Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 21. ágúst 1981 holrjF^rpn^tl irinn Tveir ræningjar Lystræninginn 18. hefti, 5. árg. 4. blaö. Júll 1981 Ritstjúrn: ólafur Ormsson, Vernharöur Linnet, Þorsteinn Marelsson. <Jtg.: Lystræninginn. 36 bls. Lostafulli ræninginn 2. 1. heftí, 2. árg. Ritstjóri Vernharöur Linnet. Eitt ljóö ber af öörum i þessu hefti og er þaö eftir hina ungu og efnilegu skáldkonu Bergþóru Ingólfsdóttur. Þetta Ijóö heitir kona og er boriö uppi af næm- leika og einlægni ásamt sterkri byggingu og öguöu valdi á skáldmáli. Læt ég hér fylgja upphaf þess: titg.: Lystræninginn 1981. 80 bls. Lystræningjaútgáfan hefur veriö athafnasöm undanfarin ár, þó ekki veröi þvi neitaö að skrykkjótt hafi gengið stundum. Lystræningjanum hafa þeir félagarhaldiö úti i rúm fimm ár og er þaö útaf fyrir sig þrek- virki, þó aö efnið hafi veriö æöi misjafnt. Þaö má heita undar- legt að i öllu þvi flóöi sérrita sem eru á markaöi hér og þrátt fyrir stóraukna velmegun þjóö- félagsins siöustu áratugi skuli ekki hafa veriö unnt að halda úti reglulega bókmenntatimariti meö vönduöu og fjölbreyttu innihaldi. Skýringin er einfald- lega sú að þeir sem hafa völd á fjármagni i þessu landi hafa yfirleitt taliö þvi betur varið til annarra hluta en aö efla menn- ingu i landinu. Enda búa skap- andi listgreinar við dæmafátt fjársvelti, sem er þjóöinni og ráöamönnum hennar til hábor- innar skammar. Þvf þrátt fyrir alla velmegun, tækni og verk- legar framkvæmdir, er þaö fyrst og fremst fjölbreytt og öflug menningarstarfsemi sem gerir lifiö bærilegt. Þaö er einnig framlag hverrar kyn- slóðar til menningarinnar sem framtiöin metur þegar um siöir gert er upp hvaö afrekað hefur veriö á hverjum tima. Félagarnir sem standa að út- gáfu Lystræningjans hafa sýnt ótrúlegt þrek viö aö halda útgáf- unni áfram. Einkum hafa þeir reynt aö fylgjast meö þvi sem nýtt er aö gerast i bók- menntunum og veriö vett- vangur ungra höfunda. Ef þetta er ekki framtak sem vert er aö styrkja þá veit ég ekki hvaö er þess viröi. Lystræningjaútgáfan hefur einnig gefið út nokkrar bækur á umliönum árum, bæöi þýddar og frumsamdar og hafa flestar þeirra verið ljóð ungra skálda (og eldri reyndar lika). Nú siöast hafa þeir hafiö útgáfu timarits meö erotiskum textum og haft forgöngu um útgáfu nýs tónlistartfmarits. Sá listræni I þessu siöasta hefti Lystræn- ingjans er meginuppistaöan Ijóð eftir ung skáld. Eru það ekki færri en ellefu höfundar sem eiga þar ljóð. Þar eru mest áberandi höfundar úr þeim hópi yngstu skáldakynslóöarinnar sem kennir sig viö súrrealisma. í þeim hópi eru Sjón, Ólafur Engilbertsson, Matthias Siguröur Matthiasson og Þór Eldon. Heldur finnst mér skáld- skapur þeirra óburöugur, leikur meö orö og hugmyndir án þess aö mikil hugsun eöa markmiö liggi aö baki, sem veldur þvl aö myndirnar, sem oft sýna tölu- vert hugarflug, eru eins og i lausu lofti. Þorsteinn Bjarnason viröist vita svolitiö betur hvaö hann er aö gera, en honum hættir til aö klúöra meö oröin sem hann notar. Bjarni Bernharður á tvö ljóö i heftinu og eru þau þaö skásta sem ég hef séö eftir hann. Sigmundur Ernir Rúnarsson á eitt ljóö i heftinu sem er býsna sterkt og meö vel geröum myndum. En hann fellur I þá freistni margra ungra skálda aö ofskýra ljóöiö og láta þaö fá predikunartón meö tilgeröar- legu stefi i lok hvers erindis. Sem kona get ég gert ljóöi minu skil stigið inn fyrir dyr lifvefsins veriö umlukt ónafngreindum veggjum veriö þó um leiö fjarlæg þeim átt óveru I