Helgarpósturinn - 21.08.1981, Page 6

Helgarpósturinn - 21.08.1981, Page 6
6 — ofurlítil frásögn af dvergum Þaö er ofur eölilegt aö dvergar og risar hafi frá upphafi vakiö at- hygli manna. Hiö óvenjulega, undantekningin frá reglunni, gerir þaö yfirleitt. Þegar viö bæt- ist svo almenn fáfræöi, auk fjörugs imyndunarafls, veröa til ansi skrautlegar kenningar um dvergvaxiö fólk og risavaxiö, eins og sagan segir okkur. Ennþá eru dvergar til, og risar sömuieiöis, — þaö er fólk sem er vel á þriöja metra á hæö. Þessu fólki hefur Iftiö fækkaö. En vis- indunum fleygir fram, ekki sfst læknavisindunum, og á undan- förnum árum hafa fariö fram umfangsmiklar rannsóknir á vaxtarhormóninum, i Banda- rikjunum. Arangur þessara rann- sókna er nú aö sjá dagsins ljós: Vaxtarhormón er nú oröiö hægt að framleiða eftir efnafræöiieg- um leiðum, en hann var áöur aö- eins fáanlegur úr látnu fólki. Þetta efni sem verið hefur afar fágætt og dýrt er því aö veröa al- gengt og ódýrt. Arni Þórsson, læknir, segir i samtali viö Helgar- póstinn aö þetta sé nánast byiting i læknisfræöi. Stór hluti lágvaxins ...Og þeir málarinn þekkti, notaöi dverga sem fyrirsætur i sumum mynda sinna. A átjándu og nitjándu öld héldu rússnesku Zararnir óteljandi dverga viö hiröir sinar. Til er frásögn frá 1715 þar sem sagt er frá útför dvergs, og þar sem 20 dvergapör fylgdu honum til graf- ar. Allan þennan tima var litiö á dverga sem furöuleg náttúru- fyrirbæri og fariö meö þá nánast eins og húsdýr. Þeir voru haföir til skemmtunar og þjónustu, en gegndu nánast aldrei ábyrgöar- stööum. Og allan þennan tima voru þeir vinsælt efni i þjóösögur. Til eru frásagnir af heilu dvergaþjóö- félögunum, konungsrikjum neöanjaröar þar sem allt var úr gulli. Dvergar þjóösagnanna eru oftast sætir og góöir og sérlega flinkir. Dvergarnir sjö i ævintýr- inu um Mjallhvít eru þeirra fræg- astir og þeir gefa ágæta mynd af þvi hvernig litið var á dverga öld- um saman. Tumi þumall Þaö var öðru fremur einn maöur, Carles Sherwood Stratton, öðru nafni „General Tom Thumb” eða Tumi Þumall hershöfðingi sem breytti þessari imynd dverga. Hann er áreiðan- lega frægasti dvergur allra tima, og sýndi á siöustu öld almenningi i Bandarikjunum fram á aö dvergar gátu unniö opinber ábyrgöarstörf ekki siöur en aðrir menn. litlu munu Föstudagur 2i. ágúst 1981 hn/rj^rpn^ti irinn og dvergvaxins fólks er þaö vegna skorts á vaxtarhormón og þaö verður i framtiöinni hægt aö lækna fólk af slíku — hreinlega láta fólk stækka eftir þvi sem óskaö er. Dvergum mun þvi fækka verulega. Þórshamar var dverga- smið Dvergvöxtur og risavöxtur er sérkennilegt liffræðilegt fyrir- bæri sem finnst nánast allsstaöar i lifrikinu. Viö heyrum alltaf annaö slagiö um dvergvaxin fol- öld og lömb, og jurtir eru sömu- leiöis til dvergvaxnar. Þetta er þvi ekkert einkamál mannsins. Til eru ævafornar heimildir um dverga, og þeir og risarnir hafa löngum gegnt drjúgu hlutverki i þjóösögum og skáldskap þar sem þeir hafa staðið sem tákn um mannlegan margbreytileika og breyskleika. Jafnvel islendingasögurnar greina frá dvergum. — í Völsungasögu koma þeir t.d. viö sögu, og I Eddu. Ekki má gleyma þvi aö hamar Þórs, var dverga- smiö, og einnig spjót óöins. En dvergar eiga sér sögu jafn- langa öðrum mönnum. Faraóarnir egypsku höföu dverga i hiröum