Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 13
___helgFirpnc;t, ,rinn Föstudagur 28. ágúst 1981 13 MAÐURINN BAK VIÐ NAFNIÐ: Elin Þóra Friðfinnsdóttir, dagskrárgerðarmaður: Mér líður ff ósköp vel ff ,,Mér list ágætlega á þetta. Ég kann vel við fólkið og liður ósköp vel”, sagði Elin Þóra Friðfinnsdóttir, nyráðinn dag- skrárgerðarmaður við Lista- og skemmtideild Sjónvarpsins, en Elin Þóra er maðurinn á bak við nafnið i dag. Elin Þóra er f ædd og uppalin i Reykjavik, nánar tiltekið i Vog- unumog hefur alið sinn aldur að mestu leyti innan borgarmark- anna. Enda segir hún, að það sé best að búa i Reykjavik. Ein- hver frávik eru þó frá dvöl hennar hér, þvi hún stundaði kennslu einn vetur á Bolungar- vik, auk þess sem hún stundaði B.A. nám i fjölmiðlafræðum i Portland i Oregon-fylki i Banda- rikjunum i þrjú ár, og var sjón- varp sérgrein hennar. Elin var beðin um að segja örlitið frá náminu fyrir vestan. „Þetta var einkaskóli, sem ég var á, m jög vel útbúinn, með sér útvarps- og sjónvarpsstöð. Námið var bæði i fyrirlestrar- formi og einnig var ansi mikið verklegt. Við vorum t.d. meö vikulegan útvarpsþátt. Kapla- stjónvarp var að halda innreið sina i borgina og við tókum þátt iþví. Við gerðum heimildamynd um það og hjálpuðum borgirmi tilað velja á millistöðva”, sagöi hún. Elin Þóra hóf störf hjá Sjón- varpinu i september i fyrra og þá sem skrifta.eða aðstoðardag- skrárgerðarmaður og var i þvi starfi þar til i janúar. I vor fór hún svoað starfa sem dagskrár- gerðarmaður. Hún hefur i sum- ar unniö að undirbúningi Stund- arinnar okkar, ásamt Bryndisi Schram, en Elin Þóra mun stjórna upptökunni i vetur. Engin sjónvarpsleikrit verða á efniskrá Elinar Þóru fyrst um sinn, en aðspurð sagöi hún aö sig langaöi kannski að spreyta sig á slikú seinna, annars væri Stundin okkar mjög fjölbreytt, Elin Þóra klippir ásamt isidór Hermannssyni. þvi þar kæmu einnig stuttir leik- þættir inn. — Hvað gerirðu fyrir utan vinnutlmann? ,,Ég er nú bara heima hjá mér, og tíminn fer aðallega i að strauja og taka til. Það er ekki það mikill timi sem ég hef af- lögu. Annars hef ég verið i leir- skúlptúrþegarmikilltimier af- lögu, en það hefur verið litið um það siðan ég kom heim.” Elin Þóra er gift Hallgrimi Thorsteinssyni fréttamanni hjá útvarpinu og eiga þau tvö börn, 9 ára og 1 1/2 árs, „svona elli- glöp”, eins og hún sagöi. —G.B. Ragnar Þorgrimsson, eftirlits- maður, er einn af elstu starfs- mönnum S.V.R. Hann var með fyrstu strætísvagnabilstjórum S.V.R. og hefur siðan hann hætti því unnið ýmis önnur störf fyrir Strætisvagna Reykjavíkur. Fyrstsem eftirlitsmaður bilstjór- anna siðan sem eftirlitsmaður viðhalds og tækja. Borgarpóstur spurði Ragnar hvenær hann fyrst hefði byrjað að keyra hjá Strætó? „Þaðvarárið ’33,þá varS.V.R. Ieinkaeign og voru bræður minir aðalhvatamenn að stofnun þessa fyrirtækis. Þá voru komnir 6 vagnar og fleiri voru á leiðinni. Það þurfti að byggja yfir þessa vagna hérþvi þá var ekki hægt að flytja svona stóra vagna tilbúna hingað til landsins.” — Hver voru fyrstu viðbrögð fólks við Strætó? „Þeir voru I fyrstu álitnir voöa- lega hættulegir og fólk bjóst hálft i hvoru við að þeir myndu velta i hverri beygju. En svo vandist fólk þessu smám saman." — Hvaða leiö keyrðir þú? ,,Ég keyrði inn að Kleppi. Það Ragnar Þorgrimsson... Þessa stundina sé ég um sjoppuna á Hlemmi Dallasborgarar fyrir alla f