Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 11
11 —helgarposturinn-. Föstudagur 25. september 1981 JpnroEr uóofurino Heilsuræktinni vex fiskur um hrygg: Ahh... skyldiég ná i tærnar á mér? Ung stúlka i likamsrækt. Konur Likams- og heusurækt og trimm alls konar hefur farið eins og eldur I sinu um vesturlönd á siðustu árum. Eins og i svo mörgu öðru, voru það Bandarikjamenn, sem fyrstir tóku við sér, og m.a. fjárfesti leikkonan Jane Fonda i heilsurætarstöð. islendingar hafa heldur ekki farið varhluta af þessari heilsuræktarbylgju, og á siðustu misserum hefur skotið hér upp nokkrum heilsuræktar- stöðvum og fleiri eru sagðar á leiðinni, bæði i Reykjavik og úti á landi. Helgarpósturinn hafði sam- band við þrjár heilsuræktar- stöðvar og voru aðstandendur fyrst spurðir að þvi hvað heilsu- ræktarunnendum væri boðið upp á hjá þeim. „Það er boðið upp á að komast i æfingatæki undir leiðsögn þjálfara, og hér er einnig sauna, sturtur og f leira. Þetta eru alhliða æfingatæki, sem auðvelda að þjálfa upp vöðva, sem eru vanræktir i daglegu lifi”, sagði Viðar Guðjonsen hjá Orkubót. Heilsuræktarstöðin Heba er eingöngu með kvennatima, þó áður fyrr hafi körlum verið boðið upp á leikfimi, en það bara gafst ekki vel. Þar er boðið upp á alhliða leikfimi, gufubað, ljós. Þá er gigtarlampi á staðnum. Kon- unum ersiðan boðið upp á kaffi á eftir timunum og þær fá sérstaka matarlista, að sögn Svövu Svavarsdóttur, annars af eigend- unum. Hún sagði, að með leikfim- inni væri reynt að ná til allra vöðvanna. „Við erum með dragvélar, lóð og stangir, bekki og hjól”, sagði Birgir Viðar Halldórsson, annar eigandi Appólló, og hann bætti þvi við, að um næstu mánaðamót yrði algerlega skipt um tæki. í stað tækja, sem smiðuð voru hérna heima, kæmu fullkomnustu tæki, sem völ væri á til heilsu- ræktar frá Bandarikjunum. Auk þess væri verið að stækka salinn og búningsaðstöðuna. Þá sagði hann, að þeir væru með sóllampa og i haust væri von á stórum potti með vatnsnuddi og hvildar- aðstöðu, þannig að þeir ættu þá að hafa allt, sem þyrfti til heilsu- ræktar. En hvernig fer þessi likams- rækt fram? Birgir sagði, að hjá Appolló væri ekki um bein námskeið að ræða. Fyrstu tvo eða þrjá timana væri fólki sýndar æfingar fyrir vöðva eða likamshluta, sem fólk notar dagsdaglega. I þriðja tima væri sest niður með þjálfara og þá væri rætt um hvað viðkomandi aðili ætlaði að gera, og útbúin æfingaskrá fyrir hvern og einn, þannig að i fjórða tima væri tilbúin æfingaskrá, sem menn æfðu siðan eftir undir leiðsögn þjálfara. Þá hefði fólk frjálsan komutima á æfingarnar og gætu menn komið 4—6 sinnum i hverri viku, en mælt væri með þvi að menn kæmu þrisvar. Hjá Orkubót byggist starfsemin upp á frjálsum timum og æfing- um. I frjálsu timana geta menn komið þegar þeim hentar og byggja menn upp timana sina sjálfir, en þessir frjálsu timar eru einkum fyrir þá, sem eru lengra komnir. A námskeiðunum hefjast timarnir á upphitunar- leikfimi, en siðan mega menn fara i tækin og byggja upp vöðvana. Námskeið þessi eru tvisvar i viku og standa i mánuð i senn. Viðar sagði, að aðsóknin hefði verið dauf i sumar, en þetta væri allt að fara i gang og þeir byggjust við góðri aðsókn i vetur. Svava sagði, að aðsóknin i Hebu væri upp og ofan. Arið i fyrra hafi i meirihluta verið m jög gott og konurnar væru að komast aftur i gang eftir friið. Birgir Viðar hjá Appólló sagði hins vegar að aðsókn hjá þeim væri gifurlega mikil. Birgir Viðar sagði, að hjá þeim ■■ væru konur helmingi fleiri en karlmenn. Hann sagði, að sér virtistsem þær hugsuðu betur um likama sinn, en i fyrstu hafi þetta verið feimnismál, þvi þær héldu að þær fengju vöðva. Viðar Guðjónsen hjá Orkubót sagði, að hjá þeim væru konur heldur fleiri en karlar, og tók hann i sama streng og Birgir um fordóma kvenna gagnvart likamsrækt. Hann sagði, að konur hefðu hins vegar öðru visi hormónastarf- semi, þannig að vöðvar þeirra ættu erfiðara með að stækka. Fólkið, sem stundar þessa likamsrækt virðist vera á öllum aldri, eða frá táningaaldrinum og upp undir sjötugt. Appolló og Orkubót eru liklega yngstu heilsuræktarstöðvarnar á Reykjavikursvæðinu, og þegar eigendur þeirra voru spurðir hvort væri grundvöllur fyrir þetta margar stöðvar, sögðu þeir, að þeim virtist sem svo væri, alla vega ennþá. Þremenningarnir voru öll sammála um, að þessi heilsurækt hefði mikið gildi fyrir þá, sem stunduðu hana, þvi þar gætu menn læknast af ýmsum atvinnu- sjúkdómum, eins og vöðvabólgu. Það er þvi ekki annað eftir en aö hvetja alla til dáða, þvi ekkert er skemmtilegra en að vera „kroppur”, eða hvað??

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.