sinum, sem þjóna og skemmtikrafta og hiö sama geröu Ptolemiarnir á eftir þeim. Forn- grikkir höföu annan hátt á, og heimildir um dverga frá timum griska veldisins eru fáar. Róm- verska heimsveldið var hinsveg- ar blómatimi dverga, þvi þá voru þeir i miklum metum hafðir, ef svo má aö oröi komast, einkum sem þiónar og skemmtikraftar. Dvergarnir sjö Litlum sögum fer af dvergum á miðöldum, en með endurreisnar- timanum koma þeir aftur uppá yfirborðiö. Þá vöktu margir dvergar athygli og nokkrir ein- staklingar urðu frægir. Þó þeir væru yfirleitt haföir öörum tii skemmtunar og þvi ekki öfunds- verðir, var stundum fariö vel meö þá — þeir höfðu jafnvel eigin þjóna. Isabella Spánardrottning haföi mikiö dálæti á dvergum og hannaöi hluta hallar sinnar fyrir þá, og mundi eftir tveimur I erföaskránni. Og Velasquez, eftir Guðjón Arngrímsson Hann var fæddur 11. janúar 1838, en þegar hann lenti i klónum á fjölleikahúseigandanum Barn- um var fæðingardegi hans breytt, svo aö þegar hann var sagöur 77 cm hár 18 ára gamall var hann i raun aöeins 12 ára. Hann dó úr heilablóðfalli 15. júli 1883, 45 ára gamali og var þá 102 cm á hæö. Tumi Þumall var þvi allnokkuð frá þvi aö vera minnstur allra. Almennt er talaö um dvergvöxt (karla) ef þeir eru innan viö 150 cm á hæö. Stysti fullþroska maður sem sögur fara af, segir Guinnes heimsmetabókin, var Pauline Musters, Pálina prinsessa, frá Hollandi. Dverg- vöxtur hennar stafaði af þvi að heiladingull hennar framleiddi of litiö af vaxtarhormón og þvi hefði sennilega veriö hægt aö bjarga henni i dag. 59 cm há Pauline fæddist 26. febrúar 1858 og var þá 30 cm löng. Niu ára gömul var hún 55 cm á hæð og að- eins eitt og hálft kiló aö þyngd. Þegar hún var 19 ára var hjarta hennar oröið veilt vegna of- drykkju og hún dó úr lungnabólgu, með heilahimnubólgu 1. mars 1878 i New York. Þótt haldiö væri fram aö hún væri 48 cm á hæð mældist hún 59 cm. Við líkskoðun reyndist hæö hennar nákvæmlega 61 cm (Likaminn lengist dálitið eftir dauöann). Eftir að hún hætti aö lengjast sveiflaöist þyngd hennar frá 3,4 kg i 4 kg og „mál” hennar voru 47,48,43, sem bendir til offitu. önnur stúlka, Caroline Crach- ani, fædd i Parlemó á Sikiley árið 1815, var aðeins 51 cm á hæö þegar hún dó i London árið 1824, 9 ára að aldri. Við fæðinguna var hún 18 cm löng og 450 gr. aö þyngd. Beinagrind hennar, 50,3 cm löng er varðveitt i Hunterian safni konunglega læknaskólans i Lundúnum. Stysti fullvaxta karlmaöurinn á spjöldum sögunnar var Calvin Philips, sem fæddist 14. janúar 1791 í Massachusettes i Banda- rikjunum. Hann var 910 grömm þegar við fæöingu og hætti alveg aö vaxa þegar hann var 5 ára. Nitján ára mældist hann 67 cm hár og 5,4 kg þungur er fötin voru meðtalin. Hann dó tveimur árum siðar i april 1812, úr „progeria”, sem er sjaldgæfur sjúkdómur sem einkennist af dvergvexti og ellihrörnun fyrir timann. i skemmtanaheiminum Minnsti núlifandi dvergur mun vera Nruturam, sem fæddur er á Indlandi fyrir 52 árum. Hann er 71 cm á hæð. En frægasti núlifandi dvergur er ef til vill Mihaly Mes- zaros ungverskur sirkusdvergur, geysivinsæll i Bandarikjunum og á meginlandi Evrópu. Annar frægur dvergur er Henry Villa- veziece, sem leikiö hefur i nokkr- um James Bond kvikmyndum. Margir dvergar hafa einmitt fengiö störf i skemmtanaheimin- um og nánast