Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 9
VETTVANGUR hér um bil f jórum sinnum fleiri en i þróuöu löndunum. Þetta er býsna þurr upptalning, en tölur þessar boöa engu aö siöur margs kyns bras og vanda, árekstra og forsiöufregnir skráö- ar feitu letri — stundum blóöi drifnu. __helgarpásturinn. Föstudagur 14. ágúst 1981 ÚR HEIMI VÍSINDANNA Umsjón: Þór Jakobsson Um næstu aldamót veröur manngrúinn oröinn um 6000 milljónir. Offjölgun Ekki alls fyrir löngu hitti ég á ferð minni erlendis mann nokk- urn, sem ég haföi kynnst fyrir rúmum áratug og sföar misst sjónar á eins og gengur og gerist. Viö spuröum um hvors annars hagi. Mér var minnisstætt, aö börn hans og skörulegrar ekta- kvinnu hans, höföu veriö eins og mý á mykjuskán, svo mörg voru þau talsins. Ég var gestur þeirra jóladaginn og þaö var kátt á hjalla og gleði yfir gjöfunum, ið- andi kösin prilaöi um allt, skaust undan sófum og stólum og hvarf þess i milli bakviö gluggatjöld og húsgögn. Ég ætlaði þvi aö hafa vaðið fyrir neöan mig um daginn og spuröi.hvortekkiværialltgott að frétta af börnunum þeirra sjö. „beim liður ágætlega og eiga reyndar 5 yngri systkini,” svar- aöi tólf barna faðir i mannheim- um án þess að blikna. Börnin voru semsé orðin tólf manna herliö, hið elsta rúmlega tvitugt, hiö yngsta nýfætt. Með ýmsum hætti þóknast menn æðri máttarvöldum, hugsaöi ég meö mérog lét mér hvergi bregða, þvi að þaö rifjaðist upp fyrir mér aö þessirfrjósömu kunningjar minir tilheyröu einhverjum sértrúar- söfnuði. Auöheyrilega áttu fiestar unaðsstundir i þeim húsum að bera áþreifanlegan árangur aö niu mánuöum liönum. Hjónin hafa þvi siöur en svo haft hug á að taka þátt i' ljótum leik: nefnilega aö spoma viö offjölgun mann- kyns. Margt og mikiö hefur veriö rætt og ritað um mannfjöldann i heim- inum og i rauninni hafa main ekki veriö sammála um, hvort fjölgunin megi kallast offjölgun. Bandariskur visindamaður aö nafni W. Parker Mauldin hefur gert grein fyrir nýjustu þekkingu um fjölgun manna i löndum heims, en Mauldin starfar við Rockefeller-stofnunina i New York. Nokkrar af þeim upplýs- ingum veröa nú endurteknar hér lesendum til fróðleiks. 1950-1980 Um það leyti sem þritugur les- andi fæddist voru fyrir á jöröinni 2500 milljónir manna — allnokkuö og er raunar erfitt að gera sér I hugarlund hve há þessi tala er. En hvaö hefur gerst siöan? Hve m«-g erum viö núna aö lifa lif- inu? Hvorki meira né minna en 4400 miiljónir. Mannkyninu hefur fjölgaö um 75% á 30 árum! Áriö 1950 var þriðjungur mann- kynsins i svonefndum þróuöum löndum, i Evrópu, Noröur- Ameriku, Sovétrikjunum, Japan og Ástralíu. Fjölgunin undanfarin 30 ár var mjög litil i' Evrópu, eða innan við 100 milljónir, sem er 23% aukning. 1 Bandaríkjunum og Sovétrikjunum var aukningin litiö eitt minni en 50%. Fjölgunin var miklu meiri i þróunarlöndunum. Mannfjöldinn tvöfaldaöistog er nú 3300 milljón- ir. Aukningin var mest i Suður- Ameriku eöa 125%, frá 165 mill- jónum i 370 milljónir. Einnig i Afriku tvöfaldaðist mannfjöldinn og er nú um 470 milljónir. Asia er mannflest sem kunnugt erog hef- ur mannverumþarfjölgaðtir 1400 miiljónum i 2600 milljónir — 85% aukning. 1980-2000 Útliter fyrir, aö heldur fari aö draga úrfjölgun i öllum heimsálf- um nema Afriku.en engu að siöur veröur viöbótin gifurieg næstu áratugina, höfðatalan hækkar. 1 þróuöum löndum veröur aukning- in minnst eftir sem áöur og mun fara niöur fyrir 8% I Evrópu, verður um 17% i Bandarikjunum og Sovétrikjunum og um 12,5% i þróuðum löndum aimennt. 1 vanþróuðum löndum er búist viö 50% aukningu, mest 76% i Afriku, i' Suöur-Ameriku 65%, i Suöur-Asiu 55% en langminnst i Austur-Asiu (25%). Ef hugaö er aö breytingum all- an seinni helming aldarinnar, frá 1950 til 2000, er áætluö fjölgun þetta timabil um 50% I þróuðum löndum, en hvorki meiri né minni en 200% i vanþróuöum löndum. 