Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 14
Föstudagur 28. ágúst 1981. helgarpó^ti irinn he/garpá^ti irinrj Föstudag ur 28. ágúst 1981 15 Eins og sprenginq sem hleypti út vondri skílalykl 99 Vestur á Fjöröum er Halldór Hermannsson ekki endilega þekktur fyrir að vera bróöir Sverris Hermannssonar, alþingismanns. Hann er þekktur sem Dóri Hermanns, sem búinn er aö stunda sjó i 30 ár auk þess aö hafa veriö i forsvari fyrir stýrimenn og form. skipstjóra- félagsins Bylgjunnar á Vestfjörðum um langt skeiö. Annars kom Dóri Hermanns fyrir augu allra landsmanna á bryggjuballinu góöa á tsa- firöi, þegar hann dansaði hvaö nettast viö frú Bryndisi Schram I sjón- varpsþætti þeirrar sömu frá tsafiröi. Þaö þarf ekki aö taka fram, aö Halldór Hermannsson er sjálfstæöismaöur og þaö af gamla skólanum. Viö gerum Halldóri ekki upp skoöanir i inngangi, hann svarar sjálfur fyrir sig. . fetcfckiicagtt sttokfi : "• - '' ■ iÁytjL •, • /MSwti ¥ . ' „ ,** ' f'fh -' ' : » • * éí kí'Í**’, *' A ^ ** " * ^ * *"'***’^ ‘ K > ' 'y mX|> *______ ■' /'y' K ■ í, - v vti|sa 811*11 ■v• ■ .<"• ” wzár ,,Ég er alinn upp i Ogurvik við Isafjarðardjúp, pabbi átti tuttugu rollur og eina belju, þegar best lét, svo reri hann á trillu og sdtti alla si'n björg f sjóinn, reyndi aö berja fyrir heyi þar sem hann fékk aö slá og eitthvaö litiö á haröbalanum kringum bæinn. Þetta var örlitið hús og i þessu hiðrðumst viö og höfum það bara gott. Við vorum þrettán i fjöl- skyldunni, sex strákar og fimm stelpur. Yfirhöfuö var gott sam- lyndi, enda þótt stundum hafi slest upp á vinskapinn einsog gengur, en maöur minnist bara góðra daga. Eldri bræður minir uröu fljótt andskoti hressir ná- ungar og gerðu grin aö öllum i kringum sig og voru lifsglaðir. Viö átum þettta upp eftir þeim þessir yngri.” Óli Thors oq Bjðrni eins oq feOur Var það sjálfgefiö hjá þvi fólki sem óx úr grasi viö þessi kjör þarna i Ogri, aö þaö yrði sjálf- stæöisfólk? „Það er kannski eölilegt, vegna þess, að þaö mátti heita i Djúp- inu, aö fólk héldi helviti drjúgt i skoöanir. Væru þær búnar að festa rætur á einhverjum bænum mátti mikið á ganga aö fólk kast- aöi trúnni. Mamma einkanlega, hún ólst upp i ögri, hafði býsna aristókratiskar skoðanir og var ákaflega sjálfstæð manneskja. Ég held hún hafi veriö i eöli sinu sjálfstæðismanneskja einsog viö kölluðum það, þótt hún hafi haft úr litlum efnum að spila. Þetta fólk var ekki sérstaklega aö spekúlera iþvi, hvortSjálfstæðis- flokkurinn var einhver flokkur eignamanna. Fjöldinn allur af þessu fólkivarbara fólk sem vildi búa aö si'nu og skulda engum neitt. Það taldi sór trú um að þvi væri vel fyrir komið i Sálfstæðis- flokknum. Það dáöi Öla Thors og siðan Bjarna Bai og alla þessa menn einsog þeir væru þeirra feð- ur, treystu þeim fyriröllu góðu.” Var það þessi einfalda hug- myndafræði sem geröi það að verkumað fólk flykktist um Sjálf- stæðisflokkinn? „Eðli íslendingsins, finnst mér, að hann vilji ákaflega mikiö búa að sinu, og i gamla daga var dá- litið langt á milli bæja og menn töluðust ekki við, ef sá gállinn var áþeim. Ég held það sé mikið ein- staklingseðli i tslendingnum upp- haflega. Ég held það sé bara frá því að þeir komu fyrst til lands- ins. Þetta voru helvitis ribbaldar, öðruvfsienfólk er flest. Ætli þetta búi ekki I þeim siðan.” Hvernig var ykkur i