Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 9
hí=)lrjFirpn<?// irinn Föstudagur 21. ágúst 1981 9 NÆRMYND VILMUNDUR GYLFASON Vilmundur Gylfason hefur flestum mönnum meiri reynslu I þvf að vera milli tann- anna á fólki. Hann er af þekktu fólki, og af honum sjálfum hefur jafnan gustað hressi- lega. En á siðustu vikum hefur hann sjálfsagt slegið sitt persónulega met. Alls staðar — i kaffiboðum, á vinnustöðum, á götum úti og I eldhúsinu — er Vilmundur umræðu- efnið. Og menn eru ekki á eitt sáttir, frekar en fyrri daginn þegar hann er annars- vegar: Er hann „kaldur og yfirvegaður”, eða er hann „farinn á taugum”? svo notuð séu tvö af uppáhaldsorðtækjunum. Vilmundurer ljón, fæddur 7. ágúst 1948. Hann er þvi nýorðinn 33 ára gamall, yngri vafalaust en flestir halda, og nú þegar maður mikillar reynslu. Hann hefur á þessum 33 árum gengið i gegnum meira en flestir reyna á allri lifsleiðinni, þar sem er missir tveggja barna með svipleg- um hætti og náinna tengdaforeldra. Hann var ódæll i æsku, segja vinir hans frá gamalli tið, og kemur vist engum á óvart. „Ég held að enginn sem þekkti Vil- mund á barnsaldri sé hissa á þvi hvar hann er i dag. Hans helstu eiginleikar voru orðnir áberandi strax i æsku”, segir einn félaga hans úr skóla. Vilmundur, sem á tvo bræður, Þorstein (eldri) og Þorvarð (yngri) ólst upp á Aragötunni, sonur Gylfa Þ. Gislasonar og Guðrúnar Vilmundardóttur (Jónssonar, landlæknis). Hannfóri Hagaskólann, eins og önnur börn i Vesturbænum og kynntist þar krökkum sem ennþá eru meðal hans nánustu vina. „Vilmundur var ákaflega lifsglaður og þrekmikill krakki, og lét ekki sitt eftir liggja i prakkarastrikum' þó held ég að kennurum hans hafi ekki þótt hann leiðinlegur, þvi hann var oftast andskotanum skemmtilegri”, sagði þessi vinur hans. Sem dæmi um uppátæki drengsins má nefna að á tánmgsárum rakaði hann af sér háriö uppúr þurru, skildi aðeins eftir smá kamb á hvirflinum. Þetta var á upp- gangsárum bitlaæðisins og þá strax var Vilmundur orðinn vinsælt umræðuefni yf- ir kaffibollum i hverfinu — ráðherrason- urinn sem gengur krúnaður um göturnar. Hann var alltaf framarlega I sinum hópi og tók virkan þátt i félagslifinu. Einn kunningja hans frá þessum tima minnist Vilmundar sérstaklega i sambandi við sjoppuferðir. „Við héngum þá, eins og unglingar hafa löngum gert, i sjoppu við Suðurgötuna, Simmasjoppu, og þar var oft brugðið á leik i prakkaraskap. Vil- mundur var alltaf mjög hugmyndarikur prakkari”. í gagnfræðaskólanum varð Vilmundur foringi ákveðinnar kliku, sem siðar flutti sig um set yfir i Menntaskólann i Reykjavik. Hann var formaður nemenda- ráðs Hagaskóla, og i menntaskólanum lét hann strax til sfn taka. 1 þriðja bekk varð hann formaður bekkjarráðs, i fjórða bekk komst hann i ritnefnd skólablaðsins, i fimmta bekk ritstjóri skólablaðsins og i sjötta bekk formaður skóiafélagsins — in- spector scolae. Þetta vesturbæjargengi hélt mjög hóp- inn i menntaskóla. „Við röltum oft saman niður i bæ á þessum árum”, sagði einn úr hópnum, „og töldum okkur ansi merki- lega”. I þessari klfku voru Vilmundur og Hrafn Gunnlaugsson helstu foringjarnir, en auk þeirra voru i henni Guðbjartur heitinn Ólafsson (sonur Ölafs Jóhannes- sonar) Ingólfur Margeirsson, blaða- maður, örn Þorláksson, kaupmaður, Halldór Halldórsson, fréttamaður, Pétur Gunnarsson rithöfundur og Þórarinn Eld- járn skáld — og fleiri voru viðloðandi. Vilmundur