Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 19
I I * Föstudagur 18. september 1981 ;,A að skýra hvað það er að vera varanlega fatlaður” — segir Gunnar Gunnarsson um leikþátt sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í næsta mánuði Ar fatla&ra hefur ekki farið framhjá leikhúsunum. i Iðnó gengur Jói fyrir fullu húsi og um helgina frumsýnir Alþýðuleik- húsið „Sterkari en Súpermann”. í október frumsýnir svo Þjóðleik- húsið sinn skerf — leikþátt eöa stutt leikrit sem Gunnar Gunn- arsson, Guðmundur Magnússon og Sigmundur örn Arngrimsson eru að Ijúka við i sameiningu. Að sögn Gunnars leikur Guðmundur aðalhlutverkið, en hann er sjálfur lamaður og bund- inn viö hjólastól. Auk hans taka tveir aðrir leikarar þátt i verkinu. Sigmundur örn er leikstjóri. „Ætlunin er að verkið verði sýnt i skólum og á vinnustöðum”, sagði Gunnar, „og það á að skýra hvað það er að vera varanlega fatlaður”. —GA Súpermann hjá Alþýðuleikhúsinu „Já það er svolítið sniöugt hvernig Siipermann kemur inni þessi verk á ekki ólikan hátt”, sagði Jórunn Sigurðardóttir, leik- hússtjóri Alþýðuleikhússins i samtali við Helgarpóstinn. „t „Sterkari en Súpermann” kemur Súpermann þó ekki fyrir eins og i „Jóa”, en Stjána sem okkar leik- rit er um finnst Súpermann æöis- legur. A laugardaginn klukkan fimm, á morgun semsagt, frumsýnir Al- þýðuleikhúsið leikritið „Sterkari en Súpermann”, eftir Englend- inginn Roy Kift og i þýðingu Magnúsar Kjartanssonar. baö fjallar um þrjá krakka og sam- skipti þeirra innbyrðis og við full- orðna, en einkum og sér i lagi um samskiptiheilbrigöra og fatlaðra. Aö sögn Jórunnar er þetta fjöl- skylduleikrit og veröa sýningar- timar miðaöir við að börn geti sótt verkiö. Þó sagði hún að full- orðnir virtust hafa haft mjög gaman af þvf lika á forsýningu siðastliöið vor, þannig að börnin væru ekki forsenda þess að sjá það. Leikstjóri er Tómas Ahrens ásamt Jórunni Sigurðardóttur, en leikmynd gerði Grétar Reynis- son. Tónlist er samin af Olafi Hauki Simonarsyni, og leikendur eru Sigfús Már Pétursson, Guð- laug B jarnadóttir, Margrét Ölafsdóttir, Tómas Ahrens, Viðar Eggertsson og Björn Karlsson. Jórunn sagöi verkið aðeins sýnt i Hafnarbiói, þvi vegna umfangs þess væri erfitt að ferðast með það. — GA A f umskiftingum Tónabió. „Joseph Andrews” eftir sam- nefndri sögu Henry Fielding. Ensk frá 1977. Aðalhlutverk : Peter Firth, Ann- Margaret, Michael Hordern, Beryl Reid. K vikmyndataka: David Wat- kin. Stjórnandi: Tony Richardson. Það er átjánda öld. Á Booby- óðalinu gengur lifið sinn vana- gang. Húsbændumir lifa i vel- lyst og hjiiin strita. Herra Booby sinnir ekki öðru en aö eta og sofa, allrasist skiftir hann sér af sinni ektakvinnu, lafði Booby, sem er fyrrverandi leikkona og hefur gifst uppfyrir sitt stand. Þetta er sambandslaust og ólukkulegt hjónaband, aö minnsta kosti fyrir lafðina sem púðrar sig og reyrir i lifstykki svo aðhún er varla nema spönn um mittið og rennir hýru auga til piltanna á óðalinu. Það er einkum Joseph And- rews sem lafðin hefur augastað á, en hann er herbergisþjónn hennar, sonur