Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 21.08.1981, Blaðsíða 28
flutt 64% farþeganna á þessari leiö en Iscargó 36%. FlugleiBir hafa náð til sin meira af erlendum feröamannahópum á þessari ieiö, en obbinn af farþegum tscargó hefur verið islenskur.... 0 Og litil saga úr bæjarlifinu. Sviöið er byggingavöruverslun Sambandsins, Suðurlandsbraut 32. 1 hlutverkum eru kona sem ætlar að kaupa hamar, dular- fullur maður sem talar i hálfum hljóðum, afgreiðslumaður og verslunarst jóri. Dularfulli maðurinn dregur afgreiðslu- manninn afsiðis og segir á lágu nótunum.enþósvohátt, aö konan heyrir orðaskil: „Hann Stefán Jónsson alþingismaður benti mér á, aö þið hefðuð hér mjög góðar haglabyssur til sölu”. Afgreiðslu- manninum bregður örlitið, biður manninn um aö biða. Verslunar- stjórinn er sóttur og kiinninn endurtekur setninguna um þing- manninn og haglabyssurnar. Verslunarstjórinn skimar i kring- um sig.og segir siðan: „Við skul- um athuga það. Viltu ekki koma með mér hérna bakvið”. Konunni sem ætlaði að kaupa hamarinn, finnst háttalagiö og orðaskiptin hin grunsamlegustu, raunar eins og i glæpasögu. Hættir viö að kaupa hamarinn, flýtir sér ilt og i næsta síma. Hringir i Helgarpóst- inn og greinir frá atburðum. Helgarpósturinn hringir i bygg- ingavöruverslun Sambandsins og spyr um haglabyssur. „Seljum ekki skotvopn”, svarar versl- unarstjórinn þá. „Og aldrei gert?’* spyr Helgarpósturinn. ,,Ná,nei”, svarar verslunarstjórinn. ,,En er Sambandið með byssur til sölu einhvers staðar?” spyr Helgar- pósturinnenn. „Ja,það flytur dá- litið inn af haglabyssum og heild- verslunin i Holtagörðum sendir þær á Kaupfélögin úti á landi” segir verslunarstjórinn þá. Konan gekk út hamarslaus frá byggingavöruverslun Sambands- ins, en ekki er vitaö hvort dular- fullimaðurinn hafi laumast á dyr með eitt stykki haglabyssu innan- klæða, byssu eins og þingmaður- inn á... 9.9 7.9 Utanborðsmótorar Vorum aö taka upp aukasendingu af Chrysler- utanborösmótorum, 4 til 20 hestöfl. Mest seldi utanborösmótorinn á íslandi í 8 ár. Viögeröar- og varahlutaþjónusta. Eigum einnig nokkra Terhi-vatnabáta til af- greiöslu strax. Vélar & Tæki hf. Tryggvagata 10. Símar 21286 og 21460. VITRETEX MAUm m mrm tam önnur eykur endinguna. ÍITIR Nýju litakortin okkar hitta alveg i mark. Á þeim finnuyþú þinn draumalit. inuyþu þmn dr Afm VITRETEX Sandmálning er hæfilega gróftil aö regn nái að þrifa vegginn og litirnir njóta sin i áraraðir, hreioirog skinandi. Mmc Góð ending VITRETEX Sandmálningar er viðurkend staðreynd. Reynslan hefur þegar sannaö hana, sem og ítarlegar veðrunarþolstilraunir. vm Hlutfall verðs og gæða VITRETEX Sandmálningar teljum við vera hið hagstæöasta sem býðst á markaðnum og er það liklegasta skýringin á sifeldri aukningu sölunnar,-auk þess auðvitað hve litirnir eru fallegir. Ný litakort á fimm sölustöðum i Reykjavik og fjölda sölustaða út um land allt. mmmmMiÐ vmtnx vffl Slippfélagið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi 0 Flóöiö af útlendu sælgæti inn i landiö hefur greinilega leitt til þess að nú eru stoðir islensks sæl- gætísiðnaðar byrjaðar að bresta. Súkkulaðiaðdáendur geta til aö mynda naumast vænst þess öllu lengur að veröa aönjótandi Vik- ingssúkkulaðis, þvi að eftir þvi sem við heyrum er þetta þekkta sælgætisfyrirtæki Vikingur nú i þann mund að leggja upp laup- ana... • Margir hafa velt fyrir sér hvernig staðan sé i keppni Flug- leiöa og iscargó um Amster- dam-markaðinn. Við getum leyst úr þeirri spurningu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum eru báðir aðilar nú búnir að fara 8 flug milli tslands og Amsterdam. 1 þessum ferðum hafa Flugleiöir verið meö 68,6% sætanýtingu en Iscargó 49,7%. Flugleiðir hafa • Vatnasvæðiö bverá og Kjarrá i Borgarfirði hefur um árabil talist meö gjöfulustu lax- veiöiám landsins og veriö eftir- sótt af laxveiöimönnum að sama skapi. Þar hafa að undanförnu skipt með sér ánni til helminga, Svisslendingar sem hafa leigt efra svæðiö, Kjarrá, og nokkrir framsóknarforkólfar, með þá Kristin Finnbogason, Val Arn- þórsson, Markús Stefánsson, Hannes Pálsson og ólaf Sverris- son i broddi fylkingar, hafa leigt Þverána. NU kann þetta að breytast. Nýlega voru opnuö til- boð f leigu vatnasvæöisins fyrir næsta timabil og bárust um 10 til- boö. Hæsta tilboöið nam 2,8 mill- jónum kr. (280 millj. gamlar) og er það hæsta leiga sem um getur hér á landi fyrir laxveiðiár — og meira en 100% hækkun milli ára. Fyrir þvi er skráöur óttar Peter- sen hjá Verktakasambandinu en talið ljóst að hann sé „frontur” fyrir fjársterkari aðila og leiða menn getum aö þvi að einmitt Svisslendingarnir standi að baki honum. Framsóknarforkólfarnir voru hins vegar ekki langt undan með tilboöi sinu, sem hljóðaði upp á litlar 2,4 milljónir. Þótt tilboö þeirra hafi aðeins verið annaö i rööinni aö fjárhæö, munu þeir þó ekki alveg vonlausir um ,að hreppa ána eftir allt saman, þar sem þeir státa af langri og góðri samvinnu við landeigendur og gera að þvi skóna aö laxabændur þessa svæöis muni meta þessi viðskiptatengsl einhvers.... • Nýtt land — blað þremenn- ingaklikunnar af Alþýðublaöinu hefur séö dagsins ljós, þegar þessar linur koma fyrir augu les- enda. Hvernig svo sem viötökurn- ar verða, þá er hitt vist að gár- ungarnir hafna alfarið nafni blaðsins og kalla það „Skotland”, liklega vegna þess aö það varð til eins og skot og vegna þess að það- an er vænst að fretað veröi þung- um skotum um þjóðfélagið. Svo vona auövitað allir áhugamenn um islenska blaðamennsku, aö blaöið deyi ekki eins og skot.... • Og af þvi viö erum i létta dúrnum þá er til þess tekið i Eyjaf jaröasýslu, aö þar eru þrir bændur aö hef ja búskap eiginlega i sömu sveitinni, Skriðuhreppi og Arnarneshreppi, og þaö sem meira er að allir heita þeir sama nafninu. Það sem enn merkilegra má telja er að þeir heita allir þvi fágæta nafni Jósavin.svo að það má mikið vera ef þarna eru ekki samankomnir allir Jósavinirnir á landinu, að hefja búskap i sömu sveitinni. ja, það er margt skritið i kýrhausnum.... Sfmar 33433

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.