myrkri. Sem kona get ég difiö væng minum i undirvitundina fært mig úr einkennd minni meö bljúgri Ijóörænu nálgast tungumál kynjanna náö að brúa hlutlægt gerfi oröanna sökum vegakerfis konunnar Auk ljóöanna eru tvær smásögur í Lystræningjanum, eftir Jón frá Pálmholti og Eirik Brynjólfsson. Einnig er þar frásögn eftir Gisla T. Guðmundsson um vinnu i grjót- námi 1943. Einnig eru þar tvö lög eftir Askel Másson. I þessu hefti Lystræingjans er boöað aö þetta sé siðasta heftiö i bili a.m.k. meö sama sniöi og verið hefur og að næstu tvö hefti fjalli um leikhúsmál og verði ritsýrt „af ungu og hressu leik- húsfólki”. Veröur spennandi aö sjá hvernig til tekst. Sá lostafulli 1 fyrsta hefti Lostafulla ræningjans er útgáfunni fylgt úr hlaði meö þeim oröum aö hún sé til komin vegna skorts á vönduðum erotiskum textum meö bókmenntalegu gildi til að keppa viö klámiönaöinn og sjoppubókmenntirnar. Þetta má svo sem til sanns vegar færa þó aö ég hafi ekki orðið var viö aö þessi þörf hafi veriö sérlega brýn eöa knýjandi. Ég held aö þeirsemlesa klám og sjoppubók- menntir sér til afþreyingar láti sér i léttu rúmi liggja listrænt gildi texta, þaö er allt annaö sem þeir eru aö sækjast eftir. Hinsvegar má þaö vel vera aö siöbótarviöleitni á þessum væng bókmenntanna þjóni ein- hverjum tilgangi, öörum en aö rétta viö fjárhag Lystræningja- útgáfunnar, sem mér finnst i sjálfu sér nægur tilgangur. Þessi tvö hefti Lostafulla ræningjans eru tiltölulega meinlaus og jafnvel skemmtileg á köflum, eins og til dæmis ágæt saga Eyvindar Eirikssonar og sögur úr Þúsund og einni nótt og fleiri austurlenskar sögur frá miðöldum. Hinsvegar finnst mér vafasamara aö birta glefsur úr verkum Henry Miller og fleiri höfunda þar sem kafl- Myndin Sólartréö eftir Jens Krist’.eifsson prýöir forslðu Lystræ ni ngjans. Kjarvalsstaöavetur: Þórður Ben snýr aftur og sýnir í nóvember Myndskrey ting eftir Pablo Picasso er birt meö bráö- skemmtilegri sögu Eyvindar Eirikssonar, tír ævisögu Jóns Pokamanns i Lostafulla ræn- ingjanum. arnir eru rifnir úr sinu rétta samhengi. Þaö er svo annaö mál sem þarfnast rækilegrar umfjöll- unar og rannsóknar, að gera grein fyrir innrás alþjóölegs klámiönaöar og ofbeldis til Islands i gegnum þjófafyrir- tækin sem kölluö eru videóþjónustur og eru aö pranga efni sinu inná blásak- laust fólk, börn og unglinga i f jölbýlishúsahverfum höfuð- borgarsvæðisins. G.Ast. „Starfsemin veröur meö svip- uöu sniöi og áöur. Viö leigjum út vestursalinn, en I Kjarvalssal verða yfirleitt myndir eftir Kjar- val”, sagöi Þóra Kristjánsdóttir listráöunautur Kjarvalsstaöa, þegar Helgarpósturinn spuröi hana um starfsemina næsta vet- ur. Þóra sagði, aö talsvert mikill áhugi væri fyrir sýningum húss- ins, og heföi aösókn aö sumarsýn- ingunni veriö góö, Ekki sagöi hún aö bryddaö yrði upp á ný- mælum I starfseminni, heldur yröi reynt aö nýta hvern krók og kima. En húsiö er i stórum drátt- um bókaö fram á voriö 1983. Þegar sumarsýningunni lýkur, tekur hin heföbundna Septem sýning viö i vestursal, en Septem hópinn skipa sjö listamenn, Val- týr Pétursson, Kristján Daviös- son, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Þorvaldur Skúla- son, Guðmunda Andrésdóttir og Sigurjón Ólafsson. Þaö hefur siö- an veriö siöur sjömenninganna aö bjóöa öörum listamönnum aö sýna meö. A sama tima verður Asa ólafsdóttir meö textílsýningu á göngum og Hallsteinn Sigurös- son sýnir skúlptúra á göngum og úti viö. 1 lok september kemur svo Haustsýning FIM, en þær hafa alltaf