Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 18. september 1981 hnlrjarpn^tl irinn A ðgát ska/ höfð.. Leikfélag Reykjavikur synir Jóa eftir Kjartan Ragnarsson. Lýsing: Danfel Williamsson. Leikmynd: Steinþór Sigurös- son. Aðstoðarleikstjóri: Asdis Skúladóttir. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikendur: Jó- liann Siguröarson, Hanna Maria Karlsdóttir, Sigurður Karlsson, Elfa Gisladóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Guðmundur Páls- son og Jón Hjartarson. komnar andstæður. Bjarni er harðsviraður einkaframtaks- maður sem geysist áfram á framabrautinni. Hann er giftur Maggý, sem er hvorttveggja i senn fangi tiskuheimsins og fórnarlamb þeirrar hugmynda- fræði sem maður hennar að- hylh'st. Lóa er afbragðs náms- kona er hyggur á framhalds- nám i f jölskyldusálarfræði. Hún býr með Dóra, listamanni sem Leiklist eftir Sigurð Svavarsson tlr Jóa — „andinn I verkinu er umfram allt notalegur, það er skrifað af húmanista sem lætur sér annt um manneskjuna.” vel heppnað sambýli? Hverjar eru skyldur fólks við samborg- arana? Þau Lóa og Dóri eru vafalitið málpipur höfundar i þessu verki. Þau leysa sin mál meö því aö opna sig, ræða vandamálin áöur en þau verða þeim ofviða. Besta sena verks- ins er að minu mati þegar þau setjast niður og kryf ja sitt sam- band, taka afstöðu til pfslar- vættis sins og komast að því að fórnin stenst ekki nema því að- eins að hún færi öllum aðilum malsins einhvern ávinning. Það leiðist örugglega engum við að horfa á Jóa og áhorfendur á frumsýningu tóku leiknum mjög vel. Skopið bregst Kjart- ani ekki hér fremur en endra- næ r, sa m t kem ur þa ð ekki niður á alvarlegum undirtóni verks- ins. Það var helst i samtah Dóra og Maggýar eftir misheppnaða nauögunartilraun Jóa sem höfundur notar likingar sem voru heldurklóðurslegar og þær spurningar sem Dóri varparþar fram striða gegn persónu hans að öðru leyti. En andinn i verk- inu er umfram allt notalegur, þaö er skrifað af hUmanista sem lætur sér annt um manneskj- una. Jóhann Sigurðarson sýndi i verkefnum NemendaleikhUssins i fyrra að það er mikils af honum að vænta.Túlkun hans á < Jóa var vandvirknislega Utfærð, sérstaklega i hinum stilfærðu atriðum sem sýndu hugarheim Jóa og samskiptl hans við Súpermann. Það var erfittfyrir Jóa að kyngja þvi að hetjan hans var mannleg. Þau Hanna Maria og Sigurður léku Lóu og Dóra og gerðu þaðbæðiframur- skarandi vel, sambandið á milli þeirra var náiðog eðlilegt. Þor- steini Gunnarssyni tókst einnig frábærlega að skila miskunnar- leysinu i manngerð Bjarna. Leikmynd Steinþórs Sigurðs- sonar var stilhrein og falleg og alltaf vekur þaö jafn mikla furðu mi'na hversu vel þeim manni tekst aö nýta takmark- aða möguleika hins litla sviðs i Iðnó. L.R. byrjaði sitt 85. leikár á laugardaginn meö þvi að frum- sýna Jóa eftir Kjartan Ragnars- son. Jói er 7. verk Kjartans þótt stutt virðist siðan hann haslaði sér völl meöal islenskra leik- skálda. En Kjartan er ekki ein- ungis afkastamikill hþfundur heldur jafnframt sá athyglis- veröasti sem islenskt leikhús státar af f dag. Leikurinn um Jóa bar ekki með sér að nein þreytumerki væri að sjá á höf- undi. Jói er tæplega þritugur maður sem er andlega fatlaður þó ekki meira en svo að hann gerir ser vel grein fyrir þvi að hann er öðruvisi en annað fólk. Hann er stórt barn, sérlundaður, og si- fellt á varðbergi gagnvart um- hverfi sfnu. öryggi Jóa er veru- lega ógnaö þegar móðir hans deyr, og fyrirsjáanlegt er að faðirhans treystirsér ekki til að halda heimili fyrir þá. Hvað tekur þá við, stofnunin eða ann- að heimili sem tekur tillit til sérþarfa hans. Systkini Jóa, þau Bjarni og Lóa, taka vitaskuld þátt i leit- inni að úrræðum. Þau eru nán- ast sem svart og hvitt, full- undirbýr sina fyrstu sýningu. Þau Lóa og Dóri eru i sinu heimilishaldi að feta sig áfram eftir