Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 26
K/ t ». * 26 Föstudagur 21. ágúst 1981 ™LhelgarpósturinrL Videóheimildir: Nýja bylgjan Fyrir nokkrum vikum var i Helgarpóstinum greint frá upp- hafi video-heimildamynda i Bandarikjunum. Video-mynda- gerö er i mjög örri þróun viða um heim og nýlega var haldin i New York sórstök myndahátiö, þar sem eingöngu voru sýndar video- heimildamyndir, m.a. um húsnæðismál, lifiö i stórborgum, atvinnumál og málefni aldraðra. Ekki er langt siöan almenningur gat aöeins gert svart-hvitar video-myndir, sem ekkert var hægt að nostra viö og þessar myndir vöktu yfirleitt ekki áhuga annarra en þeirra, sem höföu gert þær. En myndbúnaöurinn er i stööugri framför og menn geta farið meö myndir sinar á sér- stakar vinnustofur og „editerað”, þ.e. stytt myndirnar, stokkað upp efniö o.s.frv. Og nú eru margar bandariskar sjónvarpsstöövar meö slikt heimatilbúið efni á dagskrá. Fyrr á þessu ári var til dæmis sýnd video-heimildamynd sem nefnist „Undirritað, lokaö og afhent — kjarabarátta póstmanna”. Meðal þeirra sem gerðu myndina er kona, Tami Gold að nafni. Eigin- maður hennar tók þátt i verkfalli póstmanna árið 1978 og var rekinn fyrir vikiö. Tami gerði video-mynd um verkfalliö, upp- sagnir, félagsfundi og landsþing póstmanna. Tami Gold dregur enga dul á að hún styður málstað póstmanna eindregið. Þvert á móti notfærir hún sér hlutdrægnina til að láta i ljós óánægju meö kjör verkfalls- manna og forystumenn verka- Iýðsfélaganna sem henni þykja „Tilkynning um brottflutning — saga Sandeyinga” er gott dæmi um hinar nýju video-heimilda- myndir, tæknilega vel gerð, og hún fjallar um samfélagsvandamál, þ.e. nauðungarflutning eyjarskeggja. ekki nægilega virkir. Myndin er um 40 minútna lör.g og tekin að nokkru leyti i litum. Orar klippingar eru i myndinni, þannig að engum þarf að leiðast, en ekki svo hröð að myndin komi ekki tilætluðum upplýsingum og boðum til skila. Bráðlega verður sýnd i bandarisku sjónvarpi önnur video-mynd sem, likt og myndin um póstmennina, hlaut sérstök verðlaun á fyrrnefndri video- hátið. Ibúar á Sandey, einni Hawaii-eyja báðu Vicki Keith og Jerry Rochford að vekja athygli á málstað sinum. Forsaga málsins er sú að stjórnvöld vilja flytja alla ibúana burt af eynni og breyta henni i þjóðgarð. Sögumaður myndarinnar, Abraham, lýsir þvi er hann og rúmlega hundrað aðrir Hawaii- búar fluttust til Sandeyjar, sem þá var i eyði, i þeim tilgangi að taka upp lifshætti forfeðranna. Myndin hefst á lýsingu á friðsælu lifinu á ströndinni. Menn eru á veiðum.að bæta net sin og konur fást við matseld. Rætt er við fólkið sem tekur nærri sér að þurfa að fara af eynni. Kona nokkur segir frá þvi að hún og eiginmaður hennar hafi frá árinu 1949 reynt að eignast heimili, en árangurslaust þar til fyrir átta árum að þau fluttust til Sandeyjar. Þar var hvorki raf- magn né vatnsveita. Fólkið hreinsaði fjörurnar og byggði skýli i sameiningu og vonaðist til að fá að lifa i friði. Endir myndarinnar er áhrifa- rikur. Slökkviliðsmenn eyði- leggjaskýlin með hjálp jarðýta. Abraham er tekinn höndum i rústunum af heimili sínu. Hann hrópar: ,,Er þannig farið með Hawaii-búa? Kærar þakkir, Ariy- oshi fylkisstjóri. Kærar þakkir, Hawaii! ” Höfundum myndarinnar hefði veriðí lófa lagið að gefa tölulegar upplýsingar um húsnæðisskort á eyjunum eða lýsa þvi hvernig riki og einkafyrirtækieiga allt land og nýta það til ræktunar eða túrisma. En þetta er ekki dæmi- gerð mynd um Hawaii með húla- dönsurum og ananaslundum. Hér togast á nUtimalegt verðmæta- mat og menningararfleið feðr- anna. Bernadette Mineo gerði video- heimildamynd um Janine, ein- hverft barn, og fjölskyldu þess. Bernadette er þroskaþjálfi og byrjaði að þjálfa Janine, þegar barnið var sex ára, en myndina gerði hún þegar Janine var á ti- unda ári. 1 myndinni leikur Janine sér i eldhUsvaskinum, rekur tunguna i vatnið i sundlaug og nuddar saman höndunum i orðaleik með móður sinni. Faðir hennar lýsir þvi hvernighUn deplar augunum, nýr saman höndum og snertir hluti með tungunni, eins og hún geti ekki þreifað á þeim með höndunum. Foreldrum einhverfra barna finnst oft sem þeir eigi sök á sjUkdómnum, en foreldrar Janine vita að ástæöulaust er aö vera sakbitinn. Samt er eins og Judy, móðir telpunnar, geti ekki leynt þjáningu sinni og sektarkennd. Carlo, faðir Janine, lýsir liðan sinni, þegar dóttir hans fær æðis- köst á almannafæri með þeim af- leiðingum að ókunnir velta þvi fyrir sér hvernig hann misþyrmi henni. Hart hefur verið lagt að þeim báðum, Carlo og Judy, að láta loka Janine inni á sjúkrahúsi, en Judy segir að það komi ekki til mála meðan hún geti ráðið við dóttur sina. Ætlun Bernadette með mynd- inni, sem er hálftima löng, var að opna augu almennings fyrir þeim vanda sem foreldrum einhverfra barna er búinn. Einnig vonaðist hún til að hið opinbera hlypi undir bagga meö foreldrum, t.d. með þvi aö stofna sérstök dagheimili fyrir einhverf börn. Þar sem Bernadette Mineo er svo nákunnug Janine og foreldr- um hennar, fá áhorfendur að kynnast fjölskyldunni betur en ella hefði veriö. Lokaatriöi myndarinnar sýnir Janine, þar sem hún hlustar á hljómplötu. Platan er biluð þannig aö sömu tónarnir heyrast i sibylju. Janine horfir lengi i myndavélina en litur siðan undan. HO-OLU-LfíHUI^ M rmr'suwM Ungur andófsmaður i mvnd- inni um Sandev. Þó að þeim fjölgi stöðugt i Bandarikjunum sem gera video- heimildamyndir er allt á' huldu um framtið slikra mynda i sjón- varpi, þvi að hugsanlegt er að dregið verið verulega úr opin- berum fjárframlögum til sjón- varpsstöðva sem eru ekki reknar með auglýsingatekjum. Einkum munu myndir, sem sýna stjórnar- farslega rangsleitni, eiga erfitt uppdráttar, en ýmsar myndir af þessum toga hafa fallið i góðan jarðveg og almenningur telur sig eiga rétt á að fá að sjá þær. Video-heimildamyndin Jan- ine er um einhvcrfa telpu. Myndina gerði þroskaþjálfi barnsins.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.