Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 14.08.1981, Blaðsíða 26
26 Föstudagur 14. ágúst 1981 hc^ltJF^rpn^fl /r//~l/T_ Moröóðar beinaerindur f i„ *«■”. 8 “r 1 ”Jason °8 Argónátarn- SCm kemur viö sögu í göfiunum. 3 ’ 1 Þann vegjnn að ga„ga8 af hausens, p™gfsukynía skoPunarverkum Harry Skrímslin mín stór og smá Þegar Seifur sagði: „Enginn má sköpum renna”ætlihann hafi þá rennt grun i að þessi fleygu spakmæli myndu hæfa beint i mark árið 1933, þegar frú Harry- hausen í Bandarikjunum fór með Ray, son sinn, að sjá kvikmynd- ina King Kong? A Museum of Modern Art i New Y ork var nýlega haldin yfirlits- sýning á verkum Rays Harry- hausens, en hann er kunnasti skrfmslasmiður kvikmynda sem nú er uppi. Meðal m ynda hans eru Sjöunda ferð Sindbaðs, Arið milljón fyrir Krist og nú siðast, Atök risanna, sem byggir á frásögnum úr grisku goða- fræðinni. i myndinni ieikur Sir Laurence Olivier Seif, sjávargyðjan Þetis er leikin af Maggie Smith og með hlutverk Afródítu, ástargyðjunnar, fer Ursuia Andress. En guðimir hljóta að hafa vitað að ógerlegt væri að kvikmynda sögu þeirra nema einhver væri fær um að gera vængjaðan hest, sem gæti leikið Pegasus, tvihöfða úlfhund i hlutverk Dioskilosar eða snákhærða kvensnift i hlutverk Medúsu. Þvi er ekki fráleitt að láta sér detta i hug aö guðirnir hafi ætlað Harryhausen að vinna aö kvikmyndagerö sinni svo ára- tugum skipti, svo að honum gaeti tekist sem allra best þegar hann færi aö gera myndirum þá sjálfa. En hvernig vildi það til að þau mæögin fóru að sjá King Kong fyrir hálfri öld? „Móöursystir min hjúkraði móöur Sid Grau- mans, eiganda Hins kinverska kvikmyndahúss Graumans i Hollywood. Grauman gaf henni tvo miða, sem hún gaf aftur mdðurm inni. Ég vissi það eitt um King Kong að hann var risa- vaxinn górilluapi og á þessum árum fannst mér gaman að gór- iilumyndum. Fyrir framan kvik- myndahúsið, þar sem kvikmyndastjörnurnar hafa markað spor sin i steinsteypu, hafði verið komið fyrir stórri brjóstmynd af apanum. Þessi mynd hafði verið notuð i kvik- myndinni, þegar sýna átti nær- myndir af King Kong, en á þessum árum vissi ég ekkert um kvikmyndabrellur. Ég hafði séð bíómyndir, þar sem menn i apa- búningum léku apana, en ég vissi að þannig var ekki fariö að I King Kong. Ég kom alveg krossbit út úr kvikmyndahúsinu.” Ray Harryhausen minnist fyrstu kynna sinna af King Kong með lotningu. „Hvilik opinberun að sjá þessi skrimsli breyfast. Ég vissi að þau voru ekki lifandi þótt þau virtust vera það. Þetta var sjónhverfing aldarinnar.” Hann langaði aö fræðast nánar um hvemig farið væri að slikum kvikmyndabrellum, en hvorki gekk né rak fyrir honum, fyrr en að ári liðnu, þegar hann rakst á greini vikublaðinu Look. Þar var skýrt frá þvi að hreyfingar dýr- anna hefðu veriö framkallaðar með svokallaðri „stop-action” aðferð, sem notuð er við gerð teiknimynda og leikbrúðumynda. Aðferðin er fólgin i þvi að tekinn er fjöldi kyrrmynda þar sem örlitil breyting hefur verið gerð á fyrirmyndinni og hún kemur fram sem hreyfing þegar mynd- unum er rennt i gegnum kvikmyndasýningarvél. I greininni var sagt frá þvi að höfundur risaapans væri Willis O’Brien. Harryhausen vissi að hann yrði að ganga i smiðju til þessa snillings en fyrst yrði hann að sýna að hann kynni að búa til likön og „animera”, þ.e. bUa til hreyfingar dauðra hlua á filmu. Arið 1938, þegar hann var langt kominn i námi i Handiöaskólan- um i Los Angeles, geröi hann fyrstu hreyfimynd sina. „Þetta var mynd um björn i hiði si'nu. Ég bjó til beinagrind Ur viði og klæddi hana með loðpelsi sem móðir min átti. Mig minnir hún hafi verið hætt að nota pelsinn”, segir Harryhausen og hlær. „Vinur minn, Jack Roberts, átti gamla