Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 27
27 helgarpá^turinn Fösiuda9ur 18- september 1981 Um Snorrá er sagt að hann „var hagur á allt það, er hann tók höndum til, og hafði hinar bestu forsagnir á öllu þvi, er gera skyldi”. — Sigurður Hallmarsson i hlutverkinu i mynd sjónvarpsins, en fyrri hiuti hennar er á dagskrá sunnudags. Hver var Snorri Sturluson? „Kringla heimsins, sú er mannfólkit byggvir, er mjök vágskorin”. Þannig hefst Heimskringla.merkilegasta verk frægasta rithöfundar þjöðarinnar. Snorri Sturluson, fæddur árið 1179 i Hvammi i Dölum, alinn upp hjá Jóni Loftssyni i Odda myrtur f Reykholti árið 1241. „Si'mon knútrbað Arna at höggva hann”. „Eigi skal höggva”, sagði Snorri. „Högg þú”sagði Simon „Eigi skal höggva”, sagði Snorri. Eftir þat veitti Arni honum banasár ok báðir þeir Þorsteinn unnu á honum”. Þannig hljdðar hin stutta en margfræga lýsing Sturlungu á vigi Snorra. fislendingar dá Snorra Sturluson. Meir en alla kappa, spekinga, stjórnvitringa, at- hafnamenn eðaskáld önnur samanlögð. Þá er náttúrulega mikið sagt. Sé Jón Sigurðs- son tákn frelsisbaráttu þjóðarinnar, þá er I Snorri tákn þjóðarinnar. Hann er okkar Hómer. Þess vegna höldum við upp á hann, reisum honum styttu og minnisvarða. Það að hann var maurapúki, bleyða, slægvitur, valdagráðugur og mislyndur er bara betra, — hann var mennskur, við skiljum galla hans og breyskleika og þykir bara enn vænna um hann fyrir vikið. Snorri Sturluson er ein aðalsöguhetjan i Islendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Þótt hann hafi verið merkasti höfðingi sinnar tiðar bregður svo undarlega að honum er lýst i fáum oröum og myrkum. Segir Gunnar Benediktsson að þessi niska lýsing á Snorra stafi af þvi' að höfundur hafi verið feiminn viðSnorra. Svo mikið hafi sagna- meistarinn Sturla Þórðarson dáð frænda sinn Snorra Sturluson. Hverjum augum líta menn persónuna Snorra Sturluson? Helgarpósturinn spuröi nokkra þá sem vel þekkja til Snorra af rit- um hans og samtiðarmanna hans. Björn Þorsteinsson prófessor sagði að Snorri væri miklu stærri en allt annað. Hann hefði veriö borgfirskur bóndi sem skrifaði Heimskringlu. Það ti'mabil sem hann lifði og maðurinn sjálfur gnæfði yfir alltog að aigum hefðienn tekistaðgera þvi tilhlýðileg skil. Þá hefði kapi'talisminn ekki verið til né rigbundinn þjóðernishyggja. Snorri hefði verið feikimikill stjórnmála- maður, hefði verið með uppreisn gegn norska konungsveldinu sem var undir for- ystu Hákonar gamla. „Snorri er búinnað vera dauður i 641 ár og enn fær hann ekki frið” sagði Björn að lokum. ^^igurður Lindal, prófessor hafði þetta um Snorra að segja: „Hann er flókinn, og erfitt að lýsa honum i fáum oröum. Það sem mest ber á þar sem honum er lýst í tslendingasögu Sturlu þá er hann ákaflega ágjarn, sérstaklega á fé. Hann var fikinn i völd og neytirallra ráða til þessað ná þeim, m.a. með mágsemdum. Hann var ekki hreystimenni né snarráður og þar sem hans er getið við vopn eða átök sýnist hann skorta hugrekki og aðrar hermannlegar dyggðir. Þótt Snorri væri ágjarn var hann veisluglaður og kunni vel að meta góðar veigar og aðrar lystisemdir. Og virðist hann hafa verið gestrisinn og höfðingi heim að sækja. HvernigSnorri varíháttum get- um við aðallega ráðið af ritum hans. An efa hefur hann verið skemmtilegur og örugg- lega fyndinn. 