blóð borin i Ogurvík, afstaöan til upprenn- andi verkalýðshreyfingar fyrr á öldinni, höfðuð þið enga samúö með þessu hér á landi? ,,Ég erekki að segja það, að ég skilji það ekki vel, þá byltingu sem varð upp Ur 1920 með marx- ism a og sósi'alisma og að m örgum manni hafi þótt, aö þarna væri komin hreyfing sem væri sjálf- sagt að fylgja. Ég er alls ekki neitt hissa á þvi. Hitt er annað mál, að viö gátum ekki séð hvern- ig færi sá hildarleikur, við getum séð það betur núna. barna var á ferðinni þokkalega góö stefna,viö skulum segja mannúðarstefna eins og marxisminn virtist vera að mörgu leyti. Hann var tekinn af stórþjóðunum bara sem sýnd- armennska til þess að koma á einræðisskipulagi. Þetta var ekk- ert annað en eins konar merki sem borið var framan á sér. Þessu áttuðu menn sig ekki á hér á Islandi, siður en svo. En auðvit- að vorum við bara tómthúsmenn sem borðuðum fisk alla vikuna og kjöt einstaka sinnum og höfðum ekkerthandanna á milli. Þaðvar ekki það að við skildum ekki vel fyrir hverju verkalýöshreyfingin var að berjast. Enda þótt hér á Isafirði væri „Rauöi bæri'nn” einsog hann var kallaður og verkalýöshreyfing I uppgangi, þá köstuðu menn ekki trúnni á Sjálf- stæöisflokkinn, og enda þótt menn einsog i ögri gerðu sér grein fyrir fyrir hverju blásnautt fólk var að berjast, þá spöku- leruðu menn ekki i þvi i hita bar- áttunnar. Menn fylgdu þessari stefnu og voru ekki beinlinis að grandskoöa það hvert eðli þeirra var. Þessar frjálslyndu skoðanir i heiminum hafa gert sitt gagn, mér dettur ekki I hug að halda öðru fram. Við höfum orðið að kasta sumu út og við Islendingar getum ekki þolaö það þjóðfélag sem jafnaöarmenn margir hverjir vildu koma á. Það yröi jöfnuður yfir allt. Mannskepnan er bara ekki svoleiðis það er úti- lokað, maðurinn er alltaf samur við sig.” Varðandi hið félagslega skrið, nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn stundum verið kallaöur hægfara jafnaðarmannaflokkur, i gamni og alvöru? „Við höfum smitast af þeim sem eru i kringum okkur og það dregur hver dám af sinum sessu- naut i þessari sósialiseringumeira og minna og við getum ekki hafnað þvi alfarið, það er úti- lokað. Og það, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé hægfara jafnaðar- mannaflokkur, þá byggistþaðá þvi, aðöllpólitik á Islandi byggist á samkomulagi og þó að draumur okkar sjálfstæöismanna hafi verið, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði einn flokkur sem næði meiri- hluta, þá hefur sá draumur ekki orðið að veruleika enn. Pólitikin verður að byggjast á mála- miðlun. Við höfum mikið sóst eftir að mynda stjórn meö lýð- ræðisjafnaðarmönnum ogþá hafa þetta orðið tóm hrossakaup og riö höfum oröiö að taka sósialis- eringuna inn i myndina I meira og minna mæli og rikisstjórnir und- danfarinna ára hafa mjög laðast i þessa átt enda þótt Sjálfstæöis- fiokkurinn hafi verið i stjóm.” Skorlur á umDuroariyndí Hyggurðu þá, að siðasta stjórn- armyndun sé af hinu góða? „HUnvar tvimælalaust af hinu góða. Þetta var einsog sprenging sem hreinsar skitalykt i burtu, það er ekkertannað. Það var orð- inn virkilega vondur daunn af þessu.siðustu tvo áratúgi. Þá var pólitikin svo afleit, fólkið var orð- ið þrautleitt á henni, skilnings- leysi milli manna og skortur á umburðarlyndi á allan hátt, eih'ft pex, til að mynda milli