Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 20
20 Fostudagur 28. ágúst i9ai helgarpósti irinn Eitt af verkum Tove ólafsson á sýningunni f Listmunahúsinu. Lifað í fortíðinni. . . Þaö fyrsta sem maöur veröur var viö þegar litiö er inná sam- sýningu þá sem nú er i' List- munahúsinu viö Lækjargötu er, að hvergi er tekin áhætta. Þaö má oröa á þann veg, aö hér eru Montparnasse 1962 Þorvaldur Skúlason er elstur þeirra þremenninga og sýnir jafnframt elstu myndirnar á sýningunni eöa frá árinu 1962 á teröinni listamenn sem al- menningur hefur viöurkennt. Ekki hefur þó ætiö veriö svo, þvi hér eru á feröinni þrir lista- menn sem létu mikiö aö sér kveða fyrir nokkrum áratugum meö allskonar uppsteyt gegn rikjandi hefö og gekk svo mikið á, að mörgum þótti nóg um. Nú hafa hins vegar aðstæöur og þjóðfélagsmyndin breyst verulega en ekki er sömu sögu hægt aö segja um trióiö i List- maunahúsinu. sem hann vann i Paris. Allt eru þetta litlar myndir unnar i gouache og túss (aö skaðlausu heföi mátt sleppa tússmyndunum). Flestar eru myndirnar einskonar stúdíur fyrir sporöskjuform og lit, utan þrjár (14-16-19) en þar er fremur losaralega unnið meö liti og form og ekki ljóst hvaö vakiö hefur fyrir listamannin- um með þeim. Telja veröur framlag Þor- valdar þaö merkasta á sýning- Guömundur Danfelsson kemur mjög viö útgáfusögu Setbergs i ár. Guðmundur Dan og Gylfi Gröndal — meöal höfunda hjá Setbergi í haust unni og verður maöur minnst var viö timaskekkju I fremur snotrum smámyndum hans. Eins konar sveita- rómantik Ein kona er á sýningunni, Tove Ólafsson og kemur hingaö nú frá Kaupmannahöfn, en hún var búsett hér áöur fyrr eöa á árunum 1945—53, en fluttist þá aftur til sins heimalauds Danmerkur. Ekki getur maður séö á verk- um Tove aö hún hafi veriö inn- vigö i septemberhópinn en það eraö visu langt slðan hann var og hét. Höggmyndir þær sem hún sýnir hér eru allar fremur litlar og unnar I tré og járn. Þaö sem er athyglisveröast er, aö myndimar eru allar nýlegar, eöa frá árunum 1978—80, utan ein frá 1925. Meö þetta i huga eru viðfangs- efnin og úrvinnsla þeirra þvi meira undrunarefni, þvi hér er á ferðinni myndhugsun sem telja verður verulega timp- skekkju, einskonar sveita- rómantik. Ég hef alltaf hallast aö þvi aö listamenn endurspegluöu i verkum sinum þjóöfélagiö sem þeir lifa i, hvort sem þeim likar betur eöa verr. En kannski er þessu ööruvisi fariö i Dan- mörku. Expressionistinn Kristján Daviösson er yngstur i trióinu en utan þess hefur hann þá sérstöðu aö hafa numið i Vesturheimi. Allar myndir Kristjáns eru frá siðustu tveim árum. Þetta eru verk unnin i abstrakt expression stil og eru oft sláandi likar mörgu sem gert var i þeim stil fyrir 25—30 árum og má i þvi sambandi nefna málara eins og Willem de Koon- ing, Hans Hofmann og Pollock. Ekki skal ég segja að hér sé um bein áhrif aö ræöa en ansi er þetta nú samt likt. Þaö er aö visu ekki leiðum aö likjast en að taka sér þetta langan tima i meltinguna er sér kapituli. ,,Að Kfai fortiöinni hefur einn kost, það er ódýrt”, sagði ein- hver og finnst mér þaö viö hæfi i þessu tilefni. Meðal nýrra bóka Setbergs nú meö haustinu verður „Bókin um Daniel” nýtt heimildarverk eftir Guömund Daníelsson um afa hans, Daniel Þorsteinsson. Fyrir tveimur árum sendi Guö- mundur frá sér bók um Sigurð Guöbrandsson, langafa sinn, sem dæmdur var til dauða 1876 fyrir meinbugi i ástarmálum, — en Daniel Þorsteinsson varð tengda- sonurhans. Bækurnareru þvi ná- tengdar þó hvor um sig sé sjálf- stætt verk. Daniel Þorsteinsson var uppreisnarmaöur i' eöli sfnu, listfengur, stoltur og gáfaöur, en átti viö aö et ja miklar andstæður innra meö sér. Bókin segir frá lifshlaupi hans. Guömundur Danielsson kemur mikiö viö sögu hjá Setberg fyrir þessi jól, þvi' hann hefur einnig þýtt fyrir forlagiö bókina ,,I her- teknu landi”, sem er heimildar- frásögn eftir norömanninn As- björn