Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 14. ágúst 1981 belgarpósfurinn Þögnin rofin ÞaB rikti mikil gleBi i brjóst- um allra Miles Davis aBdáenda er nýja platan hans: The Man With The Horn (CBS 84708), kom á markaBinn nýlega. Frá þvi Agharta (CBS 88159) og hin japanskútgefna Panagea (CBS/Sony SOPZ 96/97) litu dagsins ljós 1975, hefur ekkert nýrra efni veriB gefiB út meB Miles. Þögnin var þvi orBin löng og spennan mikil hjá djassgeggj- urum aB heyra i meistaranum aB nýju. Af og til var orörómur á kreiki um aö Miles væri búinn aö taka upp plötu en i fyrra birti down beat viötal viö frænda hans, trommuleikarann Vincent Wilburn og vini hans, sem staö- festu aö þeir heföu hljóöritaö nokkur lög með Miles. Tvö þeirra eru á nýju plötunni: titil- lagið og Shout og bæði skrifuð af frændgarðinum. Fjórir aðrir ópusar eru á skifunni og teknir seinna upp: Fat Time, Back Seat Betty, Ai'da og Ursula, allir eftir Miles. A þeim leysir A1 Foster, sem lék meö Miles fyrir þögnina miklu, frændann Vin- cent af hólmi við trommurnar. Allt hitt liðiö er nýtt af nálinni og vekur sópransaxistinn Bill Evans (ruglist ekki saman viö pianistann nýlátna) mesta at- hygli djassgeggjara, enda er hann trúr hinni davisisku sópr- anhefð (Shorter, Liebman o.s.frv.) Fyrsti ópusinn er Fat Time og blæs Miles með dempara óraf- magnað og það gerir hann við- ast á plötunni. Mike Stern leikur ágætan rokkaðan gitarsóló og gripur spánskar idýfur Miles á lofti. Flestar eru melódiurnar einfaldar og rýþmaleikurinn lika, það hefur sina kosti þvi á stundum fyrir þögnina miklu var einsog Miles hyrfi i alla git- arana og hljómborðin og trommurnar. Á þessarí plötu er hann miðpunkturinn og ekkert orgelgutl. Magnþrunginn trompetleikurinn nýtur sin vel þótt rýþminn mætti vera léttari. Á7da er nokkuð skemmtilegt verk og þar er Miles kominn i rafmagnið.en fjandinn hafi það, ég man ekki eftir jafn skemmti- legum dizzyhlaupum (að sjálf- sögðu krýndum davisiskum þögnum) siðan fyrir sjötiu. 1 lokaverkinu: Ursula, er boðið uppá sveiflu a la sextiu, en þvi miður er rýþminn ekki einhuga og bassaleikarinn, Marcus Mill- er, ekki klár i bassaganginum. Mike Henderson hefði staðið sig betur i dansinum við Ursulu og var hann þó aldrei sveifluséni. Mikið lifandis ósköp hefði verið gaman ef Davis hefði boðið sið- ustu súperrýþmaieikurunum sinum i þennan dans, Jack De- Johnette & Dave Holland. Hvað um það og Miles er jafn kúl og fyrr. Miles Davis er óefað frjóasti einleikari djassins sem nú er á lifi og vonandi er þetta aðeins byrjunin á enn einu timabili á ferii hans. Hann er öllum djass- leikurum likastur Picasso, si- fellt nýr og skapandi. A þessari plötu er hann einsog milli vita þvi þögnin hefur verið löng en vonandi heldur hann áfram blæstrinum. Special Edition Margir meðleikarar Miles Davis hafa orðið súperstjörnur i bræðingstónlistinni ss. Herbie Hancock, Chick Corea og Tony Williams. Sá trommuleikari Davis sem undirritaður metur mest er Jack DeJohnette. Hann hefur látið allan bræðing lönd og leið og hallað sér að impressjón- isma ECM, þar sem hvert snilldarverkið hefur rekið ann- að. Nýja platan hans heitir Tin Can Álley (ECM-1-1189) og gef- ur ekkert eftir snilldarskifu hans: Special Edition (ECM-1- 1152) er út kom i fyrra. Nokkur breyting hefur orðiö á kvartett- inum og hafa altistinn Arthur Biythe og tenoristinn David Murray rýmt fyrir John Purcell, sem leikur á flautu og barryton auk altós og Chico Freeman sem leikur á tenorsax, bassaklarinett og flautu. Tin Can Alley (minnir óneitanlega á Tin Pan Alley, enda ruslið nóg á baksiðunni) er fyrsta verkið á skifunni og er nokkurskonar bopstandard blásinn samferða og dolphyskt. Pastelrapsódian er máluð mjúkum litum og hefst á flautudúett, siðan