vakið mikla athygli og menn ekki verið á eitt sáttir um ágæti þeirra. Samtlmis veröur bókavika á Kjarvalsstööum á vegum rithöfunda, bókaútgef- enda, bókavarða o.fl. Veröur þar bæði kynning og sýning á bókum. Konráö Axelsson mun i sam- vinnu viö franska sendiráöiö standa fyrir sýningu á franskri grafik, og veröa þar m.a. verk eftir meistarana Picasso og Chagall. Þá veröur skóli Heimilisiönaöarfélagsins meö sýningu á verkum nemenda sinna. Verður þar m.a. dúka- saumur og vefnaöur. Þóröur Ben Sveinsson hefur lengi búiö og starfaö erlendis og m.a. I Þýskalandi. Hann er nú væntanlegur heim til sýningar- og fyrirlestrahalds. Sýning hans verður i vestursal Kjarvalsstaöa i nóvember. Verður án efa mjög forvitnilegt aö sjá hana og heyra. Haukur Clausen tannlæknir er liklega þekktastur i augum al- mennings sem annar hinna fræki- legu Clausen bræöra, sem geröu Iþróttagaröinn frægan hér á árum áður. Haukur hefur hins vegar málaö mikið i fristundum 'og ætl- ar hann aö sýna afrakstur þessar- ar iöju sinnar i desember. Ýmislegt annaö veröur á boð- stólum á Kjarvalsstööum i vetur og næsta vor. Von er á Thorvald- sen sýningu frá Danmörku i april, ráögert er aö halda listahátið grunnskóla i páskavikunni og I mars verður leikbrúöuvika, þar sem ekki er útilokaö aö veröi út- lendir gestir. Mikill fjöldi íslenskra tónverka á komandi tónlistarvertfð Timabil tónleikahalds fer senn að hefjast i Reykjavik og er ekki aö efa aö mikil gróska veröur I tónlistarlifi borgarinnar á vetri komanda, eins og undanfarna vetur. Helgarpósturinn haföi samband viö þrjá tónleikahald- ara og veröur greint frá þvl helsta, sem þeir ætla aö bjóöa tónlistarunnendum. Fyrst skal nefna Sinfónlu- hljómsveit tslands, en áskriftar- tónleikar hennar veröa tuttugu talsins, og hefjast þeir fyrstu þann 8. október. Aðalstjórnandi sveitarinnar verður eins og und- anfariö Frakkinn Jean-Pierre Jacquillat og mun hann veifa sprotanum tiu sinnum. Aörir stjórnendur eru okkur aö góöu kunnir, eins og PállP. Pálsson og Gilbert Levin. Þá mun annar Is- lendingur stjórna hljómsveitinni i vetur, og það I fyrsta sinn á tón- leikum. Það er Guðmundur Em- iisson, sem undanfarin ár hefur verið viö nám i hljómsveitar- stjórn I Bandarikjunum. Or þvi veriö er að tala um Is- lendinga, þá koma þeir all nokkuö viö sögu, bæði sem einleikarar og höfundar verka á efnisskránni. A fyrstu tónleikunum leikur Manu- da Wiesler einleik, og fluttur veröur hátiðarforleikur eftir Pál Isólfsson. Aörir Islenskir einleik- arar eru Anna Málfriöur Sigurö- ardóttir, Einar Jóhannesson, sem leikur klarinettukonsert eftir As- kel Másson, Gisli Magnússon, Einar G. Sveinbjörnsson, Gunnar Kvaran, Kristján Þ. Stephensen, sem leikur nýjan óbókonsert eftir Leif Þórarinsson. Þetta er frum- flutningur konsertsins I þvi formi, sem hann er. Hafliði Hallgrims- son leikur einleik I nýju verki fyr- ir selló og hljómsveit eftir Þorkel Sigurbjörnsson. A sömu tónleik- um er flutt verk eftir Magnús Blöndal Jóhannsson og stjórnandi er Guömundur Emilsson. Halldór Haraldsson leikur einleik I pianó- konsert eftir Ravel á frönsku kvöldi næsta vor. önnur islensk tónskáld sem eiga verk á efnis- skrá Sinfóniunnar eru Jón As- geirsson, en verk hans er svita úr ballettinum Blindisleik, Hall- grlmur Helgason á sinfónlu, Jón Nordal á verk, sem heitir Canto elegiaco, Karóllna Eirlksdóttir og slöast en ekki sist Jón Þórarins- son, og verður f lutt eftir hann nýtt verk, sem enn hefur ekki hlotið nafn. Erlendu tónskáldin eru klass- iskir