Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 24
24 Fðstudagur 3i. júií 1981 hain^rpn^ti irinn Hvað er að sjá á Listasafni ísiands? Hvað er að sjá á Listasafni ts- lands um þessar mundir? Þess- ari spurningu skaut upp I huga minn og þvf rölti ég við á mótum Hringbrautar og Suðurgötu. Anddyrið áÞjöðminjasafninu er með svipuðu sniði og fyrir nokkrum árum. Nokkrir er- laidir ferðamenn eru þar á stjái og ég snaraði mér uppá aðra hæð. Hvað hefur gerst hér uppi á hægri hönd? Svartur skúlp- Ekki get ég séð að þetta spónaplötuklambur auki vegg- plássið Gott og vel, á klambrið er komiö fyrir smámyndum eftir Scheving, undir gler og negldar upp með rafmagns- sndruklemmum. Hefði getað verið nokkuð smekklegt ef gætt hefði verið samræmis en þvi er ekki fyrir aö fara. Ég skoðaði myndirnar og ákveð að láta þetta ekki á mig fá. Nei, ég trUi þessu ekki. Er safnið svo fátækt að það eigi ekki fyrir tusku til að þurrka af glerinu? Það er best að kikja inn i fyrsta salinn. Það fyrsta sem ég túr? Nei, hér hefur verið klastr- að upp svörtum harmonikku- vegg úr snjáðum spónaplötum. Til hvers? rek augun i, er svartur fleki sem tjaslað hefur verið upp að veggnum á vinstri hönd og á hann hengd konumynd. „Eitt er vist, aö litið þýðir fyrir þann sem vill kynna sér fslenska nú- timalist að koma við I Listasafni islands” Þarna bakvið hlýtur að vera skemmd i' veggnum, en af hverju að hafa bótina svarta? Andspænis þessu hangir Lax- ness og horfir á með stóiskri ró. I næsta sal tekur svo við furðuleg sjón, þvi tryöi ekki nokkur maður að óséðu. Alls- kyns kassar og falskir veggir Ur trosnuöum spónaplötum en nú er draslið málað hvitt. A vinstri hönd er nokkuð sem ég hef aldrei séð á ævinni. Mynd hengd þversum i horn. Hvers á Jón Stefánsson aö gjalda? Einn og einn Utlendingur þýtur fram Ur mér, þeir fara nokkuö greitt yfir þarna sem von er. Ég tek upp sama hraða og fer inni' hliðarsali til vinstri. Þar eru ennþá sömu verkin og ég sá fyrir mörgum árum. Allt i' einu er ég nærri dottinn. Hverfjandinn erþetta? Gólflisti og gólfdúksflyksa á miöju gólfi og enn einn svartur veggur. E inn salur eftir, barnahorn og einn krakki að dunda við að teikna. Afrakstur krakkanna á veggjunum og myndirnar hengdar hver ofani aðra, furðu- legt. Ég flýtti mér Ut. Það er ekki ljUgandi uppá þessa stofnun. A leiðinni niður verður mér hugs- að til þess, hvar islensk mynd- listfrá undanförnum 20 árum sé niöurkomin. ;Eitt er vist, að litið þýðir fyrir þann sem vill kynna sér is- lenska nUtímalist aö koma við i Listasafni Islands. Glaumbæjarþáttur Ég tók stefnuna niður i bæ og við mér blasir það sem eitt.sinn var frystihUs, þá skemmti- staður og nU siðast brunarUst og gengur undir nafninu Glaum- bær. Allt i kringum þetta hUs eru nU kranar og stórvirk vinnu- tæki. Listasafn íslands fram- tiðarinnar. Enn verður maður undrandi, hvar á að koma fyrir skUlptUr Utivið? Þeir hjá stofnununni eru kannski búnir aö ákveða að þaö verði enginn skúlptúr gerður i framtíöinni. Listasafnið fékk fyrir nokkru arf að upphæð 1000 milljónir gamalla króna til styrktar is- lenskri myndlistog einhver fékk þá gáfulegu hugmynd, að i stað þess að standa við lög safnsins og kaupa verk listamanna tilað geta sýnt þróun myndlistar i landinu, þá var öllu saman hent i brunarústina og við það upp- hófst glaumur og gleði i fram- kvæmdum. Hinu velta menn svo fyrir sér hvort að Glaumbær muni standa undir nafni þegar hin fyrirhugaða starfsemi sem þar á að fara fram hefst. Hin k/assiska sveifla ÍGVi JONES ARS u ■jr Jl M' O so 1 þessum pistli og þeim næstu mun ég geta þess helsta sem á boðstólum er af djassplötum hérlendis og mun i fyrstu grein- unum litast um f Fálkanum, en þar er mest og best Urval af djassskffum hérlendis. Þvi miður er Htið sem