Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 10
10 ^WoCiÍi^vLL Reiöist ekki Guðl Maður á ekki að reiðast guði, þótt manni finnist prestarnir stundum heimskir. Ofanskráöspakmæli var á kreiki i kolli mér hér um daginn, og ég veit ekki hvers vegna. Kannski vegna alls fjasins kringum biskupskjörið. Kannski vegna þess.aðspakmælið er íjári goit og gildir oft og viða. Kannski vegna þess, að ég horf öi áHallgrims- kirkju á Skólavörðuholti. Maður veit aldrei. Ég villtistá strætisvögnum. Aður en ég vissi af, var ég kominn á fornar slóðir. Ég sat i vagni merktum Lækjartorg-Noröurmýri. Hann er númer eitt, arftaki gömlu Njálsgötu-Gunnarsbraut,og Vikupóstur frá Gunnari Gunnarssyni ekur um finasta hverfi i heimi. Ég fæddist á þessum slóðum og ólst þar upp. Eftir að ég flutti á brott, hefur mér ekki fundist ég eiga heima neins staðar. Fleiri en ég segja sömu sögu. Eitt þeirra barna sem skrapp i heiminn á áhrifasvæði leiöar númer eitt, Njálsgötu-Gunnarsbraut,var strákur sem átti flottasta reiö- hjólið i bænum. Ég stóö i fjarlægð og dáðist að gripnum og eig- anda þess. Nú er reiöhjólseigandinn hjóllaus maður, kominn meö grátt skegg og ekur Skoda. Ég fór úr vagninum þegar bilstjórinn æpti Frakkastigur! og viö svöruðum stundum ikór: Játakk! Og svo klifraöi maöur niö- ur llfshættulega tröppu, stóö i útblæstrinum frá vélinni og skellti hurðinni aftur. Ef maður var að skemmta sér, þá þóttist maöur gleyma aö skella hurðinni og bilstjórinn varð að loka sjálfur. Það var mjög fyndið. Svo kom nútiminn eins og hann heföi verið pantaður séstak- lega frá útlöndum. Allt i einu bjó maður meöal fjandsamlegra innbyggja vestur i bæ. Allt var þar á fcrki; sandur i augum, ofs- tæki i fasi og maöur stóð i margra ára basli við að útbreiöa menningu, hugtök eins og vináttu og drengskap. Ég hef alltaf óttast KR-sparkið. Strætisvagninn þarna vestan að var og er númer fimm. Hann kemur úr Skerjafirðinum. Sá vagn gæti þess vegna komiö beint frá Labrador eða Kúlúsúk. Ég tók hann klukkan núll sjö á morgnana, þessi sumur sem ég þrælaðist I að steypa út- hverfi, sem eru hönnuð af slikri snilld, að maður trúir þvi ekki, að þar muni nokkurt barn komast til þroska. Leið fimm fer annars um forvitnileg hverfi. Hún sýnir manni horniöá gamla kirkjugarðinum, lónar virðuleg gegnum miöbæ- inn.og svo er stefnan tekin austur með ströndinni og inn i það furðulega Snobbhill, Laugarásinn, sem varla gæti talist vera innan marka hins byggilega heims, ef ekki væri Hrafnista og Laugarásbió, áfengisútsalan og sundlaugarnar. En þetta er reyndar allt nokkuö og bætist senn við: Er það ekki kirkja, þetta sem ég hélt lengi að væri skiöastökkpallur, eins konar Holmen kollen fyrir Snobhill-sálirnar, þegar þær reyna að brjóta sér leiö upp i Himnariki? En það mun ekki takast. Ef þeir ætla þangaö upp, verða þeir að byggja miklu stærri stökkpall, þvi eins og menn vita frá Holmenkollen og viðar, þá detta þeir svo til beint niður úr háloftunum, skiðastökkvararnir, og fara þeir þó meö fallega bæn á fluginu. A minni tið lékum viö knattspyrnu við Leifsstyttuna á Skóla- vöröuholtinu. Við fórum á bak viö styttuna til aö