Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 2
2 Fösludagur 21. égúst ,98! Holg^rpn^fllrinn. Myndir og texti: Þorgrímur Gestsson. — Ég ætla að gefa út bók um feril Sigurbjörns Eirikssonar, og þar veröur ekkert dregið undan. — Það verða sko engar kvenna- farssögur. 1 fyrri bókinni, ,,Ég vil eiga minar konur sjálfur”, sem Dagur Þorleifsson skráði, þorði e'g ekki að segja allan sannleik- ann. En hann verður sagður núna, og bókin mun vekja gifur- lega athygli um alit land. Þetta segir ólafur Jónsson á Oddhóli við Helgarpóstinn, en hann á nú i málaferlum við Sigurbjörn Eiriksson, sem ým- ist er kenndur við Stóra-Hof i Rangárvallasýslu, Álfsnes á Kjarlarnesi eða Kliibbinn. Máia- ferlin snúast um eignarréttinn á jörð ólafs, Oddhól I Rangárvalla- hreppi. Sigurbjörn fékk Ólaf til að undirrita afsal að jörðinni, og kaupsamning, og hefur sá siðar- nefndi nú höfðað mál til ógilding- ar þessum plöggum. Réttarhöld hafa þegar farið fram fyrir aukadómþingi Rang- árvalla sýslu og verður haldið áfram í byrjun september. Lög- maður Ólafs er Jón E. Ragnars- son. Hvorki Sigurbjörn né lögmaður hans, Ingi Ingimundarson, vildu nokkuð um málið segja, þegar Hdgarpósturinn hafði samband við þá. „Það er ekki viökunnanlegt, aö ég fari að tjá mig um málið nú”, var svar Sigurbjörns, en lögmað- urinn sagðiaö þetta mál sé ekkert fyrir blöðin. ,,Ef á að fara aö skrifa um þetta mái mætti skrifa um öli önnur dómsmál”, var svar Inga Ingimundarsonar. Ólafur og kona hans, Borghild- Það var snemma árs 1978, að Ólaf fór að gruna, að Sigurbjöm ætlaðiað halda eignarrétti sinum til streitu. Nágrannabóndi hans hafði leitað til hans og beðið um aö fá að dýpka skurð, sem á er mótum jarðanna. ólafur neitaði þvi á þeirri forsendu, aö dýpri skurður gæti orðið hættulegur fé. En nágranninn leitaði þá til Sigurbjörns, sem veitti leyfið og skurðurinn var dýpkaður. 200 hross i tiu ár „Sigurbjörn talaði á þessum tima eins og hann ætti jörðina, og margir voru famir að halda að það væri rétt. En þegar hann kynnti mig talaði hann alltaf um mig sem „stórbóndann á Odd- hóli”. 1 ti'u ár var hann hér inni á gafli með her manna og hafði 200 hross á jörðinni en borgaði aldrei nokkra leigu. Ég gat mig hins- vegar hvergi hrært. Hann sá til þess,aðmér var ómögulegt að fá nokkra fjárhagsfyrirgreiðslu, og án peninga er maður ansi litill. Þetta gekk svo langt, að stundum var algjörlega matarlaust lang- timum saman, áheimili þar sem eru sjö börn, og þrautarlendingin var að leita á náðir nágrannanna um mat”. „Leitaði til Sigur- björns” En samskipti þeirra Ólafs og Sigurbjörns eiga sér lengri sögu. Hún hófst i' rauninni árið 1961, þegar Ólafur seldi honum jörð sina, Alfsnes á Kjarlarnesi. Vorið 1963 keypti ólafur Oddhól og fluttist þangað. Tveimur árum siðar, 1965, réðst Ólafur i stór- fellda kartöflurækt. HUn tókst þó ekki betur en svo, að þann 16. ágúst.sumarið eftir fraus grasið og uppskeran varð sáralitil. ,,Ég tapaði stórfé á þessu og var auk þess skuldugur fyrir i báðum