Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 18. september f-ialrj^r~f~irícztl irinn eftir Guðjón Arngrímsson myndir: Jim Smart Visaft á næstu hæb Lagt í borgarapparatið. 0 Engir tafImenn og þá ekki skákmenn borgari” geta teflt þegar þannig lægi á honum. Með þvi skilyröi náttúrlega að þaö væri á guölegum tima og i viöunanlegu veöri. Ekki hugmynd Ofan viö tafliö er Icelandic Tourist Bureau til húsa. Okkur datt i hug aö spyrja þar hvort einhver vissi eitthvað um tafliö. I ljós kom aö skrifstofan var lokuö, en i þvi að viö komum aö var huröin opnuö og miöaldra maður hleypti konu út. „Nei, viö höfum ekkert meö þaö aö gera”, svaraöi hann spurningunni. ,,Ég held aö þeir hafi verið hérna siöast á sunnudaginn var. Þá var eitthvaö fólk hérna. En ég get ekki hjálpað ykkur. Biddu, ég gæti kannski visað ykkur eitthvert. Nei. Ég veit bara ekkert um þetta”. Við hliöina á islensku feröaskrifstofunni er veitinga- húsiö Torfan. Þar svaraöi afgreiöslustúlka mjög hrein- skilnislega. „Ég hef ekki hugmynd um það”, sagöi hún. Okkur datt i hug að þarna heföi „hinn almenni borgari” guggaaö og ákveöiö aö té'flá heima hjá sér.En viö vissum af borgarskritstofunum i Austurstrætinu, þar sem einhver bókstaflega hlaut að vita eitthvaö um útitaflið. Góða veðrið Fyrst var okkur visað upp á næstu hæö fyrir ofan. „Þú getur áreiöanlega fengið einhverjar upplýsingar á skrif- stofunni uppi”, sögðu afgreiðslustúlkurnar á skrifstofunni niöri. Stúlkan á afgreiöslunni uppi spuröi hvort viö vildum ekki bara tala viö skrifstofustjórann sjálfan. Viö sögðum jújú. „Hann er upptekinn i simanum núna en losnar bráö- lega”, sagöi hún, og við biöum. Skrifstofustjórinn tók okkur vel. Hann sagöi tafl- mennina vera geymda austur i Skúlatúni hjá Borgarverk- fræðingi. Hann sagöi þá hafa verið á taflinu um helgina, og að meiningin væri aö þeir væru fluttir þangað á öllum góöviörisdögum. Þá var honum litiö út um gluggann og sagöi með sjálfum sér aö veöriö væri nú hreinlega ekki sem verst núna. „Heyrðu. Ég skal bara hringja og athuga þetta snöggvast”, sagöi hann svo. Viö biöum frammi hjá ritaranum og heyröum óm af Útitaflið stikkprufað: HEIMASKITSMAT Skák er skemmtilegur leikur. Hún eflir andann og tekur á taugarnar. Þetta hefur Reykjavikurborg vitaö um skeiö, þvi i sumar var lokið viö aö gera útitafl i hjarta hennar. Otitafliö er snyrtilegt og stéttarnar i kring eru skipulega lagöar. í góöum veðrum um helgar hafa veriö haldin þar skákmót unglinga og margir hafa staldraö viö og horft á kuflklædda krakkana rúlla skákmönnunum eftir reit- unum. tltitafliö hefur semsagt ekki minnkaö lifiö i hjarta borgarinnar á góðviörisdögum um helgar ef skákmót eru. Þaö er útaf fyrir sig eftirsóknarvert. En i fljótu bragöi ekki heillar milljónar viröi. A góöviörisdögum um helgar er yfirleitt talsvert lif I miöbænum, þó aldrei veröi náttúr- lega of mikið af lifi neinsstaöar,-og skákmót unglinga eru sem betur fer ekki mjög tiö. Unglingar eiga aö nota góða veöriö til annars. Skattborgarar I Reykjavik eru ekki mjög margir. Af heilli milljón króna kemur þvi allnokkuö i hlut hvers. Þaö er þvi eiginlega sanngirniskrafa aö þetta verði notaö eitt- hvaö, aö taflmennirnir standi ekki aögeröarlausir I rán- dýrri niöurgrafinni geymslu, og sói óbeint fjármunum. Hinn almenni borgari Það voru hugleiöingar á viö þessar sem ráku á eftir blaöamanni og ljósmyndara Helgarpóstsins, aö taka eina skák á Útitaflgólfinu i Torfunni. Þetta var á miövikudag- inn fyrir hádegi, um klukkan hálf eilefu. Veöriö var ljóm- andi. Hlý gola aö vestan, sólarglampar aö sunnan. Meö venjulegum aöferöum blaöamanna og ljósmyndara heföi eflaust veriö hægt aö fá aö taka skák. Þá heföum viö hringt i borgarapparatiö og beöiö um sérstaka fyrir- greiöslu i krafti fjölmiölavaldsins. En þaö getur lika veriö fróölegt fyrir blaöamenn og þá kannski lesendur aö setja sig i spor „mannsins af götunni” eöa „hins almenna borg- ara”.