Hiidemyr. í bókinni segir hann frá dvölsinni i Reykjavik og Akureyri á striösárunum. Bókin kemur samtimis Utá tslandi og i Noregi. Gylfi Gröndal hefur skrifað bókina „Menn og Minningar”, og þaö eru eins og titillinn gefur til kynna þættir um þekkta og litt- þekkta menn, i svipuöum dúr og „Ógleymanlegir menn”, sem kom út hjá Setberg fyrir nokkrum árum. Þetta eru frásagnir Gylfa og viötöl. Þá kemur Ut hjá Setberg þriöja bókin eftir Isac Bashevic Singer — „Sögur”. Það eru 17 sögur, valdar úr þremur bókum höf- undarins. Hjörtur Pálsson þýddi sögurnar,eins og hinar bækurnar tvær, sem Setberg hefur gefiö Ut á Islandi. Arnbjörn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri, nefndi aö lokum endurútkomu bókarinnar „Bláa eyjan”, sem eru endurminningar blaöamannsins W.T.Steed. Bókin kom fyrst Ut 1942 og hefur undir- titilinn „Reynsla min handan viö tjaldið”, en Steed var rómaður miöill, sem fórst áriö 1912 meö hinu fræga skipi Titanic. Hall- grimur Jónsson, skólastjóri, þýddi bókina. Alls koma út hjá Setberg milli 25 og 30 bækur nú fyrir jólin, þar af milli 10 og 20 barna- og ungl- ingabækur. Fyrsta bókin er ein- mitt aö koma Ut nú i vikulokin. Það er Dallas-pappirskilja byggö á sjónvarpsþáttunum frægu. Bara gott! Baraflokkurinn Baraflokkurinn er nafn sem töluvert hefur heyrst upp á siö- kastið og min skoöun er sú aö þaö muni heyrastenn meir i ná- inniframtiö. Hljómsveit þessi er frá Akureyri og hana skipa As- geir Jónsson sem syngur aöal- rödd, ÞórFreysson gitarleikari, Baidvin H. Sigurösson bassa- leikari, Jón Freysson hljóm- Tómas Tómasson var verk- stjóri i stúdiói og sannar enn einu sinni að þaö eru ekki margir sem geta skákaö honum i þvi fagi hér á landi og greini- legt er aö hann nær toppgetu Ut úr þeim sem hann vinnur meö hverju sinni. Baraflokkurinn hefur þegar meö þessari fyrstu plötu komið sér fyrir meöal bestu hljóm- f*S sveita þessa lands, á þvi er ekki nokkur vafi. Popp eftir Gunnlaug Sigfússon 1 T' borðsleikari og Arni Henriksen trom muleikari. Baraflokkurinn hefur nú sent frá sér sina fyrstuplötuog er af- kvæmiö 45 snUninga og hefur inni aö halda sex þrælgóð lög. Eg efast um aö margar is- Ienskar hljómsveitir hafi sent sent frá sér betri fyrstu plötu en Baraflokkurinn gerir nú. Tón- listin sem þeir flytja er taktföst og þung. Þetta er rokktónlist sem á köflum minnir nokkuö á Ultravox og þess háttar hljóm- sveitir og einhvern veginn er eins og Bowie sé ekki langt undan. Hljómsveitin virkar i heild mjög samstillt og góð og Asgeir er kraftmikill og góöur söngvari. Wire-Document And Eyewitness Hljómsveitin Wire varö til i október 1976, en kom þó ekki opinberlega fram fyrr en i febrúar 1977 og þá i pönk- klúbbnum Roxy i London. Þar voru tekin upp meö þeim tvö lög, 12XU og Lowdown, sem sett voru á samansafnsplötuna Live at Roxy. Fyrsta stóra plata Wire, Pink Flag, kom út þetta sama ár en á henni voru hvorki fieiri né færri en tuttugu og eitt lag, sem voru allt frá hálfri minútu og upp I þrjár minútur aö lengd. Plata þessi fékk sérlega góöa dóma gagnrýnenda og var þeim spáö'miklum vinsældum. Missing Chairs heitir önnur plata þeirra, sem kom Ut 1978, og enn var þeim mikið hampað af gagnrýnendum, en eitthvaö létnúsalan samtá sér standa^ A Missing Chairs nutu þeir aö- st(*ar Mike Thorne sem lék meö þeim á hljómborö auk þess aö stjórna upptökunni. Tónlistin var töiuvert fjölbreyttari en á Pink Flag og lögunum haföi fækkaö niöur i sautján. Ári siöar sendu Wire svo frá sér plötuna 154 og var þar um enn eitt meistaraverkiö aö ræöa, en eftirsem áður létu vin- sældirnar ekkert á sér kræla. Endirinn varö þvi sá aö Har- vest-hljómplötufyrirtækiö, sem gaf út plötur Wire, þóttist ekki hafa nógu mikiðupp Ur krafsinu og rifti samningum viö hljóm- sveitina. Stuttu seinna hættu Wire svo að leika saman og allt útlit er fyrir að hljómsveitin sé hætt,þósvo aðmeölimir hennar hafi aldrei fengist