hellti sér strax úti félagslif- ið. Þessi Hagaskólaklika var valda- gráðug, og á hverju ári var lagt i harða kosningabaráttu til að koma sinu fólki að. Vilmundur var jafnan fremstur i flokki. „Það hefur reyndar verið eitt af einkenn- um Vilmundar i gegnum tiðina”, sagði einn skólafélaga hans, „hann hefur alltaf þurft að vera númer eitt”. Það tókst honum i menntaskóla þegar hann var kosinn formaður skólafélagsins, eftir hatramma kosningabaráttu þar sem Hrafn Gunnlaugsson var kosningastjóri hans. En Vilmundur kom viðar við. Hann orti mikið i menntaskóla, og var rómantiskur. „Ég get nefnt þér ágætt dæmi um dugnaö Vilmundar, i tengslum við kveðskapinn”, sagði einn úr Haga- skólaklikunni góðu. „Hann stóö ásamt öðrum að útgáfu rits sem hét Mennta- skólaljóð. Slik rit eru oft gefin út i menntaskólum, en þetta var ekkert venjuleg úgáfa. Vilmundur, þá 17 eöa 18 ára menntaskólastrákur gerði sér ferð uppá Gljúfrastein og fékk sjálft Nóbels- skáldið til að skrifa i ritið formála”. Á þessum árum drógust Vilmundur og Valgerður Bjarnadóttir (Benediktssonar) að hvort öðru, og sá samdráttur leiddi að lokum til hjónabands. Þegar Vilmundur er sjálfur spurður um Menntaskólaárin stendur ekki á svörum: „Skemmtileg”, segir hann. „Vegna þess að i fyrsta lagi hélt ég að ég væri skáld og það er afskaplega þægileg tilfinning. 1 öðru lagi bar kvensemin ávöxt. Þetta var að öllu leyti skemmtilegur timi. Ég eign- aðist þarna marga góða vini, sem ég á ennþá að”. Vilmundur var eins og komiö hefur fram virkur i félagslifi og alltaf til i sprell. Hann var hinsvegar ekkert sérstakur nemandi. „Vilmundur var og er vei gefinn, en hann sinnti ekki bókinni mikið. Einkunnir hans voru ekkert fyrir for- eldrana að sýna I afmælisboðum. En ein- hvernveginn skrölti hann i gegnum þetta altsaman”. Eftir stúdentinn hvarf Vilmundur af landi brott. Hann fór til Bretlands að læra sagnfræði, las til BA prófs i Manchester i þrjú ár, og siðan til mastersgráðu i Exet- er I tvöár. Sem sagnfræðingur hefur hann lagt áherslu á nútimasögu, og er vel heima i þvi sem gerst hefur eftir frönsku byltinguna. Það var með hann eins og flesta þá sem fara útan til náms — hann hvarf i bili. Alltaf kom hann þó heim á sumrin og vann þá á fréttastofu útvarps. Hann var hugmyndarlkur fréttamaður og á frétta- stofunni er hann ásamt Arna Gunnars- syni, talinn upphafsmaður simaviðtalana, sem nú eru mikið notuð. Samtimis sá hann um annarskonar út- varpsþætti, heldur lýriska stemm- ingaþætti, sem báru yfirskriftir eins og „Haust” og „Sumar”. Þar kom fram önnur hlið á manninum, en sú sem snýr fram i pólitisku starfi. Allir vinir hans eru sammála um að hann sé afskaplega tilfinninganæmur og rómantiskur maður. „Hann er sagnfræðingur og listamaður og það mótar hans starf meira en flestir halda”, sagði t.d. Bjarni P. Magnússon, gamali félagi og samstarfsmaður Vil- mundar innan Alþýöuflokksins. Eftir að hann kom heini frá Bretlandi 1973 fór hann að kenna við MR og stunda þá fréttamennsku sem gerði hann þjóð- kunna. Fram aö þeim tima voru viðtöl, sérstaklega i útvarpi og sjónvarpi, heldur værðarleg samtöl. Vilmundur gekk i skrokk á mönnum, og þjóðin horföi nánast forviöa á, þegar hann tók að beina spjót- um sinum að t.d. Baldri Möller og Jóni Sólnes. Þótt Vilmundur sé sonur fyrrverandi formanns Alþýöuflokksins starfaði hann litið fyrir flokkinn fyrr en nokkru eftir að hann kom heim frá námi. Hann var spurður