1 Heimskringlu eru t.d. laun- fyndnirkaflar. Hann hefurkunnað mjög vel að segja frá. Þó má ætla að hann hafi verið mislyndur m.a. bjó hann við örðugt heimilislif, vanstilltar konur og óstýrlát börn. Fjöllyndur var hann i kvennamálura. Framkoma hans i þeim efnum er ekki al- veg samkvæmt siðferðisreglum nútimans. Ógæfa Snorra var sú að hann vildi vera höföingi en var ekki vaxinn þeim kröfum sem sú vargöld sem hann liíði gerði til þeirra sem vildu ná völdum”. ] YFIRSÝN ^^igurður Hallmarsson, maðurinn sem leikur Snorra i samnefndri kvikmynd sagði þetta um kappann: „Þetta var friðsemdar listamaður sem var neyddur út i miklu meiri veraldarátök en hann kærði sig um. Hann var valdagirugur vegna þess að hann þurftiskinn til þess að skrifa á. Til þess að fá þau þurfti hann stór beitilönd fyrir skepnur sinar. Hann hafði lika gaman af þvi að halda stórar veislur og til þess þurfti 'hann mikinn mat”. Sigurður sagðist enn- fremurhalda að þessi timisem Snorri hefði verið uppi á hefði verið mikill streitutimi. En að Snorri hefði ekki verið stressaður; „ef hann hefði verið það þá tókst honum að dylja það mjög vel”. Hann hefði aldrei vilj- að sýna hug sinn allann. Snorri hefði verið afar lokaður maður. Sigrún Daviðsdóttir, cand. mag. sem hefur skrifað ritgerð um Sturlungaöldina sagði: „Snorri var furðulega samansettur maður. Hann var vel latinulæröur og há- lærður iinnlendum fræðum.Miðlungs skáld og algjör ritsnillingur. Þar að auki var hann veraldarvafstrari og nokkuð út undir sig á þvi sviði, átti jú bæði Reykholt og Bessastaöi og þá er f átt eitt taliö. Hann var býsna vel ættaður og auðugur. Hann kunni lika að ávaxta auð sinnog völd með réltu kvonfangi. En ein kona dugði þessarri hamhleypu auðvitað ekki og hann átti skara af frillum. Það er með ólikindum hverju hann kom i verk. Hann hlýtur að hafa fariö á fætur kl. fimm á morgnana”. Næst komandi sunnudagskvöld fá svo islenskir sjónvarpsáhorfendur að sjá fyrri hluta kvikmyndarinnar um Snorra Sturlu- son. Sú kvikmynd er stærsta verkefni sem islenska sjónvarpið hefur ráöist i hing- að til. Hvernig skyldi „Hómer” okkar lita þar út? eitir Elisabetu Guðbjörnsdóttur [ 1 David Steel, foringi frjálslyndra Roy Jenkins, talsmaöur sósialdemókrata Sósíaldemókratar sækja að sundruðum Verkamannaflokki Hverfið Islington i Norður-London hefur mannsöldrum saman verið óvinnandi vigi breska Verkamannaflokksins. Valdahlut- föllin má ráða af þvi, að i siðustu almennu kosningum til bæja- og sveitastjórna hlaut Verkamannaflokkurinn i Islington 50 full- trúa kjörna i hverfisstjórnina en thalds- flokkurinn tvo. Nú er svo komið, að" meirihluti Verka- mannaflokksins i Islington riðar til falls. Astandið i hverfisstjórninni sýnir i hnot- skurn hvilik upplausn rikir i Verkamanna- flokknum. Sósialdemókrataflokkurinn nýi sækir hart fram, og látlaus og heiftúðug barátta innan Verkamannaflokksins um stefnu og forustumenn skapar nýgræðingn- um i breskum stjórnmálum ákjósanleg skilyrði til vaxtar og viðgangs. J^kömmu eftir að nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins sögðu skilið við hann