Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 5
5 hclrj^rp^, .rinr, Föstudagur 21. égOst !9S1 Olafur 2 félli frá forkaupsrétti sinum á Oddhóli.” Þinglýsingar fram og til baka Þannig er saga samskipta Ólafs á Oddhóli og Sigurbjörns Eiriks- sonar i stórum dráttum, sögð af Ólafi sjálfum. En eins og fyrr segir vildi Sigurbjörn ekkert um málið segja, þegar Helgarpóstur- inn leitaði til hans. Eftir að grunsemdir Ólafs vöknuðu fékk hann sér lögfræðing og samdi i samráði við hann yfir- lýsingu þess efnis, aö afsalið, sem hann undirritaði sumarið 1975, væri dauttog ómerkt plagg. Yfir- lýsingin var gerð 16. mai 1979 og þinglýst hjá sýslumanni Rangár- vallasýslu á Hvolsvelli. En skömmu seinna lét Sigurbjörn þinglýsa annarri yfirlýsingu þar sem haldið var fram eignarrétti hans á jörðinni. Seinna fór Sigur- björn fram á, að afsalinu yrði einnig þinglýst,en þvi var synjað á sýsluskrifstofunni á lögfræði- legum forsendum. Sigurbjörn höfðaði mál, sem fór fyrir Hæsta- rétt. Þar féll dómur á þann veg, að yfirlýsing Sigurbjörns skyldi afmáð, en afsalið þinglýst. Með þessari þinglýsingu er Sigurbjöm Eiriksson í rauninni þinglýstur eigandi jarðarinnar Oddhóls. Það rak ólafur sig illi- lega á, þegar hann ætlaði að fá bankalán til þess að gera ibúðar- húsið upp. Honum var neitað um fasteignaveð. ,,En mér var nauðugur einn kostur að gera eitthvað fyrir hús- ið, það var i sannleika sagt að hruni komið. Það mátti hrista gluggana og vindar blésu i gegn- um húsið. Þá tók ég það tilbragðs að sækja héraðslækninn, sem skrifaði umsvifalaust upp á, að húsið væri heilsuspillandi og óibúöarhæft. Það varð til þess, að ég fékk fyrirgreiðslu, og i fyrra var þaö endurbætt fyrir 20 gaml- ar milljónir”, segir Ólafur. Mörg rök fyrir riftum Þannig stendur málið nú, að deilter um gildiafsalsins ig kaup- samningsins. 1 þessu sambandi segirólafur á Oddhóli: ,,Þaðvar min gæfa að fá Jón E. Ragnars- son til að taka að sér málið, en það var hins vegar min ógæfa, 13 barna föðurs á áttræðis aldri að hitta á þetta kvikindi.” Að sögn Ólafs fylgjast 7 lögmenn til við- bótar meö máiinu og hafa þær látið i það skina að þeim sé annt um að hann verði ekki hlunnfar- inn. Helstu rök lögmanns Ólafs eru þau, að visa i ýmsar lagagreinar um okurlög og að stefndi hafi not- fært sér nágindi ólafs og fá- kænsku hans i f jármálum til að fá hann á fölskum forsendum til að árita afsalsbréfið. Þá hafi Sigur- bjöm viljað halda þessum gern- ingum leyndum og Ólafur ekki fengið eintök við samningsgerð- ina. Svo og hafi Sigurbjörn ekki staðið við ýmsar skuldbindingar, svo sem greiðslu allra áhvilandi veðskulda, sem Ólafur hafi hins vegar sjálfur annast, né heldur hafi Sigurbjörn greitt af henni opinber gjöld heldur ólafur. Böðvar Bragason, sýslumaður Rangæinga staðfesti i samtali við Helgarpóstinn aðmálið yrði tekið fyrir að nýju nú snemma i næsta mánuði. Skák 23 Botvinnik — Capablanca Avro 1938 Nimzo-indversk vörn ' l. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 d5 5. e3! Botvinnik á margar nýjar hugmyndir á sviði skákarinnar, meðal annars þennan leik er var litt kunnur þegar skákin var tefld en var mikið rannsakaður siðar. 5. .. Bxc3+ 6. bxc3 C5 7. cxd5 exd5 8. Bd3 0-0 9. Re2 b6 10. 0-0 ba6 11. Bxa6 Rxa6 12. Bb2 Þessi leikur er tæpast nógu virkur segir Botvinnik, betra var Dd3. 12. ... Dd7 13. a4 Til þess að koma i veg fyrir Da4. 13. ... Hfe8 14. Dd3 c4 Capablanca tekur áskorun- inni. Hann eignast nú færi á drottningararmi, en Botvinnik á meiri itök á miöborðinu, barátt- an verður brátt hörö og tvisýn. 15. Dc2 Rb8 16. Hael! Rc6 Hér átti Capablanca mögu- leika á 16. -Rh5 17. Bcl f5! til að gera Botvinnik öröugra fyrir á miðborðinu. 