Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 15
Þaö er hann Kjartan Ragnarsson, Ieik- ari og leikritahöfundur sem er maöur opnunnar aö þessu sinni. Kjartan dvaldist hér a' íslandi I slöustu viku þegar verið var aö frumsyna nýjasta leikrit hans ,,Jóa”.Um þessar mundir er Kjartan aö leikstýra verki sinu „Blessaö barnalán” sem sýnt verður á næstunni i Finnlandi. Þegar aö ég kom niöur I Iönó var Kjartan á æfingu á Ofvitanum. Hann vippar sér upp á sviðiö og segir: „Alli minn, haföu meiri húmor I orðinu ástar- pungurinn”. Alli endurtekur setninguna og allt I einu fær oröiö „áaastarpuungur- inn” miklu Skemmtiiegri áhrif. Viö setj- umst upp I kaffistofu og Kjartan kemur sér vel fyrir og yfirheyrslan er hafin. Eins og ao vera veðuríræðingur — Hver var kveikjan aö „Jóa”? „Mér datt þetta I hug, vegna þess aö margir lenda i þvi aö þurfa aö velja á milli frama slns, hvort sem hann er i atvinnultf- inu eöa annars staöar, og barna eöa ein- hvers einstaklings i fjölskyldunni. Hvernig bregst fólk viö því?” — Hefur þú sjálfur lent i þessu? „Nei, þaö hef ég nú ekki.” — Er þetta meöfædd gáfa aö geta skrif- aö? „Þetta er eins og aö vera veöurfræöing- ur. Þú veist hvaö hæöir og iægöir eru. Ég bý til andstæöur og ákveöna situasjón, og ákveöiö málefni kallar fram ákveönar persónur.” — Hvaöan færöu hugmyndir aö persón- um? „Þegar ég er aö skrifa þá nota ég auövit- aö ýmislegt frá lifandi persónum. Þú veist þaö sjálf aö þú ert alltaf aö hitta persónu sem minnir þig á aöra. Þaö er vegna þess aö þær eiga eitthvaö sameiginlegt, hafa eitthvert ákveöiö minni. Þetta minni nota ég svo til aö búa til persónur, en ég nota aldrei eina ákveöna lifandi fyrirmynd.” Svona langur og mjósaralegur með kringlóllan haus — Hvernig er gott leikrit? „Hvaö er gott samtal? Þú getur átt gott samtal um allt á milli himins og jaröar, viö vini þína eöa kunningja eöa aöra. I samtöl- um kemur yfirleitt fram einhver persónu- leg reynsla eöa upplifun. Sum skilja eitt- hvaöeftir önnur ekki. Eins er meö leikritiö. 1 leikhúsinu býöst okkur ákveöiö form sem getur boöiö okkur upp á aö sýna alla manneskjulega reynslu.” — Hvaö er þitt besta leikrit? „Þau eru svo óskaplega ólik. Ég get ekki gert upp á milli þeirra. Ætli þaö leikrit sem maöur er aö fást viö hverju sinni standi manni ekki næst.” — Hvort er skemmtilegra aö ieika eöa skrifa? „Þvl get ég ekki svaraö. Þaö skemmti- lega viö aö búa til leikrit er aö sjá þaö veröa til á sviöi. Maöur er kannski búinn aö vera aö skrifa i marga mánuöi og engin skynjar verkiö meö manni fyrr en þaö veröur til sem leikrit á sviöi.” — En af hverju ferö þú aö skrifa? „Ein af ástæöunum fyrir þvl aö ég fer aö skrifa er sú aö þegar ég varö leikari varö mér þaöfljótlega ljóst aö ég myndi festast I ákveönu hlutverki, sem grinleikari, og þaö fullnægði mér ekki. Sem höfundur er ég frjálsari. Ég dauööfundaði þá sem fengu aö taka þátt i alvarlegum leikritum. Þvi þótt þaö