Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 14
14 Oddur Björnsson leikskáld var strax til I viötal, þtí svo aö fyrir- varinn væri skammur. „Þaö er bara betra”, sagöi hann. Mættá staöinn og sama gamla vandamáiið. Enda þótt stofan þætti tiltölulega björt, miöaö viö aldur hússins, varö ekki hjá þvi komist aö Jim Smart Removals tæki til sinna ráöa, og þaö á meðan Oddur var frammi i eld- húsi. Oddur ftír svo fram á þaö að sitja f stífanum undir glugganum á meöan viötaliö færi fram, ekki alveg sáttur viö alia birtuna beint faugun. Sagöist jafnvel alltaf not- ast viðsólgleraugu utan dyra. Viö héldum nú ekki. Sigarettur tendr- aðar og fyrsta spurningin: Hvaö ertu aö fást viö þessa dagana? „Ég er að ljiika þessu leikriti, sem ég hef unniö viö siðan i vetur. Ég veit ekki á þessari stundu hvenær ég lýk þvi, en þaö geta oröið nokkrar gerðir enn.” — Um hvaö fjallar þetta leik- rit? ,,Um aðskiljanlega náttiíru konunnar. Þaö koma aö visu karl- menn viö sögu lika.” — Hvaö þýöir þetta „um að- skiljanlega náttúru konunnar? Hér glottir Oddur, eöa jafnvel flissar örlitið, eins og hann átti eftir aö gera nokkuð oft siöar. ,,Ja, ég held sko að visu, aö náttUran sé ein, en hún kemur fram í margbreytilegum mynd- um. Ég er aö reyna að pæla i þessu, botna eitthvaö I þessu fyr- irbæri. Nú standa konur i jafn- réttisbaráttu, sem kemur mér að sumu leyti spánskt fyrir sjónir, þvi ég hef haldið aö við, karlar, værum fjarstýrðir af konum, að viö værum frekar i frelsisbaráttu. Það fjallarsem sagt um samband kynjanna og þaö gerist hér og nU.” — Geturðu kannski lýst þessu aðeins nánar? „Það er voöa erfitt að fara nánar út i' þetta. Þetta er hálfgert byltingarástand, smanber þaö, að ég kalla seinni hlutann Byltingar- etýðu til heimabrúks. Mér hefur virst.aði mannlegum samskipt- um riki alltaf meira eða minna byltingarástand. Ég set mér ákveðið tema, þegar ég skrifa leikrit, én síöan ræðst ég eiginlega á verkefnið i hverri nýrri gerö eins og grimm- ur hundur með einhverja megin tilfinningu i það og það skiptiö. NUna er ég að’finna óminn i stykkinu, og vissa hrynjandi upp á það, getum við sagt. Leikrit þarf bæði að óma og hafa hrynj- andi.líkt og tónverk. Bara innanríkisaiök Ég get ekki tjáð mig öllu meira efnislega, vegna þess, að þetta eru bara innanrikisátök, nema þaö, að aðal kvenpersóna st jáckis- ins er með einhverjum hætti að taka völdin og leiða þróunina á nýjarbrautir. Ég veitekkisjálfur hvort um er aö ræða uppreisn eða uppgjöf, en þetta samfélag, sem fjallaö er um, veröur ekki eins á eftir. Ég hef punktað niður hjá mér i sambandi við þessa persónu. Sko, og þar segir, að um framkomu Ingunnar i lokin, mætti nota orð HaraldsBjörnssonar, þegar hann var spurður hvers vegna Halla henti baminu i fossinn. Hann hugsaði sig lengi um og svaraði: Hvaö gera ekki konur? Er hún aö refsa sjálfri sér með framkomu sinni, er hún aö viöhalda reisn eiginmannsins i eigin huga? Henni þykir vænt um hann á svona stundum, þegar búið er aö hrista upp i honum kvölina, þvi þá verður hann