atvinnu- rekenda og verkalýðshreyfingar sem ekki hefur náð nokkurri átt og verið til stórrar skammar. Ég held þvi fram, að við sjálfstæðis- menn eigum ekki aðhafna neinni þátttöku í ri'kisstjórn meö neinum stjórnmálaflokki ef svo ber viö að horfa. Hvað snertir Alþýðu- bandalagið eða sósialista, þá höf- um við ekki verið i stjóm með þeim siöan 1946 þar til nd. Þaö er algerlega fráleit lifsskoðun að maður geti ekki talað við ákveð- inn flokk manna. Eigum við ekki að segja, að fimmti eða sjötti hver maður sem kýs, sé alþýðu- bandalagsmaður, (er það ekki rétt hjá mér?), hvernig i ósköp- unum eigum viö þá aö láta okkur detta Ihug, að viö getum ekki tal- aö viö fimmta — sjötta hvern mann. Ekki getum við neitað þvi að ráða menn út á sjó sem eru al- þýðubandalagsmenn. beir eru jafn góðir til vinnu og aörir, þvi skyldu þeir ekki vera jafn góðir að tala við okkur á pólitiskum vettvangi? Viðhverjumegum við búast, þegar við höldum mönnum útiikuldanum? Viömegum búast við öllu illu. Grjól í hausinn Þetta er einsog krakkahópur sem tStilokar einn eða tvo, þeir hefna sin. Annað hvort fá menn grjótið i hausinn eða það verður hlaupið með boltann” Heldurðu að Geir Hallgrimsson sé búinn að fá grjótið i hausinn? ,,Geir hefur ekki áttaö sig á þessu sem ég var að segja og sá banabiti islenskra stjórnmála, sem eru hermálin, hefur gegnsýrt svo hugi manna, aö þeir sjá ekki dagsglætu fyrir þessu eina máli. bað á ekki að vera hægt að vinna með alþýðubandalagsmönnum vegna þessa málsfyrstog fremst. Ef eitthvað kemur fyrir úti i heimi, sem er á annan hvorn veg- inn talið sverta málstað hins, þú veist hvað ég á við, þá er ekki hægt að vinna hér saman við að skapa sér daglegt brauö og lifs- viðurværi vegna þessa máls. Þetta er óþverramál þetta her- mál.” Úr þvi' við erum komnir á kaf i stjórnmálaástandið, þá gengursá hvittur hér vestra, að veröi Geir Hallgrimsson endurkjörinn for- maður ihaust, þá verði Sjálfstæð- isflokkurinn með tvö framboð á Vestfjörðum i næstu kosningum og það er talað um þetta i fullri alvöru, hvað um þetta? , ,Ég er nú ekki þeirrar skoðun- ar, þótt Geir vefði kosinn formað- ur íhaust, sem gæti nú vel hugs- ast. Hann sækir þetta nú ákaflega stiftmaðurinn, þó ég skilji það nú bara ekki, en það yrði okkur stjórnarsinnum i Sjálfstæðis- flokknum sársaukalitiö. Þetta yröi status quo. Það er bara biö- staða, en ég tel sára litla von til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn verði sigurstranglegur undir merki Geirs Hallgrimssonar. Ég held það verði ansi margir sjálf- stæðismenn sem kjósa ekki að fara íþriðja sinn til þess aö reyna að berjast upp fjallið með Geir Hallgrimssyni, ég held það verði æði margir sem horfi bara á hann klifra. Hitt er annað mál, hvort við þurfum að óska þess sérstak- lega að kljúfa Sjálfstæðisflokk- inn. Að vel athugúöu máli, þegar mesti æsingurinn er runninn af mönnum eftir þessa stjórnar- myndun Gunnars Thoroddsen, þá held ég að menn græði ekki svo mikið á þvi að fara að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn, hann rynni saman eftir nokkur ár. Við verð- um að gera svo vel aö horfa fram i timann. Ég er hins vegar sann- færður um það, að við sem höfum aðhyllst stjórnarmyndun Gunn- ars Thoroddsen munum auðvitað vilja kom okkar mönnum að við næstu kosningar og viö viljum að það veröi