Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 10
10 Fostudagur 2i. ágúst 1981 hp/rjnrpn^ti irinn eftir Guðlaug Bergmunds- son Ferskeytlan er Frónbúans, fvrsta o.s.f rv., segir i fleygri visu, sem allirkunna, þar sem veriö er að guma af skáldskapargáfum landans. Þeir eru líka ófáir mennirnir, sem hér á landi titla sig rithöfunda, auk hins mikla fjölda af nvjum pennum, sem geysist fram á ritvöllinn á ári hverju. AUir vita, aö islenskir rithöfundar búa ekki vift nein sældarkjör, en sú staöreynd virðist ekki aftra mönnum frá þvl að glima við ritlistina. Helgarpósturinn hafði sam- band við nokkrar af stærri bóka- útgáfum höfuðborgarinnar.og út- varpið, sem er mikilvægur vett- vangur f vrir islenskan skáldskap, Mikil gróska í ritstörfum íslendinga: myndir Jim Smart Bjarnason sögðu, að hjá þeim væru yngri höfundar meira áber- andi. Allir.viðmælendur okkar voru á einu máli um það að karlar væru i meirihluta en hins vegar færi hlutur kvenna stöðugt vaxandi, eins og raunar bókaútgáfa siðustu ára ber vitni um. Forleggjendur voru þá spurðir hvort mikill munur væri á efni þvi, sem konur annars vegar og karlar hins vegar fjölluðu um i sinum skrifum. „Það greinir maður ekki”, svaraði Steinar J. Lúðviksson. „Ef hægt er að greina einhvern mun, þá eru handrit frá konum yfirleitt betur unnin. Það er betur frá þeim gengið og þau eru snyrtilegri, en þá er efnið látið liggja milli hluta.” Jóhann Páll Valdimarsson sagði, að hinar svokölluðu kvennabókmenntir hafi verið mjög áberandi bókmenntagrein á undanförnum árum. Konur hafi myndir: Jim Smart Margir kallaðir — fáir útvaldir og voru allir sammála um að til þeirra bærist mikið af handritum, allt upp i f jögur eöa fleiri handrit eða tillögur að útgáfu á verki I viku hverri. Þetta á við um frum- sámin islensk verk, en jafnframt berst alltaf töluvert af tillögum um þyðingar á erlendum bókum. Það eru þá einstaklingar, sem taka það upp hjá sjálfum sér að þýða einhverja bók, og koma með handritið til útgefanda. Hjörtur Pálsson hjá útvarpinu sagði þó, að það væri frekar fátitt, að rit- höfundar byðu útvarpinu skáld- sögu til frumflutnings. öllu meira væri um að þeir kæmu þegar bók- in hefur verið gefin út hjá ein- hverju forlaganna, og vildu fá hana lesna. Utvarpsmenn væru hins vegar ekkert spenntir fyrir fyrir þvi. En það er með þaö að vera rit- höfundur, eins og svo margt annað, að þar eru margir kallaðir, en öllu færri útvaldir. Forlagsmenn voru spurðir að þvi, hvort þeir visuöu mörgum hand- ritum frá sér alfariö. „Já, þau eru geysilega mörg”, sagði Jóhann Páll Valdimarsson hjá Iðunni. Og bætti þvi við, að þeir hugsuðu ekkert nánar út i meirihlutann af þeim handritum eða hugmyndum, sem fyrir þá væru lögö. „Okkur finnst ekkert vit i þeim, og höfum engan áhuga á þvi að gef a þau út. Það er ótrú- legt hvaða dellu fólk ber á borð fyrir mann”, sagði Jóhann Páll. Þuriður Baxter hjá Máli og Menningu sagði, að það væri Hjörtur Pálsson, útvarpinu. nokkuð um það, að handritum væri visað frá, bæði vegna þess, að þau stæðust ekki kröfur, og að þau pössuðu ekki inn i útgáfu- áætlunina. Þá sagði hún, að það kæmi fyrir, aö útgáf an treysti sér ekki til að gefa handrit út eitt árið, en vildi gera það á þvi næsta. Hins vegar væri höfundur- inn kannski ekki tilbúinn til að biða og færi meö handrit sitt annað. Brynjólfur Bjarnason hjá Almenna bókafélaginu hafði svipaða sögu að segja og Þuriður varðandi útgáfuáætlun forlagsins og handrit, sem ekki stæðust gæðamat. Forleggjendur eru þó ekki alvondir. Ef eitthvert handrit er gott að mörgu leyti, án þess þó að standast fyllilega gæöakröfur, eins og þær eru hjá hverjum út- gefanda, er það orðið mjög algengt, að höfundur fær tækifæri til að gera lagfæringar á verki sinu. Eöa eins og Steinar J. Lúð- viksson hjá Erni og örlygi segir: „Það er alls ekki óalgengt, að við gerum athugasemdir við handritið og ræðum þær við höf- undinn. Stundum fellst hann á þær, en stundum heldur hann við sitt, og það getur jafnvel greint á milli hvort til útgáfu kemur eða ekki. Við ræðum lika oft við höfunda, þó við teljum okkur ekki getað gefið handrit þeirra út. Við segjum af hverju við getum ekki gefiö þaö út, og hvaö þurfi aö gera til að gera betra handrit.” „Það kemur fyrir, og jafnvel Jóhann Páll Valdimarsson, Ið- unni. handrit, sem búið er að samþykkja”, sagði Þuriður Baxter, þegar hún var spurð hvort Mál og