til aö segja þar af eöa á um. Eftir aö Harvest létu Wire fara hélt hljómsveitin nokkra hljómleika þar sem eingöngu var leikið efni sem ekki haföi áður verið gefið út á plötum. Margt af þvi sem þeir léku þá var enn tilraunakenndara en , það sem þeir höfðu áöur gert og reyndu þeir þá oft virkilega á þolrifin á áheyrendum sinum. Ler.gst þóttu þeir þó ganga á hljómleikum sem haldnir voru i • Electric Ballroom, en það eru einmitt upptökur frá þeirri upp- ákomu sem fylia fyrri plötuna af tveimur sem Wire hafa ný- lega sent frá sér. Þó svo aö upp- iakan á efni þessu sé ekki alveg upp á þaö besta. þá kemst vel til skila sá hráleiki sem einkennt hefur hljómleika þessa og sú spenna sem var milli hljóm- sveitar og áheyrenda. Eini gall- inn viö plötu þessa er sá aö inn i upptökurnar frá hljómleikunum eru klipptir viðtalsbútar, sem Graham Lewis bassaleikari Wire átti við listamanninn Russell Mills. Þetta er þó minniháttar galli á góöri plötu. Hin platan, sem er 45 snúninga og þvi styttri, er aö mestu leyti tekin upp i Notre Dame og er upptakan á henni miklu betri, auk þess sem lögin eru öll mun aðgengilegri. Þetta tvöfalda albúm sýnir þvi tvær hliðar á hljómsveitinni Wire og eru það hvorttveggja góðar hliðar. Wire var (er) nefnilega meö athyglisveröustu hljómsveitum sem komið hafa fram á siðari árum. Hjómsveit sem alltaf var i stööugri fram- för og þvi leitt aö hún skyldi hætta svo snemma. Meölimir hennar hafa þó haldiö áfram aö gefa út plötur, sem sumar hverjar eru hinar athyglis- veröustu, saman ber plötuna A- Z sem söngvarinn Colin New- man sendi frá sér. En þaö er nú önnur saga. Raincoats-Odyshape NU á siöustu árum eru konur loks farnar aö láta eitthvaö aö sér kveöa i heimi rokktónlistar- innar og fyrirbrigðið kvenna- hljómsveit veröur æ vinsælla. Hér áður fyrr var nær eir.göngu um þaö aö ræöa aö kvenfóik syngi meö rokkhljómsveitum, en þær komu sjaldnast nálægt hljóöfæraleik, að ekki sé nú minnst á lagasmíöar. Þaö þykir nú eiginlega ekkert tiltökumál lengur aö hljómsveitir séu nú skipaðar kvenfólki aö ein- hverju eða öllu leyti. Hljóm- sveitir eins og Au-Pairs, Mo- Dettes, Go-Go’s, Slits og Rain- coats eru þar til dæmis. Raincoats hafa nU starfað saman i tæp fjögur ár, meö ýmsum breytingum þó. Nú eru aðeins tvær af upprunalegum meölimum hennar ennþá i hljómsveitinni, en það eru þær Ana DaSilva, sem leikurá gitar og syngur og Gina Birch, sem leikar á bassa og gerir einnig eitthvað af þvi að syngja. Auk þeirra eru nú i Raincoats Vicky Aspinall fiðluleikari og Shirley O’Loughlin, sem leikur reyndar ekki með þeim heldur er bara góöur vinur og reddari. Trommuleikari viröist enginn vera i hljómsveitinni um þessar mundir, en sú sem var með þeim siöast, Ingrid Weiss, spilar i nokkrum lögum á nýju plötunni.Raunarhafa þæralltaf átt ivandræöum meöaöhalda i trommuleikara og hafa þar ýmsir komið viö sögu, svo sem Palmolive fyrrum Slitsmeðlim- ur og Richard Dudanski, sem viða hefur komiö viö. Tónlistinni á fyrstu plötunni hefur svo ágætlega verið iýst sem skipulögöu öngþveiti. Þar sem er eins og fjórar mann- eskjur séu aö spila sitthvort lagið og oft i sitt hvorum taktinum, en allt falli þetta þó á- gætlega saman þegar maöur er tekinn aö venjast tóniist þeirra. Tóniistin á nýju plötunni, Odyshape, er þó allt ööruvisi en áþeirri fyrri. Svomikiö öðruvisi að það er varla hægt að þekkja þetta fyrir sömu hljómsveitina. Lögin eru nú öll frekar róleg og seiðandi og jafnvei eru arabisk áhrif nokkuö áberandi og þá sérlega i fiöluleiknum. Trommuleikur er sparlegur og meira notuö ýmsikonar á- sláttarhljóöfærijen trommusett. Þaö má eiginlega segja aöplata þessi likist meira hippatónlist en nýbylgjutónlist, án þess aö það teljist nokkur galli, þvi Raincoats eru fyrst og fremst aö leika sina tónlist meö sinum séreinkennum. Tónlist sem er harla athyglisverð.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.