frjáls prófkjör og þá er engirm vafi, að margir af þess- um sjál fstæöisþingmönnum verða að hirða pokann sinn og ég tel að þeirættu aöfara að leitasér að vinnu sumir hverjir.” Áttu þá frekar við Vestfjarða- þingmenn? ,,Ég á ekki frekar við þá, en einhverjir af þessum sjálfstæöis- þingmönnum mega fara að gá að annarri vinnu. bað er greinilegt.” Evrðpskar maldskenninqar Þú talar um basl hjá Geir i næstu kosningum, hvert fer fylg- iö? Fer það á Alþýðuflokkinn, einsog það hefur stundum gert? „Það getur eitthvað rambað yf- ir á Alþýöuflokkinn um b'ma, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo sterk itök i þjóðinni að hann er þarna. Þó hann flakki dálitið, þá er hann fljótur aö hlaupa yfir aft- ur að þvi tilskyldu, aö þeir spá* menn sem hér hafa verið að inn- leiöa ihaldsflokkakenningu úr Evrópu, nái ekki yfirhöndinni með einhverjum Thatcherisma og fleiru sliku. Ef þeir ætla að fara aö búa til einhverja nýja fyr- irmynd af ihaldsflokki, sem þeir ætla að kalla Sjálfstæöisflokkinn, þábresturmikill flátti i lið sjálf- stæðismanna. Leifturs<Sinin er enn ifersku minni. Það þýðir ekk- ert aö iðka þaö, aö vera aö koma með einhverjar kenningar utan úrheimifyrir Islendinginn. Hann tekur ansi stift inn með móður- mjólkinni, annað er oft erfitt að innprenta honum. Marxisminn hefur annars náð hér óþarflega miklum tökum meðal þjóðarinn- ar, þaö viröist hafa verið frekar auövelt að innprenta hann mönn- um.” „Sjáið helvílis hommann” Heldurðu að venjulegur alþýðu- bandalagsmaöur hugsi i marx- iskum linum? „Nei, ég er nú helst á þvi að hinn almenni alþýðubanda- lagsmaður sé svona verkalýðs- megin og sé i verkalýðsbaráttu, þar er mikill fjöldi launafólks og svo hins vegar harðari kjarni vinstri manna i flokknum. Ég virði skoðanir þessa fólks, en þessi taktik hjá sumum mönnum að hrópa „sjáið þið helvitis kommann, við skulum hlaupa” þetta erafogfrá, —af og frá. bað hefur ekki verið gert annaö til að mynda i Mogganum, i Stak- steinum og annars staðar.en að út- mála kommúnistana og velta sér upp úr þvi. Þetta er bara hrein fóbia og þetta virkar á þann veg, að Al- þýðubandalagið fær heldur meira fýlgi en þaö fengi ella. Við eigum, sjálfstæðismenn, að vera frakkir og ganga inn i hringinn og berjast við alþýðubandalagsmenn á frjálsum og opnum velli einsog ég hef alltaf sagt. Þá fyrstförum viö að vinna fylgi viö okkar stefnu sem við auðvitað keppum eftir að gera. En ekki með þvi að vera alltaf öskrandi og gargandi „sjáið þið helvitis kommann”. Við verð- um að geta unnið saman, íslend- ingar, hvar i flokki sem við stönd- um og talast við.” Eru stéttaandstæður hér við tsaf jarðardjúp? „Nei, það er það ekki og min reynsla hér við norðanvert Djúp er, aö hér sé ákaflega gott að vera verkamaður og sjómaður. Atvinnurekendur hafa aldrei sýnt á sér aðra hlið en menn fengju kaupið sittá réttum tima, þetta er mikill kostur. Ég hef ekki orðið var viö stéttaskiptingu milii at- vinnurekenda og sjómanna, sjó- menn geta orðiö atvinnurekendur og jafnvel verkamenn lika, þann- ig á það aö vera. Ef menn fýsir, þá eiga þeir að geta orðið það sem þeir vilja vera af sjálfum sér. Þetta er einmitt þaö sem er i sjálfstæöisstefnunni.að menn geti áttþess kost aö komast eitthvað hærra, efnast eitthvað meira af eigin rammleik, og þessu viljum við halda á lofti.” Hvaö með hiö