kemur hljómsveitarstjórinn á pianó og svo kvartettinn. ECM impress- jónisminn á ekki litið að sækja til Billy Strayhorns og mætti gefa þvi meiri gaum, en andi hans svifur yfir rapsódiunni. A Riff Raff leikur Peter Warr- en, bassaleikari kvartettsins og höfundur verksins á selló eins og bassa, þá tekur trommuorgia DeJohnette við: The Gri Gri Man og skifunni lýkur svo á rýþmablúsisku stefi I Know með riffum og frjálsum ýlfrum. Það er eftir DeJohnette einsog öll verkin að Riff Raff undan- skildu og syngur hann þar tal- söng og kallar i bland við riffin og rokkrýþmann en allt er þetta ekta djass og þarf enginn að hræðast einföldun rokksins eða formleysu avantgardsins. Sé einhver I vafa um hvernig djassinn gerist bestur um þess- ar mundir ætti sá að hlusta á Tin Can Alley. Gestirog Heimamenn Seinnihluta ágústmánaðar gista hér góðir gestir. Færeyska hljómsveitin Snjóuglan, sem hljómborðsleikarinn Kristján Blak stjórnar og danski altistinn John Tchicai koma hingað á vegum NordJazz. Tchicai er einn af guðfeðrum hins frjálsa tslendingar segja það gjarnan við útlendinga og aðra, sem vilja heyra, að þeir séu bóka- og bókmenntaþjóð. Máli sínu til stuðnings vitna þeir gjarnan i tvennt. 1 fyrsta lagi fjölda seldra bóka per capita, og i öðru lagi tslendingasögurnar. Það að brenna bók á tslandi er glæpur, en þegar bókin er „perla” tslendingasagnanna, er glæpurinn tvöfaldur ef ekki þre- faidur. Þetta gerði Friðrik Þór Friðriksson i Háskólabiói á fimmtudaginn i siðustu viku, er hann brenndi Njálu i nýlegri kvikmynd sinni. Er skemmst frá þvi að segja, að myndin var mjög skemmtileg á að horfa og ólik flestum öðrum kvikmyndum, sem hér eru sýndar. Gaf hún áhorfandanum tækifæri á að virða hana gaumgæfilega fyrir sér og upplifa hana á persónu- djass og stofnaði ásamt Archie Shepp hljómsveitina The New York Conternorory Five, er hann bjó i Nev York. 1966 flutti hann heim til Danmerkur (móð- ir hans er dönsk en faðirinn kongóskur) og hefur siðan verið einn áhrifamesti djassleikari Evrópu. Það verður spennandi að heyra þessa færeysk-dönsku samvinnu. Djassinn dunar i Djúpinu hvert fimmtudagskvöld. Und- anfarið hefur Nýja kompaniið séð um sveifluna, en tvö næstu fimmtudagskvöld mun kvartett Kristjáns Magnússonar leika og auk Kristjáns á pianó leika Þor- leifur Gislason á tenór, Sveinn Öli Jónsson á trommur og Frið- rik Theodórsson á bassa. Það verður semsagt fjörugt djasslif I höfuðborginni i ágúst. iegan hátt. Þarna var ekki verið að troða neinni meiningu upp á fólk. Myndin getur táknað hvað sem er, dauða bókarinnar, kvik- myndina sem tjáskiptamiðil framtiðarinnar, eða hvað sem er. Og ekki spillti það, að hún var mikil sjónræn upplifun. Tónlistin áttilika sinn stóra þátt i þvf, en það var hljómsveitin Þeyr, sem lék sérhannaða tónlist undir sýningunni. Annars var upphaf kvöldsins fremur misheppnað, með ein- hvem landbúnaðargjörning sem upphafsatriði og lélega fimm- aurabrandara og Kaupmanna- hafnarrokk frá Kamarorghestum þar á eftir. Reyndi þar mjög á langlundargeð viðstaddra, en Frikki bjargaði þvi með skemmtilegri mynd. Megi hann vera sæmdur af. — GB. Hér brennur Njála á skemmtilegan hátt. SkemmtHegur glæpur Kvikmyndir eftir Gyölaug Bergmundsson THfirmingaríkur samleikur Ludwig van Beethoven (1770- 1827): Sónata fyrir fiðlu og pianó nr. 9 i A-dúr, op. 47 (Kreutzer) og nr. 2 i A-dúr, op. 12, nr. 2 Flytjendur: Itzhak Perlman (fiðla) Vladimir Ashkenazy (pfanó) Otgefandi: TELDEC „Tele- funken-Decca” 6.42485 AW (1974) Hér er að finna eina af þeim plötum sem gefnar hafa verið út i sérútgáfu, þar sem þeir Perl- man og Ashkenazy flytja fiðlu- sónötur eftir Beethoven. Heildarútgáfan er fimmplatna askja, þar sem félagarnir gera skil öllum tiu fiðlusónötunum (Decca 