and- rikari. Þorir hún ekki að hætta á að heimilislifið koöniniður i sama far og áður, eða er hún að stiga skref I einhverja átt? Með öðrum orðum, þetta er fyrst og fremst stúdia. Það má vera, að þetta sé líka uppreisn gegn tómleika, leiðindum.” — Þú talar um uppreisn og uppgjöf. Byggirðu þetta verk kannski á eigin reynslu? „Þegar maður skrifar, er maöur i raun og veru ekkert að gera annað en að botna betur i sjálfum sér og öðrum. Þar af leiðandi styð6t maður alltaf við eigin reynslu. Aftur á móti er þetta gömul hugmynd, og sagan eða atburðarásin er einfaldlega eitthvað, sem þróast I samkvæmi. Þetta gerist faktiskt I og upp úr samkvæmi. Nokkrir góðborgarar Fostudagur 14, ágúst 1981 hnlrjrV'pn'ZturillH. koma saman eftir vel heppnaðan konsert, og það er ljóst, að þó þetta fólk hafi allt til alls, er það að glima við tómleikann. Siðan myndast atburðarásin fyrst og fremst af þvi. Þessi rannsókn á perstínunum undir þessum kring- umstæðum, leiðir til ákveðinna hluta. Það gripa inn I dramatisk lögmál, sem stjórna ferðinni, þannig að það er engin persónu- leg frásaga, þannig séð. En þú skrifarnáttúrlega ekki um annað en það, sem þú hefur kynnst, og ert að reyna að setja það i eitt- hvert samhengi.” — Er þetta kannski að ein- hverju leyti uppgjör við sjálfan þig? „Að vissu leyti er það það, vegna þess, að ég stend alltaf annað slagið iaö gera upp sjálfan mig. Hvertleikrit, sem skrifað er i alvöru, hlýtur að vera uppgjör. Ég sé hlutina lika I ööru ljósi en áður og ekki sist sjálfan mig, en ekki i þeim skilningi, að ég sé beint að skrifa mig frá ein- hverju.” — Hvað felst i þvi, aö þú sjáir sjálfan þig i öðru ljósi en áður? „Ég held að iþvi felist eingöngu það, að þegar maður hefur gruflaö svona stift i persónum, sem maður er að skapa, þá finnst mér að ég átti mig betur á sjálfum mér á eftir. Þaö verður til þess.aðýmislegt óvæntkemur upp, sem ég hafði ekki hugsað út i, og hlutimir fá dálitið annaö samhengi á eftir. I þessu felst ein- hvers konar þroski, bj’st ég við, alla vega ekki kyrrstaða. Um leið verður maður umburðarlyndari á annaö ftílk. Ails slaoar uppreisnarásland Mér finnst afskaplega gaman að velta fyrir mér hegðun fólks, og ég held að yfirleitt riki alls staöar uppreisnarástand, jafnvel innan heimilanna. Enspurningin erhverju menn hleypa upp á yfir- borðið. Það er ljóst, aö það er alltaf verið að halda þvi ástandi niðri og menn leggja áherslu á að yfirborðið sé alltaf slétt og fellt. Þaö er t.d. athyglisvert, að undir sliku sléttu og felldu yfirborði rikir ofttöluverötaugaveiklun, og jafnvel þunglyndi. Það má segja, að það að skrifa svona leikrit sé eins konar þerapia, af þvi aö hún er i tfsku í dag. Ég álit, að þerapian felist i þvi að skilja hlutinn. Það er miirill léttirog veitirum leiödálitla fyli- ingu. Ég er ekkert að lækna mig frá þvi aö afgreiöa eitthvaö i eitt skipti fyrir öll. Þetta er og verður alltaf fyrir hendi. Ef þaö verður einhver breyting, verfáir hún fyr- ir nýja sýn, sem helgast af meiri skilningi. Enda er það eina bylt- ingin, sem