Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 19
19 tt»’M > <‘l * Föstudagur 14. ágúst 1981 Sigurður Pálsson, Viðar Vikingsson og aðrir aðstandendur leikrits Steinunnar Sigurðardóttur, Likamlegt samband í Norðurbænum, á æfingu i sjónvarpinu. Líkamlegt samband í Norðurbænum: ,,Gamansamur alvöruleikur" segir Sigurður Pálsson leikstjóri „Þetta er fyrsta leikrit Stein- unnar og eru menn samdóma um að hún fari vel af stað. Leikritið er ekki mannlegur harmleikur, heidur tragi-kómedia, eða gam- ansamur alvöruieikur”, sagði Sigurður Pálsson leikskáld, Ijóð- skáld og leikstjóri I samtali við Helgarpóstinn, en Sigurður mun leikstýra verki Steinunnar Sig- urðardóttur, Likamlegu sam- bandi I Norðurbænum, fyrir sjón- varpið. Ekki vildi hann skýra nánar frá efni leikritsins að svo stöddu. Likamlegt samband i Noröur- bænum er fyrsta leikritið, sem Sigurður leikstýrir fyrir sjón- varp. Verkið vinnur hann i sam- vinnu viö Viðar Vikingsson, sem mun stjórna upptöku þess, og er þetta jafnframt fyrsta leikritið, sem Viðar stjórnar upptökum á i Sjónvarpinu. Æfingar á leikritinu hófust með samlestri siðastliðinn miðviku- dag, en upptökur hefjast upp úr miðjum september og standa i þrjár vikur. Aðalhlutverkið er i höndum Margrétar Guðmundsdóttir en ekki Margrétar Helgu Jóhanns- dóttur, eins og sagt var i Helgar- póstinum fyrir nokkru. Margrét Helga leikur hins vegar vinkonu konunnar. Eiginmanninn leikur Baldvin Halldórsson, dóttur þeirra leikur Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir og Pétur Einars- son fer með hlutverk viðgerðar- mannsins. iurn r ,,Er á móti öllu trúboði” segir Guömundur Daníelsson, rithöfundur Lárus Ýmir óskarsson fékk ný- lega styrk úr kvikmyndasjóði til þe ss að gera kvikmynd eftir bók- inni „Blindingsleikur” eftir Guð- mund Danielsson. Listapóstur hafði samband við Guðmund og spurði hann út i kvikmyndina svo og hvað hann væri að fást við þessa dagana. „Ég get nú ekkert sagt þér af þessari kvikmyndatöku. Lárus hafði samband viö mig og spurði hvort hann mætti nota bókina sem handrit i kvikmyndinni og ég gaf mitt samþykki fyrir þvi. Ann- að veit ég ekki”. — Hvað ert þú að skrifa núna? „Það kemur út bók eftir mig I haust og nefnist hún „Bókin um Daniel”. Þetta er heimildar- skáldsaga um hann afa minn. Og nokkurs konar framhald af bók- inni „Dómsdegi” en hún var um langafa minn Sigurð Guöbrands- son. Hann var dæmdur til dauða fyrir að eiga vingott við konur. Afi minn hann Daniel giftist konu þessa manns og hún var amma min. Daniel var likur Siguröi að þvi leyti að hann átti alla tið i miklum útistööum við yfirvöld. Þó ekki vegna hórdóms þó hann hafi verið töluvert upp á kven- höndina. En hann var alltaf and- vigur yfirvöldum og lét þá skoðun sina i ljós opinberlega”. — Hvers vegna? „Hann var svo stór upp á sig. Hann var bæði þrjóskur og upp- stökkur. Megnustu fyrirlitningu hafði hann á búskap þótt hann væri bóndi sjálfur. Ég held að hann hafi verið listamaður i eðli sinu. Hann dó 1912, þegar ég var tveggja ára en þó finnst mér sem ég muni eftir honum á dánarbeð- inu. Það getur verið vitleysa en mér finnst þetta nú samt. Ég lýsi þessu einmitt i innganginum á bókinni „Bróðir minn Húni”. Amma lifði aftur á móti til ársins 1925 og kallaði ég hana alltaf Söngömmuna, þvi hún vildi aldrei segja mér sögur en söng fyrir mig i staðinn. Hin amman sagði mér alltaf sögur og kallaði ég hana þvi Söguömmuna”. — Hefur þú fengið i arf þessa Ssy W \ Guðmundur Danielsson: „Skáid- skapur krefst alls...” fyrirlitningu á yfirvöldura? „Ég veit það ekki, en ef þau færu eitthvaö að kássast upp á mig þá myndi ég eflaust mót- mæla. Ég þoli ekki skerðingu á persónufrelsi. Ég er þjóðernis- sinni og mikill föðurlandsvinur, kannski meira en góðu hófi gegn- ir”. — Eru fleiri bækur á leiðinni? „Já, það eru þrjár