ekkert á boðstólum af hinum elsta djassi og ekkert að fá af klassiskum verkum meistara Louis Armstrongs en eán nokkuð glúrinn Chicagoskifa leynist innanum alltsvingið og bopið og avantgardiö. Það eru Lieder- kranz sessjónar Eddie Condon sem Commodore gaf Ut á sinum tima. Það var á árunum 1939—40 aö Condon, Max Kaminzky, Pee Wee Russell, Fats Waller ofl. dixuöu Jelly Roll, Georgia Grind og fleiri dixistandarda af slikum krafti að sjaldan hefur veriö betur gert i þeirri grein. Þetta er platan fyrir þá sem gaman hafa af Tradkompaniinu en þvi miður er oft erfitt að ná f góða dixilandplötu, af ruslinu er nóg! SvÍngUrvaliö I Fálkanum er viöunandi og ætla ég áð tina hér til þærskífur er mér finnast fremstar. Fats Waller var með eina bestu litlu svlnghljómsveit allra tima allt frammi andlátið. Hann var pfanisti, söngvari og húmoristi af guös náö, og enginn hefur haft aðra eins vinstri- hendi. RCA er nú að gefa Ut heildarUtgáfu á RCA hljóðritun- um hans og fást tvö fyrstu bindin þegar (bæði tvöföld). Það er túvalið fyrir þá sem vilja kynna sér Waller að næla i það fyrra (RCA AXM 2-5511). Þar er hver perlan öðrum tærari: Dcn’t Let It Bother you, Honey- cukle Rœe og Mandy koma blóðinu á hreyfingu og You’re Not The Only Oyster in The Stew seiðir hið ljUfa bros frammá varirnar. Inngangur Wallers að melódlunni leiöir hugann aö Lady Maddona Bitl- anna sem leit dagsins ljds nokkrum áratugum seinna. 1 If it Isn't Love sleppir Waller sér i geggjuöum hUmor, en hann var lika mikill pi'anisti og það vildi stundum gleymast i upptökusöl- um RCA-Victors. A tvöfalda albUminu. Fats Waller piano Solos (RCA AXM 2-5518) eru þó flestar einleiksperlur hans samankomnar. ácálmið engu likt I Handful of Keys, Alligator Crawl og Carolina Shouth. Svo eru þarna Ain’t Misbehavin, Ring Dem Bells og The Vipers Drag, þar sem bergþursar Griegs vafra um I marijUana- þoku. Svingtfminn var timabilhinna stóru hljómsveita og ekkert band var jafnvinsælt Benny Goodman bandinu, þótt það jafnaöist aldrei á við Ellington og Basie böndin (en um þau verður fjallað i' næsta pistli). I Fálkanum fást tvö ansi skemmtileg GoodmanalbUm. Annað þeirra: A Legendary Performer.ersafnþessbesta er Goodman hefur nokkurntimann gert með bigbandi: Don’t Be That Way, One O’Clock Jump, Sing, Sing, Sing og King Porter Stcxnp svo það helsta sé nefnt auk þess sem kvartettperla einsog Avalon (Goodman, Hampton, Wilson, Krupa) fær að fljóta meö. Þetta var allt gert á árunum fyrir heimstyrjöldina siðari og það var þá sem hann hélttónleikana frægu i Carnegie Hall. Fjöruti'u árum seinna var haldið uppá þann merkisatburö og Goodmanbandið sveiflaði I höllinni og Decca var á staönum og tók allt tpp I fjögurra rása steriói og þarna voru nokkrir peyjanna sem komu með gamla manninum tii íslands á Lista- hátið: tenoristinn Buddy Tate, trompetistinn Warren Vache og trommarinn Ur MJQ, Conny Kay og svo voru lika gestir: vibrafónmeistarinn Lionel Hampton og drottning djass- pi'anósins Marry Lou Williams sem er nýlátin og var minnst að verðleikum I nýlegum djass- þætti. JMA. Oll þessi herlegheit má fá á tvöföldu albUmi DP 628451. A svingti'manum komu til sög- unnar nokkrir helstu meistara- blásarar djassins og I Fálkan- um má finna þrjár Urvalsplötur með Lester y oung, Ben Webster og Roy Eldridge. Þær eiga það sameiginlegt að vera teknar upp á seinni hluta ferils þeirra og með yngri rýþmakynslóð. Lester young in Washington D.C. vol. 2. (Pablo Live 2308 225) er nýUtgefinn þótt upptakan sé frá klUbbkvöldi 1956. Þremur árum siðar var Lester allur. Rýþmaleikararnir eru ekki I hópi stærri spámanna en allt er þar vel gert. Lester var illa far- inn andlega sem likamlega þegar hér var komið sögu, en snilligáfan hafði ekki yfirgefið hann og þarna má