Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 10
ÍV\É-C< 'SC G-WÍ.Í U^vV .., Ég hélt meö Tyrkjum baö var ég sem vann landsleikinn við Tyrki. Þaö er satt. Frá þvi I frumbernsku, hef ég veriö langbesti knattspyrnumaöur heims. Ég er svo góöur, aö ég þarf ekki aö draga fótboltaskó á fætur mér og eltast sjálfur viö knöttinn. Mér nægir aö fara á völlinn og horfa á. Hér fyrr á árum — þaö var áöur en ég þroskaöist og bætti ráö mitt I flestu tilliti — lék ég mér aö þeirri hugmynd, aö ganga i fótbolta- félag og gerast miöherji hjá vönduöu félagi, t.d. Real Madrid elleg- ar Inter Milan. Nú dettur mér aldrei slik vitleysa i hug. Ég viöur- kenni aö visu, aö þaö koma þær stundir i lifi minu — einkum þegar konan hefur veriö fram úr hófi ósanngjörn — aö ég hverf á vit gamla dagdraumsins um Inter Milan. En draumunum fækkar. Ég er nefnilega oröinn svo þroskaður. Vikupóstur frá Gunnari Gunnarssyni Fyrir nokkrum árum, komst ég að þvi, aö allt sem máli skiptir i sambandi viö fótbolta, er leikni og úthald og viljastyrkur. Ég hef öll þessi atriöi á valdi minu. Aöur fyrr, þ.e. áöur en ég þroskaðist, tók ég eftir þvi, að þau liö sem ég hélt meö á knattspyrnuvellinum, töpuöu oftast. Þessi ræfil- dómur var oft á tíöum litt skiljanlegur. Ég minnist þess að mér brá verulega, þegar ég sá Dani vinna islenska landsliöiö með fjórtán mörkum gegn tveimur i Kaupmannahöfn. Þann dag var mér eigin- lega öllum lokiö. Danskir kunningjar minir sem voru á vellinum, uröu aö bera mig út. Ég viðurkenni aö visu, að fall mitt stafaöi að nokkru leyti af þeirri staöreynd, aö ég haföi lofaö Dönunum fyrir Jeikinn, aö drekka rösklega niöur i koniaksflösku viö hvert mark sem danskir settu. En vitanlega hrundi ég fyrst og fremst saman vegna þess aö mér haföi vitnast bitur sannleikur: Leikaðferö min var röng. Þegar ég var mjög ungur, gekk ég I Val. Og Valur hefur alla tiö veriö mitt félag. Ég tók fljótlega eftir þvi, aö velgengni Vals, var mjög bundin minni persónu. Ef ég fór á völlinn til aö sjá mitt liö, þá tapaöi Valur — og oft stórt. Ég skildi ekkert i þessu. Þaö var eins og nærvera min ruglaði spiliö. Voru þessir stóru og sterku meistaraflokksrisar feimnir við mig? óhugsandi. Ég hugsaöi nú mitt ráö. Nú fór ég i tilraunaskyni vestur i bæ og rakst þar á litíö knatt- spyrnufélag, sem enginn gamaldags Reykvikingur gat hugsanlega haldið meö. Ég gekk til gamans i Þrótt. Og þaö sem meira var: Ég æfði eitt sumar meö þvi félagi og gott ef ekki var næsta vetur lika. Nafn mitt stendur letraö á spjöid iþróttasögunnar eftir veru mina hjá þessu litla félagi. Og viti menn! Þróttur hefur tapaö alla tiö siöan. A meöan þeir láta mitt nafn standa á bókum sinum, Þrótt- arar, þá komast þeir ekki upp fyrir þriöju deild. Og hvaö gerðist um leiö og ég gekk I Þrótt? Jú — Völsurum fór aö ganga betur. Ég bjó um nokkurra ára skeið fjarri fósturjaröar ströndum. Þetta timabil mun hafa veriö hiö glæstasta i Islenskri knattspyrnusögu. Og Valur var langbesta liðiö. ( Þrótti er ekki bjargandi á meöan nafn mitt stendur þar skrifaö). Þegar ég svo birtist á islenskum áhorfendapöllum aftur, þá hrundi allt. Er Valur enn i fyrstu deild? Ég hef stundum haldiö, aö þaö nægöi aö sitja heima, aö fara ekki á völlinn og trufla drengina. Ég hef jafnvel lokað augum og eyrum fyrir öllum upplýsingum um fótbolta, neitað aö vita hvaö á seyöi er. En þaö dugir ekki. Otgeislun min er of sterk. Og fyrr en seinna kemur aö þvi, aö ég heyri um ófarir minna manna: Vals og