Menning færi stimd- um fram á það við höfunda, að þeir lagfærðu handrit sin. „Ég held að það hafi yfirleitt gengið mjög vel, og sérstaklega undir þeim kringumstæðum, þegar menn vita að það á að gefa út verkin eftir þá, þá eru þeir yfir- leitt samvinnufúsir. Og ég held, að það græði allir á þvi”, sagði ^Þuriður. „Ef okkur finnst vera bjórar i verkinu, en samt ekki nógu vel unnið, þá gerum við oft tillögur um að viðkomandi taki þetta handrit aftur og vinni það betur, og við bendum á það, sem okkur finnst að betur megi fara. Það getur kannski leitt til þess, að þetta handrit kemur til okkar aft- ur og er siðan gefið út. Hér á árum áður var það þannig, að annað hvort tók útgefandinn handritiö eða ekki, en við reynum núna að vera heldur meira leiðbeinandi”, sagöi Jóhann Páll Valdimarsson. Bögubósar og snillingar. Það virðist þvi nokkuð ljóst, að gæöi þeirra handrita, sem menn reyna að fá birt eftir sig, eru ærið misjöfn, og svo notuð séu orð Hjartar Pálssonar: „Þaö koma hingað stöku sinn- um ágætir höfundar með efni, en það eru likar margir bögubósar, sem tdja sig vera stórsnillinga og bjóða okkur efni, þó okkur þyki þaö nú ekki allt jafn merkilegt”. Hvað er það þá, sem fólk er að skrifa um i öllum þessum fjölda handrita, sem berst til útgefenda á hverju ári? Brynjólfur Bjarnason hjá Al- menna bókafélaginu sagðiað það sem siðasti áratugur hafi ein- kennst af, séu skáldsögur ungra höfunda, sem kalla mætti lifs- reynslusögur, eða skrásetningu á lifsreynslu með skáldsöguivafi, en það kæmi til með að vera ákveðið timabil i skáldsagnasögu tslendinga, að hans mati. „Mér finnst hafa dregiö úr þessu á siöustu tveimur árum”, sagði hann. „Ég myndi halda, aö gullaldartimi þessa hafi verið einhvers staðar á bilinu 1975—78. Þá koma fram ýmsir af þessum höfundum, eins og Pétur Gunnarsson, Auður Haralds, Magnea J. Matthiasdóttir og fleiri. Það hefur verið minna um þetta i þeim handritum, sem við höfum fengiö, og menn farnir að snúa sér að öðru visi skáldsögum. Ég hef ákveðna trú á þvi, að rómantikin eigi eitthvert timabil framundan á þessari öld”. Þá sagði Brynjólfur, að hann hefði það á tilfinningunni, að smásagan væri að vinna sér sess aítur, eftir erfitt timabil. Aðrir viðmælendur okkar voru sammála um það, að ekkert ákveðið tema væri þessum höf- undum hugleiknara en annað. Fólk skrifaði um allt milli himins og jarðar. Efnið og efnistök væru jafn ólik og fólkiö, sem kæmi með handritin. Þó sagði Steinar J. Lúðviksson hjá Erni og örlygi, að það væri mjög áberandi hvað það greindist eftir aldri viðkomandi. Eldra fólkið sækti yrkisefni sitt meira i gamla timann, en yngra fólkið hins vegar afgerandi i nú- tiðina. Björt framtíð Talandi um aldur þessara höfunda, sagði Steinar að þeir væru á öllum aldri, en sér virtist þó, aö stærstihópurinn væri fólk á aldrinum 40-60 ára. Þuriður Baxter sagði, að höfundar þeirra handrita, sem bærust til Máls og Menningar, væru á öllum aldri, hins vegar væru ljóðahandritin eftir yngra fólk. Jóhann Páll Valdimarsson og Brynjólfur Steinar J. Lúðviksson, Erni og örlygi. þar skrifað um sina eigin reynslu og sin hjartans mál, sem ekki hafi verið fjallað um áður i bók- menntunum. Hvað segja menn þá um fram- tið Islenskra bókmennta með hliðsjón af þeim handritum. sem berast til þeirra? „Ég ber ekki neinn sérstakan kviða fyrir islenskum bók- menntum, aö öðru leyti en þvi, að óneitanlega eru margir aðrir miðlar farnir að keppa við bókina. Ég hef þá skoðun, að svo fremi, sem einstaklingurinn i þjóðfélaginu er reiöubúinn að leggja sig frain við lestur á bók, eða verki, þvi hann þarf að gefa dálitið af sjálf um sér, og ef það er einhvers metið, þá haldi bókin velli”, sagði Brynjólfur Bjarna- son. Þuriður Baxter sagöi, að fram- tiðin væri tvimælalaust hversu góða lesendur viö kæmum til með að eiga eftir nokkur ár. „Þessi hæfileiki og þessi þörf viröast ekki siður vera fyrir hendi nú en áöur, og ef eitthvað er, þá heldég að þaö sé meiri gróska nú, kannski vegna þess að timar okkar eru þannig, aö menn finna hjá sér þörf að skilgreina þá á einn eða annan hátt”, sagði Þuriður. Jóhann Páll Valdimarsson og Steinar J. Lúðviksson voru einnig sammála þvi, að engin ástæöa væri til aö kviöa framtið islenskra bókmennta, þvi mikið af hæfi- leikamiklu fólki fengist við að skrifa. Brynjólfur Bjarnason, Almenna bókafélaginu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.