Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 25
25 helgarpóshirinn i=ð5tudagur 21 • a9úst ’”» — Trúiö þið ekki a ástina? ..A meðan ástin varir þá er gaman. En svo koma eintóm leið- indi eftir þvi " Tilkvnningaskyldan ..Megurn við taka eitt fram. Við erum ekki kommúnistar Við ierum utanflokka og höfum ekkert jálit á stjórnmálum. Það stefnir jallt i sprengingu og það verður þjóðfélagslegt hrun hér að öllu leyti," segir Sigurður. j ..Ekki taka mark á honum" skýtur Hafþór inni ..hann vinnur hjá Sambandinu". S: ..Svo viljum við taka annað fram. Við spilum i danshljúm- jsveit i nevð vegna peningleysis. I Við spilum fUið diskó á böllum til að geta upphafið rokkið. Við erum á leiðinni i Stúdió Stemmu um helgina til að taka upp þriggja laga plötu. l'pptökumaður á þeirri plötu verður Danny Pollock. Pottþétir mixerar — Er auðvelt að komast inni stUdió? ,,Já ef fjármagn er fyrir hendi. Við mælum eindregið með .stUdió Stemmu. það er bæði ódyrt og gott stUdió. Og pottþéttir mixerar.” — Fjarmagnið þið plötuna sjálfir? ..E f við fáum engan Utgefanda neyöumst við tii þess. En við lysum her með eftir utgefanda." -- Af hverju eruð þið að spila? ...Aðallega vegna þess að timanum verður ekki betur varið. Tónlistin kemur numer eitt. nUmer tvö eru kvenmenn og þrjU íotbolti" Kemur engum við — Kvenmenn? ..Hér inni eru tveir menn sem ekki er hægt að hemja þegar kvenmenn eru annars vegar." — Hvaðsegiði. Hvernig gengur kynlifið hjá ykkur° ..Svona upp og niður." Tryllingslegur hlátur. — Hva. eruð þið hræddir \dð að tjá ykkur eitthvað um kynlifið? ..Hræddir. nei. nei okkar kynlif kemur bara engum við." — Ailt i lagi \'tð skulum þá fara yfir i aðra sálma. Er gaman að spila i hljómsveit'’ ..Já. það getur verið gaman. en það er lika ofsaieg þreytandi. Og oft fer það Uti hreinan viðbjóð. eins og áfengi og fikniefni 1 raun og veru ætti maður ekki að koma nálægt öðru en að spila á tónleik- um, hitt er alltof mikið stuss. Við tölum ekki meira um það." — Eitthvað að lokum? ..Veistu hvernig á að bjarga Hafnfirðíngum frá drukknun? —Nei. ..Gott." t * » * v Umsjón: JÓHANNA ÞORHALLSDOTTIR Póstur og sími Hæ Stuöari! 6g er 14 ára og bý á Selfossi. Ég var einmitt að rekast á hérna i Stuðaranum að það vantaði enga staði fyrir ungl- ingana i Reykjavík. Við hérna á Selfossi höfum allt aðra sögu að segja. A kvöldin eru engin diskótek, engin spilakvöld (nema á veturna) og enginn Fellahellir, sem allir eru að tala um. Það eina sem kaupstaður- inn hefur á boðstólnum af þessu tagi er hrörlegt og óþægilegt bió, þar scm fjórða hver mynd erekkibönnuð innan 16ára. Það er bara einstaka sinnum scm ég get farið í bió, en hins vegar er ágætis iþróttaaðstaöa. t von um birtingu. ein(n) mjög óánægð(ur) P.S. Afsakið prentvillurnar (Vona að þiö skiljiö krabbið) Hæ óánægð(a) (i) ! Ég þakka þér fyrir bréfið. Fróðlegt þykir mér að heyra hvernig ástandið er úti á lands- byggðinni. Ég hringdi i Jón