lands- liösins. Daginnáöuren viölékum gegn Tyrkjum, kom Ellert Schram I út- varpiöog sagöi, aö nú væri aö duga eöa drepast, viö yröum aö vinna Hund-Tyrkjann: Þaö eru ekki aöeins islenskir og tyrkneskir knatt- spyrnumenn, sem eigast viö — sagöi Ellert — heldur islenska þjóöin gegn þeirri tyrknesku. Ég fann i hjarta minu, aö Ellert haföi lög aö mæla. Og ég ákvaö aö láta nú ekki mitt eftir liggja. Ég lagöist undir feld og upphugsaði ráö til að geta komiö þjóö minni til aöstoöar. Lausnin lá reyndar I augum uppi. Ég fór bara á völlinn og hélt meö Tyrkjum. Ég einbeitti mér af öllum Ilfs og sálarkröfum (fór með islamska bæn I huganum fyrir leikinn og raulaöi svo gamlan, tyrkneskan húsgang sem Ismail Turkay kenndi mér um áriö) og allt fór aö venju: Mitt liö tapaöi. Þaö islenska vann. Ég mun beita þessari aöferð i framtiöinni. Hver ha'di.0 þiö aö fái fálkaoröuna um næstu áramót? __________Föstudagur 18. september 1981 hpltJFirpn'^h irinn ^ Heimsmeistarí í heimsókn Sunnudaginn 2. ágúst 1931 lagöist gamli Gullfoss aö hafnarbakkanum I Reykjavik. Margt manna var komið til aö taka á móti skipinu, skipa- komur frá útlöndum voru enn nokkur viðburður f bæjarlífinu, en hér máttiþó sjá aö eitthvaö alveg óvenjulegt var á feröinni: margir af bestu skákmönnum bæjarins höföu gert sér ferö „Mjög þótti áhorendum skemmtilegt aö horfa á skák- meistarann, hina prúömann- legu og hvatlegu framkomu hans. Hann virtist gefa sér góöan tíma til umhugsunar, enda varö tíminn allmiklu lengri en venja er til aö slik fleirtefli taki hann. Mest töföu blindskákirnar hann. Þegaraö þvi kom aö hann Skák eftir Guðmund Arnlaugsson niður aö höfn og var eftirvænt- ingin Iþeirra hóp greinileg. Hér var lika um einstæöan atburö að ræöa: sjálfur heimsmeistarinn i skák var aö koma i heimsókn. Alexander Aljekfn, en sá var maöurinn, var 39 ára aö aldri þegar þetta geröist og á hátindi frægðar sinnar, búinn að vera heimsmeistariískákífjögur ár. Aljekin fæddist austur i Moskvu áriö 1892 af gömlum aöals- ættum. Hann var ekkertundra- barn,en vaktisnemmaá sér at- hygli sem óvenju mikiö skákmannsefni. Atján ára gamall var hann farinn aö tefla á meistaramótum erlendis og 1914 tóksthonum aö veröa fyrir ofan marga af snjöllustu skák- meisturumheims á frægu skák- móti i St. Pétursborg. Þar var heimsmeistarinn Lasker fyrstur, næstur kom Capablanca en Aljekin varö þriöji. Aljdcin var aö tefla á skákmóti i Mannheim þegar heimsstyrjöldin skall á 1914. Hann varö striösfangi eins og ►leiri af hinum erlaidu gestum á mótinu, en einhvern veginn komst hann heim til Rússlands áöur en striöinu lauk. Ýmsar þjóösögur hafa veriö á kreiki um ferii Aljekins i' Sovétrikj- unum eftir byltinguna, meðal annars sú aö Trotsky hafi bjargaö lifi hans, en bæði Trotsky og Lenin voru áhuga- menn um skák. En hvaö sem þvi leiö, þá tók Aljekin þátt i fyrsta meistaramóti Sovétrikjanna 1920, vann sigur og varð þarmeö fyrsti skákmeistari Sovét- rikjanna. En 1921 er hann kominn til Vesturevrópu og sér ekki ætt- jörð sina eftir þaö. Aljekin geröist franskur rikisborgari. Hann hafði stundað lögfræöi- nám heima i Rússlandi og lauk nú doktorsprófi I lögfræöi i Paris áriö 1925. Jafnframt tók hann þátt i fjölmörgum skák- mótum og var afar sigursæll, svo aö hann var talinn ganga næstur þeim Capablanca og Lasker. Capablanca haföi sigraö Lasker ieinvigi áriö 1921. og vartalinn hartnær ósigrandi, enda kom naumast fyrir aö hann tapaöiskák. Meðal annars haföi Aljekin aldrei unniö hann i kappskák þegar einvigi