Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 28. é90s, ,.81 /,PIggrpóstl irinn Sígur þótt hægt fari: l>að er ekki bara landsvæöið i kringum Kröfiu, sem er á stöð- ugri hreyfingu. Bæði vísindalegar mælingar á hreyfingu jarðskorp- unnar og fornleifafundir sýna, að allt landið sigur heldur niður á við. Ilallam ælingar á landi hafa vcrið gerðar reglulega á fjðrum stöðum á landinu siðan 1966. Þessar mælingar hafa verið gerð- ar norður á Reykjaheiði, á Þing- völlum, i Búrfellshrauni ofan llafnarfjarðar og í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þær sýna, að landsig var sérstaklega mikið i Vogum á árunum 1971 - 1976, eða fjörir sentimetrar á þessu tima- bili. Mannvistarleifar, sem hafa fundist á horni Tjarnargötu og Suðurgötu, og eru taldar vera frá landnámsöld, eru nú undir sjáv- armáli. Hólmakaupstaður, sem var aðalverslunarstaðurinn i Reykjavik fyrr á öldum, er nú horfinn i sæ. A örfirisey utan- veröri, þar sem kaupstaðurinn stóð, eru nú aðeins sker. Gleggsta dæmið um landsig á Reykjavikursvæöinu er þó liklega Seltjörn, á utanverðu Seltjarnar- nesi. Þar hefur land sigið í sæ eft- ir að land bvggðist, það sýnir lag af mýrarmó, sem nú er undir sjávarmáli, og Seltjörnin, sem svo hefur heitið frá ómunatið, er nú opin Ut i sjó. Taliö er að jarðsigið þarna hafi verið einn sentimetri á öld, og geta menn þá reiknað út h vað lfð- ur á löngu þangað til golfvöllur- inn, sem þarna er skammt undan, sekkur i sæ! Það var Eysteinn Tryggvason jarðfræðingur og dósent viö Há- skóla Islands, sem hafði umsjón með þeim hallamælingum, sem gerðarhafa verið á fyrrgreindum stöðum. Tilþess verks fékk hann styrk frá National Science Foundation i Bandarikjunum og islenska Visindasjóðnum. Mælir rakvélablað — Nákvæmni þessara mælinga var ipp á 1/100 úr miilimetra. eftir Þorgrím Gestsson myndir Jim Smart tÉasuitk M Bláfelt V '■ t*,sv Keriinfc ./ MMru.UHUK , o ,v< **y ^ ■‘‘ ' ■'ViBiiíahrtlð y' Dyagjogóll Á X+im •ííStmrJy, í ,1- XLVtsitÍitr ■ vymvdWíott r ' Sloritandttf ) \ } (V f ; V * F . . .- 1 5,f £'*'*• fázr****?*/’ -jp;. '■ '' ’**■ [jM'Jtfít, ''é- - -•• , , Kwtingir ' I- • ■■ -- , Vaín aj ö k u 11 V ' W<6i4«r A 'é/j »■- m,v.ö«í.n ísland á niðurleið Landið sígur allt að tveimur sentimetrum r w m a ari Eysteinn Tryggvason kannar niðurstöður úr hallamælingum, sem sýna greinilegt landsig m.a. i nágrenni Reykjavikur. Það þýðir, að maður sér breyt- ingu, ef rakvélablaö er lagt á mælingapunktinn, segir Eysteinn i samtali við Helgarpóstinn. Mælingar sem þessar fara þannig fram, að valdar eru li'nur þvert á sprungustefnu landsins, sem liggur um það bil i norðaust- ur/suðvestur. Mælingapunktar eru settir niður með 100 metra millibili, og mitt á milli þeirra stillt upp kiki af sömu gerð og verkfræðingar nota við hallamæl- ingar. A þennan hátt eru punktarnir mældir, hver á eftir öðrum. Að sögn Eysteins tekur einn dag að mæla hvern kilómetra, en lengsta linan, sem mæld var á þennan hátt var við Voga, 4.5 kilómetrar. Annar endi hennar er rétt við Keflavikurveginn, um 200 metr- um austan við veginn niður i Voga, og þaðan liggur hún i suð- austur. Mælingar á þessum fjór- um stöðum fóru fram fimm til sex sinnum á þessum fimmtán árum, sem liðin eru siöan þær hófust, og samanburður á þeim sýnir hreyf- ingar jaröskorpunnar. — Mælingarnar sýna okkur fyrst og fremst, að annaöhvort hækkar landið öðru'Tiegin eöa lækkar hinumegin. En ég hallast að þvi, að landið