ekki étur börnin sin.” — Þú varst áöan að tala um tómleikann. ,,Það er einhver menningar- sjúkdómur, skilst mér. Ég hef eitthvað lesið um það. Alla vega þurfa menn mjög á þvi að halda að drekka brennivin og verða fullir.” — Þekkirðu það af eigin reynslu? „Já, já.” — Viltu segja mér eitthvað meira um það? „Ekkert annað en, að ég er búinn aö gefast upp á brennivini, aö minnsta kosti I bili, og sakna þess ekki. En ég játa, að það kemur fyrir, aö mér finnst dálítiö erfitt að komast i samband við fólk undir áhrifum, þegar ég er sjálfur svona. Maöur þarf einfald- lega að vera fullur sjálfur til að fá eitthvað út úr þvi að ræöa við fullan mann.” — Af hverju gafstu upp á brennivininu? ,,Ég held fyrst og fremst vegna þess, að rithöfundur þarf á sfnum sálarkröftum að halda. Það var ljóst, aö þessi andagift svo- kallaöa, sem maður fær undir áhrifum er skelfing fátækleg, þegar rennur af manni. Mér finnst gaman að skrifa, og það krefst þess, aö maöur sé i sæmi- legu lagi sjálfur. Svo komst ég að þvi, að það er miklu skemmti- legra aö vera I sliku ástandi. Annars hef ég akkúrat ekkert á móti vini, nema fyrir sjálfan mig Ibili, af þvimérfannstþaö skaða mig, og auövitað hef ég á móti því, þegar menn nota þaö sér til skaða. Ég er nefnilega þeirrar skoöunar, að ef menn hafa ein- hverja skyldu i lífinu, er það að vera I sæmilegu lagi. Ég held maður geri öðrum mestan greiða með þvi.” — En hvað um goðsögnina um hinn sífuila listamann? „Égheld meira að segja, að ég hafi trúað henni, að þetta tilheyrði bara. Og ég veit um menn, sem eru hræddir viö aö þurrka sig upp, vegna þess, að þeir eru hræddir við að þurrka upp andagiftina um leið. Ég hef nú ekki aðra skýringu en þá, að listamenn eru viðkvæmt fólk, stemmningsfólk. Það geisa náttúrulega i'þeim ýmis veður og allskonar óhemjuskapur, þannig að það er ekkert óeðlilegt við það, þó slikir menn séu ölkærir, eða eitthvað slikt. Hitt er annað mál, að maður vinnur hvaða starf sem er best, ef maður er i lagi. Ég lit þannig á, að það sé mesta furöa hvað sumir geta skrifað, miðað við hvað þeir drdcka mikið.” lielðí átl að gera pað miklu lyrr — Hvernigsérðþú sjálfan þig i dag? „Ég sé mig þannig, að ég sé hreinlega að fást við sjálfan mig og starf mitt með markvissari hætti en áður. Ég segi bara mark- vissari vegna þess, að þetta felst fyrst og fremst i þvi, að ég reyni að vera i sem bestu ástandi sjálfur. Mér finnst ég þurfa á þvi að halda. Þetta er i sjálfu sér engin ný stefna, bara það, sem ég hefði átt að gera miklu fyrr.” — Betri maður? „Ég tel mér trú um það. Mér finnst t.d. bill sem er i lagi betri bfll en sá,sem er i ólagi, en þetta er kannski ekki m jög snjallt. Mér finnast verkfæri best, efþau eru i lagi. Ég lit nelnilega orðið mjög alvarlega á þessa hluti, vegna þess, að mér finnst lifið vera þaö stutt og dýrmætt, aö ég sé engan tilgang með þvi öðruvisi en að reyna að lifa ævintýrið á hverjum degi, og ég kýs aö lifa þetta ævintýri alls gáður. Hitt ber ein- ungis vott um flótta og feluleik, finnst mér. Ég vil miklu heldur