þeirra um heimsmeistaratitilinn hófst suöur i" Buenos Aires 1927. Aljekin sigraöi eftir langa og haröa viöureign, einvigiö var hiö iengsta sem fram hefur fariö um heimsmeistaratitilinn til þessa, 34 skákir alls. Aljekin tók sér nokkra hvild eftir einvigið en, svo vann hann ótrúlegan yfirburðasigur á skákmóti I San Remó 1930, þar sem saman- komnir voru nærri allir bestu skákmeistarar heims aö Capa- blanca undanskildum. NU var þessi mikli meistari kominn til Islands. Tveimur dögum eftir komuna tefldi hann fjöltefli i KR-húsinu (Bárunni). Andstæöingar hans voru 40, og i þeim hópi voru allir bestu skák- menn landsins, Islandsmeistar- inn lika. Aljekin tefldi tvær þessara skáka „blindandi” — án þess aö sjá skákboröiö nema i huga sér. Hann átti um þessar mundir heimsmet i fjöltefli á þennan hátt, haföiteflt 28 skákir þannig i Paris. Seinna bætti hann þaö met og tefldi 33 skákir i einu á þennan hátt. And- stæöingar hans i blindskák- unum voru Ur hópi þeirra bestu sem viö höföum á aö skipa þá: Eggert Gilfer og Brynjóifur Stefánsson.En nú er bestaösjá hvaö Morgunblaöiö segir um þennan viöburö: skyidi ákveöa leiki þar, horföi hann jafnan meö einbeittum svip upp til lofts i salnum. Var engu likara en hann i þeim ákveðnu stellingum gæti fram- kallaö i' huga sér mynd af tafl- stööunni i hvert sinn. . Er fleirteflinu lauk kl. tæp- lega sex að morgni þriðjudags (Þaö hófst kl. átta kvöldiö áður) var margt áhorfenda f salnum. Laust mannfjöldinn upp húrra- hrópi fyrir taflmeistaranum aö siöasta taflinu loknu. Tiöinda- maöur Mbl. hittidr. Aljekln aö máb. Lét hann vel yfir komu sinni hingaö og sagöi aö hér væru miklu betri taflmenn en hann heföi búist við. Sagöi hann aö bestir taflmenn á Norður- löidum væru i Sviþjóö, en viö myndum vera betri en Danir og talsvert betri en Norömenn. Eigi kvaöst hann vera vitund þreyttur eftir þessa nærfellt 10 klst. taflraun, og gekk glaöur til hvilu sinnar. Aldrei settist hann niöur allan þann tima frá þvi hann byrjaði og þar til hann átti ekki eftir nema lokaatrennuna viö Brynjólf Stefánsson.” Þetta var frásögn Morgun- blaösins af fjölteflinu. Aljekin vann 32 skákir, tapaöi4 og geröi 4 jafntefli. Þeir sem unnu Aljekin voru Arni B. Knutsen, Einar Þorvaldsson, Frimann ölafsson og Kristininus Arndal. Jafntefli geröu Erlendur Guömundsson, Garöar Þorsteinsson (siöar alþingis- maöur), Guöm. Bergsson (póst- meistari) og Hannes Hafstein. Erlendur Guömundsson er kunnari sem Erlendur i Unu- húsi, hann var snjall skákmaöur og segirMorgunblaöiöað menn hafi lengi gert sér vonir um aö Erlendur ynni sina skák, en heimsmeistarinn slapp með jafntefli eins og fyrr er sagt. Bestu skák sina i þessu f jöltefli taldi Aljeki'n skákina viö Ásmund Ásgeirsson og fullyrti aö hún myndi birtast i skák- ritum víba um heim.Hann hefur sjálfur birt hana i safni úrvals- skáka sinna og verður hún sýnd hér á eftir. Aljekin kom á fund i Tafl- félagi Reykjavikur. Þar var mér sagt aö hann heföi teflt hraöskákir viö Eggert Gilfer, sem þá mun hafa verið dckar snjallasti hraöskákmaöur, og gefiö honum riddara i' forgjöf. Aljekin tefldi annaö fjöltefli og tefldi þá viö tiu bestu skákmenn okkar meö klukkum. 