Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 12
12 Maria Jensdóttir Plokkfiskur og skyr með rjóma Mari'a Ji-nsdóttir, er mat- reiðslumaöur i Skúiatiini 2. Þar er m.a. borgargjaldkeri, borgarskrifstofur og fleslallir fundir og nefndarstörf borg- arinnar fara fram þar. Maria tók kokkaprófið árið 1945 og hefur unnið hjá borginni sl. 13 ár. Við báðum Mariu um eina uppskrift, og ákvað hún að gefa okkur upp uppskriftina af vin- sælasta réttinum i Skúlatúni: Plokkfiskur og skyr og rjómi i eftirmat. Glænýýsa ersoðin, þvínæst er hún úrbeinuð og roðflett. Fisk- urinn er bakaður upp i soðinu, ásamt lauk, saltiog pipar og smjöri. Fiskurinn borinn fram með soðnum kartöflum. Skyr kunna allir fslendingar að búa til, en samsöluskyrið hefur reynst Mariu ákaflega vel og hrærir hún það út með vatni og sykri. Rjómabland með. Ef maður ætlar að vera extra finn á því eru jarðarber með skyrinu herramannsm atur. Pöstóaá^r-'^.' W'heigarjjósiÚrirln- Sementið getur verið fallegt., „Steinsteypufélagið er áhugamannafélag’9 segir formaður félagsins Vífill Oddsson Steinsteypufélag tslands eru fé- lagssamtök áhugamanna um steinsteypu. Kannski er það ekk- ert svo skrýtið þar sem flestir ts lendingar á byggingaraldri bein- linis neyðast til þess að hafa áhuga á steinsteypu. Áhugi blm. var samt vakinn og Vifill Oddsson, verkfræðingur út- skýrði þetta fyrir Borgarpósti. „Þetta er félag áhugamanna um steinsteypugerð og i þessum félagsskap eru t.d. trésmiðir, múrarar, tækni-og verkfræðingar o.fl.” — Eruð þið þá með ráögjafar- þjónustu fyrir almenning? „Nei þvi miður höfum við ekki fjármagn til þess, en við höldum fundi og námskeið um þessi efni. Sl. mánudag var t.d. haldinn fyrirlestur á vegum félagsins. Við fengum hingað þýskan prófessor sem hélt fyrirlestur um nútima brúargerð i Þýskalandi.” — Er hún að einhverju leyti frá- brugðin islenskri brúargerð? „Já óneitanlega. Þar er allt miklu stærra og þeir hafa yfir miklu meiri tækni að ráða heldur en við.” — Hversu oft er almennur félagsfundur haldinn? , .Kíktu a oluooana hjá okkur Eftir 15 ára framleiðslu í gluggasmíði getum við f ullyrt að við vitum nákvæmlega hvað best hentar í íslenskri veðráttu. Notfærðu þér þessa reynslu. Sendu okkur teikningar, við gerum þér verðtilboð um hæl. glugga og huróaverksmiója NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf 14 Söluskrifstofa í Reykjavík. IÐNVERK HF. Nóatúni 17 Sími 25930 „Venjulegast höldum við sam- eiginlega félagsfundi fimm til sex sinnum á ári. t haust fáum við sænskan fyrirlesara og mun fyrirlesturinn fjalla um áferð steinsteypu þ.e.a.s. hvernig hægt er að komast hjá þvi að loftbólur myndist i steinsteypu o.s.frv.“ — Félagsmenn eru þvi vel fróðir um allt sem viNcemur steinsteypu? „Við vitum sitt litið af hverju um hana”, segiri Viíill hógvær. — Hvernig varð þessi hugmynd til um Steinsteypufélag? „Þetta er alþekkt fyrirbæri á Norðurlöndum en félagið okkar er orðið 10 til 12 ára gamalt. Við höfum samband við sambærileg félög á Norðurlöndunum og fylgj- umst vel með hvað er að gerast þar. öll félagasamtökin hittast og þinga einu sinni á ári. I þessu fé- lagi hér heima eru eitthvað um tvö hundruð manns og einnig höf- um við styrktarmeðlimi eins og t.d. Rannsóknarstof nun byggingariðnaðarins, steypu- stöðvar og margvisleg byggingarfyrirtæki svo eitthvað sé nefnt. En einn aðalkosturinn við þetta félag er að það er ekki bara ætlað einhverjum þrælmenntuðum fræðingum heldur hverjum sem er, þetta er áhugamannafélag.” E.G. Vífill Oddsson... Þetta er áhugamannafélag. „Þessi hugmynd varð til þegar að við fréttum að félagsmenn okkar væru margir hverjir að dunda við myndiist vitt og breitt um bæinn” sagði Elis Adolfsson, starfsmaður hjá Verslunar- mannafélagi Reykjavikur. „Hugmyndin er semsagt sú að halda sýningu á verkum félags- manna okkar i tilefni af 90ára af- mæli V.R. Við vitum að það er talsvert af þvi að félagasamtök taki sig saman og stofni myndlist- arklúbba og ráði til sin kennara. Starfsmenn Loftleiða starfrækja t.d. slikan klúbb. Nýverið hélt svo Sveinbjörn Þór sýningu á verkum sinum i Hveragerði, alveg ágætis sýning og ég held að nær öll verk hans hafi selst. Þannig að við þykjumstþess fullviss að á meðal okkar leynist talsverður fjöldi af myndverkamönnum. Með orðinu myndverkamaður eigum við við listsköpun i viðu samhengi þ.e.a.s. allt frá málaralistinni upp i leirkeralistina. Ef útkoman á þessari fyrirhug- uðu sýningu okkar verður góð, Elias Adolfsson... ...Það eru margir myndverka- menn innan V.R. „Vonumst til þess að flestir sem dunda sér við listsköpun innan V.R. taki segir Elis Adolfsson starfsmaður V.R. um fyrirhugaða sýningu í Listasafni A.S.Í. stendur jafnvel til að V.R. beiti sér sjálft fyrir slikum námskeiö- um fyrir félagsmenn sina. Þetta er ákaflega afslappandi fri- stundavinna þaö veit ég af eigin reynslu. Ég dundaði við þetta sjálfur hér á árum áöur. En svo fór maður að byggja og hið dag- lega lifsgæðakapphlaup hófst hjá mér sem og öðrum. En ef manni byðist kennsla, þá mundi ég ör ugglega taka’ litina upp aftur. Ekkerter eins gott og að geta set- ið og málað og losnaö við allt stress. Svo maður tali nú ekki um fé- lagslegu hliðina á þessu. Með slikum klúbbum er fólki gefið tækifæri til þess að hittast og fær þ.a.l. meiri lifsfyllingu,” sagði fyrrverandi fristundamálarinn Elis að lokum. Geta má þess að félagsmenn geta haft, samband við skrifstofu V.R. I sima 26344 og fengið upp- lýsingar ummálið. Fyrirhugaðer aö halda listsýninguna i Lista- safni Alþýðu frá 19. sept. til 4. okt. n.k. Eru félagsmenn hér með hvattir til þess að dusta af mynd- verkum sinum og taka þátt i sýn- ingunni. EG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.