sé alls ekki ætlunin, þá lenda leikarar oftast i einhverri ákveöinni týpuuppskrift. Og þaö gefur auga leiö aö svona langur og mjósaralegur strákur meö kringlóttan haus gat aldrei leikiö Ivan grimma. Óhjákvæmi- lega skiptir útlitið máli, ég gæti aldrei leik- iö dramatiskan elskhuga. Leikarar vilja ekki lenda i ákveðnum skúffum og þaö er aöall góös leikstjóra aö blanda sem mest á milli skúffa en skúffurn- ar ráða samt miklu.” — Hvaö um stil? „Hvert og eitt af mínum leikritum hefur sinn stil. En ég held ekki aö ég hafi neinn stil, sem er gegnum gangandi I öllum min- um verkum. En kannski verö ég búinnaö temja mér hann sem leikritahöfundur seinna meir. Ef maöur nær góöum tökum á efninu sem höfundur held ég aöstiliinn fylgi manni ósjálfrátt. Halldór Laxness sóttist t.d. eftir þvi aö skrifa eins ólíkan stil og hann gat. En ritstíll hans geröi það aö verk- um aö enginn annar en hann heföi getaö skrifaö bækurnar. Hjá mér veröur þetta bara aö koma I ljós, ég sækist a.m.k. ekki eftir neinum ákveönum stll.” Gðsaiegl el mómenlin nðsl eKKi — Er þaö ólíkt aö leika eöa skrifa leikrit? „Já maöur fær allt annaö út úr þvi. Þegar maöur er á sviöi, þá er leikarinn i nánum tengslum viö hverja setningu og mótleikara sina. Það er galdur sem er óskaplega gam- an aö taka þátt i. En sem höfundur eru áhrifin allt öðruvisi. Leikritahöfundurinn býr viö þá sérstööu aö undirtektirnar hell- ast yfir hann á einu kvöldi. Þá er ekkert eins sterkt og aö sitja bak viö áhorfandann og skynja viöbrögöin. Þaö getur veriö ánægjulegt ef viöbrögöin eru góö, en gasa- legt ef mómentin nást ekki.” — Ert þú fljótur aö skrifa? „Yfirieitt er ég þaö, annars er það mis- jafnt. Ég hef veriö þrjár vikur aö semja eitt leikrit og ég hef lika veriö tvö ár aö þvi. Þaö fer allt eftir þvi hversu flókiöverkiö er. Ég byrja aldrei að skrifa fyrr en ég er búinn aö leysa allt þetta tæknilega meö sjálfum mér. Svo sem atburöarás og persónur, slöan sest ég niöur og skrifa innri viöinn. Ég marg umskrifaöi t.d. „Snjó.” Beslð iryggingin lyrir þvi ðð slððnð ehKi — Þykir þér vænt um persónurnar þinar? Kjartan hlær aö þessari fávlslegu spurn- ingu. „Ég legg mig fram viö að upplifa persón- urnar. Þaö er erfitt fyrir mig aö skrifa og búa til persónu nema aö ég skilji hana. Jafnvel þó mér þyki hún fyrirlitleg. Annars er ég oröinn dálftiö leiöur á realisma I leik- húsi. En realisminn hefur þann kost að manngerðirnar eru miklu flóknari en I stiliseruöu leikhúsi. Svo hefur leikarinn I mér gaman af þvl aö hafa einhverja raun- verulega höföun i persónunum, oftast þá fólk sem mér finnst vera keimlikt þvi fólki sem til er i þjóöfélaginu.” — Ætlar þú ekki aö halda áfram aö leika þegar þú kemur heim frá Finnlandi? „Ég reikna meö þvi aö ég fái eitthvaö aö gera I Iönó þegar ég kem heim aftur. Þaö er ómissandi þáttur I lifi minu að leika. Þaö er skipta um starf. Þaö er þó örlitiö meiri til- breyting sem leikararnir fá. Þeir