bækur sem ég hef i smiðum. En það er ekki vert að vera að segja frá þeim strax. Þó er mér efst i huga tragi- kómedia sem átti sér stað á árun- um ’50-’60. Hana er ég að festa á blað”. — Hvað með boðskap i bókum? „Ég er á móti öllu trúboði hvort sem það er guðs trúboð eða póli- tiskt trúboð. Og tek engan þátt i sliku sjálfur. Ég vil að manneskj- an fái að lifa eins og hún vill sjálf. Svo framarlega sem það skeröir ekki freisi annarra”. — Er erfitt að vera skáld? „Það krefst alls og aldrei er nokkur hlutur nógu vel gerður. Ekkert er nógu gott”. Aðstandendur segja aöeins: Atómstöðin tekin á næsta sumri Eins og skýrt hefur verið frá I Helgarpóstinum, ætlar Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður aö ráðast i gerö kvikmyndar eftir Atómstöð Halldórs Laxness. Er ætlunin að myndin verði tekin á næsta sumri. 1 samtali viö Helgarpóstinn sagði Þorsteinn, að ekki væri timabært að skýra frá hugmynd- um hans um gerð myndarinnar, fyrr en handrit lægi endanlega fyrir. Eftir þvi, sem heimildir Helgarpóstsins herma, þá eru það þeir Þórhallur Sigurðsson og örn- álfur Amason, sem standa aö myndinni, auk Þorsteins, og ekki er óliklegt aö myndatökumaður verði Sigurður Sverrir Pálsson. Þorsteinn var jafnframt spuröur um aðsókn að Punktin- um.Sagðihann að tæplega sjötiu þúsund manns hefðu þegar séð myndina. Umsöluá myndinnier- lendis sagöi hann, aö þegar heföi verið ákveöið að taka hana til sýninga i Þýskalandi og Hollandi, en i athugun væri að sýna hana i Danmörku og Finnlandi og fleiri löndum. —GB Endurtekið efni Laugarásbió: Reykur og bófi koma aftur (Smokey and the Bandit Ride Again) Bandarisk. Argerð 1980. Hand- rit: Jerry Belson og Brock Yates. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Jackie Gleason, Jerry Reed, Dom DeLouise og Sally Field. Leikstjóri Hal Needham. Hafirðu séö fyrri myndina um Reyk og bófa, sem Laugarásbió sýndi i fyrra og haft gaman af, þá er óhætt að lofa að undir þessari mynd geturðu setið með tilheyrandi hasar, flottum pium og 20 „grand”. Þessi útgáfa af Burt Reynolds „standardinum”, fjallar um flutning á fil, frá Miami til Tex- as. Hann þarf að flytjast á met- tima og þvíerstöðugtkeyrtyfir hámarkshraðanum. Þess vegna elta löggurnar alla leiðina. Þetta er nákvæmlega sama formúla og I fyrri myndinni, eltingaleikur með útúrdúrum. Nákvæmlega sama fólkiö stend- ur aö myndunum. Þær eru þvi næstum alveg eins. Ef eitthvað jrautalaust. Hún er eiginlega alveg eins og sú fyrri. Burt Reynolds er ásamt Clint Eastwood nokkurs konar tima- skekkja i Hollywood — hann er leikari eins og Cary Grant, Clark Gable og James Stewart og aðrir álika, — leikari sem hef ur allan sinn feril leikið sömu týpuna og valið sér myndir við hæfi hennar. Hann og Clint eru jafnan þessir jákvæðu utan- garðsmenn, kærulausir, kven- hollir og skemmtilegir og þrátt fyrir hæfilega hörku og ósvifni eru þeir góðir inn við beinið. Að halda þessu áfram mynd eftir mynd, og ár eftir ár, er kannski ekki litið afrek á timum „met- hod” leiks og leikara á borð við DeNiro og Jack Nicholson, sem óneitanlega eru af allt öörum kaliber. En kannski er þetta sáraeinfalt. Þessir leikarar höfðamjög til hins almenna vinnandi manns og myndir þeirra eru i raun ekk- ert annað en draumsýn hans, ameriski draumurinn svokall- aði. Skitur er gefinn I allt hið leiðinlega og hversdagslega, en ævintýramennskan látin ráða er, þá er þessi slappari, þvi i þetta skipti vissu aðstandendur aö þeir voru með formúlu sem hafðigengið upp, ihöndunum og þvi kannski ekki eins mikil ástæða til smámunasemi. Allur leikur er heldur frjáls- legur og maður hefur á tilfinn- ingunni að leikurunum finnist þetta allt ennþá skemmtilegra en áhorfendum. Dom DeLouise er t.d. ansans ári þægilegur. Eitt að lokum: Fólk ætti að sitja kyrrt i sætunum þó mynd- inni sé að ljúka