kaupfélögunum, kaupfé- lagi Árnesinga og Kaupfélagi Rangæinga. Ég vildi ekki láta þessa menn tapa á mér, þvi hing- að til hefur það aldrei komið fyr- ir, að aðrirhafi tapað á samskipt- um við mig. Þá datt mér i hug, að kannski mætti leita til Sigurbjöms, og ég hugsaði með mér, að honum væri ekki of gott að hjálpa mér. Hon- um hafði nefnilega gengið illa að „Sigurbjörn lét alltaf sem hann ætti jörðina. En þegar hann kynnti mig var það alltaf „stórbóndinn á Oddhóli”. Ólafur og Borghildur ásamt jremur af sjöbörnum og móður J. u JL liln KSmii A ur K. Skarphéðinsdóttir, undirrit- uðu fyrrnefnd plögg i ágúst 1975.1 afsalinu segir, að Ólafur selji og afsali Sigurbimi Eirikssyni, Stóra-Hofi „eignarjörö minni Oddhóli i Rangárvallahreppi, ásamt húsum og mannvirkjum, gögnum og gæðum, sem jörðinni fylgja og fylgja ber”. En I afsal- inu er þó sá varnagli sleginn, að ólafur áskilji sér „ábúðarrétt á jörðinni ævilangt og hafi á henni þann bústofn sem ég þarf á hver j- um ti'ma fyrir mig og fjölskyldu mina”. „Kom askvaðandi” „Sigurbjörn kom hingað ask- vaðandi með þessi plögg og bað mig um að undirrita þau. Ég var orðinn þvi vanur að skrifa undir allskonarplögg fyrir hann, svoég sá enga ástæðu tilað skorast und- an. Konan mín færðist hinsvegar lengi vel undan, en gaf sig að lok- um. En Sigurbjörn hélt vandlega yfir textann, og sjálfur hirti ég ekki um að lesa hann”, segir Ólafur viö Helgarpóstinn. ,,0g þessir tveir vottar, sem hann haföi meöferðis, þau Magnús Leopoldsson og Björk Valsdóttir, kona hans, sátu þann- ig að þau sáu alls ekki þegar skrifað var undir plaggið”, bætir Ólafur viö. Ólafurhefur boriö fyrir rétti, að hann hafi litið á umrætt afsal sem málamynda tryggingu fyrir pen- ingum sem hann skuldaöi Sigur- bimi, ef hann félli frá. Óg tilefnið var,að ólafur og kona hans höföu * hyggju að fara til útlanda. „Sigurbjörn haföi oft talað um, að nú færi ég að deyja, og það þyrfti að ganga frá okkar málum áður. Nú sé ég, að þaö sem fyrir honum vakti var að standa uppi með jörðina eftir minn dag og reka konuna og krakkana burt”, segir Olafur. borga Alfsnesið, og restina borg- aöi hann mér loks með lélegri ibúö i Reykjavik og bilarusli. Ég fór því til hans og hann lán- aði mér 1,5—2 milljónir gamalla króna. Með þvi gat ég gert upp skuldirminar við kaupfélögin. En Sigurbjöm setti skilyrði. Hann vildiekkilána mér nemaég skrif- aði undir það, að ég mætti ekkert gera, ekki taka lán né reyna á nokkurn hátt að bjarga mér sjálf- ur. A móti lofaði hann þvi, að ég skyldi fá tiu þúsundkróna Uttekt i kaupfélaginu á mánuði. Hirti allan bústofninn En það var ekki nóg með það. Skömmu seinna'kom hann heim á Oddhól og hirti af mér allt búið upp iskuldina. Hann rak allan bú- strfninn burt, 500 fjárog 25 hross og tók tvo traktora og bilræfil sem ég átti. Hann seldi síðan allt þetta, en ég hef aldrei séð staf fyrir þvi og get ekki séð að skuld- in hafi lækkað neitt. Siðan gerist það, að Sigurbjörn lætur reka hingað 200 hross, sem hann hafði