jafnréttisbrautinni, en á heimili Bjarna og Maggýar er alfarið gengið út frá hinni hefð- bundnu hlutverkaskiptingu kynjanna. Það er alveg ljóst að ekkert pláss er fyrir Jóa í framagjörnum heimi Bjarna og þvi kemur þrýstingurinn allur á þau Lóu og Dóra. Þau verða að hugleiða hvort er mikilvægara að sinna skyldum manns viö sjálfan sig eða skyldunum við aðra. Um þessa togstreitu snú- ast átökin 1 verkinu öðru frem- ur. Leikurinn um Jóa er gott inn- legg i'umræðurnar um aðbúnaö fatlaðra og það hvernig best verður búið að þeim einstak- lingum sem litils mega sin i heimi lifsgæðanna. Kjartan er fyrst og fremst mannvinur og hann boðar það að aðgát skal höfð i nærveru sálar og sam- skipti heilbrigðra við fatlaða verða að mótast af heiðarleika. En jafnhliða þessu er i verkinu varpað fram spurningum um grundvallarþætti i samskiptum fólks almennt. A hverju byggist Garðar Hó/m kemur heim íslenskur poppheimur á sér orðið margar sögur af hugrökk- um sveinum sem lagt hafa af staö út i heim I þvi skyni aö leggja hann að fótum sér. Adögunum gerðist það svo að piltur leitar uppi ættjörð sina. Aö visu aðeins til að gera stutt- an stans á leið sinni til Evrópu. Er jafnvel gefið i skyn að ger- Popp eftir Þröst Haraldsson Hingað til hafa allar þessar sögur endað i sorg og sút. Hetj- urnar hugprúðu koma heim slyppar og snauðar og enginn saknar þeirra. Svo hefur þó mátt virðast, að þessi gamli heimsfrægðar- draumur Islenskra poppara væri að rætast um þessar mundir. Þeir eru orðnir nokkuð margir dálkmetramir sem is- lensk blöð hafa eytt i frásagnir af glæsilegum ferli Jakobs Magnússonar á vesturströnd Bandarikjanna. vallur Vesturheimur hafi lagst að fótum meistarans sem nú ætlar að sigra gamla heiminn. Hann býður Bubba Mortens með sér i landsreisu, og um siðustu helgi lauk hringferðinni með tveimur konsertum I ný- stofnuöum Klúbbi Nefs. Blööin höfðu ekki brugðist skyldu sinni og fór ekki framhjá neinum aö eitthvaö merkilegt væri á ferð- inni. Ýmsar nýjungar sem Jakob hafði með sér frá Amerikunni voru taldar upp, vélar af öllum stærðum og gerð- um til aö gleðja jafnt eyru sem augu. Að visu gerðist það fyrir seinni konsertinn að myndvarpi sem gegna skyldi stóru hlut- verki i sjóinu sprakk i loft upp svo notast þurfti við hálfónýta blikkdós sem fengin var að láni frá sjónvarpi islenska rikisins. Varð þvi minna en skyldi Ur hinni sjónrænu hlið uppákom- unnar. En þvi meira næði gafst til að gaumgæfa það sem að eyranu vissi. Sitt hvoru megin við tjald- ið stóöu þeir Jakob og ferðafé- lagi hans i Evróputúrnum, Alan Howarth innan um hljómborð, svuntuþeysa og trommiiieila, með heyrnartól á höföinu. Eftir klassiska seinkun og einhverja kvikmyndasýningu sem fór fyrirofan garðog neðan hjá tón- leikagestum fóruþeirfélagar að handleika vélarnar. Ég verö að segja eins og er: eftir þvi sem leið á konsertinn varð ég æ meira hlessa. Hlessa Agatha gamla stend- ur fyrir sínu Agatha Christie: Morö er leikur einn Þýðing: Magnús Rafnsson 207 bls. Otg. Hagall. 1981. Ég legg yfirleitt ekki langa lykkju á leið mina til þess að verða mér úti um reyfara til þess að lesa en ef þeir verða óvart á vegi minum þá kemur fyrir að ég les þá og getur slikt veriö ágætis afslöppun og til- gamla og skrafhreifna konu sem segir honum aö ekki sé allt með felldu i litla fallega kyrr- láta sveitaþorpinu sinu. Þar gangi morðingi laus sem engan gruni eða viti af moröunum og nú er hún á leiðinni til Scotland Yard til að segja þeim alla sólarsöguna. Maðurinn tekur þetta eins og hvurt annað kell- ingaraus en honum bregöur i brún þegar hann sér i blöðunum Bókmenntir eftir Gunnlaug Asfgeirsson Agatha Christie — Morð er leikur einn er I ekta Agöthu-stil segir Gunnlaugur m.a. í umsögn sinni. breyting frá þvi sem maður les venjulega. Gefa sig á vald sögu- þræðinum einum og láta spennu og söguflækjur liða um hugann