6.35354 FX). Þvf hefur oft verið haldið fram og með réttu, aö náin sam- vinna miðlungsflytjenda, bæri rikulegri ávöxt en tækifæris- flutningur afburöamanna. Sam- hæfing er undirstaða vandaðrar túlkunar, hvort heldur eiga i hlut tveir menn eða fleiri. Rót- gróinkynni hljóta þvi að styrkja samspiltónlistarmanna og leiöa til dýpri niðurstöðu. Þetta á greinilega við um samvinnu þeirra Perlmans og Ashke- nazys. Þá spillir þaö ekki, að báðir eru miklir hljóðfæra- leikarar. ABur en vikið er nánar að túlkun tvimenninganna er ekki úr vegi aö vfkja örlitiö'að verk- unum. Aðeins fáein ár skilja aö þrjár fyrstu fiðlusónötur Beet- hovens (þ.á m. A-dúrSónötuna, op. 12, nr. 2) sem tileinkaðar voru kennara hans, italska tón- skáldinu Antonio Salieri og Kreutzersónötuna sem yfirleitt er talin hápunktur fiölusónata hans. Fyrri sónatan er liklega frá árunum 1797-98, þegar Beet- hoven var að „slá i gegn” sem konsertpianisti. Kreutzersónat- an ersamin 1802-3, um likt leyti og hann lét rita Heiligenstadt- erfðaskrána sem má fremur kalla játningu, vegna þess hve persónulega hún opinberar sál- rænar þrengingar tónskáldsins. Báðar sónöturnar eru þvi taldar til sama sköpunartima- bils f ferli tónskáldsins. Siðasta fiðlusónata Beethovens er svo samin tíu árum siðar. Þessi stutti sköpunartimi sem nær að- eins yfir 15 ár með jafn skjót- fengnum hápunkti og Kreutzer- sónatan er, bendir til þess að Beethoven hafi ekki fundist þetta form vænlegt til frekari úttektar.Eftir 1812 halda fiðlan og pianóiö sina leiðina hvort i verkum hans. Þótt þessar tvær sónötur sem hérumræöir, séubáöarf A-dúr, er á þeim mikill munur. Sónat- an op. 12, nr. 2, er mun minni að vöxtum en Krutzersónatan. Greinilegur áherslumunur er á hljóðfærum. Pianóið er i fyrir- rúmii'öllum köflunum þremur. Hiö leikandi Allegro vivace byggist á triólum f iðlunnar sem svörun viö pianóinu og kallar þetta fram ryþmiskt samspil. Hinn stutti Andante piú tosto- Allegretto, byrjar i a-moll og endar á C-dúr, þar sem tekur við hinn óvenju snjalli Allegro piacévole sem byggður er upp áþekkt fyrsta kaflanum. I Krutzersónötunni (op. 47), hafa hljóöfærin náð næsta full- komnum jöfnuði, enda taldi Beethoven að verkiö yröi að vera leikiö af „hæfum fiðlara”. Þess vegna mun hann hafa endurtileinkað verkið franska fiðluleikaranum Dodolphe Kreutzer, en upphaflega var só- natan tileinkuö Georg Polgreen Bridgetower, eða „múlattanum Brischdauer (þeim mikla heimskingja)”, einum af fjöl- mörgum samtimamönnum sem Beethoven tókstað komast upp á kant við. Það væri of langt mál að út- lista þetta undurfagra verk i ,smáatriðum. Kaflarnir eru þrir: Adagio sostenuto, Presto — Andante con Variazioni — Finale,Presto.Þó má getaþess, aö i þessu verki sameinast létt- leiki æskuverka Beethovens og djúp, oft örvæntingarfull tján- ing seinni þróunarskeiða tón- skáldsins, þannig að hægt er að tala um tímamót i sjálfu verk- inu. Sónatan er enda samin þeg- ar fyrsta symfóniska stórvirki Beethovens, Eroica-Symfónian (nr. 3), er að fæðast. Þeim Ashkenazy og Perlman tekst að gera þessum verkum inniieg, en um leið kröftug skil. Þetta kemur aðvisu betur fram i Krutzersónötunni og felst væntanlega i verkinu sjálfu. Hér leggja þeir félagar áherslu á þunga og kraft (intensitet) og reyna þannig að túlka sálrænt inntak verksins. Reyndar tekst þeim þetta með afbrigðum vel. Vart verður fundinn betri flutn- ingur, þótt ailtaf megi deila um túlkunarmáta. Þá er hljómsetning plötunnar hnökralaus og endurhljómun góð. Reyndar er platan i heild þannig, að greinarhöfund blóð- langar i öskjuna með öllum tiu sónötunum. Platanhefur fengið hin amerisku „Grammy” verð- laun, auk hins franska „Grand prix du disque”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.