finna ballöð- una sem enginn lék betur: These Foolish Things. Autum Leaves með Ben Webster (Freedom FR 11002) er endurUtgáfa á BlackLion skif- unni: Athmosphere for Lovers And Thieves. HUn er hljöörituð i kóngsins Kaupmannahöfn árið 1965, ári eftir aö Ben fluttist til Evrópu. Kenny Drew, Niels- Henning ogAleksRielleika með honum á flestum verkanna, en á þremur er hann með hljómsveit Amvid Meyers og þar svifur ellingtoniskur andi yfir vötnun- um. A þessum árum lék ball- aöan svo i höndum og blæstri Bens aö vafasamt er að nokkru sinni hafi verið betur gert á þeim vettvangi. Roy Eldridge er hið gjósandi eldfjall djassins og Montreus- skifan hans frá 1977 (Pablo 2308 203) er ein sU albesta sem hann hefur sentfrá sér. Séu þeir ein- hverjirsem elska sterka sveiflu og heitan blástur og þekkja ekki Roy, er þeim bent á að ráða .bráðan bug á þvi og þarna i fé - lagsskap Oscars Petersons, Hennings og Bobby Durham er gamli maðurinn óborganlegur. Niels-Henning hefur stundum minnst á þennan konsert við undirritaðan og þaö undrar engan sem á skffuna hlýðir. Loks er ein plata sem gæti verið nokkurskonar samnefn- ari alls þess krafts og kyngi sem einkenndi svingiö. Það er stór- meistaraband þeirra Coleman Hawkins Roy Eldridges Pete Brewns og Jo Jones á Newport 1957. Með þeim voru tveir af bopkynsldðinni, pianistinn Ray Bryant og bassaleikarinn A1 McKibbon, en þeir léku einsog innfæddi r. Roy og Coleman eru helstu meistarar expressjónismans i djassiog hafa báðirgegnt miklu sögulegu hlutverki: Colem an Hawkins sem faðir djasssaxa- fónsins og Roy Eldridge sem tengiliðurinn milli Armstrongs og Dizzy Gillespie. Pete Brown hefur heldur farið fyrir ofan garð og neðan hjá hinum al- menna djasshlustara, en hann var i hópi helstu altista milli- striðsáranna og er þetta ein af fáum hljóðritunum hans eftir fimmti'u. Jo Jones er einn helsti trommari svingsins og mestur bigbandmeistari þeirra allra. Það eru semsagt ekki neinir smákallar hér á ferð og tónlistin er lfka eftir þvi. Þeir byrja á gamla McHugh slagaranum I Can’t Belive That you’re In Love With Me og fljótlega er allt á suðupunkti. Það verður þó að segjast að Brown stenst engan samjöfnuð við Eldridge og Hawkins. Tónn hans er dáli'tið þunnur og blúsmettuð riffin falla ekki alltaf að rýþmanum. Afturámóti er mikill fengur i ballöðunni sem hann leikur: Day By Day og gaman að kynn- ast stakkatóiskum stil hans og bera saman viö hina tvo stóru svi'ngaltista: Johnny Hodges og Benny Carter. Eldridge les Embraceable you snilldarlega og Hawkins fraserar Moonglow einsog honum er einum lagið. Siðan ljdka þeirfélagar plötunni meö Sweet Georgie Brown og þar er nú glatt á hjalla og Jo Jones fer á kostum i löngum trommusólo þar sem allt það helsta sem kom við sögu sving- trommuleiksins er opinberað. Kannski er þetta besta platan fyrirþá sem eru dkunnir hinum glóandi suðupott svingsins til að nema snillina. PS: 1. Það er von á einni ágætustu milliellingtonbanda- sklfu Johnny Hodges i Fálkann: Duke’s in Bed. 2. í sömu verslun er komin langþráð plata: Tin Can Alley með Jack DeJohnette’s Special Edition. Þeir sem muna snilldarverk hans Special Edition (ECM-1- 1152) munu verða fljótir aö næla sér i þessa, enda er hún hinni ekki sfðri. Nokkur mannaskipti hafa átt sér stað I bandinu. ChicoFreeman hefur tekið sæti David Murrays og i' stað Arthur Blyths er komin alto og barry- tonistinn John Purcell. Geggj- aður nútimadjass með sveiflu og öllu. 3. Hinn eini sanni Miles Davis er kominn aftur á kreik einsog djassunnendur hafa frétt og nú hefur CBS gefiö Ut nýja breiðski'fu meö honum, þá fyrstu sföan 1974. Steinar hf. eiga von á skifunniog eitt er vist að þaö verður sögulegt að berja hana eyrum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.