Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 27
-Jielgarpásturinn Föstuda^g "|úlí 1981 27 Umsjón: Þór Jakobsson Isaac Newton — var hann á undan? ... eða var það Gottf ried Wilhelm von Leibniz? Uppgötvanir og heiðurinn Stundum hefur leikiö vafiá þvi, hvaöa vísindamaður eigi að hljóta heiöurinn af þvi aö hafa verið fyrstur á feröinni með til- tekna visindalega uppgötvun. Nú á dögum mikillar vísindastarf- semieru menn tiltölulega snöggir að koma verkum sinum á framfæri, en áður fyrr gat slikt dregist af ymsum ástæðum. Bæði fyrr og síðar hefur það komið fyrir að mikilvægri hug- mynd skytur samtimis niður i kollinn á tveimur eða fleiri mönn- um, sem gli'ma við sömu gátuna. Þetta er eðlilegt og oftast skipta menn heiðrinum með sér isátt og samlyndi. Stundum fer þó allt i bál og brand, klögumálin ganga á vfxl, áhugamenn um sams konar visindaleg vandamál verða harð- svi'raðir keppinautar og erfða- fjendur i stað þess að taka upp eða halda áfram fræðilegum um- ræðum. Snillingsævi. Frægustu deilur þessa eðlis urðu um aldamótin 1700. Siðustu áratugina fyrir þau aldamót var ein af grundvallargreinum stærð- fræðinnar sett á laggirnar, diffur- og tegurreikningur (differensial- og integralreikningur). Eins og flestum er kunnugt, sem gengið hafa i' menntaskóla, eru aðferðir þessar mjög mikilvægar I mörg- um greinum stærðfræði- og náttUruvísinda. Að þeirri stökkbreytingu i framþróun náttUruvisindanna, sem uppgótvun þessi var, stóðu tveir jöfrar andans, Englend- ingurinn Isaac Newton og þýski heimspekingurinn Gottfried Wil- -helm von Leibniz. A myndunum sjáum við þá i finu fötunum, þykkir lokkar hárkollunnar pryða höfuð og herðar á miðaldavisu, friðsælt yfirbragðið ber vitni um sjálfstraust þess sem hefur farið - með sigur af hölmi og hafinn er yfir smámunina. Enginn getur greint i þessum tigulega svip, að hver hefur sinn djöful að draga þrátt fyrir allt: sjálfan sig. Þrátt fyrir frægð og frama i lifenda lifi áttu þeir sin svörtu skeið þessir leiðtogar okkar í leit að sannleikanum, smáræði vex þeim i augum, hégdmlegar hvatir raska ró þeirra, ti'minn og dýrmætir vinnudagar riðlast i áhyggjum, gremju og lamandi þunglyndi. Þessa i'milli rofar til og leyndar- dómar náttúrunnar eru afhjtip- aðir einn af öðrum : snilligáfan er að verki — og skilningur mann- kynsins á umhverfinu verður ekki hinn sami eftir, heldur sannari og dýpri. Newton eða Leibniz? Newton og Leibniz eru báðir upphafsmenn diffur- og tegur- reikningsins, en hvor var á undan? Um það var deilt árum og jafnvel áratugum saman á sínum tima og skiptust menn i hat- rammar fylkingar, annars vegar fylgjendur Newtons og hins vegar þeir, sem aðhylltust Leibniz. Voru þeir siðarnefndu aðallega á meginlandinu. Si'ðasla áratuginn hafa komið Ut tvær athyglisverðar bækur, sem fjalla um þessar sögufrægu deilur. Þær styðjast við nykann- aðan efnivið frá þessu timabili og hafa þær vakið mikið umtal hjá áhugamönnum um sögu vísind- anna. Fram til þessa hefur al- mennt verið álitið, að höfuð- persónur leiksins, þeir Newton og