Stefánsson, félagsmálastjóra á Selfossi og spuröi hann hvort á- standiö væri i raun og veru svona slæmt. Hann sagöi aö ástandiö væri verra yfir sumartimann en á veturna. A veturna væri Tryggvaskáli og bióiö notuö undir unglingastarf á vegum fé- lagsmálastofnunar skólans. Þá væri opiö hús einu sinni i viku, fyrir spilakvöld, klUbbastarf- semi og annað sem unglingar 1 hefðu áhuga á. Eftir að nýja iþróttahUsiö var byggt þá heföi áhugi á iþróttum vaxið gifurlega. En vissulega væri þaö vandamál meö minni- hlutahópa eins og þá sem vildu hafa diskótek. En þaö væri nU svoleiöis aö sá hópur ætti stund- um erfitt meö aö sætta sig við þær reglur sem settar væru s.s. diskótek án áfengis. — NU svo var þaö þetta meö bióiö. Þaö væri rétt aö bióhúsiö væri oröið ansi lélegt en þaö væri nýtt hús i byggingu og von- ir stæðu til aö fólki mundi líða betur i þvi húsi. Astæðan fyrir þvi að ekki væru allar myndir góöar sem sýndar væru i bióinu væri sennilega,aö sökum mann- fæöar á Selfossi gengi hver mynd ekki nema einu sinni og þar af leiðandi þyrfti oft aö sýna eitthvert Urkast. Annars bæri bióið sig ekki. Þaö væri ekki eins og i Reykjavik þar sem hver mynd væri jafnvel sýnd i fleiri vikur. Jamm og já. Þetta sagöi hann Jón. Ég vona bara þin vegna að ástandið eigi eftir aö batna. Þú ættír kannski að reyna aö mynda þér ákveðnar skoðanir á þvi hvernig þér fyndist haldið á málum unglinga. Svo ættir þú að safna saman hóp af krökkum sem væru á svipaðri linu og þú. Siðan færuð þið i félagsmálaráö og i skólann og þrýstuð svolitið á liöiö. Ég er viss um að það rhundi hafa einhver áhrif. Það er nefnilega ekki nóg að vera ó- ánægður. Maður verður aö reyna aö gera eitthvaö i þvi... Gaman væri að fá fleiri bréf utan af landsbyggöinni. Hæ Stuöari! Viö erum tveir úr Breiöholtinu og erum fjórtán. Viö lesum Stuöarann um hverja helgi. Okkur finnst alveg fáránlegt aö birta myndir af pönkurum. Viö mælum eindregiö meö, aö þaö séu birtar myndir af hljómsveitum t.d. Bitlunum og viötöl viö fleiri hljómsveitir. Bæ, bæ. Tveir úr Breiöholtinu. Kæru Breiöholtsbúar. Ykkur finnst halló aö birta myndir af pönkurum. Voöalega eruö þiö gamaldags. Þaö mætti halda aö þiö væruö komnir vel yfir þritugt. En O.K. Fyrst þið viljiö skal ég birta mynd af hon- um John Lennon. Hvaö gerir maöur ekki fyrir lesendur sina? Og fleiri viötöl viö hljómsveitir. — Hér er eitt viö Maranatha. En ég ætla ekki alveg að hætta aö birta myndir af pönkurum. En ég skal minnka þaö eins mikiö og ég mögulega get. Er þaö þá i lagi? Hæ Stuöari: Ég heiti Stefán K. og les Stuöar- ann um hverja helgi. Mitt áhuga- mál er stelpur. Ég vil aö þiö birtiö myndir af sætum stelpum. Ég á heima I Seljahverfinu og fer á hverju kvöldi I Fellahelli til aö komast I kynni við sætar stelpur. Mér finnst alveg mcrgjaö aö kyssa stelpur. Bless, B1ess ... . Stefán stuö...bless.... Komdu sællog blessaöur Stefán K. stuö. Þaö er vissulega ánægju- legt að heyra