Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 11
—he/garposturinn- Föstudagur 28. ágúst 1981 bræðurnir Jón og ömar Ragnars- synir hafi sigrað i einhverri rall- keppninni, nú siðast sigruðu þeir i hinu svonefnda Ljóma-ralli. Þeir bræður eru þvi á hvers manns vörum. AHir þekkja, eða þykjast þekkja ómar, en þeir eru Iiklega færri, sem eitthvað vita um Jón bróður hans. Helgarpósturinn sló þviáþráðinn tilJóns.og var hann fyrst spurður að þvi hvað hann gerði. ,,Ég er framkvæmdastjóri Bilaryðvarnar og einn af eigend- um þess fyrirtækis” sagði hann. upp i bi'linn til að keyra, sérstak- lega i fyrra. Það var alltaf gos við hvert einasta rall. Maður beið' i startholunum, alltaf kófsveittur, og velti því fyrir sér hvort hann kæmi eða kæmi ekki. Það hefur verið heldur betra i ár. Fyrir sið- ustu keppni tók hann sér i fyrsta skipti fri I tvo eða þrjá daga á undan”. — Hvernig er aö vera bróðir Ömars? „Það er alveg frábært. Maður liðiur ekkert fyrir það. Það er oft sem mönnum finnst þeir standa geysilega mikla biladellu alveg strax og hefur haldið henni alla tið siðan. En áhugi á bilasporti vaknaði ekki fyrr en fyrir tiu ár- um. Ég var á sinum tima einn af stofnendum vélhjólakldbbsins Eldingar, og ég man eftir því, að við vorum einu sinni með þrauta- keppni niðri i Lækjargötu á sumardaginn fyrsta. Fyrir utan þetta á ég stóran fjallabfl, með eldhUsj og öllu, sem fjölskyldan ferðast á svo til um hverja helgi. Þá hef ég geysilegan ... og kominn upp á Renaultinn meö Ómari bróður eftir frækiiegan rali- sigur. Mynd Eirfkur. Rakarinn, sem fór i bilaryövörn: „Vantaði meiri sviptingar" Rætt við lón Ragnarsson rallkappa Jón hefur starfað hjá Bilaryð- vörn, frá þvi hann og fleiri stofnuðu fyrirtækið árið 1970. Aður en hann hellti sér Ut I að ryð- verja bila, var hann rakarámeist- ari og átti rakarastofuna að Suðurlandsbraut 10. En af hverju hætti hann i rakaraiðninni? „Mig langaði að prófa eitt- hvað fleira. Mér fannst ég vera of bundinn alltaf sömu rullunni. Mig langaði að fara I eitthvað, sem gæfi mér meiri átök, meiri svipt- ingar. Ég held, að ég hafi fengið út úr þvi það, sem mig grunaði. Maður er alltaf með 12—14 manns ivinnu ogþað er ákveðið djobb að stjórna þvi'”. — Kanntu betur við þig i þessu? ,,Já,alveg hiklaust. Þettastarf er li flegt og býður manni upp á að taka allt öðru visi ákvarðanir. Hitt er alltaf sama rullan. Þetta tekur meira á. Hjá okkur ómari sé ég algjör- lega um allan rekstur á rallinu. Ég á bílinn og rek hann alveg, og séum öllokkar samskiptiviðum- boð, verksmiðju og auglýsinga- mál á bilnum. Það er ákveðin verkaskipting hjá okkur. Ömar hefur nóg á sinnikönnu og kæmist ekki yfir það, ef hann ætti lika að i einhverjum skugga, en ég finn ekkert fyrir þvi. Hann er náttúr- lega alveg sérstakur. Samstarfið milli okkar er alveg einstakt, þaö fdlur aldrei styggðaryrði. Það eru bara hvatningar, og biliö. Ég man ekki eftir þvi, að við höfum nokkurn tima deilt um rall, eða nokkuð f sambandi við það. Við vitum i rauninni nákvæmlega hvað hvor er að hugsa, þó höfum við ekki svona mikið samstarf fyrr en við byrjuðum i rallinu”. Ömar er þekktur prakkari og hefur sagt margar prakkara- sögur af sjálfum sér. Jón var þvi spurður hvort þeir hafi framið einhver prakkarastrik saman i æsku. ,JEkki