óhjákvæmilega vinnuafl atvinnulifsins? „Við getum aldrei náð langt sem atvinnurekendur nema þvi aðeins að viö höfum rikan skiln- ing ákjörum hinnalægstlaunuðu. Við veröum aUtaf aö hafa það i huga, viö sem lifum i svona litlu landi, aö skömmtum við ein- hverjum kröpp kjör, kemur að skuldadögunum hjá okkur sjálfum. Hafi þeir á lágu laununum þaö ekki sæmilegt, fer okkur hinum að ííða illa innan skamms. At- vinnurekendur vilja hafa þessa lágu taxta í gangi, þeir vilja þd ráða þvi sjálfir hverjum þeir borga meira. Það er talað um verðbólgu, hún fari upp úr öllu valdi og svo framvegis, en þetta er ekki hægt. Þetta er andskoti skitt einsog þetta er og þaö er klárt að þetta fyrirkomulag i samningum hefur gengið sér til húöar. Ef það varréttsem Jón Baldvin Hannibalsson skrifaði i Samvinn- una 1965 um að Alþýðusambandiö væri orðinn óskapnaður, hæna með allt of marga unga undir vængjum sfnum, þá er það ennþá meiri óskapnaður i dag. Ég vil láta kljúfa þetta i miklu smærri einingar og ég vona bara að þeim takist það hérna, þótt ég sé ekki söm u megin i pólitik og Karvel og þeir, en menn hafa vitað þaö og ' ég hef talað fyrir þvi að samning- arnir eigi að vera i landshlutun- um. Samningamálin undanfarin ár hafa verið til háborinnar skammar, það er hörmulegt að vita hvernig þau hafa gengið til. Það er einsog til forystunnar hafi valistslikir þrákálfar að meö fá- dæmum má heita. Þeir hefðu get- að náð miklu betri samningum á báða bóga á skemmri tima en oft hefur verið gert.” Er hægt að ná góðum samn- ingum á báða bóga? „Það er hægt aö gera það, þú myndir skilja það kannski, ef þú hefðir staöiö i samningaþrefi. Ég hef æði oft verið i samningum hér og ég veit það, að þaö er hægt að ná sæmilega hagstæðum samn- ingum og i sambandi við sjómannasamninga þó hefur L.t.Ú oft hleypt illu blóði í sjó- menn með alls konar yfirlýs- ingum og hlaupum i blöð og út- varp og sjómenn hefðu oft veriö farnir á sjó fyrir minna en um samdist fyrir rest, ef L.l.Ú. heföi komið öðruvisi fram. En istaðinn hefur alls konar þráhyggja og ill- deilur komið upp. Og varðandi Vestfirði, þá hafa þeir mikla sér- stöðu með einhæfu atvinnulifi og það ætti að verða einfalt að komast að samkomulagi hér. Við eigum afskaplega erfitt með aö draga andann i samningum fyrir sunnan.” lierinn Durl Þú talaNr áðan um, að her- málið væri banabiti i Islenskri pólitik. Ertu á móti ameriskri hersetu? „Ég er Natósinni og ég tel að við eigum fulla sarpstöðu með vestrænum þjóðum, sem okkur eru skyldar. Heiminum er skipt i tvær aðalblokkir og ég sætti mig við það að vera i Nató einsog málum er komið, en ég vil taka fram að við þurfum endilega að fara losa okkur við ameriska her- inn i áföngum ogá þvi eigum viö að byrja strax. Þetta veröum viö aðfara að gera, þvi að viö getum ekki látið þjóðina lifa viö það andrúmsloft sem skapast af þessum her. Ég er ekkert aö segja að herinn hafisvo ill áhrif á mig, en hann hefur svo mikil ill áhrif d fólkið i landinu og raun- verulega misbýður þjóðerni okkar. Við getum tekiö yfir það eftirlit sem þarna er i Keflavik, og verið þar á vakt einsog hver önnur Natóþjóð meðan málin standa einsog þau eru. Enda þótt lýst hafi veriö yfir ævarandi Dðri Hermanns r Heigarpöslsviðiali viðlal oq mynd: FinnDoqi liermannsson vopnleysi, þá gildir það ekki lengur og ef fólk spyr