eru ekki alltaf i sama leikritinu ár eftir ár. Varöandi þaö aö fara i leikför um landiö þá krefst þaö gifurlegrar vinnu. Keyra allan daginn, setja sviöiö upp og leika á hverju kvöldi, finna hvernig best er að beita röddinni i hverju húsi. Þetta getur verið skemmtilegt en þaö fer eftir þvi fólki sem maöur er meö. Þú hefur kannski átt góöan vin i tiu ár, ferö svo með honum i leikferð og þarft aö vera með honum daginn út og inn I heilann mán- uö. Þá fer þaö kannski allt i einu aö fara voöalega I taugarnar á þér bara hvernig hann skellir i góm.” Lehmn f lopðpeysum — Snúum okkur aö ööru, þú varst einn af fyrstu bitlunum? „Jú, jú, þaö var skemmtilegur tlmi. Þetta var skólahljómsveit. Viö vinirnir Sævar, sem einu sinni var i Pónik, Siggi og Finnur Torfi vorum allir saman I iandsprófi i Vonarstrætinu. Finnur Torfi fer siöan sumariö ’63 til Englands aö læra ensku og kemur meö fyrstu bitlaplötuna heim. Viö höföum áöur spilaö Shadowslög, en Bltlarn- ir heltóku okkur aiveg og viö læröum plöt- una utan aö. Við vorum samskipa Hljómun- um meö Bítlana.” — Þiö komuö alltaf fram I lopapeysum? „Já, þaö var voöalega frumlegt I þá daga.” — Siöan ferö þú i Kennaraskólann I teiknikennaradeild.Teiknar þú ennþá? „Nei, ég var I Kennaraskólanum og sam- hliöa honum var ég I leiklistarskólanum á kvöldin. Hann var þá þriggja ára kvöld- skóli. Meö leiklistarnáminu var ætlast til aö maöur ynni llka I leikhúsinu þannig aö þaö gekk ekki aö vera llka I skóla á daginn. Og ég hætti þvl I Kennó. Enda búinn aö ákveða þaö fyrir löngu aö veröa leikari.” — En af hverju fórstu I teiknikennara- deildina? „Pabbiermyndlistarmaöur, svo þaö kom bara ósjálfrátt. Einu sinni ætlaði ég mér jafnvel aö læra leiktjaldamálun.” Fyrsið diðrlð ðlriölð ð leíksviði — Hvenær stóöst þú fyrst á sviöi? „Ætli það hafi ekki veriö þegar ég lék jólasveinninn i barnaskóla.” — Hvernig tókst til? „Jólasveinninn átti aö vera dálitiö æstur og tókst mér ágætlega aö koma því til skila. En svo átti hann aö kyssa dótturina á heim- ilinu og þaö fékkst ég meö engu móti til að gera. Þetta var fyrsta djarfa atriöiö sem ég lenti i á leiksviöinu.” — Hvaöa manneskja hefur haft mest áhrif á þig á lifsleiðinni? „Alveg tvimælalaust hún Gagga Lund. Ég argaði úr mér röddina I gamla daga þegar ég var I hljómsveit. Ég fór þvi og læröi raddbeitingu hjá henni Göggu. Hún var einn af okkar bestu raddbeitingarkenn- urum og hjá henni hafa leikarar margt iært. Bæöi hún og konan min hafa mikiö til mótað minar hugmyndir um leikhús.” Fer siundum ð fylleri — Hvaö gerir þú þegar þú ert ekki aö vinna eöa hugsa um leikhús? ,,Ég hef nú ekkert ræktaö hobbý. En ég les mikiö, fer á skíöi, i útilegur, svo hjóla ég um bæinn. Einnig hendir þaö sig aö ég fari á fyllerí.” — Færöu mikiö út úr fyllerium? „Þau eru nauösynleg og ágæt á meöan á þeim stendur. En geta oft veriö ansi slæm eftir á.” — Eigið þiö vini sem ekki starfa I leik- húsi? „Viö eigum