Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 31.07.1981, Qupperneq 30

Helgarpósturinn - 31.07.1981, Qupperneq 30
30 Föstudagur 31. júlí 1981 helgarpósturinrL. „ÞAÐ HEFUR EINN OG EINN LOFTANDINARTAД LITIÐ VIÐ HJÁ FRIDRIK ÞÓR FRIDRIKSSYNI SEM FRUMSÝNIR KVIKMYND SÍNA UM BRENNU-NJÁLSSÖGU IHÁSKÓLABÍÓI Í NÆSTU VIKU eftir Elisabetu Guðbjörnsdóttur_______________________________________ myndir Jim Smart Á Laugavegi 135 byr Friðrik Þór Friðriksson, myndverka- maður og alt mulig mand í list- inni. Þar sem Friörik Þór er vel þekktur fyrir mikla frásagnar- gáfu og skemmtilegheit ákvað blaömaður að heimsækja kauða og frétta af því hvað hann sé að fást við þessa dagana svo og nokkra punktadr forlíðinni. Brennu Njáls saga „Ég ætla að frumsyna kvikmynd mi'na byggða á Brennu Njáls sögu þann 6. ágiist n.k. Sýningin verður i Háskólabiói og mun hljómsveitin Kamarorghest- ar frá Kaupmannahöfn leika á undan sýningunni. Hljómsveitin Þeyr leikur siðan undir kvikmyndasýningunni og heldur konsert á eftir. Myndin er 20 minútna löng og byggð á bókinni. Fólk er alltaf að hugsa um að endurskapa bókmenntaverk i staðinn fyrir að búa til sjálfstætt listaverk en það er kvikmyndin sjálf. Það eru til ótal aðferðir við að gera kvikmynd upp Ur bók- menntaverki. En nærtækasta dæmið um hvernig þetta gerist verst er „Paradisarheimt” Rolf Hádrichs. Hann hefur enga tilfinningu fyrirmyndmáli og er eins og blindur maður sem hefur káfað á blindraletri, en aldrei skilið hvað það er.” — Af hverju leikur hljómsveit- in Þeyr undir myndinni? „,Þeir spila frumsamda Njálu- tónlist undir. Þeyr eru einfald- lega aðminu matigóð hljómsveit. „Friörik fitlar varlega við yfir- skeggið. „Mér datt þetta i hug þegarégsýndi NjáluUt i Bergen i mars sl. Þá sagði sýningarstjór- inn eitthvað á þá leið að það að horfa á þessa mynd væri eins og að hlusta á tónlist. Áhorfendur i Bergen vissu ekkert hvað Njála var og var ég að kanna viðbrögð slikra áhorfenda og það tókst furðu vel.” Hann breytti klukku idagatal — Hvernig heldurðu að við- brögð fólks verði hér? „Annaðhvort situr fólk undir henni eins og steingervingar eða þá aö það hleypir henni inn.” Friðrik beinir visifingri aö hausn- um á sér. — Sóttir þU um styrk fýrir Njálu Ur kvikmyndasjóöi? „Nei, ekki fyrir Brennu-Njáls sögu. En ég fékk hins vegar starfslaun listamanna f þrjá mánuði til að vinna aö kvik- myndagerð. 1 vor sótti ég um styrk til kvikmyndasjóðs fyrir, að minu mati, mjög aðkallandi verk, en fékk synjun. En ég ætla samt að ráðast i það ef fjárhagur leyfir.” — Af hverju er þetta svo aðkallandi verkefni? „Þetta á að vera dókuméntar- mynd um einsetumann sem býr úti á landi. Hann er merkilegur fyrir það hvernig og á hvaða hátt hann hefur tekið tæknina i sina þjónustu. Hann er feikilegur upp- finningamaður og hefur m.a. breytt klukku i dagatal.” — Ertu ánægður með framlag lslendinga til kvikmyndagerðar? „Þetta eru ágæt verk. En það fer mikið fjármagn sem liggur ekki á lausu i að gera verk Ur for- tiðinni. Þaðkostar gifurlega mik- ið að endurskapa liðarandann o.þv. u. 1. í staðinn ætti að nota þaðsvið sem tiler i dag, nUtiðina. Og geyma kostnaðarsamari verk þar til meiri peningur fæst Ur kvikmyndasjóði.” Framtiöin óviss — Hvað með Galleri Suðurgötu 7? „Það er bUið að vera lokaö lengi eins og flestum er kunnugt. Það stendur til að selja lóðina undirhUsinu og flytja það jafnvel upp i' Árbæ. Það gefur auga leið að það er ekki hægt að skipu- leggja sýningar fram i tfmann á meðan á þessari óvissu stendur um framtíð hUssins. NUna bfðum við eftir svari frá borgarstjórninni — um hver framtið Gallerisins verður. En á þessu ári höfum við mestmegnis sýnt erlendis, i Danmörku, NwegiogPóllandi.