mig, viltu aö sonur þinn verði hermaður: ég segi bara já. Ef við þurfum á þvi að halda að verja okkar land, þá veröum viö að gera það. Það þýðir ekkert elsku mamma, með það, þaö hefuralla tið verið svona meö þaö i heiminum.” Hvaöa tilgangi ætti islenskur her eða fslenskar eftirlitssveitir að þjóna einsog heimurinn er út- búinn i dag? „Meðan við erum i Nató erum við ekkert annaö en að passa okkar land og vera einsog einn maður d vakt í Nató. Meöan þaö gengur f heiminum, þessi hernaðarbandalög, þá höfum við ekkert með það aö gera hvernig þessi stórveldi haga málum, við verðum aö dansa með, við getum ekkert annað. Ég held að her- stöðvaandstæðingar ættu að ein- beita sé aö þvi að herinn færi burt, ekki að vera að hrópa tsland úr Nató. Það næst aldrei sam- komuiag um það. Þaö er hins vegar ekki útilokað, að yrði þjóðaratkvæðagreiösla um að herinn færi og við tækjum við stöðinni sem viðgetum vel, þetta er allt svo tæknivætt, þetta er ekkert mál, þá er ég ekki fjarri þvi, aö mejrihluti þjóðarinnar mundi kjósa það.” Undir lokin Halldór, ertu hættur á sjó? „Þessu get ég ekki svarað, þetta er fyrsta sumarið I 30 ár sem ég er í landi. Ég er svona á gatnamótum, er að ihuga máliö. Ég fór út i að verka fisk af bátnum minum til aö sjá hvernig þaö væri, en það hefur ekki verið reglulega gott skaksumar I sumar. Við erum á rækju hér i Djúpinu á veturna og á skaki með hann á sumrin, við erum aðreyna að salta og setja i skreið. Þaö er sagt , að allir græði á þessu, við ætlum að vita hvort það er satt, en mér finnst ég ekkert kunna til þessara verka og mætti liða betur við þaö.11 Gel ekhi lenqurselið D|á Þú hefur ekki lent í pólitikinni, einsog Sverrir bróðir þinn? „Nei, en ég hef verið i félags- máhim hérna við Djúpið. Ég var tiu, tólf ár formaður skipstjóra- félagsins hérna, þetta er félags- skapur sem á að heita yfir alla Vestfirði, en ég er nú farinn að draga mig til baka i þvi. En i póli- tikinni er ég upprunalaus. Sverrir bróðirer sá einisemfer virkilega til mennta, hann er vel máli far- inn maður og hlaut aö lenda þarna inn á þingi og ég held hann sé vinmargur i sinu kjördæmi. Þeir væru liklega búnir að reka hann úr Framkvæmdastofnun- inni ef þeir væru ekki ánægðir með hann. Það hafa nú orðið aörir flokkar í stjórn en beinlínis réöu hann. Mundirðu gefa kostá þér, ef út i tvö framboð færi hjá Sjálfstæöis- flokknum á Vestfjörðum? „Sko, mig langar ekkert i það, sattaðsegja, ég hef engan áhuga fyrir þvi sérstaklega að fara að gefa kost á mér til þings, þaö kitlar mig ekki nokkurn skapaðan hlut. Hitt er annað mál, að ég get ekki lengur setið hjá og horft á það hvernig stjórnmálin hafa þróast. Ég get ekki gengið að kjörboröi undir sama fororði og siöastliöin tuttugu ár. Ef við ætlum að lifa venjulegu lifi i sveita okkar andlitis, þá verðum við aö koma okkur saman, við verðum aö vinna saman hvar i flokki sem við erum, annars missum viö fólkið úr landinu. Og þó ég fari ekki á þing, þá mun ég styrkja góöa menn til að komast á þing og ef maður heldur heilsu, þá ætla ég ekki að halda kjafti i framtiöinni. Maður er búinn að sitja allt of lengi hjá i þvi. Fleiri sem hafa þagað ættu að láta heyra til sin láta ekki sitja við aö bölva heima og á götuhornum, en láta til sin taka við kjörborðið llka.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.