saman. Þá var aldurs- munurinn meiri (þess má geta, að Jón er fimm árum yngri en bróðirinn). Ómar var öðruvisi, hann var ekki i þessum slagsmál- um og látum sem krakki. Hann gat aldrei hrekkt neinn, en það var kannski öðruvisi með mig”. — En hvenær vaknaði áhugi þinn á bilum? „Ég held að hann hafi vaknað, þegar ég var smápolli. Ég var i sveit austur i Öræfum frá þvi ég var sex ára, og þrettán ára var áhuga á rallikrossi. Það er keyrt á ákveðinni braut, í hringi og fjórir, fimm bilar á brautinni i einu. Ég er að undirbúa mig fyrir að koma mér upp bil i það. Þar er alltaf einn maður i bil”. — Nú ert þú alltaf aöstoðar- mabur ömars i þessum rall- keppnum. Langar þig ekkert til að fara að keyra sjálfur? „Ómar er skráður ökumaður númer eitt, og þar með verður hann að keyra svokallaðar sér- leiðir, sem eru leiðirnar meö mikla hraðanum. Siðan má að- stoðarökumaður hvila ökumann- inn milli þessara staða. Við erum með mestu verkaskiptinguna i þvi. Það er mjög litið um það, að ökumaður láti keyra fyrir sig milli staða, en við notum það mikið. Ég hvili hann yfirleitt eins mikið og ég get. En svarið við spurningunni er ósköp einfalt. A meöan ég telað þaösé betri öku- maður i bilnum, höfum við ekki efni á þvi að skipta. Ég tel mig ekki geta keyrt eins vel og hann. Ég get keyrt mjög stift, en hann er bara rútineraðri og betri”. — Fara fristundir þinar ein- göngu i bílana? „Nei, i fótbolta lika. Við erum báðir sama marki brenndir þar. Við erum yfirleitt þrisvar i viku i fótbolta. Saman erum við tvisvar i viku, siðan er Ómar með Sjón- varpinu og ég með Bifreiða- iþróttaklúbbnum. Ég starfaði mikið i þessu fyrir mörgum ár- um, var bæði gjaldkeri og for- maður knattspyrnudeildarFram. Þetta er eitt af þvi, sem kemur manni til góða. Þegar við förum i stranga keppni, er alveg greini- legt að við höfum toppúthald miðað við aðra ökumenn”. — Nú er ómar þekktur fyrir aö vera bindindismaður á vln og tóbak, hvað með þig? „Nei, ég er það ekki. Ég nota þetta i hófi. Ég segi oft við gárungana, að ég drekki svona mikiö af þvi að ég þurfi að drekka fyrir tvo. En Ómar er alveg harður i þvi. Hann fær sér ekki einu sinni sopa af kampavininu, en veit, aö það verður að koraa”. Það er hægt aðgera kjarakaup á fatamarkaðinum að Laugavegi61. Nýjasta tíska, en tuttugu ára gömul Óvenjuiegur fatamarkaður stendur nú yfir að Laugavegi 61 i næsta húsi við Kjörgarð. Fatnaðurinn, sem þar er til sölu er ein- göngu kvenfatnaður og er það nýjasta nýtt, tiskan fyrir svona 15—20 árum, en þegar ailt kemur til alls, er hún ekkisvo ólik þvi, sem unga fólkið klæðist i dag. A markaði þessum geta konur fengið allt milli himins og jarðar, eins og kjóla, buxur, pils, dragtir, kápur, skyrtur, blússur og margt fleira. Verðlagiö er alveg sérstaklega hagstætt eða frá 10 krónum upp i eitt hundrað krónur. Að sögn aðstandenda er alltaf margt um manninn og list unga fólkinu vel á flikurnar, enda hefur þessi gamla tiska alltaf þótt standa fyrir sinu. Markaðurinn stendur i hálfan mánuð i viðbót og þvi ættu allir að hafa tima til að lita við á Laugavegi 61 og fá góða flik fyrir veturinn. Jón Ragnarsson við skrifboröið sitt i Bilaryðvörn... Og hér sjáum við tvö ungmenni klædd eftir „nýjustu tisku.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.