Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 28. ágúst 1981 he/garpásturinn Greifirm og hertogirm hefur trióplata hans meö Charles Mingus og Max Roach. Money Jungle (UAJS 15017) átt mestan þátt i þvi. En dúóplata hans og Ray Brown gefur henni litið eftir. Sú heitir: This One’s for Blanton og inniheldur Frag- mented Suite for Piano and Bass ásamtfimm eldri ópusum þar á meðal Pitter Panther Patter, sem Ellington og Blanton hljóð- rituðu 1940. Hin siðari ár samdi Ellington æ meira af svitum, flestar áttu séreitthverttilefnieinsog þærer finna má, á The Ellington Suites (Pablo 233 5 743) The Queen’s Suite tileinkuð Elisabetu drottn- ingu, en Ellington var hirð- djassisti ensku konungsfjöl- skyldunnar og virðist Oscar Peterson hafa fyllt það skarð við lát meistarans, The Goutelas Suit, samin vegna endurreisnar 13aldar kirkju i Frans og The UWIS Suite, samin vegna Ellingtonfestivals við háskólann i Wisconsin, Madison. Tvær Fantasy plötur eru til með Ellington svitum: The Afro-Eurasian Eclipse (F 9498), sem Ut kom að Ellington látnum og Latin AmericanSuite (F 8419), sem samin var 1968 eftir ferðalag um Suður Ameriku. Aö sjálfsögðu er latinbitið ráðandi i svitunni, en Ellington var frumkvöðull þess i djassin- um (Caravan, Congo Brava osfrv). En hann kynntist þvi ekki á heimaslóðum heldur réð- ist til hans portórikani, Juan Tizol. Reisan 1%8 var sú fyrsta sem Ellington gerði til Suður Ameriku og einsog hann segir i ævisögu sinni: „Satt aðsegjaer það ákaflega furðulegt þvi Mexikó er jafn nærri Bandarikj- unum og Kanada, en þangað förum við árlega”. Það er margt bitastætt i þess- ari svitu þótt misjöfn sé einsog flestar Ellingtonsviturnar (þá eru að sjálfsögðu undanskildar Harlem svitan, Svitan um auturlönd fjær, Steinbeck svitan og Shakaspere svitan). Upp- hafskaflinn, Oclupaca, er yndis- legur og ekki skemmir fyrir tónverk sem eru hápunktur þess sem skrifað hefur verið i djass. Ekkert djassplötusafn ris undir nafni ef höfuðverk þessara kappa vantar þar. Nokkuð sæmilegt úrvai er af plötum þeirra i Fálkanum (miðað við það sem finnst af djassplötum hérlendis), þó vantar helstu hljóðritanir glæsi- skeiðs þeirra. RCA verk Elling- ton frá 1940—42 og Decca hljóð- ritanir Basies 1937—39. Þá voru sólóistar þeirra i hópi höfuð- snillingar djassins: Ellington með Ben Webster, Johnny Hodges, Cootie Williams o.fl. ofl. Basie með Lester Young, Buck Clayton, Dicky Wells ofl. ofl. Agætttvöfaltaibúm er til með Ellington hljóðritunum frá 1927—30 (EMI SHB58) þar eru frumhljóðritanir meistaraverka einsog Black And Tan Fantasy, Mood Indigo og Rockin’ In Rythm og svo pianósólóinn við- frægi Black Beauty. Tvöfalt Basie albúm frá RCA b'manum fyrir 50 er einnig til (RCA CL 42113). Þá voru helstir sólóistar Harry Edins og Joe Newman (sem lék eitt sinn á Hótel Loft- leiðum), Buddy Tate (sem hér lék með Goodman) og svo tveir kappar sem frægir urðu seinna sveiflar bandið One O’Clock Jump og Little Phony og fleiri ópusum. Fyrsta platan i þessum flokkivar: Basie. Hún er ómiss- andi í hvaða djassplötusafn sem er, ekki sist vegna sjokk- trompetanna og pianóleiks Basie gamla i' Neal Hefti ópusnum: The Kid From Red Bank. Ellington og Basie hafa gert nokkuö af þvi að leika inná plötur bigbandlausir og má þar finna marga perluna. Það er ekkert skritiö að Basie kraft- birtingurinn trylli djammsess- sjónir einsog stórhljómsveitina. Eitthvert skemm tilegasta Basie djamm, sem hljóðritað hefur verið er frá Montreux 1977 (Pablo 