áreynslulaust. Agatha gamla Christie stendur alltaf fyrir sinu. Og þessi saga, Morð er leikur einn, er i ekta Agöthu stíl. Lögreglu- maður sem verið hafði i ára- raðir starfandi i einhverju krummaskuði á Indlandi er kominn heim til gamla Eng- lands á eftirlaun (Sagan kemur fyrst út 1939). í lestinni á leið til Lundúnaborgar hittir hann skömmu seinna að kella er dauð og hefur orðið fyrir bil á leiðinni til Yardsins. Enn frekar bregður honum þegar hann sér i blaði (Times aö sjálfsögöu) að sá sem hún sagði að yröi næsta fórnarlamb er dauður. Er nú forvitni hans vakinn fyrir al- vöru og hann ákveður að halda af stað og kanna málið. Þaö þarf ekki aö rekja söguna lengra. Sveitaþorpið er á sinum stað með öllum sinum föstu karakterum, gömlum liðsfor- ingja, skransala, aðalsmanni sem býr rétt utanvið þorpið á herrasetrinu og svo öllum þess- um yndislegu gömlu skrýtnu kellingum. Höfundurinn leiðir okkur um þorpið og um leiö á villigötur i leitinni á morðingj- anum og loks þegar búið er að einangra þann liklegasta reynir allt i einu sá sem sist skyldi vera moröinginn ógurlegi. Allt hljómar þetta kunnuglega. Sama grundvallarmunstrið eins og vera ber i afþreyingarsögu og réttlætiö sigrar aö lokum. Það er að visu gott og blessað að réttlætið sigri, en þvi miður er það bara ekki alltaf svöléiðis’i alvörunni, en hver nennir að fárast yfir þvi???? Þýðing Magnúsar Rafnssonar er bærilega læsileg, sem er meira en hægt er að segja um reyfaraþýðingar yfirleitt. G.Ast. Jakob Magnússon — „tónlistin sem hann bauö okkur var kalt og gelt vélarskrölt,” segir Þröstur Haraldsson I umsögn sinni um tónleikana i Klúbbi Nefs. á þvi hve litlar kröfur Banda- rikjamenn eru farnir að gera til popptónlistar. Ef þessir tónleikar gefa rétta mynd af hæfileikum Jakobs Magnússonar þá eru þeir ekki ýkja miklir. Hann er skratti fingrafimur á hljómborð og kann að stilla græjur. Þar með eru hæfileikar hans upptaldir. Ekki sýndi hann mikla sköp- unargleði þvf langstærstur hluti dagskrárinnar voru tónsmiöar annarra — mest islenskir og er- lendir slagarar frá ýmsum timum — sem hann dældi i gegnum vélarnar. Textasmið hans virðist ekki vera mikil aö vöxtum, réttum sólarhring eftir konsertinn rámar mig aðeins I einn sem var einhver ómerkileg klámvisa. Tónlistin sem hann bauð .okkur upp á var kalt og gelt vélaskrölt. Ekki örvaði hún blóörásina, hvað þá að hún hrærði i tilfinningunum. Það varð manni ljóst þegar Bubbi birtist á sviðinu. Hann gerði hvort tveggja að virkja tæknina til þess að ná fram þeim áhrif- um sem hann vildi ná i laginu Heróin og hann kom blóðrásinni aftur af stað vopnaður engu nema kassagitar og röddinni. Eftir konsertinn hef ég verið að velta þvi fyrir mér hvað Kobbi er að gera. öðrum þræði finnst mér hann vera eins og barn i leikfangaverslun. Hann hefur gersamlega týnt sjálfum sér i barnslegri hrifningu af tækninni. Hann hefur enn ekki uppgötvað, aö tæknin ein skapar ekki neitt. Til þess að Ur verði list þarf mannleg sköpunargáfa að stjóma vélunum. Hitt held ég að það sé þó öllu nær sannleikanum: að Jakob viti fullvel hve skammt hæfi- leikarnir hrökkva. Að hann sé glúrinn strákur sem tekist hefur að telja fólki trú um að á bakvið allt vélaskröltið dyljist fágæt snilligáfa, en ekki bara venju- legur gæi sem hefur ekkert við heiminn að segja annað en það að vilja verða frægur. En þótt islenskir fjölmiðlar hafi fallið fyrir honum held ég að reynslan eigi eftir að kenna honum,ogþaðinnan tg)ar, aötil þessað ná langt I hinum alþjóð- lega poppheimi þarf meira en að kunna á græjurnar. Viðtökur áheyrenda i lok tón- leikanna sýndu þó og sönnuðu að áhrifamáttur islenskra fjöl- miðla er ekkert til að hæðast að. Enn einu sinni hefur tekist að skapa nýjan Garðar Hólm sem er heimsfrægur um allt Islandi — en hvergi annars staðar. — ÞH

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.