hér næstu niu eða tiu árin. Allan þann tima var hér fullt af mönnum, tukthúslimum, sem alla tið hafa fylgt Sigurbirni. Þeir óðu hér inn um allt og voru með lappirnar uppi á borðum. Sigur- björn fór alltaf inn i búr þegar lika. Þetta segi ég núna, þótt ég eigi það á hættu að fólk dliti mig heimskan gamlan karl. En ég sá ekki ekki ígegnum þennan mjúk- mála mann, sem þóttist alltaf vera vinur manns, en gætti þess að láta mig skrifa upp á nógu marga vixla og allskonar plögg til að hann héldi á mér tangarhaldi. Einu skiptin sem ég var laus við Sigurbjörn var þegar hann sat i tukthúsinu. Árið 1969 var ég svo heppinn að vinna milljón i happdrætti. Fyrir hluta af peningunum borgaði ég skuldir minar við nágrannanna, og dreif mig siðan I nokkurra mánaða ferð til Vestur-India. bað má segja, aðég hafi verið að flýja land. Nokkru seinna bauðst mér að taka að mér skólakeyrslu i hreppnum, en til þess þurfti ég bil. Ég leitaði til Sigurbjörns, en hann lét mig hafa bil sem hann átti — og hann var að sjálfsögðu skráður á nafn hans. Seinna endurnýjaði ég bilinn, og aftur kom hann þvi svo fyrir, að hann var sjálfur skráður fyrir bilnum. Arið 1973 ætlað ég siðan að selja Ólalurá^Odd^V^numj Deilan stendur um kaupsammng og afsal - Sigurbjörn sakaður um að notfæra sér „bágindi stefnanda og fákænsku í fjármálum” hann kom hér, til að athuga hvort nógur matur væri til og kom með það sem á vantaði úr Klúbbnum. En eftir að hafa gefið öllum þess- um mönnum að éta var allt tómt og enginn matur handa fjölskyld- unni, en við erum hérna með sjö börn, allt i ómegð. Ég neyddist þvi til að litillækka mig með þvi að fara til nágrannanna og biðja þá ásjár. Sigurbjörn sá til þess, að ég gat ekki bjargað mér sjálf- ur, þvi hann leyföi mér ekki aö hafa nema tiu kindur, sem hann heyjaði fyrir gegn þvi, að ég sæi um hrossinn fyrir hann á veturna. Sá ekki i gegnum hann Ég var þvi i algjörri klemmu, gat mig hvergi hrært, og var að verða að heilsulausum aumingja, blóðþrýstingurinn rauk upp úr öllu valdi af tómri streitu. Og ofan á allt annað er konan heilsulitil nýja bilinn. Um það leyti hitti ég Sigurbjörn, sem samþykkti að ég seldi bilinn og keypti nýjan á minu nafni upp á, að ég skrifaði undir proforma afsal á jörðinni til tryggingar skuldum minum við hann. Svo gerist það árið 1975, að hann kemur til min með þessi plögg, sem ég undirritaði athuga- semdalaust þar sem ég treysti á, að þau væru aðeins til mála- mynda. Eftir það fór allt að ganga bet- ur, ég gat farið að fjölga fénu og Sigurbjöm hætti að vera með hrossinn á Oddhóli. Nú hef ég 100 fjár, 30-40 hross og fjóra naut- gripi. En þá gerðist þetta með skurðinn og ymislegt fleira, sem vakti grunsemdir minar á þvi, að Sigurbjörn ætlaði að halda fram eignarrétti sinum á jörðinni. Eitt af þvi var, að Sigurbjörn leitaði eftir þvi við hreppinn, aö hann Afsalið umdeilda og yfirlýsing ólafs um, að kaupsamningurinn og afsalið væru aðeins „proforma gerningar”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.