horfa áfallegt sólsetur alls gáður, en undur áhrifum.” — Ertu kannski frelsaður? „Ég hef ekkert orðið var við það —annars liður mér bærilega, takk fyrir. Satt að segja hef ég engar áhyggjur af þvi að vera fullkominn, og er kannski orðinn umburðarlyndari á bresti mína. Ég hef gaman af þeim mörgum og myndi sakna sumra þeirra. Nei, ég hef tilhneigingu til að láta mér liða vel, og ég get þá skrifað betur. Sumir fullyrða, að þeir skrifi betur, ef þeim liður illa, en þaö er auðvitað þeirra mál.” — Hvar færðu þina lifsnautn? ,,Ég efast um að ég hafi fengið mina lifsnautn úr brennivininu, en mér finnst ég vera afskaplega vel settur, allt að þvi forréttinda- maður, að geta starfað að þvi, sem ég er náttúraöur til. Úr þvi fæ ég mikla nautn. Þetta er þaö, sem flestir þyrftu aö geta gert. Mér hálf leiðast öfgar yfirleitt, en ég hef alltaf skynjaö einhverja fegurð og fyllingu i samræmi hlutanna. Ég þarf ekkert á þvi að halda aö vera að æsa mig upp i eitt eða neitt, til aö fá eitthvert kikk út úr þvi. Ef ég ætla að vera verulega góður við sjálfan mig, spila ég gjarnan fallega músik, eða fer eitthvert út i náttúruna.” — Þúsegiraðþúsértalltað þvi forréttindamaöur að geta fengist við þaö, sem þú ert náttúraður til, en heldurðu, aö svo sé um flesta? „Þaðersiður en svo.Mér finnst einhver mesti harmleikur mann- anna vera sá, að þeir eru bundnir við eitthvaö, sem á ekki við þá. Það er ekki aðeins dapurlegt, heldur er llka hættvið þvi', að þaö sljóvgi menn, aö reyna að sætta sig við það, sem þeir geta ekki sætt sig við. Það er ekkert spaug að vera i slíkri hjörð.” Olnœmi oq mannleyl gjaldproi — Nú varst þú einna fyrstur hér á landi til aö skrifa absúrd verk. Er þetta sem þú varst að segja eitthvað i ætt við absúrdismann? „Ég hugsa, aö þegar ég kem fram sem absúrd höfundur þá sýni það ákveðið ofnæmi gagn- vart rikjandi ástandi. Þú verður lika að athuga, að I augum svona höfunda,er þetta ákveðinn súper- realismi. Þetta lýsir sjálfsagt vissu ofnæmi, og svona stefna kemur upp við ástand, sem ýmsum finnst illþolandi. Útlendir absúrdhöfundar komu fram aðal- lega upp úr striðinu, og þeim hef- ur þótt það, og árin á eftir, bera í vott um mannlegt gjaldþrot.” ) — Hvers vegna tókst þú upp á • þvi að skrifa absúrd? „Það var örugglega vegna þess, að þessi tjáningarmáti : höfðaði mjög til min, ekki aðeins 1 tilfinningalega og i takt við mi'na hugsun, heldur undirstrikaði það lika þann skilning, sem ég hafði á leikhúsinu, þvi i minum huga er leikhús, og hefur alltaf verið, ' heimur út af fyrir sig, þó hann t auðvitað endurspegli þann heim, sem við erum staddir i. Það var þetta frelsi, sem höfðaði mjög til min. Þvi er ekki að leyna, að min verk færast i það horf, sem fólk kallar raunsæilegt, en þó aðeins aðþvimarki.að það er mjög stutt i fáránleikann. Gott dæmi um þaö, er Meistarinn, siöasta sviðs- verkið mitt. Það gerist i fullkom- lega eðlilegu umhverfi, en það er eins og staðurinn og timinn leys- ist upp i verkinu, eftir þvi sem liöur á það, þannig aö það fær viddir i allar áttir. Enda