hver einasti sirkus hefur dverg á sinum snærum. Sumir kynstofnar eru lágvaxn- ari en aðrir, eins og allir vita, og til gamans látum viö fljóta með aö meðalhæð karla Mbuti ætt- flokksins i Afriku er aðeins 137 cm og kvenna 135 cm. (Mbuti teljast lægstir af dvergþjóðflokkum sem á ensku nefnast Pygmies). Bylting í læknisfræði Helgarpósturinn haföi sam- band við Arna V. Þórsson, lækni og spuröi hann um orsakir dverg- vaxtar. „Þaö er nú erfitt að segja frá þvi i stuttu máli”, sagöi Árni. „Astæðurnar eru margvislegar. Þó má kannski nefna tvennt — annarsvegar meöfæddan galla i brjóskfrumum, þar sem vöxtur- inn fer fram. Slikir gallar eru arf- gengir og þeir valda þessum al- genga dvergvexti þegar útlimir vaxa mjög litið, en höfuð og búkur eru eölileg. Hinsvegar má svo nefna truflun á heiladingulsstarf- semi sem veldur skorti á vaxtar- hormóni. Siðan er langur listi af sjúkdómum sem geta valdið smá- um vexti. Af þessu tvennu sem ég nefndi hér áðan er hið siðara ef til vill meira til umræöu um þessar mundir vegna þess aö nú orðiö er hægt aö gera eitthvaö i þvi. Fram til þessa hefur einungis verið hægt að vinna vaxtar- hormón úr heiladinglum látins fólks, eftir krufningu. Það hefur gert þaö að verkum að efnið hefur verið geysilega dýrt og torfáan- legt. Aðeins er hægt að nota vaxtarhormón úr mönnum, ekki dýrum. En það sem viröist vera að valda gjörbyltingu á þessu sviði og hefur komið fram nú á siðustu' tveimur til þremur árum, einkum þó á siöasta ári er að nú er hægt að umbreyta bakterium á þann hátt að þær fara að framleiða vaxtarhormón. Þetta er gert með þvi aö taka með sérstökum efnafræðilegum aðferðum litningsbút sem stjórnar þessari vaxtarhormóns- framleiöslu og skella honum inni litning bakteriunnar. Þá breytist viökomandi bakteria og fer aö framleiða vaxtarhormón. Stækkun eftir pöntun Þessar bakteriur eru siðan ræktaöar upp, þær fjölga sér geysilega hratt og nú virðist svo aö flestir tæknilegir erfiöleikar viö þessa vinnslu hafi verið yfir- stignir. Þetta hefur þá byltingu i för meö sér að nú verður yfir- drifið nóg af efni sem áður var af- ar torfengið. Það gefur svo aftur ýmsa möguleika við rannsóknir á vexti fólks”. — Þýðir þetta að hægt verði að búa til körfuboltalið eftir pöntun- um og að lágvaxnir geti pantað hækkun um kannski svona tiu sentimetra? „Það er kannski ekki alveg svo einfalt. Fólk getur verið smávax- ið þó það hafi nóg af vaxtar- hormón — það er kannski af smáu fólki — smæðin er meðfædd. Þá er frekar ólfklegt að það mundi hækka sem nokkru nemi þó það fengi auka vaxtarhormón. En ég vil ekki segja að það sé útilokað þvi að allar rannsóknir á þessu sviöi hafa verið erfiðar vegna þess hve efnið er torfengiö. Það er ekki útilokað að þetta eigi eftir aö opna einhverjar leiðir sem ekki hafa verið kannaðar. Vonandi eigum við ekki eftir að sjá dvergvöxt af orsökum vaxtarhormónatruflana hjá börn- um framar. Nú þegar eru nokkur börn i slikri vaxtarhormónameð- ferð hér á landi. myndir:Jim Smart Innan skamms hefst efnafræðileg framleiðsia á vaxtarhormón, sem hafa mun í för með sér byltingu í læknisfræðinni Rindili Rindilsson, dvergurinn i síöasta bænum i Michily Meszaros er frægastur núlifandi dverga. dalnum, var eftir hinni klassisku fmynd dvergsins.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.