af hverju. „Ég hafði framan af engan áhuga á þvi. Ég var i kennslu og fréttamennsku. Svo tók ég sæti á Vest- fjörðum i kosningunum vorið ’74 og hafði gaman af. Siðan hef ég verið viðloðandi þetta. Það var mestan part fyrir áeggjan Benedikts Gröndal að ég flæktist inn i Alþýðuflokkinn. Benedikt lagði mikið uppúr þvi að fá til starfa með sér ólikar týpur, enda er manni með minar hug- myndir og með mina skaphöfn ekki vært i flokki, nema undir verndarvæng sliks manns. Hann vildi hafa þetta svona, enda varði ég hann ákaft. Við það lenti ég uppá kant við marga i flokknum”. Flestir kannast við feril Vilmundar frá þvi i kosningunum 1978. Enginn vafi leik- ur á þvi að það var fyrst og fremst hann og störf hans sem sköpuðu sigur flokksins i þeim kosningum. Það var einn mesti sig- ur stjórnmálaflokks i kosningum hér á landi, og tvimælalaust einn allra stærsti sigur einstaklings á pólitiska sviðinu. Þaö var hápunkturinn. Eftir kosning- arnar varð hann „bara” einn af þing- mönnum flokksins. Sighvatur var kjörinn. þingflokksformaður og Vilmundur fékk ekki nemá meðalskammt af trúnaðar- stöðum. Og ekki fékk hann ráðherrastöðu i rikisstjórninni sem mynduð var eftir kosningar. Ætla má að Vilmundi hafi þótt hann bera minna úr býtum en honum bar, og aö þetta hafi valdið honum vonbrigð- um, ekki siður en áhangendum hans. Á flokksþingi Alþýöuflokksins siðast liðið haust féll hann.ennfremur fyrir Magnúsi H. Magnússyni i kosningu um varafor- manninn, og nú eftir deilurnar um Alþýðublaðið virðist hann orðið æði ein- angraður i flokknum. Vilmundur er Vilmundur segja vinir hans. Hann er sá sami I einkalifinu og þvi opinbera. Tilfinninganæmur, list- hneigður, rómantiskur, örlátur, og afskaplega skemmtiiegur drykkjufélagi. „Hann er ráðrikur, að vissu leyti eigin- gjarn, prinsipfastur, en ágætis félagi”, sagði Bjarni P. Magnússon. „Það er gott að vinna með honum, hann er afskaplega duglegur, og getur I rauninni ekkert aumt séð”. Otkoma Nýs lands er ágætt dæmi um hverskonar hamhleypa Vilmundur er til vinnu. Við hér á Helgarpóstinum höfum fyigst með honum i návigi uppá siðkastið, og getum skrifað undir það sem vinir hans segja — maðurinn afkastar á við fimm menn, þegar hann er I stuði. Og við getum lika skrifað undir þaö sem Orn Þorláks- son, gamall kunningi hans segir: „Mót- lætið eflir Vilmund. Það eykur hans starfsorku og auðgar hugmyndaflugið. A slikum tfmum stöðvar hann enginn”. Annar félagi hans sagöi: „Hinsvegar sést hann ekki alltaf fyrir. Hann er einum of ör, og vill þá verða fijótfær. En krafturinn og energiið sem maðurinn hefur er með ólikindum. Hann er eins og púkinn á fjós- bitanum að þvi leyti aö þvi meira sem gengur á, þeim mun betur vinnur hann. Hann nýtur þess að standa i stórræðum, að láta stjórnast af tilfinningum ekki siður en kaldri skynsemi.” En hvernig stjórnmálamaður er Vil- mundur Gylfason: Jón Baldvin Hannibalsson Alþýðublaðs- ritstjóri segir um þetta: „Vilmundur er fyrst og siðast áróðursmaður. Hann litur á sig sem sérfræðing i almenningsáliti og fjölmiðlafræðum, og pólitiskum geðs- hræringum. Hann hefur sjálfur lýst þvi yfir að hann sé arkitekt hins mikla kosn- ingasigurs Alþýðuflokksins 1978. Orðið arkitekt gefur til kynna hönnun, áætlana- gerð og skipulagningu. Þetta var ekki það. Þetta var blaöamennska Vilmundar sem á yfirborðinu hét rannsóknarblaða- mennska, en var kannski ekki óiik ann- arri gamalli blaöamennsku, sem