hafi lækkað, enda var vitað áður, aö gosbeltin eru stöðugt að siga, segir Ey- steinn Tryggvason. Tveir sentimetrar á ári Að sögn visindamannsins má tengja þessa hreyfingu landsins landrekskenningunni. Vitað er, að landið gliðnar um eina tvo seaitimetra á ári um sprungu, sem liggur um tsland þvert. En hallamælingar Eysteins sýna, að það er lika gliönun um minni sprungur viða um land. Og sú staðreynd, aö landið lækkar við þessar sprungur bendir jafnframt til þess, að þeir kraftar sem valda gliðnuninni toga i landið, en ýta ekki á það. Ýttu þeir á landið mundi það hlaðast upp við sprungumar, i stað þess aðsiga, að mati visindamannanna sem hafa rannsakað þessi mál. — Við gliðnunina tognar á jarð- skorpunni, hún þynnist og sigur um leið. Einhverntima kemur að þvi, að hún þolirekki meira og brestur. Þá lyftist hún upp með meiriháttar umbrotum, eins og urðu t.d. á Þingvöllum árið 1879 eða eldgosi. Ég vona bara, að á næstunni verði bara jarðskjálft- ar, ekki eldgos, segir Eysteinn Tryggvason. Ekki vill Eysteinn segja, að þetta landsig standi i beinu sam- bandi við hugsanleg eldgos eða sé fyrirboði þess. Þó er hann á þeirri skoðun, að tiðir jarðskjálftar á Suðvesturlandi sérstaklega á ár- unum 1970 - ’73, ættu frekar að draga úr li'kumá eldgosi þarfrek- ar en hitt. Við jarðskjálftana losnar sú spenna, sem hleðstupp i jarðskorpunni við landsigið. Þá bendir Eysteinn á þá stað- reynd að 250 ár liðu frá siðustu Mývatnseldum þar til yfirstand- andi eldsumbrot hófust. Þar hef- ur gliðnunin verið tveir senti- metrar á ári, eöa alls fimm metr- ar á 250 árum. — Þetta gefur visbendingu um, aö umbrot geti hafisteftirþennan tima, segir Eysteinn. Athyglisvert er, aö mælingarn- ar sýndu verulega mikið meira landsig á ti'mabilinu frá 1970 — 1980 en hinu fyrra. A þessu tima- bilier greinilegt, að talsvert mis- gengi hefur orðiö viö minni sprungur, fyrst allmikiö sig, en síðan skyndilegt ris, sem talið er aö standi i sambandi viö jarð- hræringar. Greinilegast er þetta á Reykjaheiði, og stendur það lik- lega i' sambandi við jarðhræring- ar á Kröflusvæðinu. Mælingar hafa ekki verið gerð- ar á sjálfu höfuðborgarsvæðinu. En eins og fyrr segir er ljóst, aö land sigur þar lika, þótt hægt sé Ekki hætta næstu kyn- slóðir — Það er ekki hægt að segja, að sjávarlóðir i Reykjavik séu i hættu, að minnsta kosti ekki næstu kynslóðirnar, segir Ey- steinn Tryggvason um það. Mesta þéttb^li landsins getur þó verið i óbeinni hættu af land- siginu og jarðhræringunum á Reykjanesi og i Búrfellshrauni, og jafnvel á Þingvöllum. Að mati Eysteins Tryggvason- ar er sá möguleiki fyrir hendi, að lagnir i jörðu geti farið i sundur, og að minnsta kosti er sjálfsagt fyrir þá sem sjá um lagnir og við- hald þeirra að kynna sér niður- stöður þessara mælinga. Eitthvað munu þessi mál hafa verið athuguð af Almannavöm- um rikisins og meðal annars voru lagðarfyrirstjórn veitustofnana i vor upplýsingar um það hvernig lagnir liggja á Reykjanesi. Þar kemur meðal annars i ljós, aö rafmagn og kalda vatnið liggja þvertá sprungustefnuna, en hita- veitustokkurinn liggur hinsvegar með henni. Þá hefur stjórn veitustofnana beittsér fyrir mælingum á grunn- vatnsstreymi á vatnasvæði höf- uðborgarsvæðisins, allt til Þing- valla, með það fyrir augum aö kom ast að þvi hvert það vatn gæti hugsanlega farið ef stórfellt rask yrði á jarðlögum við jarðskjálfta.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.