fátækra málara hjdna, og skilur ekki duttlunga flna fólksins né opinskáar bend- ingarfrúarinnar, enda tnilofað- ur hnellinni vinnukonu þarna á bænum. Siöan fara húsbændurnir með einkaþjónum og þemum til Bath, sem er nokkurs konar Hveragerði i Bretlandi, til að reyna aö hressa við húsbóndann. svo að hann geti haldiö áfram uppteknum hætti við að eta, drekka og sofa enn um hrið. Sem betur fer drukknar herra Booby i heilsulindinni og lafðin er þar með orðin ekkja og hugs- ar sér gott til glóðarinnar. En Joseph Andrews er jafnsljór sem fyrr og kann ekki að upp- fylla óskir frúarinnar né full- nægja hennar þörfum og er rek- inn Urvistinni og leikurinn berst út á þjóðvegi landsins þar sem ævintýrin biða. Og svo fer auðvitað allt vel að lokum. Malarasonurinn er nátt- úrlega ekki malarasonur, held- ur umskiftingur (ekki af álfum kominn heldur hefðarfólki). Höfundur þessarar sögu hét Henry Fielding og skrifaði aðra umskiftingasögu ennþá frægari, „Tom Jones”, en hana filmaði Tony Richardson árið 1963 og gerði úr ógleymanlega mynd með þeim Albert Finney, Sus- annah York, David Wamer, Hugh Griffiti^ Edith Evans og fleirum. Það er einmitt Tony Richardson sem gerir nú mynd- ina um Joseph Andrews, en á þvi miður erfitt með að komast aftur i gömhi góöu fötin sin frá '63. Nýja myndin er stirðari og klunnalegri en sú gamla og stenst henni ekki snúning. HUn fellur lika i skuggann af öðrum lifandi og safarikum aldarfars- lýsingum eins og Tidægm Paso- linis og Barry Lyndon eftir Ku- brick. Með sanngimi verðurþað lika að segjast aö sagan um Joseph Andrews er ekki jafnskemmti- legur efniviður til kvikmyndun- ar og sagan af Tom Jones, en alltum það tekst Tony Richard- son að gera mjög frambærilega skemmtimynd. 1 titilhlutverkinu er ungur leikari, Peter Fírth, sem þvi miður nær ekki aö leiöa mynd- ina fram til sigurs (eins og Al- bert Finney i Tom Jones) en aðrir leikarar eru þeim mun eft- irminnilegri: Michael Hordern leikur heimilisprestinn á Booby-óðalinu og er ógleym- anlegur, Beryl Reid fer á kost- um sem vergjöm einkaþerna, Sir John Gielgud töfrar fram fordrukkinn skottulækni, og siðasten ekki sist er Hugh Griff- ith i essinu sinu sem fljótvirkur dómari. Það eru aukaleikararnir sem bera hita og þunga dagsins og þess merki ber myndin, smá- atriöin góð, aðalatriðin svona lala. — ÞB. Myndskreytt countrí/ag Austurbæjarbió: Honeysuckle Rose Bandarisk: Argerð 1980. Hand- rit: Carol Sobielski, William D. Wittliff og John Binder eftir sögu Gosta Steven og Gustav Molander. Aöalhlutverk: Willie Nelson, Dyan Cannon, Amy Irv- ing, Slim Pickens. Leikstjóri: Jerry Schatzberg. Eitt hið ameriskasta af öliu amerisku er countritónlistin og heimur hennar. Þessi tónlist hefur hingað til ekki notiö mik- illa vinsælda hér á landi fremur en annarsstaðar i Evrópu, og er þaö mér sársaukalaust. Þeir sem hlusta á kanann þekkja hana vel og stærstu nöfnin i þessari tónlist eru svosum ekki ókunn hinum heldur: Kenny Rogers, Willie Nelson, Chrystal Gayle og Emmylou Harris eru nokkur sem koma i hugann. Lifsspeki countrisins er ein- föld