Alþýðublaðið - 25.03.1927, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.03.1927, Blaðsíða 1
ublaðið Ctefið út af Alftýduflokknunt 1927. Föstudaginn 25. marz. 71. tölublað. CrABfLA BÍO BoðorðiD tíu sýnd í kvöM kl. 9. Pantaðir aðgöngumiðar afhendast í Gamla Bíó kl. 8-: 8 ÖA, en eftir þann fíma seldir öðrum. Erlemd sfmskeyti. Khöfn, FB., 24. marz. Alt með kyrrum kjörum i Shanghai. Frá Lundúnum er símað: 1 'Shanghai hefir verið tiltölulega friðsamlegt í gær. Fleiri her- deildir Kantonmanna ery nú ijomnar til borgarinnar, og hefir þeim tekist að koma í veg fyrir óróa múgsins í Kínverjahverfum borgarinnar. Yfirmaður Kanton- tierdeildánna í Shanghái hefix lof- að að vernda líf og eignir út- lendinganna þar, en þó búast menn við því, að hætt sé við óróa í kringum útlendingahverfið, því vafasamt þyki, að herstjórninni takist að halda öllu í skefjum. Enn sem komið er, hafa engar fregnir borist um það, að Evrópu- menn hafi orðið fyrir tjóni þar eystra. Balkandeilunni að ljúka. Frá Lundúnum er símað: Nú er talið mjög liklegt, að Balkan- deilan leiði ekki til ófriðar. Hef- ir verið stungið upp á því, að sænskum herforingjum verði falið að rannsaka, hvort þær ásakanir ítölsku stjórnarinnár á hendur Júgóslövum, að þeir hafi undir- búið ófrið gegn Albaníu, hafi- við nokkuð að styðjast. Verkamenn alíra Þjóða síyðja Kínveria. Miðstjórn Alþjóðasambands verkamanna í Amsterdam hefir birt svo látandi yfirlýsingu: „Stjórn Alþjóðasambands verka- manna hefir rætt 'Síðustu atburð- ina í Kina og lýsir yfir því, að ckki verði það mál á enda kljáð, svo að vel sé, nema með því að öll hlunnindi og utanrikis-sérrétt- indi séu afnumin með því, að Kina verði fengið tollfullveldi, .með því, að feldir verði úr gildi þeir samningar, sem svifta Kína sj'álfstæði sínu, og með því, að gerðir verði nýir samninga'r 'á þeim grundvelli, að Kína sé jafn- sett öðrum ríkjum. P- 9 W 1 W W & 1® rjatin ara afmæli Leikfélags BeykjavíkiiF. A ú-tléi'ð eftir Sutton Vane verður leikið í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar verða seldir í dag frá kl. 10. f. h. HjúkranaFtæM eru beztogódýrustíParís Stjórn Alþjóðasambands verka- manna mótmælir allri sérréttinda- pólitík, því að hún brýtur í raun og veru niður alt þjóðlegt sjálf- stæði, og hún fordæmir allar til- raunir til að halda uppi þessum sérréttindum með hervaldi. Sam- kvæmt þessu styður stjórn Al- þjóðasambands verkamanna þá stefnu, sem landsfélagið brezka og brezki verkamannaflokkurinn hafa tekið, er þeir krefjast þess, að bundinn sé fullkominn endir á öll þau mál, sem nú valda al- þjóða-ósamþykkinu í Kína, með frekari samningum og styður all- ar tilraunir til að hindra, að þrif- ið sé til vopna." Myndalistin á Rússlandi. Myndalistin heíir á hinum siðari árum tekið miklum framförum á Rússlandi. Með hverju ári vex á- hugi almennings á Rússlandi fyrir söfnum og sýningum. Meðal lista- mannanna gætir mjög þeirrar við- leitni, að þeir velja þær fyrir- myndir, sem eru auðskildar al- menningi. Myndalistin hefir á seinni árum meira og meira nálg- ast veruleikastefnuna. Hún leit- ar viðfangsefna sinna í hinu raun- verulega lífi. En hinar mörgu og mismunandi listastefnur hafa það sameiginlegt, að mest ber á hinu verulega hjá þeim, — vinnunni og lífinu, eins og það er. Er'endis hefir hinni rússnesku list verið tekið ágæta-vel, t. d. á sýningunum í Amsterdam, Ber- lín, París, Dresden og einnig í Japan. Sagnfræði framtíðarinnar mun ekki með þögninni geta hlaupið yfir þann mikla skerf, sem rúss- neskir listamenn hafa lagt fram í þágu byltingarinnar og á þeim tímum, þegar við hvað mesta örð- ugleika var að etja. Það, sem listamennirnir pá leystu af hendi og bjuggu til, svo að segja á far- aldsfæti, hefir þegar haft ger- ÚTSALA. Til að rýma fyrir nýjum vörum verða neðantaldar vörur seldar með afslætti til mánaðamóta: V^artau 15% MoBagunk|ölatau 20 °/0 UllarfSauel 20";,, Gardfnutau 10",, Káputau 15 0/„ Allar aðrar vörur seldar með afslætti. — Munið eftir Upphlutasiikinu, pað verð- ur einnig niðursett. Motið tækíSæpið! ¥erzl. 6. Bergi)órsdóttui\ Sfmi 1109. Laugaíregi 11. liEynning. Rullupylsur m|ög góðar og ódýrar og mjallahvítur freð- fiskur, vel barin. Verzi. ,Ornin' Grettisgötu 2. Sími 871. Reynið ný-niðursoðnu fiskbollurn- ar frá okkur. Gæði þeirra standast erlendan saman- burð, en verðið miklu lægra. Sláturfélag Suðurlands. breytandi áhrif á listamenn í Þýzkalandi, Hollandi og Ung- verjalandi. » Styrjaldar- og byltinga-árin eru nú liðin, og listamehnirnir eru aft- ur seztir að í vinnustofum sínum. En einnig nú er Jistin mjög helguð áhrifamiklum atburðum frá binu stórfenglega tímabili, byltingarár- unum. NYJtA MÍ& Volsunga- saafa. Stórfengleg kvikmynd í II. pört- um, 15 páttum, gerð af hinu heimsfræga Uf a-félagi í Berlín. Útbúin til leikseftir Fritz Lang. •Fyrri partur myndarinnar verður sýndur í kvðldogannað kvöld í sfðasta sinn. Aðgöngumiða má panta í sima 344 frá kl. l;þeirra sé vitjað fyrir kl. 8^/g, annars seldir öðrum. PðU Isélfsson. Níundi Or gel«- k^itseFt í fríkirkjunni laugard. 26. p. m. kl. 8V2, helgaður nsisutingn Beethoven's. Frú Guðrún Áuústsdóttir aðstoðar. Aðgöngumiðar fást í. bóka- verzl. ísafoldar, Sigf. Eym- undssonar, Arinbj. Svein- bjarnarsonar, Hljóðfæraverzl- un K. Viðar, Hljöðfærahús- inu og Hljóðfærav. H. Hall- , grimssonar og kosta 2 krónur. wwwww^ra Ný egg á 18 aui-a stykkið. HatarbHIi, Laugavegí 42. Sínti 812. niðursoðna kjötið frá okktfr; það er gott, handhægt og drjúgt. Sláturfél. Suðurlands. Kaupið niðursoðnu kæfitna frá okkur. Hún er ávalt sem ný og öllu viðmeti betri. Sláturfélag Suðurlands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.