þvi þá kemur besti hluti hamar: Misheppnaö- arupptökurúr myndinni sjálfri. Það kannski segir sitt. Jackie Gleason og Mike Henry fá stundum illa fyrir ferðina i Reyk og bófa. Ný aðföng 1 Listasafni Alþýðu opnaði þann 8. ágúst s.l. sýning sem hlotið hefur nafnið, Ný aðföng. Eru þetta verk sem safninu hefur áskotnast nú undanfarið. Það sem vekur eftirtekt er hversu mörg verkanna eru gjöf til safnsins frá einstaklingum. Má þar til nefna aö Margrét Jónsdóttir hefur gefið sjö myndir, Ragnar i Smára fjögur málverk, tvær myndir eru gefnar af börnum Ólafs Tryggvadóttur (48): Einnig eru dúkristur Guðmundar Armanns vel varö- veittar i safni verkalýðsins, þar sem þær eru allar á einn eða annan hátt tengdar atvinnulif- inu, nokkurs konar socialreal- ismi. Verk þeirra StiM-manna eru sér kapítuli, flest fremur smá að flatarmáli en standa fyrirsinu og eru dæmigerð fyrir höfunda sina. Verk þessi eru gerð á tímabilinu 1972—75, list MagnUssonar { Fálkanum og Arni Páll hefur gefiö myndröö eftir sjálfan sig. Skemmtilegasta verkið á sýn- ingunni er gjöf Hannibals Valdi- marssonar, altaristafla eftir SamUel nokkurn Jónsson, al- þýöulistamann að vestan. Að siðustu er svo gjöf Alþýðu- bankans h.f. tiu verk, niu þeirra sem bankanum áskotnaðist á árunum 1972—75 sem leigu- greiðsla fyrir Gallery SÚM og eitt sem keypt var á siðustu sýn- ingu Eiriks Smith. önnur verk á sýningunni verð ég að telja að safnið hafisjálftfestkaup á, þar sem annaö er ekki nefnt i sýningarskrá en verkin á sýn- ingunni eru samtals fimmtiu og sjö. Ef litið er á sýninguna I heild, þaö er að segja ef hægt er að nota þaö orð, þvf verkin eru úr sitt hvorri áttinni og taka yfir langan tima i okkar myndlistar- sögu. Af eldri myndum vil ég sérstaklega nefna stórgóðar myndir eftir þær kempur, Kjarval (41) Engilberts (42) Asgrim Jónsson (7) og Ninu mér þannig á að safnið ætti að igrunda að verða sér úti um yngri verk til að sýna þróun SÚMaranna til dagsins I dag. Siðast en ekki sfst vil ég nefna sérdeilis athyglisverða altaris- töflu alþýðulistamannsins Samúels Jónssonar sem lýsir af sköpunargleði og einlægni sem einkennir einatt alþýðulista- manninn. Vonandi eru varðveitt einhvers staðar fleiri verk hans. Sýningarskrá og eftir- prentun. Tvennt er það sem ég má til með að agnúast yfir. Þar er fyrst að nefna sýningarskrá sem er meingölluö. Artöl verka hafa allviöa falliö niður, fæöingarár vantar við alla og dánardægur þar sem við á. Ég tek hér dæmi sem sýnir hversu mjög þetta getur ruglað mann i riminu. Er mynd Valtýs Péturs- sonar (54) verk frá námsárum hans eða kannski .jiútima- verk”? Ég verð að játa van- þekkingu mina i þessu tilfelli. Þar sem um verk látinna Valtýr Pétursson, mynd nr. 54 höfunda er að ræða og þeir ekki hirt um að setja ártal á myndir sinar, getur skiljanlega veriö erfitt að komast að hinu sanna. Þetta getur þó varla átt við um myndaröð Arna Páls, einfalt hefði verið aö hringja i kunstnerinn og kippa þessu i lag. Ég sakna þess einnig að ekki skuli vera neinn inngangur eða útskýring á tilurð sýningar- innar. Þá er komiö að þvi sem stóð í mér, en það var eftir- prentun á mynd Asgrims Jóns- sonar (7) Silfra á Þingvöllum. Ekki á ég við að gerð hafi verið eftirprentun og látin i stóran „mubluramma”, heldur það smekkleysi að hengja hana við hlið frummyndarinnar inni i sýningarsalnum. Þaö yrði furðuleg sjón að sjá, ef það yrði tekiö upp i hvert sinn sem póstkort eða annars konar eftirprentun yrði gerð, aö hengja hana upp við hlið frum- myndarinnar og undir öllu saman letraö: fæst i afgreiðsl- unni. Ég held að best færi á því að halda þessu tvennu aðskildu framvegis. Listasafn Alþýðu er til húsa að Grensásvegi 16. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00—22.00 og stendur til 30. ágúst.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.