaleidoscope Ut og var hún að mörgu leyti mjög góð, þó að „hitt” lögin tvö af henni, Happy House og Christine, hafi borið nokkuð af. Siðan hafa Siouxe And The Banshees gefiö Ut tvær litlar plötur, Israel og Spellbound, sem báðar hafa náð nokkrum vinsældum, enda hvorutveggja mjög góð lög. NU er svo ný stór plata, sem ■heitir Juju, kominn Ut og loksins hefur Siouxie And The Banshees tekist að gera plötu sem er jafn góð, og ef ekki bara betri en The Scream. Plata þessi er heil- steypt og uppfull af góðum lögum. Hljómsveitin Siouxie And The Banshees hefur heldur sjálfsagt aldrei verið betri en einmitt nU. John McGeoch er sérlega góður gitarleikari, auk þess sem stfll hans er ekki eins einhæfur og McKays, þó vissulega væri hann sérstæður. Budgie er einnig afar góður trommuleikari og einn af minum uppáhaldstrommurum um þessar mundir. Siouxie og Severin standa svo fyrir sinu svo sem ævinlega áður. Ju Ju byrjar á laginu Spell- bound sem er eitt af betri lögum plötunnar. McGeoch skapar mikla fyllingu með kraftmiklum kassagitar, auk skemmtilegs rafgitars og Budgie fer á kostum á trommum. A eftir fylgja svo Into The Light, Arabian Knights og Halloween, allt mjög góð lög, sem standa Spellbound ei langt að baki. Siðasta lagið á fyrri hliöinni heitir Monitor en þar segir m.a. His face was full of intent /and we shook with excit- ement/then the victim stared up/looked strangely at the screen /as if her pain was our fault/but that’s entertainment/ What we crave for inside/no more secound rate movies/from those people outside. Siouxie And The Banshees hafa alltaf verið að sjokkera áheyrendur sina og gera enn. Night Shift heitir fyrsta lagið á seinni hliðinni, og er það, það sem sumir hafa kailað Banshees ballaða, sem reyndar er ekki nein venjuleg ballaða, heldur rólegt lag með þungum takti og sérlega vel sungið af Siouxie. 1 laginu Sin In My Heart leikur Siouxie með á gitar, mjög einfaldan rythma, og er þaö eina lagið á plötunni sem hún kemur eitthvað nálægt hljóöfæraleik i. Þessu næst er lagiö Head Cut, þokkalegt lag, og loks Voodoo Dolly, en þar segir: She’s your little voodoo dolly/and she’s gonna make you lazy/like the little drum in your ear/And now transfixes you to your fear/and you Know she’s gonna stay there/because her nails are deep in your hair/and she made you so... unaware. Are you listening to your fear/ the beat is coming nearer/ like that little drum in your ear/ transfixes you to your fear. Já, svart er það, but it’s still entertainment og Ju Ju er ein af bestu plötum ársins.Aþvi er ekki nokkur vafi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.