Þó býstég við að við höldum tvær sýningar á næstunni.” — Hvernig gengur með Kvikmyndablaðið? „Það gengur mjög vel. Við höfum ákveðiö aö gefa það bara út annan hvern mánuö, til þess aö gera þetta ekki að neinu púli.” Ra nnsóknarstöð á Eyrarbakka — Lof tandaverkin þin eru mörgum kunn, en hvað er loftandi? „Þetta eru nú ekki eingöngu verkin min. Þau eru unnin i sam- vinnu viö Steir.grim nokkurn Ey- fjörö Kristmundsson. Loftandar eru gömul þjóðsaga. Sagan segir að eitt sinn hafi engl- amir gert uppreisn i himnariki. Guð braut uppreisnina á bak aft- ur og grýtti uppreisnarseggjun- um Ut Ur hirnnariki. Þeir sem lentu á jörðinni eru álfar og þeir sem fóru i sjóinn eru marbendlar. Svo eru aðrir sem ekki náðu þvi að lenda í sjó eða á landi og þaö eru loftandar. Þessar verur eru alvitrar og þaö þykir eftirsóknar- vert að veiða þær. A þessum veiðum höfum við Steingrimur verið í þrju ár. Við höfum einnig sett upp loftandarannsóknarstöð áEyrarbakka, en þar varð þeirra fyrst vart árið 1754. Í.Utlöndum hafa loftandar fUnksjón listamanna, þeir laga og forma t.d. skýin og þess vegna er þessi leit okkar leit að algildri vissu.” — Hafið þið orðið varir? „Já, það hefur einn og einn nartað”. — Hvaða græjur notið þið? „Margvisleg tæki, alls kyns belgi og fjaðrir. Belgimir eru gerðirUr innyflum dýra. Aðferðin er þannig að veiðistaðurinn er fjall, og hér er fullt af góðum veiðistöðum. Veiðimennirnir leggjast upp i loft með opinn munn og þá getur hent að loft- andinn fari upp i munninn. Afrakslur rannsóknar okkar Steingrims verður sýndur bráðlega.” ‘ — Hver er eftirminnilegasta veiðiferðin ykkar? „Það er nU ekki af loftanda- veiðum, heldur silungsveiðum. Það var i mai 1969, þegar við Steingrimur fórum upp að Elliða- vatni. Þar veiddi Steingrimur pinulitinn urriða.” Friðrik kUt- veltist af hlátri, „Steingrimur stökk á hann, trampaði á honum og skar hann á háls. Þegar hann síðan kom heim með hann þá mældi hann urriðann hátt og lágt vigtaði og skoðaði hvert innyfli nákvæmlega.” Tréð óx inní hann — ÞU vannst lengi i Steiniðj- unni? „Ég vann viö að reisa legsteina i tiu sumur. ÞU veist, — allir þessir skökku i kirkjugörðunum, en það er nU ekki slæmum vinnu- brögðum minum og starfs- félögum um að kenna heldur þvi að það er svo mikið loft I mold- inni”. — Att þú einhverja sögu Ur kirkjugarðinum ? „Já, það kom einu sinni til min gömul kona i kirkjugarðinn og spurði hvort ég hefði hugmynd um hvað amaði að föður hennar. Hann var grafinn þarna og dó fyr- ir f jölda mörgum árum. Ég gekk að leiðinu hans og gerði vett- vangsrannsókn. Það eina sem mér datt i' hug að gæti angrað karlinn var risastórt tré sem var á leiðinu. Við fiirum að spjalla um þetta og konan segir mér að fyrir nokkrum árum heffá faðir hennar birst henni i draumi hvaö eftir annað. Kom i ljós að kona utan af landi hafði verið grafin ofan á karlinn i' misgripum. Maðurinn vildi losna við konuna ofan af sér og var hUn þvi fjarðlægð. Eftir það féll allt i ljUfa löð. En svo byrjar hann aftur með læti og var það álit okkar að tréð væri farið að vaxa inn ihann og fjarlægðum við þvi tréð og þá varð karl rólegur.” — ÞU ert formaður fótbolta- félags? ,,Já og knattspyrnufélagið heit- ir Arvakur. Við sóttum um að taka þátt i þriðju deildarkeppn- inni, en vegna einhverra undar- legra reglna t.B.R. fáum við ekki inngöngu. Við fáum ekki að keppa fyrr en árið 1983. .