Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 14. ágúst 1981 he/garpósturinn NAFN: Pétur Sigurðsson STAÐA: Forseti Alþýðusambands Vestfjarða FÆDDUR: 18. desember 1931 HEIMILI: Hjallavegur 15, ísafirði HEIMILISHAGIR: Eiginkona Hjördis Hjartardóttir, 2 börn BIFREIÐ: Volvo 144 árg. 1974 ÁHUGAMÁL: íþróttir, pólitik og Steinn Steinarr Vestfirdir hafa atttaf verið sérstakt greifadæmi A kjaramálaráöstcfnu Alþýöusambands Vestfjaröa á Núpi f Dýrafiröi sl. sunnudag, 9. ágúst. var samþykkt að ASV yröi ekki í störa samflotinu viö næstu kjarasamninga, hcldur yröi samið hcima ihéraði. Þetta er ekki ný búla, að Vestfiröingar skerisigúr i kaupgjaidssamningum og enn cr i fersku minni þcgar Karvel Pálmason stormaði suöur 1977 og ASV samdi á undan. Tvær kenn- ingar eru einkum uppi um framferði Vestfirðinganna: Annars vegar hafi Vestfiröir algjöra sér- stöðu meö einhæfri atvinnu sem er fiskvinnslan og auk þess sé framfærsla þar miklu dýrari en víða annars staöar á landinu. Hin kenningin lýtur aö hinni sögulegu hefð ráörikra höföingja á Vestfjöröum sem hvorki bcygðu sig undir Skálholt né Bessastaði, og hví skyldu þeir Pétur forseti og KaVvcl bcygja sig undir Lindargötuvaldiö? Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vest- fjarða situr fyrir svörunt um þessi mál. Þið ákváðuð á Núpi að verða ekki með i stóra samflotinu. var það ákveðiö að undangengnum viðræðum við ASÍ? „Þetta er bara þróun af um- ræðum um kjaramálin á undan- förnum árum og bein afleiðing af mörgum okkar skrefum i samningagerðum undanfarin ár.” Er þetta þá endahnúturinn á það, að þið eruð búnir að kljúfa ykkur frá ASÍ með ykkar samn- ingagerð? ,,Það er ekki hægt að tala um ákveðna þróun i þá átt, að ASV kljúfi sig frá ASI, vegna þess að oftar höfum við samið hér heima fyrir, heldur en i sam- starfi gegnum Alþýðusamband tslands og við sömdum hér heima, þó eftir að hafa tekið þátt i viðræðum og undirbúningi kröfugeröar ’77 sem var umdeilt á sinum tima. Þaö er ekki um- deilt i dag, aö viö leystum þar ákveðinn hnút og nú er sem sagt ákveðið að semja alfariö heima fyrir, ganga frá kröfugerö og óska eftir viðræöum viö vinnu- veitendur hér heima. Þetta er mat á þeim möguleikum til aö ná árangri i dag. A næsta ári gætum við allt eins veriö tilbún- ir aö vera meö einhverjum öðr- um i samfloti, ef menn eru þá sammála um, að þetta sé það rétta.” Meö hliðsjón af þvi, að foryst- an i ASV er krataforysta, eru þessar ráðageröir ykkar þá ör- þrifaráð eftir aö Alþýöuflokkur- inn er oröinn einangraður, svekktur og valdalitill I verka- lýöshreyfingunni? „Eg held að þetta sé nú alveg fráleitt. Þarna i stjórn ASV er nú ekki einlit kratahjörð einsog þú kannski gafst i skyn og á fundinum á Núpi voru allir full- trúarnir sammála um að nú ætti að reyna þetta og meira að segja menn, sem voru á móti þessu 1977, voru með núna. En að einhver hefndarstund sé runnin upp, það held ég sfe nú al- veg fráieitt. A siöustu ráöstefnu ASI var kosið á milli manna og einn haföi kannski tryggt sér stuðning ákveðins hóps á þing- inu og til þess að ná meirihluta, þá tryggði hann sér stuðning fylgismanna annars manns og var síðan studdur sem varafor- seti.” En Núpsfundurinn lýsir yfir stofnun nýs furstadæmis innan verkalýöshreyfingarinnar? „Nei, nei, þetta er ekkert nýtt furstadæmi, þetta hefur alltaf veriö sérstakt greifadæmi hérna, Vestfirðirnir og Alþýðu- samband Vestfjaröa og það væri ekkert óeölilegt, aö þróun- in yrði sú, að við tækjum meira af okkar málum hingað heim i hérað. Við höfum ekki fengið ýkja mikinn skilning.og einkum hjá þeim sem búa á þéttbýlis- kjörnunum viö Faxaflóa, á þvi að hér er reginmunur á fram- færslukostnaði miðaö