fjallar það um lifið og dauðann, og þaö, sem gefur lifinu gildi, ástina. En einmitt þessi element sprengja af sér allra fjötra, og mér finnst mjög heillandi við leikhúsið, að það býður upp á svona skáldskap. Ég hef að vi'su ekki minnst á eitt i sambandi við leikhúsið, sem verður að vera fyrir hendi og er mjög mikilvægt, en þaö er iþrótt- in sjálf. Það er flókiö mál að skrifa leikrit, og þarf auðvitað vissa tækni til þess, og það er þetta tæknilega i þessu, sem mér finnst alveg sérstaklega skemmtileg þraut að fást við. Og ef vel á að vera, að samhæfa tæknina og efnið þannig, að úr verði organisk heild. Allir hlutir verða að hafa áferð ogsköpulag. Þeirþurfa að óma til þess að þeir ómi inni i þér, þegar búiö er að framleiða þá. Sagði ekki Keates: A thing of beauty is ajoyforever? Enþá erekkiverið aö tala um það, að maður eigi bara aö fjalla um þaö sem er gott og siöbætandi. Málið er auðvitað að fjalla um manneskjuna og draga helst ekkert undan. En stykkið þarf að óma, það þarf að lifa.” — Ertu þarna aö lýsa eigin- leikum góðs leikrits? „Það má segja það. Mackbeth fæst við voðalega hluti i mann- legu eðli, en þaöómar undursam- lega. Stærstu höfundar, eins og Shakespeare, fást gjaman við stærstu og hættulegustú brestina i mannlegu eðli, eins og hroka og taumlausan metnað, um svona existenslalfska hluti eins og to be or not to be, sem Sören Kirke- gaard og fleiri góðir menn hafa skrifaö heila doðranta um, eitt- hvaö, sem verður manninum óhjákvæmilega að falli. Þetta eru hlutir, sem þróaðri trúarbrögð fjalla lika um.Hjá þessum mast- urum hafa hetjurnar auðvitað mðria reisn, og fallið verður hrikalegt En allt eru þetta dæmi- sögur fyrir manninn.” — Standa þin eigin leikrit undir þessu? „Nei, þaö gera þau ekki, enda þegar maöur les þessa kalla, skilur maður ekkert I af hverju maöur er að þessu. En ég hara fyrirgef mér það, eins og svo margt annað, tek það ekki hátiðlega, þótt mér leiðist fátt meira en vondir höfundar. Það má segja, að i þessu sé irónia, sem gerir manni kleift að lifa og starfa. Þaö er ómögulegt aö pæla Iþessu lifinemameðlágmarki af húmor.” Meirí Klauli vio fiesl annað — Er húmor i þinum eigin verkum? Oddur hlær „Þetta er erfið spurning. Mér finnst aöallega vera húmor i þvi, að ég skuli vera að skrifa þau. Mér finnst ég i rauninni vera dálftið hlægilegur.” — Hvernig þá? ,,Ég veitþaö ekki, en þvi meir sem ég kynnist mér, þeim mun hnlnnrnh^ti irinn Föstudagur 14. ágúst i98i 15 hlægilegri finnst mér ég vera. Það er auðvitað hlægilegt, að ég skuli vera að skrifa leikrit.” — Af hverju skrifarðu þá ekki eitthváð annað? „Það yrðiennþá grátbroslegra, vegna þess, að ég er ennþá meiri klaufi við flestannað, sem ég hef reynt.” — Er leikhúsið sami sterki miðillinn og þegar þú varst að byrja að skrifa? „Já, ég held, að það komi ekkert i staðinn fyrir leikhús, hvorki bió né neitt annaö. Ekki hefur aðsókn að leikhúsunum minnkað þrátt fjTÍr kvikmyndir og ég veit ekki hvað. Það er ákveðin reynsla að fara i leikhús, sem þú færð ekki annars staöar, ef vel