1 fyrrnefndu löndunum veröa tæp- lega 1300 milljónir, en 4900 miil- jónir i' þeim siðamefndu, þ.e.a.s. ..Mannfiöldafræði” 1 greinargerö Mauldins sem fyrr var nefndur er sagt frá óná- kvæmni viö ákvöröun mannf jölda i ýmsum löndum. t Kina getur skeikaö 50milljónum, i Nigeriu 15 milljónum og jafnvel i Bandariifj- unum 5 milljónum, sem jafnast á við ibúafjölda Noregs. Mauldin segir siöan frá dauöatiðni og minnkandi bamadauöa i einstök- um löndum, en meginorsök fjölg- unarinftar er einmitt framfarir i heilsugæslu og lækningum. Meö- alaldur hefur hækkað. Fjöldi barna i fjölskyldu hverri hefurað jafnaöi fariö minnkandi, einkum f þróuöum löndum. Ariö 1950 fæddust i heiminum 36 börn af þúsundi, en nú „aöeins” 30. Viöa um heim hefur vel skipu- lögö fræösla um meinsemdir of- fjölgunar borið góöan árangur. Mannfjöldafræöingar reyna aö sjá fram i tfmann og setja jafnvel fram kenningar um mannfjöld- ann næstu tvær aldirnar. Þeir viröast sammála um, að fólki i hinum þróuöu löndum heims muni ekki fjölga óhugnanlega næstu tvo áratugina. Hinum mun fjölga enn um sinn. Segja má, aö margar „vanþróaðar” þjóöir hafi nil þegar stigið á bremsurnar, en þáð tekur nokkra áratugi aö ná jöfnum hraöa. Keppikefliö er aö koma i veg fyrir óþarfa fjölgun. Um næstu aldamót veröur manngrúinn um 6000 milljónir, m.ö.o. þegar hinn þritugi lesandi þessarar greinar heldur upp á fimmtugsafmæliö munu verða komnir tveir i staö hvers og eins fæöingaráriö hans 1950. Mann- kynið hefur tvöfaldast og vel það. En hvaö tekur viö á næstu öld? Spekingamir telja vist, aö há- marki veröi náö, hvaö sem liöur tólf barna foreldrum i sértrúar- söfnuöum. Hins vegar er óvist, hver hámarksfjöldinn veröur og hve snemma hann næst. Þeir bjartsýnu segja 8500 milljónir, en flestir a.m.k. 11000 milljónir og jafnvel allt aö 13000 milljónir. Þaö fer þvi harla litið fyrir kvartmilljón þeirri sem Islend- ingar kallast — og færi, jafnvel þótt þeir allir eignuöust tylft barna næstu áratugina. Athugasemd við mótmælagöngugrein i siöasta Heigarpósti voru höfö eftir mér nokkur orö um mótmæla- og kröfugöngur. Þar er cg kynntur sem, „her- stöðvaandstæðingur sem ekki tekur þátt I mótmælaaögerö- um herstöðvaandstæöinga”. Slík uinmæli voru ekki eftir mér höfö né undir mig borin og eru uppfinning biaöa- manns. Ég hef tekið þátt í flestum mótmæiaaðgeröum, þar meö töldum göngum úr Kcflavik, Straumsvik eöa Hafnarfirði, frá 1970 eöa svo, á vegum herstöövaandstæö- inga. Ég gekk ekki meö siöast en lét sjá mig á útifundi i Reykjavik. Fleira mætti tina til sem kemur ekki heim og saman viö ummæli blaöa- manns. Gagnrýnir herstööva- andstæðingar eru ekki óþekkt fyrirbæri. Ari Trausti Guömundsson. Formaðurinn vildi mig úr þingflokknum Helgarpóstinum hefur borist cftirfarandi athugasemd frá Jóni G.Sólnes, fyrrum aiþingismanni: „Mér hefur borist i hendur ein- tak af blaði yöar dags 17. f.m. 1 klausu á öftustu siðu blaösins þar sem rætt er um fyrirhugað kvennaframboö viö væntanlegar bæjarstjórnarkosningar á Akur- eyri, er komist svo að orði: „Báöir þessir fyrrverandi al- þingismenn (innsk. mitt: þ.e. Bragi Sigurjónsson og ég J.G.S.) hafa sem kunnugt er þokast til hliðar i sinum gömlu flokkum i prófkjörum”. Út af þessum ummælum blaös yðar, vii ég taka fram, að mér hefur aldrei verið þokaö til hliöar i prófkjöri. Sannleikurinn er, aö kjördæmisráö Sjálfstæöisflokks- ins í Noröurlandi eystra, hafnaöi skriflegri áskorun á fimmta hundraö flokksbundinna og yfir- lýstra sjálfstæöismanna um aö viöhaft yröi prófkjör innan flokksins i kjördæminu fyrjr siö- ustu alþingiskosningar. Ég er þeirrar skoðunar, aö ef slikt próf- kjör heföi fariö fram, þá heföi ég náð öruggu sæti á framboöslista flokksins. Þess má svo geta i þessu sambandi, aö fyrrgreind ákvörðun kjördæmisráösins mun hafa veriö aö skapi formanns Sjálfstæöisflokksins, sem mjög varumhugaðumaö losna viðmig úr þingflokknum og koma skó- sveini sinum HalldóriBlöndal að i staöinn. Ég vænti að þér sjáið yöur fært aö birta þessa leiðréttingu. JónG.Sótnes.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.