pissa. Nú væri það vist ekki hægt, þvi ekki fengi maður sig til að vera svo ó- merkilegur að kasta af sér vatni framan i musteri þeirra kristnu. Maður er soddan tepra. Þegar menn voru að rifast um Hallgrimskirkju, þe. hvort þvi- likt afrek i byggingarlist skyldi fá að risa, skaut Jóhannes Kiar- val þvi að Reykvikingum, að eina ráðið til að geta tekið afstóðu I kirkjumálinu, væriað byggja hana og sjá hana þannig með eigin augum. Ef mönnum fyndist hún ljót, væri hægt að rifa hana. Ég var að vona, aö menn hefðu ekki gleymt þessu ráði meist- arans. Eða var þetta tekið sem grin? Um siðustu helgi voru tvær stelpur vigðar til prests. Sjónvarp iö hafði viötal. Fréttamaður spurði þær um kvennaguðfræði — hvaðþað eiginlega væri. Þá kræktu þær nývigðu saman örmum, litu r jóðar og undirf urðulegar hvor á aðra og flissuöu. Þegar maður ekur með leið eitt upp Klapparstig og inn Njáls- götu, flögrar kannski að manni, að timinn standi i stað. En það gerirhann ekki. Fyrir tveimur eða þremur áratugum hefði ekki gengið vel að fá tvær blómarósir vigöar til prestsstarfa. Og brátt rennursádagur.að viömunum sjá tvo unga, nývigða karlpresta krækja saman örmum, roðna og flissa undirfuröulega þegar fréttamaður spyr þá um nýjustu fréttir úr karlaguðfræöinni. Hverfisgata — Klapparstigur — Njálsgata o.s.frv.? Nú er gamall þrjótur kominn á kreik i minu hverfi. Þessi sem átti heimsins flottasta reiðhjól. Nú sýna þeir eftir hann kvikmynd um Snorra Sturluson. Það finnst mér merkilegt. Föstudagur 25. september 1981 He/narDÓsturinrL_ Tvö hinna dularfullu andlita i Bélmez, það til hægri er sennilega af konu. Draugarnir f eldhúsgólfinu Eldri kona og barnabarn hennar sátu f eldhúsinu þegar barnið hrópaði skyndilega upp- yfir sig. Barnsaugun höfðu bara séð nýjan skemmtileganleik. En það var „leikur” sem gömlu kon- unni fannst ekkert fyndinn, og sem varð að ráðgátu fyrir vis- indamenn. Aldreifannst á honum eðlileg skýring. Þetta geröist i þorpinu Bélmez, skammt frá Cordoba á suöui" Spáni á heitum ágústmorgni 1971. Þaö sem barniö hafði séð var mennskt andlit sem skyndilega hafði prentast af sjálfu sér á bleikar gólfflisarnar — andlit með áhyggjusvip og afar sorg- bitið. Ekki var um neina niður- hellingu aö ræða.Þegarfólkið ætl- aði að þurrka myndina af gólfinu sá það sér til skelfingar að augun 1 andlitinu opnuðust enn meir og svipurinn varð angistarfyllri. Hræddur og ruglaöur reif hús- bóndinn upp flisarnar og steypti gólfið. En aðeins þremur vikum siöar kom annað andlit I ljós, og ennþá greinilegra en hið fyrra. Þetta varð fólkinu i þorpinu um megn. Haft var samband við yfir- völd. Þau ákváðu að grafa upp þann hluta gólfsins sem mynd- irnar birtust á og hefja opinbera rannsókn. Verkamennimir hófu gröft og innan tiðar var komiö niður á kirkjugarð frá miðöldum. A meöan fjölgaöi andlitunum i eldhúsgólfinu. Ekkert ráð dugði. Að lokum var eldhúsinu lokaö meö innsigli. Fjögur andlit til við- bótar birtust i' öörum hluta húss- ins. En þau voru þau siðustu. Fyrirbæriö hvarf jafn óvænt og það birtist. Aöur en að þvikom höfðu fréttir dregið allskyns sérfræðinga að húsinu.Enginn þeirra gat sannað að