kvikmyndatökuvél, en hún var svo ófullkomin að ógerlegt var að taka eina mynd i einu. Við uröum að ýta snöggt á takkann og þá var undir hælinn lagt hvort rammarnir yrðu einn, tveireða þrir. En þetta var geysi- lega spennandi tilraun, þótt bangsi hreyfðisigi hallærislegum rykkjum.” Visindasagnahöfundurinn Ray Bradbury hefur verið góður vinur Eitthvert eftirminnilegasta skríinsii Harryhausens er kiklópurinn i „Sjöundu ferð Sindbaðs sæfara”. Harryhausens frá þvi þeir voru unglingar. Hannhefur lýst þvi að þegar Harryhausen var 17 ára hafi hann stefnt að þvi að verða fremsti höfundur heims á sviði hreyfimynda. En hann lagði smá- lykkju á leið sina i átt til frama, þegar hann innritaðist i leik- listarskóla. Þegar hann var 19 ára áttaði hann sig á þvi, að hann gat leikið ,,með hjáip likana minna”. Arið 1939 mannaði Harry- hausen sig upp i að hafasamband við Willis O’Brien sem tók honum vel, en ráðlagði honum að læra meira I líffærafræöi. Næstu árin lagði Harryhausen mikla alúð við listgrein sina og árið 1946 bauð O’Brien honum að vera aðstoðarmaður sinn við gerð myndarinnar Hinn Voldugi Joe Young. „Þau tvö ár sem tók að gera myndina voru dýrlegur timi. O’Brien var svo upptekinn við fjármálavafstur og slikt, að ég tók um 85% myndarinnar.” Arið 1953 var frumsýnd kvikmyndin Skrimslið af 20.000 faðma dýpi. Hér fékk Harry- hausen i' fyrsta sinn að ráðskast einn með allar brellur. Myndin, sem byggð er á sögu eftir Ray Bradbury, er um dinósárus, sem blundað hefur óralengi á hafs- botni á Norðurpólnum, en er vakinn til li'fsins við kjarnorku- sprengingu. Þetta var að mörgu leyti hin merkasta mynd. Engin mynd ársins 1953 skilaði jafnmiklum hagnaði og hún kom af staö sann- kallaðri skrímslaöldu i kvik- myndum. Og upp frá henni hófst samstarf Harryhausens við Charles H. Schneer, sem varir enn. Fyrsta mynd þeirra félaga var Hann kom af hafsbotni, gerð árið 1955. Myndin er um risakol- krabba sem færir á kaf hina frægu brú i' San Francisco, Gullna hliðið. Þeir fóru fram á að mega kvikmynda íborginni, en borgar- ráð neitaði þvi. Harryhausen dó ekki ráðalaus. Hann gerðilikan af brúnni, aflaði sér gamalla frétta- mynda og falsaði eyðileggingu brúarinnar I algeru leyfisleysi. Ray Harryhausen hefur gert fimmtán myndir siöan hann lauk við Skrimslið af 20.000 faðma dýpi. Ýmsar þeirra byggja á griskri goðafræöi, m.a. nýjasta mynd hans, Atök risanna. Persónur myndarinnar eru dregnar i þrjá dilka, „Hinir dauðlegu”, „Hinir ódauðlegu” og „Hinir þjóösagnakenndu ”. Söguþráður myndarinnar er i stuttu máli á þá leið að dauðlegur maður, Perseifur, er ástfanginn af dauðlegri konu, Andrómedu, og reynir með öllum ráðum að fá hennar. Guðirnir á Ólympsfjalli fylgjast með brölti hans og ýmist hjálpa þeir honum eða leggja stein i götu hans allt eftir þvi hvernig liggur á þeim. Atta þjóösagnaverur koma fram i myndinni og þær eru leiknar af sjálfum sér en það þýðir að þær eru sköpunarverk Harryhausens. Perseifur nýtur hjálpar Pegasusar, vængjaða hestsins, og Búbó,uglu sem Harryhausen hef- ur búið fjarstýribúnaði. Helstu andstæðingar hans eru tvihöföa úlfhundurinn Dioskilos, fordæðan Medúsa og skrimslið Kraken. Mörg viðfangsefna Harry- hausens eru verur sem enginn hefur séð i lifanda lífi og þvi vakna alls konar spurningar um hátterni þeirra. Ein er þessi: Hvernig ber Pegasus fæturna á flugi? „1 myndinni Þjófurinn frá Bagdad var hestur sem flaug vængjalaus. Hann för á stökki um loftin blá. Pegasus notaði vængi, svo að hann þurfti ekki að stökkva. En það kom i ljós að vængjaður hestur var miklu eðli- legri á flugi, þegar hann hreyfði fæturna, en þegar hann lét þá bara hanga.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.