byggöist á purrkunarleysi og kjaftforum stil. Kringumstæðurnar voru hjálplegar — þetta vakti athygli. En svona er ekki hægt nema einu sinni. Eftirmáiin sýna hvernig haldið var á málum. Vilmundur reis ekki undir þessu. Sem þingmaður er hann algjörlega mislukkaður, og þegar á reynir nýtur hann ekki trausts samstarfsmanna sinna. Vilmundur er ekki pólitiskur leiðtogi. Hann leggur ekki fram neinar linur og leysir ekki vandamál. Hann er heldur vanstilltur, skaprikur og metnaðargjarn pólitiskur áróðursmaður. Hann vantar sjálfsaga og þrek lang- hlauparans, hann er pólitiskur sprett- hlaupari. En kostirnir og gallarnir, sem báðir eru ærnir, valda þvi aö hann á auðvelt með að vekja um sig umtal — að virkja i kringum sig áhugamannahóp,” segir Jón Baldvin. Og Einar Karl Haraldsson Þjóðviljarit- stjóri segir: „Hann er mikill baráttu- maður, og hefur lengi verið „enfant terr- ible” i stjórnmálunum hér á landi. Hann leggur sig fram i sinu starfi við að höfða beint til fjöldans, hann vinnur ekki i gegnum skipulagðar hreyfingar. Ég get sagt honum það til lasts að mér finnst bera dálítið of mikið á lýðskrumi i hans háttalagi. Hann temur sér miklar einfald- anir, reynir að finna uppá vinsælum slag- orðum. Þessi leikur Vilmundar núna siðustu vikurnar er að minu viti þáttur i valda- spili, þar sem hann leikur mjög fimlega á fjölmiðla. Ég þykist vita og miða þá við fyrri afskipti Vilmundar af verkalýðs- málum, að þessi barátta hefur ekki sem lokatakmark betri kjör verkalýðnum til handa, heidur býr þar póiitiskt spil að baki”. Ellert Schram ritstjóri á Visir segir: „Einkenni Vilmundar sem stjórnmála- manns er dirfska og hressileiki, en einnig fljótfærni og gusugangur. Vilmundur kom inn 1 stjórnmál sem nýr maður, með nýjar hugmyndir, og hafði augljós áhrif á alla stjórnmálaumræðu i iandinu, og jafnvel kosningar. En blaðran sprakk, ef svo má að orði komast, þetta hafði ekki áhrif til aukins fylgis Alþýðuflokksins þegar til lengri tima dró. Enda þarf ótrúlegt úthald til að keyra lengi I fjórða gir, og mikla lagni til að taka beygjur I fjórða gír”. Þegar Vilmundur var sjálfur spurður um stöðu hans i Alþýðuflokknum var svarið stutt og laggott: „Ég pæli ekki I þvi. Við höfum verið önnum kafnir hérna að undanförnu, ég hef alltof mikið að gera til að velta fyrir mér stöðu minni innan þessarar þrjátiu manna fjöldahreyfingar sem Alþýðuflokkurinn er”, sagði hann. Pólitisk framtiö Vilmundar Gylfasonar er gjörsamlega óútreiknanleg. Hann virðist nú einangraður I Alþýðuflokknum og talar eins og honum sé sama. „Ég hugsa ekki um framtiðina”, segir hann. „Ég er maður tilfinninga augnabitiksins. Þær tilfinningar segja mér að við séum á réttri leið. Ég get fúslega játað að dæmið hefur ekki verið reiknaö til hlitar. Ég stend i þessari blaðaútgáfu sem ljóöskáld, fremur sem stærðfræðingur”. Vist er aö Vilmundur er alltof kraftmik- ill maður til að setjast i helgan stein, 33 ára gamall. Það á eftir að heyrast i honum áfram. Meö hvaða hætti veröur timinn að leiða i ljós. Nú er hann önnum kafinn við nýja blaðiö — Nýtt land, en með hugann hjá nýju barni — myndarlegum syni sem þeim hjónum Vilmundi og Völu fæddist á þriðjudagskvöldið. Þetta nálgast þvi að vera tviburafæðing hjá Vil- mundi — Nýtt land og nýr sonur, og hæfir vel svo stórtækum manni sem Vilmundur óneitanlega er. eftir Guðjón Arngrimsson mynd: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.