Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 18.09.1981, Blaðsíða 28
Föstudagur 18. september 1981 htallJFtrpn^ trínr, HÚSGAGNA UM HELGINA TM HÚSGÖGN TRAUST OG FALLEG A A HÚfiGiöCill Greidslukjör í samrádi v/ð \ /\\sið"múla U y * kaupandann • Fjárfestingar Sambands is- lenskra samvinnufélaga i sjávar- útvegi hafa mjög verið til um- ræðu að undanförnu. A Vest- fjörðum ræða menn sin á milli ekki aðeins um frystihúsakaupin á Suðureyri heldur ekki siður um kaup Hraöfrystihúss Patreks- fjarðar á togaranum Sigurey frá Siglufirði. HraðfrystihUsið er um 90% eign Kaupfélags V-Barð- strendinga, sem er hins vegar ekkert alltof vel stætt fyrirtæki til aö standa undir kaupum af þessu tagi, og gengur sá orð- rómur fyrir vestan aö til þess að fjármagna togarakaupin hafi Reginn pappirsfyrirtæki Sam- bandsins og framsóknar, aukið hlutafé sittum 800 milljónir gam- alla króna sem greitt hafi verið á borðið þegar kaupin áttu sér stað.... • Forystumálin i Sjálfstæðis- flokknum eru mjög i brennidepli núna, ekki sist eftir viðtal Helgar- póstsins viö dr. Gunnar Thor- oddsen, forsætisráðherra i siðasta blaöi. Þar kom einnig fram á baksiðu að veruleg hreyf- ing sé orðin fyrir þvi að tryggja Friðrik Sophussyni, alþingis- manni varaformannssætið i flokknum. Við þetta er þvi að bæta að Þorsteinn Pálssoir, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands Islands hefur gefið til kynna i einkasamtölum að hann sé reiðubúinn að gefa kost á sér til varaformanns ef formaður flokksins óskar eftir þvi. Ljóst er að Þorsteinn yrði ekki Geir Hall- grimssyni á móti skapi, en Gunnari yrði hínsvegar siður um það gefið. Þorsteinn hefur tekið fram að kæmi til kjörs hans á landsfundi segði hann um leið upp starfi sinu hjá vinnuveitendum... • Fjölmiðlafrétt af heimavig- stöðvum: Viö sögðum frá þvi fyrir nokkrum vikum að Guðmundur Arni Stefánsson, Helgarpóstsmaður hefur gerst ritstjórnarfulltrúi á Alþýðublað- inu. Nú mun okkur á Helgarpóst- inum bætast liðsauki i staðinn. Það er Gunnar Gunnarsson, rit- höfundur og gamalreyndur blaðamaður af Visi og Þjóðvilja sem hefja mun störf á Helgar- póstinum 1. október... Við heyrum að nú sé veru- legur glimuskjálfti farinnað fær- ast f sjálfstæðismenn, ekki aðeins CA-901 Býður uppá: Klst., min, sek, f.h./e.h. mán/dag. 12/24 tima kerfið. Sjálfvirk dagatalsleiö- rétting um mánaöamót. Tölva með +/-/X/4-, Konstant. Skeiðklukka með miilitima 1/100 úr sek. Ljós til aflestrar i myrkri. Vekjari. Hljóðmerki á klukkutima fresti. Tveir timar i senn, báðir hafa möguleika á 12/24 tima kerfinu. Leik sem byggist upp á hraða. Ryðfritt stál. Rafhlööur sem endast i ca. 15 mán. Eins árs ábyrgð og viögeröar- þjónusta. Casioúr ......... kr. 850,- Bankastræti 8. — Sími 27510. út af landsfundi, heldur út af fyrirhugaöri prófkjörsbaráttu þeirra Alberts Guðmundssonar og Daviðs Oddssonari Reykjavik og megi viöa merkja slikt bak viö tjöldin. Það erþó til þess tekiðhversu varkár og hæglátur Albert hefur verið að undanförnu og i blaða- viðtölum hefur hann undanfarið greinilega gætt þess að sigla sinn eigin sjó og hefur i svörum hvorki hallast á sveif Gunnars eða Geirs, eða hinna striðandi afla i flokkn- um. Þeim orðrómi hefur verið komið á kreik að Albert sé jafnvel að bræða með sér að koma fram með eigin lista, nái hann ekki þvi markmiði sinu að verða efstur i prófkjckinu i Reykjavik, og aðrir tala jafnvel um að hann hugleiöi stofnun Framfaraflokks hér á landi ilikingu við flokk Glistrupsi Danmörku og norska flokkinn, sem hafa reynst sigursælir. Traustari heimildir telja þetta þó fráleitt og benda á að Albert hafi ekkert að óttast i prófkjöri, sé tekið miö af fyrri árangri hans i prófkjör i i Reykjavik ogi forseta- kosningunum. Hæglæti hans nú sé þvi aðeins lognið á undan storm- inum. Þess muni skammt að biða að Albert láti til skarar skriða og verði i sviðsljósinu þegar þaö henti honum með tilliti til próf- kjörsins. Er i þessu sambandi vakin athygli á, að Albert hafi I siðustu viku haldið fund meö nán- ustu stuðningsmönnum sinum i Kassagerð Reykjavikur en Kassageröarfundi Alberts þykja ævinlega benda til þess að