Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 28
28 BLABLA Nýjasta plata ABBA „Super Trouper” hefur veriö gifurlega vinsæl, en þó er eitthvað óöryggi hvað snertirframtið Abba eftir að Benny og Annifrid skildu. ,,Það er erfitt fyrir okkur að koma.. fólki i skilning um að það hefur engin breyting orðiðá Abba, þrátt fyrir þessa breytingu, sem er eingöngu fjölskyldulega séð, en hefur ekk- ert með fyrirtækið Abba að gera,” segja þau fyrrverandi hjón, Benny og Annifrid. Og fyrst viö byrjuðum á þessu Gunnu stöng hjali, þá kemur hérna ein um Superman. Vissuð þið að leikarinn Christopher Reeve sem lék Superman er að fara að gifta sig. Jú.jú, jú, jú. Ég er nú hrædd um það. Og sú lukku- lega (vonandi) er engin önnur en Gael Exton, en þau hafa nú reyndar búiö saman i fimm ár i óvig^ri sambúð. Málin æxluðust einfaldlega þannig aö Gael varð ófrlsk og hvað gerir fólk ekki þá? Jú,jú. Annaö hvort giftir það sig eða skilur (eða er það ekki?). BLABLABLA... Fostudagur 3i. ioii 1981 hpltjarpósfurinn Stelpur! Eruð þið brjósta- litlar, hafið þiðekkert mitti? Með öðrum orðum, eruð þið eins og baunagras í vextinum? Takið gleði ykkar,nú er þaö vaxtarlagið hennar Gunnu stöng, sem þykir það flottasta og besta. Kvikmyndastjórar i Hollywood hafa gert kvikmynd um Stjána bláa og Gunnu stöng og þá vilja allir vera eins ogGunna i laginu, eða er það ekki? Vöxtur Gunnu minnir óhjákvæmilga á Twiggy stælinn sem gekk fyrir þó ndckuð mörgum arum. Já. Alltaf endur- tekur tiskan sig. Englendingar hafa siðustu ár verið ákaflega duglegir við að framleiða nýja strauma i tónlist- inni. Ein bylgja kemur I kjölfar annarrar. Nýjasta fyrirbærið er The Blitz Kids. Það hefur lika sina fyrirmynd, sem er grúppan Visage og forystusauður hennar Steve Strange, sem myndin er af hér að ofan. (Töff gæi). Lagið þeirra „Fade To Gray hefur farið eins og eldur i sinu um alla Evrópu. VALUR Brennu-Njálssaga, Kamarorghestar og Þeyr á stórhátíð í Háskólabíói — segir Baldur Þórir Rúnarsson En ég mundi kannski ekki segja að þau hafi verið beint stefnumót- andi.” — Er það rétt sem ég heyri að þið séuð að taka upp plötu? „Ja, við erum nú búnir að þvi. Við tókum plötuna upp um siðustu helgi. Þetta er fimm laga litil stór plata sem Geimsteinn gefur út. Við erum nú ekki ennþá búnir að finna nafnið á plötunni en hún kemur sennilega út i byrjun sept- ember.” — Hafið þið spilað mikið? „Við höfum ekkert verið að spila að ráði uppá siðkastið. Við spiluðum þarna á hljómleikunum i Laugardalshöllinni og i Sand- gerði á einhverju balli. Svo getur verið að við spilum einhvers stað- ar núna um helgina. — Er það ekki gifurlegt fyrir- tæki að koma upp grúppu? „Það er óneitanlega mjög fjár- frekt. En eins og er erum við vel staddir. Við eigum hljóðfæri, magnara og söngkerfi þótt það sé kannski ekki uppá marga fiska.” — Hafið þið eitthvert æfingar- lókal? „Eins og er æfum við i Fjöl- brautaskólanum, en það má bú- ast við þvi að við verðum reknir þaðan út þegar skólinn hefst að nýju i haust.” — Er skemmtilegt að vera i hljómsveit? „Já, maður væri ekki að þessu ef þetta væri leiðinlegt. Þaö verð- ur þó að segjast eins og er að stundum er þetta smábras.” Friðrik Þór Njálu-leikstjóri. arinn hefur hlerað að þar sé um að ræða afar nýstárleg tónverk. Ekki aðeins Þá koma fram hinir frábæru Kamarorghestar, en eins og al- þjóð ætti að vera kunnugt um, eru þeir nýkomnir frá Kóngsins (Drottningarinnar) Kaupmanna- höfn og kynna þeir lög af rétt óút- kominni plötu sinni „Bisar i banastuði”. Heldur Eftir hlé verður frumsýnd stór- myndin Brennu-Njáls saga, en höfundur hennar er Friðrik Þór Friðriksson, einn aktivasti og ðþróttafélag vikunnar: Arið 1911 var íþróttafélagið Valur stofnað af drengjum úr KFUM (Kristilegu félagi ungra manna) undir handleiöslu séra Friðriks Friðrikssonar. Á þessu ári er féiagið því 70 ára. Valur starfar f 5 deildum og hefur knatt- spyrna verið meö frá upphafi. Þau sterku tengsl sem voru I upp- hafi viö KFUM hafa nú rofnað, þó ákveðið samband sé ennþá þeirra á mflli. Hjá Val er starfandi knattspyrnuskóli og eru flokkar sendir tilkeppni á öllmótþar sem keppt er. Einnig er sérstakur 6. flokkur en það er yngsti hópurinn en hann keppir ekkert. Mikil starfsemi kvenna er innan knatt- spyrnunnar og fer hún