2308 209) endaidjamma þar ma. tveir af höfuðsnilling- um djassins, trompetleikarinn Roy Eldridge og altósaxafón- leikarinn Benny Carter. Ein af skemmtilegri smáhljóm- sveitarskifum sem Ellington lék innáumsina daga var: Back To Back með Johnny Hodges. Þarna má finna sjö blúsa og enginn blés blúsinn betur en Johnny Hodges. Það er ekki fyrr en á siðari árum að djass- geggjarar, utan æstustu Elling- tonaðdáendanna, gerðu sér grein fyrir þvilikur pianisti gamli maðurinn var. Trúlega Duke Eliington, árið 1939, vel klifjaður. þegar Paul Gonsalves blæs sóló- inn ala Webster i Congo Brava. í öðrum kafla Chico Cuardradino er blúsinn farinn að heilsa uppá sömbuna og i þeim fjórða hugleiðir Ellington argenti'nskan tango á pianóið. Svitan er i sjö köflum og lýkur á magnþrungnum ópus: Brasill- iance þar sem Gonsalves fer á kostum. Fáir djassleikarar hafa hijóð- ritað önnur eins fim og Elling- ton og Basie,kennir þar ýmissa grasa,enþaö besta erþeir gerðu mun lifa um ókomnar aldir. Hér áður fyrr var djass- heimurinn fullur af konungum og aðalsmönnum: King Oliver, Earl Hines, Sir. Charlie Thomp- son, Count Basie og Duke Ellington voru i hópi þeirra helstu og Count og Duke stjórnuðu geggjuðustu stór- hljómsveitum sem nokkru sinni hafa leikið á þessari plánetu. Basie með blúsriffin og rýþma- sveit sem ekki átti sinn likan. Eliington með útsetningar og með Ellingtonbandinu: Clark Terry og Paul Gonsalves. Þarna má finna One O’Clock Jump, Swingin The Blues og geggjaöa útgáfu frá 1947 á Seventh Avenue Express. Á fimmta áratugnum hljóð- ritaði Basie mikið fyrir Roullete og franska Vouge hefur nú endurútgefið öll herlegheitin á 24 breiðskifum. Sú tuttugusta fæst um þessar mundir f Fálk- anum: Basie At Birdland. Þar eftir Vernharð Linnet Jazz Haydn endurreistur í vandaðri, ódýrri útgáfu Joseph liaydn (1732—1809): Symfónia nr. 94 „með pákuslætti” og Symfónia nr. 101 ..Klukkan” Flytjendur: Ungverska filharmóniuhijómsveitin Stjórnandi: Antal Dorati Útgefandi: TELDEC „Telefunken-Decca” 6.42215 AH (1974) Þrátt fyrir gffurleg afköst og varanlegan sess i tónlistar- sögunni, var staða Haydns ekki metin sem skyidi. 1 hálfa aðra öld eftir dauða tónskáldsins, var litiö á hann sem tengilið milli „risanna”, Bachs og Mozarts, án þess að hann væri nokkru sinni talinn jafnoki þeirra. Hann var bara „Papa Haydn”, gæfur og glaðlyndur piparsveinn, sem lifði fremur viðburðasnauðri ævi, að þvi er mönnum fannst. Að visu var hann talinn „faðir symfóniunnar” (sem nú þykir ofsögum sagt), en andagift hans þótti ekki söm og ofangreindra tönskálda. t lok sjötta áratugarins (nákvæmlega 150 árum eftir dauða Haydns), var loksins komið annað hljóð i strokkinn. Þýski heimspekingurinn og tón- skáldið, Theodor W. Adorno (sem nú er þekktastur fyrir að vera einn af postulum „Frankfurtar-skólans” i félags- rannsóknum), kvaðst „vilja grípa tækifærið”og tjá mönnum þá skoðun sina ,,að Haydn væri eitt mesta tónskáld sögunnar, en jafnframt ákafiega misskil- inn.” Þetta varhaft eftir Doblinger- tónforlaginu i Vinarborg og komu fullyrðingar Adornos heim og saman við niðurstöður rannsókna bandariska tón- fræðingsins H.C. Robbins Landon, sem rannsakaö hafði nótnarit Haydns, allt frá árinu 1948, en hann settist að i Vinar- borg til aö vinna að athugunum þessum. Robbins Landon komst nefnilega að þvi, að flestar partitúrurnar sem túlkendur verka Haydns höfðu notað hingað til, voru brenglaðar að einu eða öðru leyti og sumar alrangar. Siöan lagði hann fram „leiðrétta” útgáfu af symfóniu- unum, 104 að tölu. Það er á þessum leið- réttingum sem ungverski stjórnandinn Antal Dorati, byggði fjögurra ára starf sitt, þegar hann stjórnaöi öllum þessum symfónium á 48 hljóm- plötum fyrir Decca. Það tók 281 skipti i hljóðupptökusal og 563 kilómetra af tónbandi, til að koma þessum leiðréttu symfón- lum i heild, ásamt nokkrum aukaverkum inn á hljóm- plöturnar. Þegarseldist útgáfan i tveimur milljónum eintaka og varð til þess, að aðrir listamenn tóku að spila inn heildarútgáfur á öðrum verkum Haydns. M.a. má nefna austurriska pianist- ann Rudolphe Buchbinder, sem ieikið hefur allar pianósónötur tónskáldsins, Aeolian-kvartett- inn i London sem leikið hefur alla strengjakvartettana, 83 að tölu og Haydn-tríóið i' Vin sem „afgreitt” hefur öll pianótrióin. Nú er Haydn ekki aðeins talinn vera einn aðalmótandi symfóniunnar, heldur miklu fremur sónötunnar og strengja* kvartettsins. Þó halda menn þvifram nú, að fyrst og fremst sé hann tónskáld söngs og kóra. Menn hafa að visu aldrei dregið i efa, að kantötur hans og óratoriur, væru meðal þeirra bestu sem samdar hefðu verið, en undanfarið hefur rykið verið dustað af óperum hans og kemur þá ýmislegt óvænt i ljós. Þar með er augljóst af hvaða stærðargráðu verk Haydns eru. Báðar sym fóniurnar á þessari plötu, eru i flokki svokallaðra „Lundúna-symfónia”, 12 siðustu verka hans af þeirri teg- und og eru þær hápunktur symfóniskra verka Haydns. Það var þýski fiðluleikarinn J.P.Salomon, sem hvatti Haydn til þessara tónsmiða, þegar hann fékk Haydn til að koma til Englands itvigang, 1791 og 1794. Salomon var þá orðinn konsert- haldari i London og nokkurs konar „primus motor” i tón- listarli'fi borgarinnar. Symfónia nr. 94 i G-dúr, hefur vérið nefnd „The Surprise” (undrunin), ef>a „með páku- slætti”, hvort tveggja vegna hins hvella pákusláttar i hæga kaflanum. Þetta eru þó hinar mestu nafnleysur, vegna þess að þær beina athyglinni frá hin- um sterka heildarstrúktúr verksins. Byrjunin er melódisk og þróast i dramatiskt Allegro (Vivace assai). Þá taka við til- brigði með pákuslættinum fræga sem enda á finlega tvinnuðu niðurlagi. A eftir þjóð- legum Menuett, lokast svo verk- ið á þróun sem höfðar til fyrsta kaflans. „Klukku-symfónian” nr. 101 i D-dúr, ber nafnfgift af Andante- kaflanum, með sínu pendúl- kennda og reglulega tempói. Þótt þetta áleitna Ostinato sé stórfengleg tónsmið (og var gef- ið út sem sérstök tónsmið sið- ar), er langt frá þvi að symfóni- an snúist eingöngu um þetta klukkutempó. Byrjunarkaflinn, með sinni frjálslegu og flugrænu þróun frá dramatisku Adagio yfir i þróttmikið Presto, með ljóðrænnitvinnun og hliðarivafi, sýnir hvilikur snillingur forms- ins Haydn var. Hérfinnurmað- ur hvað Beethoven á honum að þakka og jafnvel Berlioz og Mendeissohn. Var rómantikin svona langt á undan sinum tima? Þriðji kaflinn er svo finlega unninn menúett með pákuslætti og breiöu triói. Lokakaflinn er hrifandi rondo. Senniiega verö- ur að telja þessa symfóni'u til tignarlegustu verka Haydns. Fyrir utan þau meðmæli sem hér hafa verið rakin og veittu þessari útgáfu „Grosser Deutscher Schallplattenpreis” og „Grand prix du disque”, er þessi frábæra innspilun Doratis og Philharmonia Hungarica, ódýrasta útgáfan sem tilerá is- lenskum markaði og langt undir venjulegu hljómplötuverði. Það ætti ekki að draga úr mönnum að kynna sér þessa gegnumleið- réttu túlkun á symfónium Haydns.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.