mikiö af kunningjum og vin- um utan leikhússins. Viö höfum eignast mikiö af kunningjum úti á landi, þeim höf- um viö kynnst á leikferöum. Okkur finnst gott aö fólk detti inn til okkar i heimsókn. Viö erum ekki dugleg aö halda stórfest, en kaffibolli um miðjan dag er mjög vinsæll hjá okkur.” — Þú ert allaballi? „Já. Mér finnst nauðsynlegt aö hver og einn taki afstööu til þess sem er aö gerast I þjóöfélaginu. Annars er hægt að segja um mig aö ég viti ósköp vel hvaö ég vilji ekki, en minna um þaö sem ég vil. Ég get kannski leyft mér þetta sem listamaöur.” — 1 leikritinu „Týnda teskeiöin” togaöir þú borgarastéttina sundur og saman I nöpru háöi. Varst þú þá ekki um leiö aö gera grin af sjálfum þér? „Jú örugglega. Ég fór illa meö borgara- stéttina, en ég fór heldur ekki pent meö alþýöuna. Þar lét alþýöan nlöast á sér endalaust.” — Hvernig er aö vera sifellt fjölmiöla- matur? „Hingaö til hef ég nú ekki verið þaö. Þaö er bara núna sem blöðin hellast yfir mig. Þaö er aöallega leiöinlegt aö hafa þaö á til- finningunni aö vera alltaf aö segja þaö sama.” — Nú ert þú bæöi pabbi og afi, kemur þú ööruvisi fram viö afabarniö en þitt eigiö? „Nei, nei, þau krakkarnir Guörún og Ragnar fá sömu meöferöina bæöi tvö. Enda eru þau alltaf saman og ekki nema tvö ár á milli þeirra. Ætli þau séu ekki fyrirmyndin aöJóa i „Jóa”?” — Gefur þú þeim mikinn tima? „Ég veit þaö nú ekki. Ég hef veriö geysi- mikiö upptekinn i leikhúsinu undanfarin ár. Ég held aö þaö líöi aldrei ein vika án þess aö ég sé aö vinna. Svo skrifa ég á kvöldin.” Hún Mðgneð ohhðr... — Þarf konan þin þá aö fórna sinum frama fyrir þinn? „Nei, þetta hefur leyst blessunarlega hjá okkur báöum. Viöerum stórfjölskylda, meö mörg börn og höfum konu hjá okkur á dag- inn. Hún Magnea okkar bjargar þessu fyrir okkur. hún hefur verið hjá okkur siöan Ragnar litli fæddist.” — Ert þú alltaf i góöu skapi? „Nei, þaö er ég ekki. Ég get oröið ógur- lega fúll, og ef ég verö reiöur þá verö ég reiður. Þegar ég var krakki þurfti ég helst aö brjóta stóla til aö fá útrás fyrir reiöina en þaö gekk ekki til lengdar. Þaö var alltof dýrt.” Mill dúndur líðshó — Hefurðu einhverntima gert hræöilega bommertu á sviði? „Ja, mitt mesta dúndurflaskó var I leik- riti sem ég þurfti aö hlaupa i,með viku fyr- irvara. Þetta var min fyrsta reynsla á sviöi eftir aö ég útskrifaðist. Ég átti aö leika sæt- an og sjarmerandi elskhuga I premíunni. Einn gagnrýnandinn sagöi aö lokinni sýn- ingu aö aöalleikarinn hefði veriö dragbítur sýningarinnar. Þetta var töff leikhús- reynsla einsog Iskalt og hressilegt steypi- baö.” Hiarian eagnarsson í neigarpðsisviðiaii Föstudagur 18. september 1981 holrjFirpn^tl irinn holrf^rpnczti irinn Föstudagur 18. septembur 1981 myndír: jim Smðrl besta tryggingin fyrir þvi aö staöna ekki. Starfiö I leikhúsinu gefur mér llka oft kveikju að næsta verki.” — Færöu þá hugmyndir úr verkum ann- arra? „Stundum, eba þá bara ákveönar situa- sjónir á meöan veriö er aöæfa.