siðastliðinn vetur og stofnuðu Sósialdemó- krataflokkinn, fóru sex af fulltrúum Verka- mannaflokksins ihverfisstjórn Islington að dæmi þeirra og gengui nýja flokkinn. Eftir sem áður hafði Verkamannaflokkurinn yf- irgnæfandi meirihluta i hverfisstjórninni, 44 fulltrúa af 52, en hugmyndafræðingum og ákafamönnum sem ráöið hafa ferðinni hefur tekist að halda svo á málum, aö vafa- mál er hversu fer um meirihluta i hverfis- stjórninni i Islington eftir atburði siðustu vikna. öllum á óvörum ákvað forusta hverfis- stjórnarfulltrúa Verkamannaflokksins að efna til aukakosninga i' kjördæminu Hill- marton. Sú ákvckðun var tekinilok júli, um þær mundir sem flestir fara i sumarleyfi, og þvi erfitt fyrir keppinauta Verkamanna- flokksins að bregðast við. Engu að sfður tókst sósialdemókrötum og frjálslyndum að koma fram sameiginlegu framboði, en að framboðsmálum af hálfu Verkamanna- flokksins var þannig staðið, að 16 hverfis- stjórnarfulltrúar i viðbót sögðu sig úr flokknum og gengu til liðs við sósialdemó- krata. Kosningar i Hillmarton fóru svo fram i siðustu viku, og frambjóðandi kosninga- bandalags sósialdemókrata og frjáls- lyndra, Kevin O’Keefe, sigraði með glæsi- brag. Kom á daginn að hann dró til sin at- kvæði jöfnum höndum frá Verkamanna- flokknum og thaldsflokknum, en þar að auki varð framboð hans til að kjósendur sem setið hafa heima i fyrri kosningum af óánægju með gömlu flokkana fjölmenntu nú á kjörstað til að kjósa frambjóöenda nýja aflsins i' breskum stjórnmálum. Eíftir þessi málalok hefur Verkamanna- flokkurinn 27 sæti i hverfisstjórninni i Isl- ington, hefur á rúmu misseri tapað 23 til sósialdemókrata. (Jlflúð er svo mikil eftir þessar hrakfarir meðal þeirra sem eftir tolla í Verkamannaflokknum, að taliö er aö sósialdemókrötum geti reynst hægðarleik- ur að laða til sin nógu marga fulltrúa til að komast i meirihlutaaðstöðu, kæri þeir sig um. Væri það fyrsti meirihluti nýja flokks- ins i bresku bæjarfélagi, en á móti tilraun til að mynda nýjan meirihluta mælir, að fjármál Islington eru i ólestri og ófýsilegt að taka við ábyrgð á þeim skömmu fyrir hverfisstjórnarkosningar næsta vor. Ljóst er af skoðanakönnunum, að úrslit næstu þingkosninga i Bretlandi geta oltið á þvi, hvort kosningabandalag tekst með sósialdemókrötum og frjálslyndum. Orslit nýjustu könnunar á afstöðu kjósenda leiðir i ljós, að sem stendur segist 41 af hundraði kjósenda reiðubúinn að styðja slikt kosningabandalag til valda en 31 af hundr- aöi segist myndi ljá Verkamannaflokknum atkvæði sittog 25af hundraði Ihaldsflokkn- um. Bjóði frjálslyndir og sósialdemókratar fram hvorir i'si'nu lagi, sýna skoðanakann- anir að þingstyrkur þeirra yrði hverfandi litill. Wl rátt fyrir þessar horfur, hefur gætt verulegrar tregðu meðal áhrifamanna i Frjálslynda flokknum, að styðja þá stefnu flokksforingjans DavidSteel að leggja höf- uðkapp á að komaá kosningabandalagi við sósfaldemókrata. Frjálslyndi flokkurinn hefur boðið fram i flestum kjördæmum um langan aldur, þótt árangur hafi reynst litill, og kosningabandalaghefði i för með sér að fjöldi frambjóöenda með langa baráttu að baki yrði að vikja fyrir sósialdemókrötum. Undanfarna viku hefur komið á daginn, að andstaða við