1 þaö sinn tapaöi hann fyrir Hannesi Hafstein en geröi jafntefli viö Einar Þorvaldsson. Aljekin fékk þannig 8 1/2 vinnig úr tiu skákum, en það var sama niöur- staöa og þegar hann teflir viö tiu bestu skákmenn Dana nokkru áöur. Aljekin var boöiö austur fyrir fjall, til Gullfoss og Geysis. Pétur Zóphóniasson var meö i þeirri ferð og lýsir kynnum sinum af Aljdrin i Morgunblaö- inu: „Mirgum þykir minni dr. Aljekins mjög mikiö, en sist er um of af þvi látiö. A laugardag- inn þegar viö vorum á leiö til Gullfoss, barst taliö aö skákum hans, og þá las hann upp úr sér alla blindskákina milli hans og Eggerts Gilfer. I annaö sinn bar skák Asmundar á góma og fór hann að hrósa henni, og var þá ekki nóg meö þaö aö hann gæti þuliö upp skákina blaöalaust og án skákborös og manna, svona svipaö og einhver þingmaöur væri aö halda kjósendaræöu, heldur útskýrði hann leikina og hvers vegna hann og Asmundur Heimsmeistarinn Alexander Aljekín. urðu aö leika eins og þeir geröu”. Auöséö er aö mönnum hefur fundist mikiö til um þessa heimsókn. Aljekin var haldið samsæti á Hótel Borg og stóö þaö langt fram eftir nóttu, en rikisst jórnin sæmdi hann riddarakrossi Fálkaoröunnar. Ekki stóö Aljekin hér viö nema eitthvaö á aöra viku. Hannfórutan með Islandinu, og haföi keypt sér tværbækur til aö lesa á leiöinni aö sögn Morgun- blaösins: A History of Iceland eftir Knut Gjerset og Across Iceland eftir Mary Chapman Viö brottför Aljekíns var ákveöiö aö efna til tveggja loft- skeytaskáka milli Aljekins og Islendinga. Þriggja manna sveit sá um hvora skák af okkar hálfu, en Taflfélag Reykjavikur hafði mann suður á loftskeyta- stöö, sem tók viö skeytunum frá Aljekin og kom þeim til tafl- mannanna, en um borö færöi loftskey tamaöur skipsins Aljekin leikina jafnskjótt og þeir bárust. Um þetta segir Morgunblaöið: „Þetta er I fyrsta sinn aö heimsmeistari teflir kappskák meö loftskeytum, og er gaman aö þvi aö Islendingar skuli veröa fyrstir til þess að þreyta slik töfl. Annars má geta þess aö Islendingar tefldu fyrstu lot- skeytaskákirnar sem tefldar voru Iheiminum er þeir kepptu viö Norömenn 1927.” Þess má geta aö Aljekin sjálfum þóttitalsverttil um aör: loftskeytaskákina og ritaði viö hana skýringar. Hefur hún viða birst. Þegar þetta gerðist var ég strákur ímenntaskóla, nýfarinn aö tefla. Ég haföi veriö svo heppinn aö fá timburvinnu um vorið. en aö þvi loknu geröist ég kaupamaöur uppi i Borgar- fjaröardölum. Mér þóttu þetta heimssöguleg tiöindi, en ekki kom til mála aö fara aö æöa til Reykjavíkur um hásláttinn, enda ekki auðvelt, bilar voru þá ekki algengari en svo, aö hestar i uppsveitum Borgarfjarðar fældust ef þeir sáu bil. Og frá bænum sem ég var á , var tólf tima lestarferö á Akranes. En ekki þurfti unga áhugamenn um skák til aö þyk ja þetta merkileg frétt. Haraldur Blöndalgróf þaö einhvemtíma upp, aö fjárlaga- umræöu á alþingi var frestaö þegar Aljekin tefldi fyrra fjöl- teflið — til þess aö þingmenn gætu horft á það! Aö lokum má geta þess, að ekki viröist Aljekin hafa verið eftir sig eftir Islandsförina, þvi aö hann hélt héöan á skákmót i Bled í Júgóslaviu og vann þar einn eftirminnilegasta sigur skáksögunnar: 1. Aljekín 20 1/2 2. Bogoljubow 15 3. Nimzowitsch 14 4.-7. Flohr, Kashdan, Stoltzog Vidmar 13 1/2. Hér kemur svo skákin viö Asmund: Alexander Aljekin — Asmundur Asgeirsson Franskur leikur 01. e4 e6 02. d4 d5 03. Rc3 Rf6 3. -Bb4 var naumast kominn á dagskrá þegar þessi skák er tefld. 04. Bg5 Be7 05. Bxf6 Þýski taflmeistarinn Kurt Richter hefur talsvert dálæti á þessum mannakaupum, en leikur þá jafnan e4-e5. Hér er hugmyndin allt önnur — að halda spennu á miðborði eins iengi og unnt er, ljiíka hervæö- ingu áöur en Ur henni er dregiö. 05. .. Bxf6 07. Rf3 0-0 07. Bd3 He8

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.