eitt- hvað sé í vændum.... • Eins ogvið sögðum fram sið- ast er Asta Ragnheiður Jóhann- esdóttir að yfirgefa Vettvangs- þátt Sigmars B. Haukssonar og fara til annarra starfa innan út- varpsins. Við heyrum að i hennar stað hafi Sigmar i hyggju aö fá Arnþrúði Karlsdóttur, rannsókn- arlögreglumann , sem komst nokkuð isviðsljósið fyrir fáeinum misserum vegna umsóknar um starf fréttamanns á sjónvarpinu, og skrifaði siðan bráðskemmti- lega dagbók um starf sitt og sam- starfsmenn hér i Helgarpóstinn... • Einhverjar breytingar munu vera i vændum á Aski við Suður- landsbraut, og er tilefniö 15 ára afmæli staðarins. Þar munu verða gerðar ýmsar breytingar á skipulagi innandyra ásamt þvi sem nýr matseðill sér dagsins ljós, þar sem meira verður lagt upp úr gratineruðum réttum en verið hefur. Mun vera búið að ráða Kristin Kjartansson til að annast stjórn og skipulag þarna á Suðurlandsbrautinni en Kristinn var áður um eins árs skeiö mat- reiöslumeistari Naustsins við góðan orðstir... • En maður kemur i manns stað. Hinn nýi matreiðslumaður Naustsins verður Einar Arnason, sem áður var yfirmatreiðslu- mástari Esju og hótelstjóri sum- arhótelsins að Flúðum nú i sum- ar, en Einar var einn landsliös- mannanna islensku, sem unnu hinn frækna sigur á Norðurlanda- móti matreiðslumeistara fyrir nokkrum misserum... • Innan úr stjórnarráöinu heyrum við að þar fari mikið orð af atorku og vinnusemi Ragnars Amalds I f jármálaráðherrastóln- um og reyndir menn þar tali um að þeir minnist ekki haröskeytt- ari fjármálaráðherra heldur en Ragnarsallt frá dögum Eysteins Jónssonarog Magnúsar frá Mel. Ersagt áð þessa muni viða mega sjá stað i væntanlegu fjárlaga- frumvarpi og muni margir þar verða undrandi hversu kaldur Ragnar er f niðurskuröinum. Höf- um viö heyrt eitt dæmi um slikt. A Laugarvatni hefur veriðgengið Ut frá þvi aö á næstu fjárlögum yrði veitt 5 nýjum milljónum til byrj- unarframkvæmda við íþróttahús og sundlaug fyrir alla skólana þar og hefur þetta verið mikið kapps- mál samstarfsmanna Ragnars úr Framsóknarflokknum. Ragnar mun hins vegar hafa þurrkaö út þessa fjárveitingu meö einu pennastriki og hana verði ekki aö finna í frumvarpinu.... • Og af þvi við minnumst á Framsóknarflokkinn þá heyrum við að þar innan flokksins brjóti menn nú mjög heilann um það hvernig standa skuli aö prófkjöri framsóknarmanna i Reykjavik fyrir borgarstjórnarkosning- arnar — hvort það skuli einungis ná til fulltrúaráösins i Reykjavik, til flokksmanna almennt i Reykjavik eða vera algjörlega opið. Jafnframt heyrum við að fyrir liggi tillaga frá Gesti Jóns- syni, formanni nefndar á vegum fulltrúaráðsins að ekki skuli vera farin sú leið að fram komi uppá- stungur um menn i framboð heldur skuli hver fulltrúaráðs- maður skrifa á blað nöfn 4—5 manna, sem þeir telji æskilegt aö skipi framboöslistann.... • Hornsteinn var lagður að Hrauneyjarfossvirkjun um sið- ustu helgi með ákaflega mikilli viðhöfn. Af þessari athöfn hafa borist ýmsar fregnir, og sumar skemmtilegar. Ein er sú aö hom- steinninn hefðbundni sem forseti Islands lagði hafi verið hálfgert plat. Eins og fram kom i fréttum, var mikill undirbúningur að at- höfn þessari og flýtir hafður á þvi verki. 1 tittnefndum hornsteini átti að vera skráð saga þessarar miklu virkjunar. Sagan segirhins vegar að ekki hafi gefist timi til að ganga frá þessari skráningu áður en athöfnin hófst. Hafi þvi orðið að draga hornsteininn Ut aftur,eftirað henni lauk og gestir farnir, til að ganga endanlega frá honum. Við seljum þessa þó ekki dýrara en við keyptum... • Við heyrum að nýlega hafi farið fram útboð i jarðvinnu við Verkamannabú- staöi á Eiðsgranda á vegum stjórnar Verkamannabústaða. Stjórnin mun hafa haldið þvi fram að öll tilboð er bárust hafi SjálfvirHkur númeraveljari S^i h'ÚjelH iiisgllíb^baii i | i mi | 11 n | ^■við simann Geymir 31 númer í minni. Geymir síðasta númer til endurhringingar. Hringir án þess að lyfta þurfi taltólinu. Auðveldur í notkun. Verð aðeins kr. 2.130.- Leitið upplýsinga. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 Smi 20560

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.