við aðra staöi. Bæði hvað varðar húshit- un og alla aðdrætti og einsog marg oft hefur verið bent á, og margir hverjir trúa ekki enn i dag, þá borgum við álagningu og söluskatt á flutningsgjöld sem er algjörlega umfram þaö sem fólk býr viö á Suöurlandi. Þess vegna væri ekki óeölilegt að hugsa sér þaö, aö laun úti á landi bæöi hér fyrir vestan, austan og noröan væru hærri en i Reykjavik. Hitt kæmi líka til greina, að menn hefðu á þessum svæðum einhvern skattakvóta til frádráttar umfram aöra.” En eru atvinnufyrirtækin i stakk búin aö greiöa þennan mun? „Atvinnuvegirnir hér á Vest- fjörðum ættu einnig aö fá eitt- hvaö af þeim hagnaöi sem rekstur þeirra og vinna verka- fólksins i fyrirtækjunum gefur þjóðfélaginu. Skattatekjur af útflutningsverðmætum sem framleidd eru hér á Vestfjörö- um og viöa útum land, renna aö verulegu leyti til uppbyggingar á þéttbýlissvæðunum.” Eru þessar ráöageröir ykkar uin samninga i héraöi eitthvaö i tengslum viö baráttu Vilmund- ar Gylfasonar um aukiö lýöræöi innan verkalýöshreyfingarinn- ar? „Þær eru ekki i neinum tengslum viö Vilmund og þaö sem þar hefur gerst, — sumir kalla þetta uppþot hjá Vil- mundi, — en þessi ákvöröun hjá okkur er miklu alvarlegra mál og alls ekki I ætt viö neitt upp- þot.” Þú talar um uppþot hjá Vil- mundi, en umræöan um verka- lýösmál þessa dagana er kring- um nafn Vilmundar Gylfasonar, og framámenn krata I verka- lýöshreyfingunni hafa allt aö þvi fordæmt Vilmund. Nú hefur Vilmundur bariö frá sér og i Visisviðtali s.l. laugardag segir Vilmundur: „Margt af þvi fólki innan okkar vébanda, sem er i forystu verkaiýðsfélaganna sit- ur inni á skrifstofum með svona fjórum sinnum hærri laun en það semur um fyrir láglauna- fólkið, þaö þykist hafa völd, hef- ur vissulega stööu, skrifstofu og laun og óttast um stööu sina.” Ert þú einn úr þessum hópi, Pétur? „Ég er einn af þeim sem sitja hér inni meö þreföld laun verka- fólks i fiskvinnslu einsog þau eru i kaupgjaldsskránni okkar, og þá tala ég ekki um aö þaö séu nein álög, enginn bónus inni I þvi. Þau laun min eru reyndar heildarlaunin þannig aö ég get ekki skrifaö yfirvinnu á sjálfan mig, þaö verður svo aö vera matsatriöi hvort ég vinn fyrir þessum launum eða ekki. En I sambandi viö skrif Vilmundar Gylfasonar og aö þaö sé veriö að stoppa hann af á Alþýöublaöinu af þvi hann ýti viö og sneiöi að verkalýösforingjum i Alþýðu- flokknum sem og öörum, og það hefur hann gert, þá hlýtur það bara að vera af því aö hann hef- ur tilefni til þess. Það hefur komið fram i viötölum viö fólk, bæði i Dagsbrún og Verslunar- mannafélaginu, aö forystu- mennirnir hafi ekki staðið sig nógu vel og þess vegna sé það I láglaunafélögum og á lágu kaupi. Auðvitaö er þetta regin- misskilningur hvort sem for- ingjarnir heita Pétur Sigurös- son eöa Magnús L. Sveinsson. Þaö eru náttúrlega ekki þeir sem eiga aö reka verkalýösfé- lögin, þaö eru verkalýösfélögin sem eiga að reka þessa menn áfram og þeir eru auövitað ekk- ert annaö en þjónar þeirra, verkalýösfélaganna sjálfra og þessara félaga sem voru aö vitna þarna I blaöinu. En félög láglaunafólksins hafa ekki staö- iö sig nógu vel i launakapp- hlaupinu I þjóöfélaginu, þaö er alveg staöreynd. Ef menn ætla hins vegar aö bregöast viö skrif- um Vilmundar þannig, aö eigi aö skrúfa fyrir þau, þá held ég að menn.