tekst til. Þetta er list augnabliksins.” — Hvert er viðhorf þitt til annars konar leikhúss, eins og t.d. pólitisks leikhúss? „Ég tek ofan fyrir öllu, sem vel ergert, enda finnst mér að i öllum góðum leikritum sé mjög sutt i absúrdismann, eða þaö, sem kalla mætti þetta innra raunsæi. Aftur á móti eru náttúrulega mörg slik verk andvana fædd, af þvl að það er ekkert að gerast undir yfirborðinu annað en eitt- hvert þras. Og menn eiga að nota ræðupúlt fyrir þras, ekki leiksvið.” Smekhur ahorlðndans — Hver er reynsla þi'n af islensku leikhúsi? „Islenskt leikhús spjarar sig mjög vel, við eigum heimsmet i aðsókn. Þaö er ekki þar með sagt, að maður sé alltaf ánægöur með það. Það árar auðvitað misjafn- lega i leikhúsinu eins og i þjóðfélaginu, en mér virðist fólk ekki vilja vera án þess. Þaö er gifurlegt stórmál að stjórna leik- húsi, þvi annars vegar þarftu aö hugsa um heiður stofnunarinnar, og hins vegar verðurðu aö taka tillit til áhorfandans. Þaö hefur t.d. aldrei fundist lausn á þvi vandamali, sem leikritaval er, og finnst kannski aldrei.” — Fer það kannski ekki alltaf saman, heiður strfnunarinnar og tillitið til áhorfandans? „Eins og þú orðar það, finnst mér það að halda reisn leikhúss- ins vera kurteisi við áhorfandann. En það hafa sumir misskiliöþetta og farið aö eltast við imyndaðan smekk áhorfandans. Þetta er slagorð, sem maður heyrir stund- um hjá þessum stofnunum, og þá á ég ekki siður við útvar p og sjón- varp.” — Hvað með Leikfélag Akureyrar, þar sem þú varst lengi leikstjóri? „Þaö er þetta fræga vandamál leikhússins, þegar alltaf er verið að reyna að láta það bera sig, sem mér finnst strangt til tekið vera hugsunarvilla. Þetta er munaöur og við förum i leikhús til að sækja þangaö einhverja reynslu og lifs- fyllingu. Þá erbara ein spurning, að sýna góð verk og gera það vel. Leikhúsið er ákaflega dýr stofn- un, ogþað eru alls ekki allar sýn- ingar sem bera sig, og geta aldrei borið sig, t.d. i smærri leikhúsum. En það er ekki þar meö sagt, að þau eigi að kosta minna til sýn- inganna. Það er erfitt að reka leikhús eins og á Akureyri, i ekki stærra samfélagi, þvi sýningar þar eru jafn dýrar og fyrir sunnan.” — Nú vakti uppfærsla þin á Beðið eftir Godot mikla athygli i fyrra. Er það eina stóra sýningin, sem þú hefur stjórnað? „Já, en ég setti aö visu á svið á tsafirðisfðasta haustgamaltleik- rit, A útleið. Ég hef lika stjórnað útvarpsleikritum og einþátt- ungum eftir sjálfan mig i Edin- borg.” — Hvers vegna hefurðu ekki gert meira af þessu? „Vegna þess, að ég hef ekki farið fram á það. Ég hef eytt tima minum I skriftir, ef hann hefur ekki fariö i brauðstritið, eins og kennslu. Ég hef ekki sóst eftir þvi, en þvi er ekki að leyna, að mér finnst það skemmtilegt og hefði ekkertá mtíti þvl að fást við þetta i framtiöinni, þ.e. ef um er aö ræöa verkefni, sem höfða til min. Það er auövitaö mjög lærdóms- rikt fyrir mann, sem skrifar að fá slika reynslu.” Berg- Myndir: Jim Smart Vidtal: Guðlaugur mundsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.