Leibniz, haf i i' rauninni verið hálf- gerðir statistar á sviðinu — ef ekki, þá hafi þeir kannski frekar reynt að skakka leikinn og latt hirðmenn sina gffuryrðanna. En nU er að sjá, að þeir hafi verið þeim mun ötulli að tjaldabaki og lagt á ráðin af miklum klókindum sér til framdráttar, — likt og ráð- rikur kirkjuhöfðingi, sem halda vill virðingu sinni. Saga sjálfrar uppgötvunar- innar virðist nU nokkuð ljós. Newton var fyrri til og vann hann verkið á árunum 1664 til 1666'. Það var um niu árum áður en Leibniz uppgötvaði aðferöirnar óháður árið 1675. Hins vegar var Leibniz á undan að gefa Ut hug- smið si'na, þ.e.a.s. árið 1684, en 20 ár liðu enn þar til Newton lét prenta sinar uppgötvanir. Við þessa óreglulega forsögu bætist su vitneskja að Newton sendi Leibniz tvær stærðfræðilegar rit- gerðir árið 1676. Einnig haföi Leibniz lesið stærðfræðihandrit eftirNewton i stuttri heimsókn til London þessi árin. Vist er þó að ritgerðir þessar fjölluðu ekki um þessar miklu uppgötvanir, sem hér er sagt frá. En aðgangur Leibniz að ritum hins og dráttur- inn á Utgáfu verka Newtons olli óvissunni siðar og ásökunum á báöa bóga um hugsmiðarstuld. Guðseiniheilagi. Hinum bitru deilum er lýst i bókunum tveim (,,A Portrait of Isaac Newton", endurUtgáfa 1979 hjá New Republdck Books, og Philosophers at War", gefin Ut árið 1980 af Cambridge Univer- sity Press). Óvæntar hliðar á mikilmennunum koma i ljós. Newton virðist haldinn árásar- hneigð. Hann virðist hneykslast á keppinaut sínum að gerast svo diarfur að eigna sér einstæðar op- inberanir Sir Isaacs sjálfs. Ýmislegt slyrkir Newton i trU sinni á yfirnáttúrlegar gáfur sinar. Var hann kannski ekki fæddur á jóladaginn? Dd ekki faðir hans áður en sonurinn, Isaac fæddist? Það var haft fyrir satt að sá drengur sem missir föður sinn fyrir fæöingu, hann fengi yfirnáttUrlegar gáfur i vöggugjöf. Þrátt fyrir áhættu mun Sir Isaac hafa efast um guðdóm JesU Krists. Ekki er þó þar með sagt aðGuðhafisetiðeftir einn og syni sviptur, þvf aðundirskriftá latinu hefur fundist á dálitlu blaði, sem nokkuð djUpt var á i skjölum snillingsins: „Isaacus Neutonus — Jeova sanctus unus", sem Ut- leggst: „Isaac Newton — Guðs eini heilagi". Já, þvi ekki það, annað eins hefur þótt vert athugunar. Hver talar? Höfundur lögmálsins um aðdráttaraflið, sem alls staðar rikir, i smæstu ögnum og um óra- víðan stjörnugeiminn, hugsuður- inn, sem Albert Éinstein taldi engan fremri hafa verið i inn- lifun, nær leyndardómum sköp- unarverksins. Ef þið eigið leið um Hvalfjörð er sjálfsagt ^ að koma við í ** SÖLU- SKALANUM Okkar ágætu afgreiðslumenn sjá um að láta olíur og bensín á bílinn, og á meðan getið þið fengið ykkur hressingu. — Við bjóðum: Kaffi — Te — Öl — Gosdrykki — Samlokur — Smurt brauð — Nýbakaðar skonsur — Kle/nur — Pönnukökur o. fl. meðlæti — Heitar pylsur — Og siðast en ekki sist GOTT VIÐMÓT - VERIÐ VELKOMIN Oiíustöðin Hvalfirði - Sími 93-5124 Hinn vinsæli Thor kominn aftur Heilsölubirgðir: Xco hf. Símar 27979 og 27999

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.