erlendir meistarar, sem óþarfi er aö telja upp hér. Erlendir einleikarar veröa nokkrir og skal fyrst nefna Pinu Carmirelli fiöluleikara, en hún hefur leikiö hér nokkrum sinnum áður. Aörir eru Martin Berkofsky pianóleikari, sem einnig er fræg- ur hér fyrir dulræna hæfileika sina, rússneski fiðluleikarinn Di- mitri Sitkovetsky, Ernst Kovacic, o.fl. Sönglistin veröur ekki afskipt fremur en venjulega. Operuflutn- ingur hljómsveitarinnar hefur vakiðmiklaathygli tónleikagesta, og I vetur veröur flutt óperan Aida eftir Verdi, en ekki hefur verið gengiö frá hlutverkaskipan. Vínarkvöldin hafa veriö feykilega vinsæl og veröur enn eitt slikt á dagskránni og kemur söngkonan Sigrid Martikke aö öllum llkind- um fram. A tónleikunum 14. jan- úar syngur Ortrun Wenkel, Kind- ertodenlieder eftir Mahler, og lokatónleikarnir þann 20. mai, veröa kórtónleikar, þar sem Söngsveitin Filharmónla kemur fram ásamt hljómsveitinni. Að sögn Siguröar Björnssonar, framkvæmdastjóra Sinfóniu- hljómsveitarinnar, er enn ekki ljóst hvort sveitin fer i hljóm- leikaferöir út um land, en þaö mun ráöast af fjárhagnum, sem ekki er allt of góöur. Þaö verður þvi nokkur heföbundiö ár hjá Sin- fónlunni, en mjög forvitnilegt I alia staði. Tónleikaprógram Tónlistarfé- lagsins verður einnig i mjög svip- uöum dúr og undanfarin ár, aö sögn Hauks Gröndal, þó aö þvl undanskildu, aö ekki er útilokaö aö aögöngumiöar á tónleikana veröi seldir viö innganginn. Þaö er nýjung, þvi fram aö þessu hafa þetta eingöngu verið tónleikar fyrir styrktarfélaga Tónlistarfé- lagsins. Vetrardagskrá Tónlistarfélags- ins hefst I september, en þá veröa Ólöf Kdbrún Haröardóttir og Dr. Erik Werba meö ljóöatónleika. 1 október leikur Pina Carmirelli fiðluleikari viö undirleik Árna Kristjánssonar, og Anna Áslaug Ragnarsdóttir pianóleikari verö- ur meö einleikstónleika. Dalton Baldwin, sá frægi pfanóleikari Guðmundur Emilsson hefur verið við hljómsveitarstjóranám I Bandarlkjunum undanfarin ár og stjórnar Sinfóniunni I fyrsta sinn á tónleikum I vetur. veröur tvisvar á ferðinni hér I vetur. 1 nóvember leikur hann undirhjá söngkonunni Elly Amel- ing, og I febrúar hjá Rosmary Landry. I mars verða pianótón- leikar i samvinnu við Sinfóniu- hljómsveitina, þar sem rússneski tónlistarmaðurinn Rudolf Kerer kemur fram. I mai veröa svo aðr- ir tónleikar i samvinnu viö Sinfóniuna með fiðluleikaranum Urbancic Kovacic. Ekki má svo gleyma tónleikum, sem Leifur Þórarinsson sér um, þar sem m.a. verða leikin verk eftir hann. Þessir tónleikar verða I desem- ber. Einnig er hugsanlegt, að Rögnvaldur Sigurjónsson veröi með einleikstónleika I upphafi starfsársins. Félagsskapurinn Musica Nova var endurvakinn siðastliðið vor meö sérlega ánægjulegu tónleika- haldi. 1 vetur veröur Musica Nova meö ferna tónleika, f október, desember, febrúar og april. 1 þvi skyni hafa verið pöntuð fjögur verk hjá jafn mörgum tónskáld- um. Atli Heimir Sveinsson veröur meö pianóverk, Karólina Eiriksdóttir veröur meö kvartett, Guömundur Hafsteinsson meö trio og loks Jónas Tómasson meö kórverk. Verk þessara fjögurra tón- skálda veröa uppistaða I tónleik- unum, en i kringum þau veröur raðaö nýjum eöa nýlegum verk- um, innlendum sem erlendum. Meöal annarra tónskálda sem veröa leikin, eru Jón Leifs, italska tónskáldiö Nono, Stra- vinsky, Grikkinn Xenakis. Hvort sem menn eru fyrir klassikina, eöa tónlist tuttugustu aldarinnar, er augljóst, að úr miklu veröur aö moöa. — GB

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.