kosningabandalag i Frjáls- lynda flokknum verður ekki til trafala. A þingi frjálslyndra i Skotlandi greiddu 400 fulltrúar atkvæði með kosningabandalagi við sósialdemókrata en einungis 12 atkvæði voru á móti. A þingi frjálslyndra i Englandi og Wales var i fyrradag endanlega ákveðið að gera kosningabandalagið að veruleika, og komu fram rúmlega 100 mótatkvæði við þeirri samþykkt á 1600 manna þingi. Forustumenn beggja flokka lýstu ánægju yfirað nú væri rutt úr vegi siðustu hindrun fyrir kosningabandalagi, sem setja myndi sér það mark að taka við stjórnartaumum á Bretlandi eftir næstu þingkosningar, sem ekki verða siðar en 1984. ^^ósfaldemókratar birtu um siðustu neigi stefnuyfirlýsingar um helstu mála- flokka, sem ræddar verðaá flokksráðstefn- um i næsta mánuði. Verður sú fyrsta i Perth i Skotlandi, önnur i Bradford i' Norð- ur-Englandi og sú þriðja og siðasta i Lond- on. eftir Magnús Torfa Ólafsson Með þessu dreifða þinghaldi leggja sósialdemókratar áherslu á það stefnumið sitt, að dreifa stjórnvaldinu i stórauknum mæli frá London út i landshlutana. Kemur þetta vel heim við stefnu frjálslynda flokks- ins. U ndirbúningur að sókn kosningabanda- lags frjálslyndra og sósialdemókrata kemst á rekspöl samtimis þvi að hætta á nýjum klofningi vofir yfir Verkamanna- flokknum. Seint i þessum mánuði kemur þing flokksins saman, og þar verður útkljáð margra mánaða heiftúðug barátta um varaformennsku fyrirflokknum milli Denis Healey, núverandi varaformanns, og Tony Benn, sem tapaði fyrir Michael Foot í flokksforingjakosningu i fyrra. Sigurlikur Tony Benn vænkuðust að mun á þingi verkalýðsfélagasami'^idsins TUC fyrirskömmu. Þar vorusi. .^ykktar tillög- urfrá stuðningsmönnum Benn um fylgi viö öll helstu stefnumál hans, svo sem úrsögn Bretlands úr EBE og annaðsem fyrirsjáan- lega veröiursiðan samþykkt á flokksþingi Verkamannaflokksíns, þar sem fulltrúar verkalýðssambandanna ráða úrslitum. Nú verður varaformaður flokksins kjör- inn i' fyrsta skipti eftir nýjum reglum, þar sem kjörmannaatkvæði verkalýðssam- bandanna og flokksfélaga i kjördæmunum geta borið vilja þingflokksins ofurliði. Þingflokkurinn er að miklum meirihluta andvigur þessu fyrirkomulagi. Uppi eru hugmyndir i hópi stuðningsmanna Healey, um að þingflokkurinn lýsi sig óháðan aðila að Verkamannaflokknum, nái Benn kosn- ingu. Verkalýðssamböndin og kjördæma félögin geti haft Benn fyrir sinn varafor- mann, en þingflokkurinn kjósi sér annan varaformann, sem yrði þá Healey. Og jafnvel þóttHealey merji sigur i vara- form annskjörinu á flokksþinginu, blasir við að þar veröur samþykkt stefna i ýmsum málum,einkum utanrikismálum, sem hann er andvigur. Klofningshættan blasir þvi við Verka- mannaflokknum, hvernig sem varafor- mannskjörið fer. Sagt er að allt að þrir tug- ir þingmanna flckksins geri sig liklega til að ganga til liðs við sósialdemókrata, vinni Tony Benn sigur á flckksþinginu. Sósial- demókratar hafa fyrir sitt leyti kunngert, að þingmönnum sem hyggist koma til liðs við nýja flokkinn gefistekki endalaus um- hugsunartimi, þeir einirsem gefi sig fram fyrirlok þessa árs geti gertsér vonum for- gang til framboðs i næstu kosningum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.