ættu að fara i einhvers konar sálgreiningu og upprifjun á sinu hlutverki. Ég hef ekki séð neitt i skrifum Alþýðublaðsins upp á siðkastið sem ekki er hægt að þola. Það er matsatriði hvers og eins hvort einhver stærri orð eru notuö heldur en greinarhöf- undar sjálfir geta staðið viö,og ég held að það gerist nú alltaf i svona umræðu. Sérstaklega ef hún á aö ýta við einhverjum verulega, þá þarf oft aö gripa til stórra orða, enda þótt það sé oft neyöarúrræði. Hitt er annað mál, að ég get veriö sammála Jóni Helgasyni og Jóni Karls- syni um þaö, aö þaö er ekkert vist, aö viö viöurkennum þaö, aö Vilmundur Gylfason og Jón Baldvin Hannibalsson séu réttir menn á réttum staö til þess aö ræöa um verkalýösmál af ein- hverri þekkingu. Ég veit ekki til þess að þeir hafi verið starfandi i verkalýðsfélögum eöa i for- ystusveit þar á neinum tima.” Hafa þeir ekki umboö til aö skrifa um verkalýðsmál vegna uppruna sins og menntunar? „Ég veit ekki hversu langt við eigum aö sækja erföirnar, þeir eru náttúrlega báöir synir for- ingja i Alþýöuflokknum og báöir feöur þeirra hafa veriö formenn i þeim flokki og voru reyndar á stundum i algerri andstööu viö forystu flokksins og komu jafn- vel'fram tillögur um aö reka þá báöa. Ég hef hins vegar ekki trú á þvi, að Jón Baldvin hafi erft neitt af þeirri reynslu sem Hannibal faöir hans haföi öölast i störfum fyrir verkalýöshreyf- inguna.” Samkvæmt þessum svörum er maður sem ekki er i verka- lýðsfélagi ófær aö skrifa um verkalýösmál. „Jú, jú, jú, ef menn setja sig vel inn i málin, þá er þaö vel hægt. Ég held hins vegar aö stór orð sem notuð eru, sýni oft að menn eru oft ekki nóg inni i mál- unum. Ég efast ekkert um vilja Vilmundar til þess aö láta gott af sér leiöa i þessu sambandi. Ég hef enga trú á þvi, þaö hvarflar ekki aö mér, aö Vil- mundur sé þarna aö gera ein- hverjum illt.” Eru þá skrif Vilmundar af hinu góða? „Skrif Vilmundar eru meint af honum til þess að ýta við mönnum i verkalýðshreyfing- unni svo þeir fari að taka málin öðruvisi. Honum finnst of mikill sofandaháttur i verkalýðsfélög- unum sem er alveg rétt hjá hon- um. Það er nauðsynlegt að við- urkenna það og hann meinar ekkert annað með þessu en það, að lifga upp á þessa hreyfingu. Honum er vel við það fólk sem þar eru meðlimir.” Aftur að ályktun Núpsfundar- ins, hver er hugmyndafræðing- urinn á bak við hana. Nú var það Karvel sem reifaði málin á fundinum? „A fundi i Alþýðusambandi Vestfjarða, þar sem timasetn- ing Núpsfundar var ákveöin, kom fram tillaga um það, að ég kæmi fram með tiilögur sem gætu orðiö beinagrind að um- ræöum og þaö eru nánast þær tillögur einsog þær liggja fyrir. Hugmyndafræöingurinn aö þessum tillögum, þaö er ég, siö- an leggur ráöstefnan blessun sina yfir þær. En frjóleiki minn er nú ekki meiri en þaö, aö þarna eru teknar upp gamlar lummur sem búiö er aö veltast meö i kröfugerö, sumt af þeim i áratug.” Nú voru þeir gestir ráöstefn- unnar Asmundur Stefánsson og Björn Björnsson frá ASt, sýndu þeir engin svipbrigði? „Eg held þeir hafi gert sér grein fyrir þvi, að þeir gátu engu breytt um niöurstöður, en það væri lygi hjá mer ef ég segði, aö þeir heföu veriö ánægöir meö niöurstööur.” Finnuröu til upphefðar að vera sá annar forseti Alþýðu- sambands á tslandi sem nú gengur til baráttu viö atvinnu- rekendur? „Ég get ekki neitaö þvi, aö það er ákveöin upphefö I þvi og traust, aö vera forseti Alþýöu- sambands Vestfjarða, og þaö væri hægt aö fara lengra aftur i söguna og segja, aö þeir heföu þá veriö meiri forsetar hér, for- setar Alþýöusambands Vest- fjaröa heldur en Alþýðusam- bands tslands, vegna þess aö þeir leiddu kjarabaráttuna á ts- landi fyrir nokkrum áratugum siðan. En þaö kom aldrei neitt til greina aö meta þá hvern gegn öðrum forseta ASI og ASV. Ætliö þið með þessum aðgerð- um nú, að leiða verkalýðsbar- áttuna á tslandi á nýjan leik? „Þetta varldmsk spurning. Ef viö gætum þaö, værum viö fúsir til aö fórna okkur I þaö.” eftir Finnboga Hermannsson myndir Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.