jölskylduna J.R. fyrir pabbann (tvöfaldur hamborgari með tómötum, isbergssalati, lauk og Dallasdress- ingu). Dallas-special fyrir mömmuna (100 gr. ham- borgari með tómötum, isbergsalati, lauk og Dallasdressingu). Lucy fyrir barnið(80 gr. hamborgari með tóm- ötum, isbergsalati og Dallasdressingu). Vesturslóð hefur fullt vinveitingaleyfi. Vesturslóð — stelkhús Hagamel 67, sfmi 20745. LEIÐRÉTTING t Innlendri yfirsýn Helgar- póstsins fyrir viku, þar sem fjallað var um framboðsmál flokkanna vegna komandi borgarstjórnarkosninga, var látið að þvi Iiggja að Helga Möiler (og fieiri raunar). hyggði á prófkjörsbaráttu um efstu sætin á lista Alþýðu- fiokks. Þetta skai leiðrétt. Helga Möller mun ekki og getur ekki tekið þátt I þeim slag, þar sem hún er nú búsett f Garðabæ — fiutti þangað fyrir skömmu. Þetta leið- réttist hér með og er Helga beðin velvirðingar. „Mannlegu samskiptin voru miklu meiri’% segir Ragnar Þorgrímsson, starfsmaður hjá S.V.R. voru tveir vagnstjórar á hverjum vagni sem sáu algerlega um vagninn, viðhald og annað.” — Var ekki mikill munur á þvi að keyra strætó þá og nú? ,,Jú það er mikill munur. Mað- ur kynntist megninu af farþegun- um. Sérstaklega við sem keyrð- um I úthverfin, þau voru ekki svo mannmörg. Og allir notuðu strætisvagnana óháð stöðu og stétt. Þá var einkabillinn varla 'til.” — Ég hef heyrt aö þið hafið jafnvel þurft aö ræsa farþegana. Kom það ekki stundum fyrir að þú þurftir að vekja börnin hans Þórðar á Kleppi? Ragnar hlær. „Jú, jú það kom fyrir. Maður vissi alltaf hverjir áttu að fara meö bilnum á á- kveðnum tímum og þá flautaði maöur fyrir utan ef engin mann- vera sást. Nú ef það gekk ekki fór maður oft inn i eldhús og fékk kaffisopa á meðan að farþegarnir voru aö drifa sig i spjarirnar. Eins sáum við um flutninga á stórum og smáum pökkum. Þaö voru oft sendir með okkur pakkar frá verslunum sem við komum til skila. Eins dagblöðin — við hent- um þeim gjarnan fyrir utan dyr hvers og eins og flautuðum til þess að láta vita að þau væru komin. Eins þótti sjálfsagt að far- þegarnir flyttu dót með sér i vögnunum. En aldrei kom þó til neinna árekstra. Fólk passaði vel upp á að koma ekki með mikinn farangur i þær ferðir sem það vissi aö voru fjölmennar. En blessuð vertu allt var tekið með, mubblur o.þ.l. Núna er ekki hægt að gera þetta. Reykjavikurborg er orðin svo stór að það er ekki nokkur vegur að halda uppi þessum mannlegu samskiptum á milli farþega og bilstjóra. Ég vona þó að bilstjórar séu kurteisir viö far- þegana. Enda hefur S.V.R. alltaf verið heppið með bilstjórana sina þegar að á heildina er litið. Þó auðvitað leynist misjafn sauður inn á milli”. — Fengu strætisvagnabil- stjórar borguð lifvænleg laun fyrir sina vinnu? „Já, þá voru menn að minnsta kosti ekki að kvarta. Þá var borðað kjöt einu sinni i viku og fisk hina dagana. Þá var lika lifs- still fólks öðruvisi en samt var fólk miklu ánægðara. — Var vinnudagurinn ekki langur? „Jú, vagnarnir gengu frá klukkan hálf sjö á morgnana til klukkan eitt eftir miðnætti og tveir menn skiptu með sér vökt- unum. Enga fridaga höfðum við i byrjun. Mig minnir að þaö hafi verið áriö ’36 sem við fengum fyrst sumarfri i eina viku. Þá keyrði hinn bilstjórinn allan timann en fékk auövitað greitt fyrir það”. EG PLASTPOKAR O 82655 Einkaumboð á íslandi VhtSÍAK lll PLASTPOKAR O 82655

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.