aö þú lest Stuöarann um hverja helgi. Það er hins vegar ekki eins ánægjulegt aö heyra það aö þú viljir láta okkur tárta myndir af stelpum. Auö- vitaö eru oft birtar myndir af stelpum meö viötölum en Stuöar- inn hefur ekki hugsaö sér aö birta myndir af stelpum, þér og fleir- um til augnayndis. Stelpur eru nefnilega þér aö segja, ekki hlutur til að horf á, heldur mann- eskjur sem hugsa. SU pólitik aö birta af þeim myndir, rétt sisvona til aö horfa á, finnst Stuöaranum I léleg. Sorry Stebbi minn stuð. — m En hvaö segiröu, finnst þér M mergjaö aö kyssa stelpur: Mér m finnst líka alveg mergjaö aö M kyssa stráka. Heyröu. Lttu viö á Helgarpóstinum einhvern tima... Tappi tíkarrass notar fimm víddir Stuðarinn hleraði að hljómsveitin Tappi tikar- rass væri á leiðinni inn í Stúdíó Stemmu aðtaka upp prufutöku á tveimur lög- um. Stuðarinn sat fyrir töppunum eitt kvöldið og viti menn! Birtust ekki nema fjórir drengir með þann fimmta í eftirdragi, Hilmar Agnarsson þeysara sem ætlaði að aðstoða Didda við stjórnborðið. I Tappa tíkarrass eru þeir Eyþór Arnalds (söngur), Eyjólfur Jóhannsson (gít- ar) Jakob Magnússon (bassi) (Nei, ekki sá) og Oddur Sigurb jörnsson (trommur). Hljómsveitin er búin að starfa saman í fjóra mánuði og tónlistin sem þeir spila er rokk, eitt- hvað í ætt við nýbylgju. Ég spurði þá hvernig þeir hefðu efni á því að fara i stúdíóið: B-12 happatala „Viö höfum ekki efni á þvi. Viö vinnum fyrir okkur á sveitaböll- um og svo vinnum viö i bingó. Happatalan okkar er B-12.” — Hvernig stendur á þessu nafni, Tappi tikarrass? „Tappi er holrúm á milli tveggja vidda. Viö spilum ekki frumsamda músik, heldur músik aö handan.” — Semjiö þiö textana sjálfir? „Þaö er nú vafamál hvort viö erum meö texta. Viö erum a.m.k. meö orö. Hin viddin Megum viö taka þaö fram aö viö erum á móti sterió tækninni. Viljum hafa allt i mónó. Viö not- um fimm viddir: Hæö, lengd, breidd, tima og Hina viddina sem er andstæöan. Enginn hlutur get- ur veriö án hæöar, lengdar, breiddar og tima. Sá hlutur sem er óendanlega stuttur,lágureða hefur óendanlega stuttan tima er ekki tii. Okkar trú og Sigga speis, sem er okkar maöur i Hinni vidd- inni, er sú aö Hin viddin sé lika nauösynleg”, sögöu strákarnir aö lokum og voru roknir inni stúdió. Þeir voru að bauka viö aö setja trommusettiö saman þegar ég fór. Við skulum vona að þeim hafi tekist vel til og Ut komi plata, frekar en demó i mónó, sem eng- inn fær að heyra. AIWA er á réttu línunni • AIWA Mini hljómtækin með silfurtœra hljóminn. • AIWA Mini hljómtækin er hœgt að fá bœðijyrir 220 volt og 12 volt • AIWA Mini hljómtækin eru hljómur framtíðarinnar. Skoðið í gluggana Opið á laugardögum ö TcTo cHð 0 3 ' o RnHBB I Sertdum ípóstkröfu. AUt til hljómflutnings fyrír: HEIMIUÐ - BÍL/NN OG DISKÓTEKHD D I • I í\aaio i r ÁRMÚLA 38. SELMÚLA MEGIN: 105 REYKJAVÍK SÍMAR: 31133 83177 PÓSTHÓLF1366.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.