um handverk væri að ræða. Undrun þeirra varð ennþá meiri þegar næmum hljóðnemum var komið fyrir i' eldhúsinu. Hljóðnemarnir gátu greint hljóð sem mannseyraö greinir ekki. Og eldhúsið var fullt af hljóðum, röddum sem töluöu framandi tungur, og angistarfull- um veinum sem komu heim og saman viö þjáningarfull andlitin. Enginn hefur hingað til komið meö fullnægjandi skýringar á andlitunum i Bélmez. Þaö eina sem sérfræöingarnir hafa getað stungið uppá er að húsið hafi einu sinni verið vettvangur hræöilegra atburða, ja&ivel tengdum mið- aldagöldrum einhverjum. Aö reyna að reikna út spilalegu andstæðinganna Takist manni að reikna út legu spila andstæðinganna, tekst oft að vinna spil sem ann- ars virðast óvinnandi. Litum á eftirfarandi spil: að austur ætti öll trompin. En nú er auðséð að vestur fær tvo trompslagi. Nú litur út eins og að allt velti á hjarta svfnunni. Hann getur aðeins svinað i Æ- • \ |p • Spi/ effjr 'Friðrik Dungal S1Ó764 HKG42 T76 LAD4 SKD3 H103 TAKG109 L953 S4 HD9871 TD8532 LG1072 SÁG9852 HA65 T4 LK86 Suður opnaði á einum spaða. Vestur sagði tvo tigla og norður stökki þrjá spaða. Austur sagði þá fjóra tigla og sagnir enduðu meö fjórum spöðum suðurs. Vestur reiknaði með tveim öruggum slögum i trompi. Hann lét út tigul kóng sem hann fékk. Lét siðan ásinn sem suður trompaði. Hann spilaði borðinu inn og lét tromp. Hefði austur átt tromphundinn sem úti var, hefði suður svínað til þess að tryggja sig gegn möguleikanum gegnum vestur, þvi hann skortir tiuna. En áður en farið er út i slik ævintýri, verður að athuga sinn gang og reyna að reikna út hvaða spil vestur á. Vonandi þarf ekki á hjarta svinunni að C«fd* wlth •rtisttc dðftlgn* replacmg sfandard faces. halda. Látum okkur sjá. Vestur sagði tvo tigla. Sennilega á hann fimmlit. Það er gefið að hann á þrjá spaða. Þá vitum við um átta spil hans. Hvort að hin fimm eru þrjú lauf og tvö hjörtu. Ef svo er, þarf ekki á hjarta svinunni að halda. Þá er hægt að spila honum inn. Hann athugar stöðuna nánar. Tekur á spaða ás. Spilar tveim laufum. Trompi vestur er það á tromp sem hann fær hvort sem er. Þriðja laufið látið. Vestur fylgir lit. Nú vitum við að hann á tvö hjörtu eftir, svo nú þarf enga hjarta svinu. Vestri spilar inn á tromp. Hann má fá á tromp hjónin en verður svo að spila tigli, sem borðið trompar,og þá losnar suöur við hjarta hundinn. CR HEIMl SPILANNA — II: Listræn spil sem taka viö af hefö- bundnum. SKÁKÞRAUTIR HELGARINNAR Herbert Hultberg Dr. Werner Speckmann H!P "'Wé'. ........ WW WM m, m, m % a b ; d e ! 9 h Mát 1 3. leik. Mát i 5. leik. LAUSNIR ZMM- Z eijiai qb ispfn jnijeAS nptf uinuSuiua; p iddn jnQJOA pediAS •;pui g8a S (tq) zqM-+£3H + l3M-a88 £ IJM-i8 Z xSm zSh 'I :z8h 'I buXoj qb jai} jnQjaA jnQew iued ja jnjjBAS 80 a88 g lJM-f.8 Z l8M-£PH ’I : epuejis zoh bqo gpn I ug jpai efQU(j j ejpui qb ji; ja Qiaj uiðua 80 zaM-a88 Z iaxM-i8 •j :jn uinui8up3j eddajs qb ejpm jjl jnmaij jnna luueunjaeads jpui I»H "£ XOM-+£qa Z Z3M— I Tpui £pa '£ ZOM-+IPH z zqa — t (Jpm IPH ’£ I3M 'lBM ‘zqa-+£qa z JBjpij) £PH T :8jaqijnH — Guömundur Arnlaugsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.