jafnframt vaxandi. Undanfarin sex ár hefur Valur sifellt verið i baráttusæti. Mark- miðið er alltaf að komast á topp- inn i heiðarlegri keppni. t félag- inu er 1000 manns i tengslum bæði við æfingar og á ýmsan annan hátt. Ragnheiður Vikings- dóttir, 18 ára — Hvenær hófstu að spila fót- bolta? „Ætli ég hafi ekki verið 14 ára. Það hófst þannig að ég var með krökkunum i skólanum i fótbolta. Ég og vinkona min fréttum af Val svo við drifum okkur i félagið.” — Af hverju varð Valur fyrir valinu? „Reyndar byrjaði ég hjá Fram, þvi ég bý i' Fram-hverfi. En mér fannst litið gert fyrir stelpur þar svo ég hætti. Það var algjör til- viljun að Valur varð fyrir val- inu. ” — Er gert meira fyrir stelpur i Val en gert var f Fram? „Já, það er gert meira sem er þó alls ekki nóg. Það vill brenna við að litið er á okkur stelpurnar sem einhvern yngri flokk, sem er þreytandi til lengdar. Annars virðist sem stelpurnar sýni fót- boltanum meiri áhuga núna, og þá kemur það af sjálfu sér að viö höfum meira að gera. — Hve oft æfir þú? „Svona þrisvar i viku. Svo eru leikireinu sinni til tvisvar I viku.” — Þú ætlar að halda þessu áfram? „Já, ég stefni að þvi.” — Hvað gerir þú í fristundum þinum? „Við stelpurnar i Val höldum hópinn og förum á leiki, i bió og ferðalög.” Magnús Magnússon 15 ára — Af hverju leikur þú knatt- spyrnu? „Jú, fótbolti er það eina sem ég get eitthvaði. Ég held ég hafi ver- ið svona lOára þegar ég byrjaði i Magnds Magnússon fótbolta og þá fór ég i Val útaf hverfinu.” — Er Valur betra lið en önnur? „Ég gæti trúað þvi, það eru t.a.m. f leiri strákar i þessu félagi en öðrum held ég örugglega.” — Hvaðer svona skemmtilegt i knattspyrnunni? „Þessari spurningu er erfitt að svara, en leikurinn sjálfur er mjög spennandi og sameinar ein- staklinga i þvi að reyna skora sem flest mörk.” — Eiginleikar góðs knatt- spyrnumanns? „Sterkur, fljótur og leikinn.” — Þú æfir þrisvar i viku, hvern- ig eyðir þú hinum kvöldunum? ,,Ég vinn nú yfirleitt frameftir, en svo kemur fyrir að ég fer i bió.” „FJÁRFREKT FYRIRTÆKI” Stuðarinn vill benda öllum les- endum sinum, ungum sem öldn- um á skemmtun sem haldinverð- ur i Háskólabiói, n.k. fimmtudag, 6. ágúst. Skemmtun þessi er afar sérstæð og má búast við hinum ótrúlegustu uppákomum, en upp- gefin dagskrá er sem hér segir: Fyrsta atriðið er luðrablástur fyrir utan bióið en er inn kemur verður flutt leyninúmer, en Stuð- hugmyndarfkasti náungi sem finnsthér um slóðir, og þótt viðar væri leitað, en undirleik við myndina sjá Þeyr um, þar sem þeir nota m.a. nýtt hljóðfæri, smiðað af Gulla i' Þey sem mun vera, tæknilega séð, framhald af syntheseiser. Þannig mun vera hægt að skrá i tækið (sem hefur minni) setningar úr Njálu, og spila siðan á setningarnar (sic.) Sjaldan fellur cplið langt frá eikinni. Sannast það rétt enn cinu sinni. Sonur Mariu Raldursdóttur og Rúnars Júliussonar, Baldur Þórir Rúnarsson, hefur nýlega stofnað hljómsveitina Box ásamt fjórum öðrum náungum. Það eru þeir Kristján Gislason, Óskar Nikulásson, Eðvarð Vilhjálmsson og Sigurður Sævarsson. Og i stuttu máli þá hafði ég upp á Baldri og spurði hann eftirfarandi spurninga. — Hvenær var hljómsveitin Box stofnuð? „Hljómsveitin var formlega stofnuð 17. júni á þessu ári, en þá komum við fyrst fram undir nafn- inu Box. Aður höfðum við aö visu spilað, en þá undir nafninu Kjarn- orkublúsararnir.” — Já, einmitt. Hvernig tónlist spilið þið? „Ætli við mundum ekki einna helst flokka það undir nýbylgju- tónlist. Við höfum breskar grúpp- ur að fyrirmynd.” — Hefur þú lært á hljóðfæri? „Já, ég er i tónlistarskóla Keflavikur og læri þar á pianó. Ég er búinn með fjórða stig.” — Nú eru foreldrar þinir báðir popparar helduröu að það hafi haft áhrif á tónlistaráhuga þinn? „Þvi er ekki að neita að þaö er mikið um tónlist á minu heimili. Og Eftir allt þetta, kemur Þeyr með 40 minútna prógramm, og kynnir m.a. nýja plötu sem kem- ur einmitt út þennan dag og ku vera algjör negla. Fyrir þessa skemmtan, sem er ekki af verri sortinni, borgum við aðeins krónur 75 (islenskar, nýj- ar) en skemmtunin stendur i tvo tima. Krakkar á öllum aldri, ligg- ið ekki á liði ykkar, svona tæki- færi gefst ekki nema örsjaldan. Að hika er sama og tapa!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.