17. Rg3 Ra5 Liklega var 17. -Re4, t.d. 18. Rhl f5 19. f3 Rd6 betra fyrir svart. 18. f3 Rb3 19. e4 Dxa4 20. e5 Rd7 21. Df2 g6 22. f4 f5 23. exf6 Rxf6 24. f5 Capablanca hefur unnið peð, en sókn hvits er að færast i auk- ana. 24. ... Hxel 25. Hxel Hae8 Til þess að skipta fleiri mönn- um. Ef 25. -Hf8, leikur hvitur 26. Df4! og vinnur, t.d. 26. -Da2 27. fxg6!! Dxb2 28. g7! Kxg7 29. Rf5+ Kh8 30. Dh6! Hf7 31. Dxf6+ og mátar i öðrum leik. 26. He6!! Hxe6 27. fxe6 Kg7 28. Df4! Svartur virtist vera að rétta hlut sinn, en nú hótar hvitur Rf5+ og siðan Dg5+ Svartur hefur ekki tima til að eltast viö biskupinn: 28. -Da2 29. Rf5+ gxf5 30. Dg5+ Kf8 31. Dxf6+ og mátar i næsta leik. 28. ... De8 29. De5 De7 Þetta var besta úrræöi svarts og manni finnst hann eiginlega búinnað stöðva sóknina. En það er nú öðru nær! 30. Ba3!! Dxa3 31. Rh5 +!! gxh5 Þessi tvöfalda mannsfórn er jafn óvænt og hún er öflug. Svartur verður að raka riddar- ann þvi að 31. -Kh6 32. Rxf6 leið- ir til vinnings fyrir hvit, svartur nær ekki þráskák. 32. Dg5+ Kf8 33. Dxf6+ Kg8 34. e7! Enhvitur verður aö tefla ná- kvæmlega, drottningin þarf að vera á f6 til þess að koma i veg fyrir þráskák. 34. ... Dcl + 35. Kf2 Dc2+ 36. Kg3 Dd3+ 37. Kh4 De4 + 38. Kxh5 De2+ 39. Kh4 De4 + 40. g4 Del + 41. Kh5 og Capablanca gafst upp, hann á ekki fleiri skákir. • Islenskuunnendur, málfræö- ingar! Helgarpóstinum er sönn ánægja aö skýra frá þvi að löng og ströng barátta ykkar er ekki alltaf unnin fyrir gig og aö ekki er allsstaðar talað fyrir daufum eyr- um. Að minnsta kosti hefur bar- áttan gegn skýrsiumáli náö inn fyrir veggi Orkustofnunar og eyr- um þeirra Arna Hjartarsonar, Freysteins Sigurðssonar og Þór- ólfs H. Hafstað, sem einmitt hafa tekið saman lokaskýrslu um Vatnsbúskap Austurlands III. Piltarnir þeir hafa ekki aöeins hafnað hefðbundnu skýrslumál- fari heldur hafa þeir horfiö allt aftur til bibliumálsins, svo sem eftirfarandi málsgrein i kafla um grunnvatnsstreymi ber meö sér: „Grunnvatnið fyllir allar holur i jarölögunum neðan grunnvatns- borðs. Að svo miklu leyti sem hol- urnar eru samtengdar, þá er og grunnvatniö samfellt og myndar grunnvatnsiag, stundum kallað jarðvatnslag. Halli er nær alltaf á grunnvatnsboröinu. Veldur hann þrýstingsmun á milli staða i grunnvatnslaginu, svo aö grunn- vatnið streymir undan hallanum, svo greitt sem gerð bergsins leyf- ir. Hér er um samslungna verkan vatns og bergs að ræöa. Er meö þá verkan svipað og Heilaga þrenningu, að hver limur er full- kominn i eðli sinu, en saman hafa þeir þó eins og óaðskiljanlega náttúru. Raunar er svo meö grunnvatnið, að mörgpm hefur gengið tregt aö skilja þessa sam- verkan, ekki siður en eöli Heil- agrar Þrenningar, svo einfalt sem hvort tveggja þó er”. Nýkomnir hinir viðurkenndu sjúkraskór Póstsendum STR. 36—42 Kristín Gunnarsdóttir fótasérfræðingur Alftamýri 3, simi 31580. (Ath.: í húsi Borgarapóteks) Scfiofí ORVAL Sumarauki • Vellíðan > Anægja • Skemmtun • Hvíld • Leikur Beint 2 tíma flug — Brottför Keflavík: 08.00 föstudag — Brottför Edinborg: 16.00 mánudag Verslanir opnar: Allan föstud., laugard., 9.00—17.30. Mánud.: lokað í Edinborg en opiö í Glasgow Sýning: Scotíish Motor Show — Glasgow — Knattspyrna: laugard.: Rangers/Celtic Golfunnendur. Sér ferð sömu daga. Afbragös hótel og golfvellir. ÞAÐ BESTA ER ÁVALLT ÓDYRAST viö Austurvöll s. 26900 UPP- LYFTING Borg sem býður eitthvað fyrir alla Snögg ferð föstudag 18. sept. til mánudags 21. sept. Sér ferð á sérverði. Einstakt tækifæri fyrir einstaklinga félags- og starfshópa. Hafið samband strax. Við skipuleggjum ánægjudaga algjörlega að yðar óskum. — Mjög hagstætt verð.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.