Þaöaö leika gefur mér oft hugmyndir aö leikriti. Ég hef oft fengið hugmyndir aö verki sem ég svosíðan hafna. Þvi þegar maöur byrjar að vinna úr hugmyndinni kemur I ljós aö hún er ópraktisk i leikhúsi. Maöur verður aö vinna úr hugmyndum I praktisku sam- hengi.” — Hvernig eru leikhúsin i Finnlandi? „Svakalega góö. t allri Evrópu er besta leikhúsið I Finnlandi. Finnar eru lifandi og merkilegir leiklistarmenn. Það er margt sem hægt er að öfunda þá af hvaö leikhúsið snertir. En það er athyglisvert hversu Finnar nota mikiö dramatiseringar og þá gjarnan úr skáldsögum.” ... ðO ósjðllsiæðum vingli — Ert þú frekur leikstjóri? „Nei, nei þaö held ég ekki. En ég hef allt- af ákveönar hugmyndir um hvernig ég vil hafa leikritin min. 1 samspili leikara og leikstjóra þarf oft einhver aö lúffa fyrir öörum. Það getur haft slna ókosti, þvi þaö er ekki hægt að gefa sig endalaust. Þá verð- ur maður bara aö ósjálfstæöum vingli. Það er þroskamerki hjá leikaranum að vera sveigjanlegur I hugsun. Ef leikari og leik- stjóri rífast er það vegna þess aö þeir eru I sameiginlegri leit aö bestu úrlausninni.” — Nú ert þú búinn að skrifa kvikmynda- handrit. Það verk fjallar um fiskifræðing. Hvaöa þekkingu hefur þú eiginlega á starfi fiskifræöinga? „Ef ég er aö skrifa um eitthvað sem ég hef ekki hundsvit á, þá spyr ég bara manneskju úr viðkomandi fagi. Ég fór niö- ur á Hafrannsóknarstofnun og fékk upplýs- ingar, þvi fiskifræðingurinn minn lendir I þvi aö þurfa að verja og rökstyðja sinar gjörðir. Þaö sama geri ég ef ég þarf að fá aö vita eitthvað um t.d. starf félagsfræðings, þá rek ég garnirnar úr einhverjum félags- fræbingi. Þetta er nákvæmlega þaö sama og blaðamaðurinn gerir. Hann leitar stað- festingar á frétt eða efni hjá viðkomandi aöila.” — Er þetta ekki dramatfskt verk? „Þetta er kannski einskonar heimsendis- tema. Ætli oliukreppan hafi ekki haft áhrif á mig, þvi hvað gerist ef viö missum fisk- inn?” — Langar þig til þess aö búa til kvik- mynd? „Já, kvikmyndin er óskaplega spennandi form. Enda hef ég alla tíö veriö algjör bió- sjúklingur.” — Er ekki hundleiöinlegt aö leika i sömu sýningunni, sama hlutverkiö kannski 150 sinnum? „Þaö getur veriö þaö, ef manni finnst persónan sem maöur er aö leika ekki vera sannfærandi. En ef hún er sæmilega undir- byggö hjá manni þá er þaö gaman. Þá verður það ekki þessi kvöl sem hitt getur oröiö.” — Af hverju verður þaö kvöl? „Ég verö leiöur á persónunni ef ég leik hana illa. Eöa^ef ég segi það beint út, ef ég er ekki nógu góöur.” — En ef þú ert nú búinn að leika i leikriti sem hefur hlotiö metaösókn i bænum og ferö síöan meö það I leikför um landið. Færöu þá ekki nóg? „Það er hvorki betra né verra en aö stunda alltaf sama starfiö frá 9—5, t.d. I banka. Að fara I annaö leikrit er eins og aö 01 dgri lii icngdar að ia oirás mcð pvi að briðia siðia

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.