þá verðum við old boys”, bætir Friðrik við dap- urlega. Við munum ekki una þessu, sérstaklega af þvi að við ætlum að keppa i handbolta og körfubolta næsta vetur. Við erum þvi' að ihuga að láta setja lögbann á þriðju deildina. Þetta er fáránlegt að mega ekki taka þátt i fþróttum Ut af einhverjum vitlausum reglum.” Getnaöarlimur skorinn af — ÞU varst ritari fyrstu og sögulegustu kvikmyndahátiðar- innar hér á landi. ,,JU,jU”. Frikki snýr upp á skeggið, „ég valdi flestar kvik- myndirnar á þá hátið, s.s. „Veldi tilfinninganna” og „Sweet Movie”. „Veldi tilfinninganna” var aldrei sýnd og spældastur var ég yfir þvi' að mér skyldi ekki takast að fá „Salo” eftir Pasolini (120 dagar i' Sódóma)” Friðrik glottir og rekur visifingui framani mig: „Þá hefði fyrst hitnað f kolunum”. „SU mynd hefði sjokkerað fleiri en myndin „Veldi tilfinninganna” hefði nokkurn tíma getað gert, enda var það saklaus mynd. Það eina sem fólk átti erfitt með að kyngja í „Veldi tilfinninganna” var atriðið þar sem getnaðarlim- ur er skorinn af dauðum manni. Myndin var þvi bönnuð. En á sama tímaog hUn var bönnuð var verið að sýna kvikmynd hér i kvikmyndahUsi, þar sem eitt atr- iði gekk Ut á það að það var bitið undan lifandi karlmanni. Mér er minnisstæð ein sýning á „Veldi tilfinninganna”, fyrir eft- irlitið og fulltrUa saksóknara og lögreglu. Þau létu eins og smábörn, eins og krakkar á þrjU-sýningu. Voru fussandi og sveiandi allan timann í hneykslan sinni”. LOFTANDAR — SumariS 1754 vildi þaS til á Eyrarbakka, i hægri golu, bjartviðri en hálfskýjuðu lofti, að svart ský kom frá fjöll- unum í norðaustri og stefndi skáhaUt á Eyrarbakkakaup- stað. Það sýndist því minna sem það kom nær, en fór álíka hratt yfir og fálki, sein rennir sér yfir rjúpu, án þess að hreyfa vængina. Skýið var kringlótt tilsýndar og bar það yfir þar, sem stóð hópur manna, innlendra og erlendra. Það þaut framhjá þeim og kom við vangann á verkamanni einum, sem stóð þar. Varð hann þá bandóður og hljóp til sjávar. Hinir urðu sem þrumu lostnir. Samt eltu hann nokkrir og náðu honum, áður en hann drukknaði. En hann var i stuttu máli sagt albrjálaður og óður og talaði allskonar vitleysu, bæði einstök orð og setningar, alla vega rangsnúið. Þeir, sem héldu honum, urðu að beita öllum kröftum, svo að hann sliti sig ekki af þeim. Þeir tóku því það til bragðs að vefja dúki um höfuð honum, létu hann leggjast niður og héldu honum þannig, og tók þá að sljákka i honum að stundarkorni liðnu. Eftir nokkra daga hvarf æðið, en ekki náði hann sér fullkomlega fyrr en eftir hálfan mánuð. önn- ur frásögn bætir þvi við, að hvorki hann né þeir, sem næstir voru, sæi skýið, fyrr en það steyptist yfir þá með nokkrum þyt, en menn sem voru fjær, sáu það og fylgdust með hreyf- ingum þess. Það bar niður í fjöru, og þar hvarf það. Maður sá, er skýið hitti, varð svartur eða dökkblár á kinninni, en liturinn hvarf smám saman, eftir þvi sem honum batnaði. ( Úr Ferðabók Eggerts og Bjarna ) Cr sýningarskrá Friftriks og Steingrims.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.