Þá setur hann penna og blaö i vasann, og ljósmynd- arinn felur myndavélarnar fyrir aftan bak. Svo er bara aö haga sér eins og maður sé ekki I vinnunni. Þegar viö komum oni bæ þennan dag var útitafliö autt og liflaust. Engir taflmenn voru sjáanlegir. Eini maöurinn þarna á svæöinu var strætisvagnastjóri aö biöa eftir far- þegum sinum, sem ekki voru komnir þvi vagninn átti ekki aö fara nærri strax. Líflaust Viö svipuöumst um eftir taflmönnum. Jaröhýsið stóö opiö uppá gátt, en mannlaust, bæöi af taflmönnum og starfsmönnum borgar. Engar leiöbeiningar eru á svæöinu. Eitt skilti er viö Bankastrætið og þaö snýr baki aö Torfunni. En á þvi eru engar upplýsingar um taflið, aöeins myndir af húsunum þarna og sviöinu, teiknaöar af arkitektum. Viö gengum aftur niöur aö taflinu. Allt I kring var iðandi lif. Viö Menntaskólann, á Lækjargötunni, i Bankastræti og i Austurstrætinu. Viö vildum tefla. En þarna á torfunni voru engi taflmenn, engir starfsmenn til aö gefa upp- lýsingar og engin skilti til aö segja okkur til. Ekkert lif. Yfirvöld borgarinnar höföu engu aö siöur sagt aö þetta tafl mundi veröa opiö fyrir almenning. Aö jafnframt þvi sem haldin yröi skákmót þarna, mundi „hinn almenni simasamtali. Svo kom hann fram i dyrnar. „Heyrðu. Þaö er veriö aö athuga þetta. Ef þú bara talaöir viö Ólaf Jóns- son, hann er meö skrifstofu hérna innar á ganginum, á móti lyftunni”. Viö þökkuöum fyrir. Gáð að taflmönnum Ólafur Jónsson tók okkur sömuleiöis vel. Hann sagöi að taflmennirnir væru geymdir hjá borgarverkfræöingi inni i Skúlatúni, og hann heföi nú veriö að tala viö þá þar, en hann gæti ekki sagt um hvort taflmennirnir væru neitt á leiðinni vegna þess aö hann vissi ekki hvernig stóð á hjá þeim meö flutning hingaö niöur eftir. „Þannig aö viö teflum þá ekki mikiö núna” sögöum viö, — kurteisi hins almenna borgara aö drepa okkur. „Nei, eins og ég sagöi þá veit ég ekki hvernig stendur á hjá þeim. Þaö eina sem ég get ráölagt ykkur er aö sjá til, og hafa auga meö taflinu og gá hvort þeir koma ekki meö þá”. Viö þökkuöum fyrir upplýsingarnar. Allt I kringum úti- tafliö eru veitingastaöir. Þaö auöveldar áhugasömum skákmönnum að biöa eftir þvi aö borgarverkfræðingur komi meö taflmennina. Viö blaöamaöur og ljósmyndari Helgarpóstsins sátum á einu þessara kaffihúsa og skutum augunum annaö slagiö yfir götuna og á tafliö. Eftir rúman klukkutima gáfumst viö upp. Þá var komiö fram yfir hádegi og sólin skein glatt. Þó skák sé göfug iþrótt verður ekki heilum vinnudegi fórnaö i svona til- raunir. Borgarverkfræðingur hefur haft i ööru aö snúast, og reiknaö meö að þaö sama gilti um aöra. Niöurstööur þessarar stikkprufu eru neikvæðar hvar sem á er litiö. Tafliö eykur ekki lif i bænum. Tafliö er reyndar yfirleitt ekkert tafl, heldur bara mislitar hellur, þvi hvað er tafl án taflmanna. Taflið er ekki opiö fyrir al- menning á góöviörisdögum, eins og lofaö var. Og þar fyrir utan: þaö er dýrt aö biöa eftir taflmönnum eins og veröiö á kaffi er i dag.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.