og kemur fram i flestum lögum þessa fólks. Textarnir eru oftast iitlar sögur um persónur i tilfinningalegum bobba. Dæmi: When I got out of prison my girl was married my best friend John. Annað dæmi: My mother loves my fatherk killer. Þriðja dæmi: I left my son with tears in my eyes. Svona mætti halda áfram. Fjallað er um ástina, söknuð, hjóna- bandið, fangelsi, bila, foreldra — með öðrum orðum hið dag- lega amstur hins ameriska sveitamanns nútimans, og lögð áhersla á hið einfalda og gamal- dags. Mynd Austurbæjarbiós, Honeysuckle Rose, er eins og myndskreytt countrilag. Hún er um gitarleikarann og söngvar- ann Buck sem er alltaf á hljóm- leikaferðalagi. Hann á konu og son heima. Hann heldur ekki framhjá, fyrr en dóttir besta vinar hans kemur i hljómsveit- ina. Sú haföi kennt syni Bucks á gitar, og var góð vinkona eigin- konu hans. (d: I fell in love with my wifek best friend). 011 jaörar þessi saga við væmni og lokauppgjörið á hljómleikum til heiðurs hinum aldna vini Bucks ekki sist. Annars er hún i lagi hafi maöur gaman af tónlist Willie Nelson. Nelson er þarna i aðalhlutverki og á tjaldinu svotil allan timann annaðhvort syngjandi á tón- leikum eða drekkandi bjór. Hann kemur ekki illa fyrir maðurinn, en ekki er hægt að segja aö á leikhæfileika hans reyni. Það sama má kannski segja um hina aðalleikarana, þeir sleppa létt i gegnum þetta, enda býður countriið ekki uppá merk dramatisk tilþrif. Þetta er eflaust kærkomin mynd fyrir þá sem njóta þess- arar tegundar tónlistar. Fyrir okkur hin er Honeysuckle Rose eins og ótal aðrar tæknilega vel gerðar bandarlskar afþreyinga- myndir, sem faktiskt er ekkert varið I, en eru heldur ekki al- vondar. — GA Dyan Cannon og Amy Irving berjast um hyilli WillieNelson i Honeysuckle Rose Einhver gæti farið að h/usta Ætli fyrirbrigöið „síðasta lagiö fyrir fréttir” sé ekki alveg einstakt í Utvarpsheiminum? Þótt ég hafi viða hlustaö á út- varpsstöðvar af öllum gerðum og gæðum minnist ég þess ekki að hafa heyrt þul segja, til dæmissemsvo: „now we’ll play the last song before the news” Reyndar hef ég ekki hlustaö á hafa miklar umbætur orðið á Ut- varpinu undanfarin ár og ef til vill hefur útvarpið verið i örari þróun en nokkru sinni fyrr. Þvl hafa bæst nýir og ferskir starfs- kraftar, sem vissulega hafa lagt útvarpinu til endurbætur. En betur má ef duga skal. Þessar endurbætur veröa ekkiannaö en bót yfir bót á sömu gömlu brók- ^ '*j\ Fjölmiðlun eftir Pétur J. Eiríksson norskt hádegisútvarp, sem mér skilst að hafi um margt verið fyrirmynd gömlu gufunnar okkar þegar hún var ung. En ég hef oft velt „siöasta laginu fyrir fréttir” fyrir mér, þessum 30—40 einsöngs og kór- lögum, sem ganga aftur og aftur i gegnum dagskrá hádegisút- varpsins, ár eftir ár og áratug eftir áratug. Hvaö veldur þess- um undurfurðulega dagskárlið, sem flestir núiifandi tslendinga eru aldir upp við? Er hann þarna vegna vinsælda sinna meöal hlustenda, eða bara vegna þess að hann var þarna árið 1930 og enginn hefir kvartað undan honum siðan? Tæpast veit það nokkur. Ég er ekki að minnast á „sið- asta lagið”hér, til þess beint að amast viö því, þó svo aö mig gruni að margir telji það tima- skekkju, sem sé litt tilskemmt- unar a þessari stundu og stað i dagskránni. Heldur minnist ég á það hér, sem dæmi um allt það sem Utvarpiöbýöur okkur upp á af engu öðru en gömlum vana. Frá þvi að ég man eftir mér upp úr 1950 hefur RikisUtvarpiö verið i stórum dráttum eins. „Fastir liðir eins og venjulega” eru nánast þeir sömu, oröatil- tæki þula eins og þau hafa alltaf verið, morgunútvarp hefst með fréttum og bæn, hádegisUtvarp tilkynnir komu sina með klukknahringingum og viöeig- andi ávarpi klukkan tólf, rétt eins og veriðsé aö opna nýja Ut- varpsstöð og ,,nú verður örstutt hlé” er praktiserað, sem jafn sjálfsagður hlutur og fyrirstrið. Hvaða hugsun skildi vera á bak við útvarpsdagskrána eins og hún er nú? Erhún einsog hún er vegna þess að hlustendur vilja hafa hana þannig? Eða vegna þess aö hún hefur bara orðið jknnig og hlýtur þá aö verða þannig áfram. Ég óttast það að dagskráruppbygging Rikisútvarpsins sé að verulegu leyti hefðunum háð og að hún sé ekki úthugsuð, eða að minnsta kosti ekki vandlega endur- hugsuð, Ut frá óskum og þörfum þess fólks, sem nU notar fjöl- miðla hvaö mest. Vissulega inni á meðan útvarpsdagskráin er ekki hugsuð upp á nýtt — byggð nánast upp frá engu sam- kvæmt nUllgrunns áætlanagerð, með þarfirUtvarpshlustenda ni- unda áratugarins i huga. Um daginn var sunnudagur og annar er i uppsiglingu, væntanlega jafn harmþrunginn og sunnudagar hafa alltaf verið i útvarpi. Morguntónleikar verða væntanlega i moderato, tæpast fjörugri og það sem eftir kemur verður i viðlfka sam- ræmi við sorgina, sem viröist rikja á SkUlagötu 4 á sunnudög- um. Út frá hvaða þörfum e&a óskum skyldi sunnudagsdag- skráin vera ákveðin? Ég minnist þess að fyrir nokkrum árum voru uppi til- burðir til aö lifga sunnudags- morguninn f útvarpinu. Um skeið var þar spurningaþáttur ef ég man rétt og siðan kom Olafur Sigurösson meö ágætan og skemmtilegan þátt, sem fjallaói um tomstundagaman manna. En þessir þættir hurfu jafn snögglega og þeirhófust, og sunnudagsmorguninn sótti i gamla farið. Ætli fólkið á Skúla- götunni hafi veriö farið að óttast að einhver væri farinn að hlusta? Staöreyndin er sú að notkun fjölmiðla er aldrei eins mikil hér á landi og um helgar. A þessu hafa dagblöðin áttaö sig. Otvarpshlustun gæti verið mári á sunnudögum en nokkra aðra daga ef forráðamenn útvarpsins kærðu sig um. Hvemig væri að þeir drægju lærdóm af dagblöð- unum og kynntu sér hvernig þau hafa aðlagað sig óskum hins frjálsa markaðar um fjölmiðla- efni. Otvarpið má ekki halda aö þaö sé yfir markaðinn (þ.e.a.s. neytendur) hafið. Það er ekki uppeldisstofnun, einhver gömul kerling, sem reynir aö halda nýrri kynslóð viö gamlar kreddur. Stjórnendur útvarps- ins verða aö hafa dirfsku til að breyta, bæta og jafnvel umbylta til aö svara kröfum sinna tíma. Reyndar ætti Utvarpið að vera leiðandi i þróun fjölmiðla en ekki eftirbátur. En það vill nú oftfara svo þegar samkeppnina vantar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.