Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 16
16 # Frá Akureyri heyrist að um- svif KEA fari þar stöðugt vax- andi.Nú sé til aö mypda iráöi hjá Kaupfélaginu aö rífa bifreiöa- verkstæðið Þórshamar á Gierár- eyrum og reisa þar stórmarkaö á lóðinni, enda þótt KEA sé langt komiö með byggingu annars stór- markaös i bænum. Einnig er þvi haldiö fram, aö KEA ætli ekki aö láta hér viö sitja heldur Ihugi aö ráöast i framleiðslu á frönskum kartöflum vegna þrýstings frá eyfirskum bændum. SU verk- smiöja yröi þá auðvitaö i beinni samkeppni viö verksmiöju hins sjálfstæða kaupfélags á Sval- barðseyri, sem var frumkvööull- inn á þessu sviöi hérlendis og hef- ur hagnast vel á þeirri fram- leiðslu. Hitt er aftur vafasamara aö þessi landshluti beri tvær slik- ar verksmiðjur... ^ Ólafur Ragnar Grimsson al- þingismaöur veröur aöal ræðu- maöur á fundi um kjarnorkumál, sem veröur haldinn i London á þriöjudagskvöldið i næstu viku. Þaö eru tvenn samtök sem standa fyrir þessum fundi. Onnur eru aöal samtök Evrópu um kjarn- orkumál, European Nuclear Dissarmament, eöa END. Hin nefnast Campaign for Nuclear Dissarmament, þekktust undir skammstöfuninni CND. Aö lokn- um ræöuhöldum, sem formenn þessara samtaka, þau Mary Kaldorog Bruce Kenttaka þátti, fara fram panelumræöur. Meðal þátttakenda þar veröur sam- kvæmt heimildum Helgarpósts- ins frá -London leikkonan Julie Christie.sem var viö kvikmynda- töku hér á landi fyrir skömmu... 0 Gunnar Thoroddsen, forsæt- isráðherra, skýröi okkur Helgar- póstsmönnum i framhjáhlaupi i viötali viö hann á dögunum, aö hann geröi fastlega ráö fyrir aö staöarval næstu stórvirkjunar lægi fyriráöur en þing kæmi sam- an. Viö heyrum nú aö Hjörleifur Guttormsson iönaöarráöherra muni eiga erfitt uppdráttar meö aö koma Fljótsdalsvirkjun á dag- skrá, þar sem samflokksmaður hans og fjármálaráöherrann Ragnar Arnaids hafi sagt honum þaö hreint út aö hann muni aldrei fallast á annan kost en virkjun Blöndu,og Ragnar erþar ótvirætt i oddastöðu i krafti fjármála- valdsins sem hann fer meö. Mun nú helst vera talaö um þá mála- miölun, aö ráöist veröi i vikrjun Blöndu en Austfirðingar og Hjör- leifur fái i sárabót stóriðjuna á Föstudagur 25. september 1981 halrj^rpn^ti irinn Reyðarfjörö, sem myndi þiggja orkuna frá Blöndu. Varla hag- kvæmasti kosturinn fremur en endranær þegar um málamiðlun er aö ræöa... # Þótt Blönduvirkjun verði of- an á eftir öllum sólarmerkjum aö dæma,eru enn óleyst mál heima i héraöi eöa hvernig skuli aö virkj- uninni staöiö meö tilliti til beiti- lands sem óhjákvæmilega fer undir vatn. Þeir heimamenn sem stifastir hafa verið á þvi að verndaþetta land með þviaðfara óhagkvæmari leiöir til virkjunar, eiga mjög undir högg aö sækja heima fyrir vegna afstöðu sinnar en eru meö stórum yfirlýsingum áöur fyrr nánast búnir að mála sig út i horn, eins og sagt er, og getaekki meögóðu mótietiöofan i sig fyrri ummæli. Hafa ein- hverjir þeirra jafnvel látið i það ski'na, aö þeir hallist nú helst að eignarnámshugmyndinni til að ‘ mega bjarga andlitinu... 9 Nýundirritaöir eru fyrstu samningar um greiöslur fyrir þýöingar milli Rithöfundasam- bands Islands og Félags bókaút- gefenda. Ekki munu þó allir vera ánægöir meö þá samninga, og m.a. vegna óánægju meö þá mun nú Þorgeir Þorgeirsson rithöf- undur hafa sagt sig úr Rithöf- undasambandinu. Var bréfleg úr- sögn hans tekin fyrir á stjórnar- fundi sambandsins nú I vikunni... # Viö heyrum aö á vegum Listasafns tslands sé i undirbún- ingi yfirlitssýning á verkum Kristjáns Daviðssonar, eins af forsprökkum Septemberhópsins og abstraktistanna á fslandi... # Þá hefur nýi meirihlutinn i stúdentaráöi Háskóla Islands, Vaka og umbótasinnar, ráöiö i tvær helstu trúnaðarstööur á þeim bæ. Annars vegar hefur Auöunn Svavar Sigurösson, læknanemi og Vökumaður, veriö ráöinn ritstjóri Stúdentablaösins, og hins vegar tekur Siguröur Skagfjörö Sigurösson viöskipta- fræöingur viö stööu fram- kvæmdastjóra Félagsstofnunar, sem Skúli Thoroddsen hefur gegnt undanfarið. Sigurður Skag- fjörö mun vera framsóknar- maöur, en hefur starfaö hjá danska samkeppniseftirlitinu, Monopolstyret, i Kaupmanna- höfn. Hann tekur þó varla viö starfinu fyrr en um áramót... # Heyrst hefur aö Leigjenda- samtökin hyggi nú á baráttu-og fjáröflunarsamkomu i Háskóla- biói 3. október n.k. Þar munu ýmsir þekktir listamenn ljá mál- staðnum liö sitt. M.a. Bubbi Morthens, Kvartett Sigurðar Flosasonar, Bangsimon og túkall, Visnavinir og Spilafifl,sem vöktu athygli fyrir sérstæöan leik sinn i hinum táknrænu aögerðum Leigj- endasamtakanna i sumar „Tjaldaö til einnar nætur”. Ymsír fleiri munu koma fram til styrktar góöi’.m málstaö... @ Flugieiöir héldu Tengi uppi flugi milli Glasgow og Kaup- mannahafnar á leiðinni til Kefla- vikur, en misstu þessa flugleið fyrir nokkrum árum aö ákvöröun breskra flugmálayfirvalda. Tók þá British Airways viö leiöinni Glasgow-Kaupmannahöfn á móti SAS.Nú hefur BA hins vegar gef- ist upp á að halda flugi gangandi á þessari leið,og þykir trúlegt aö Flugleiöir muni reyna aö afla að nýju leyfis til flugs milli tslands og Danmerkur meö viökomu i Glasgow... Svartar holur — alheimurinn í afturábakgír? tmyndaöu þer stjörnu úr svo þéttum efnivið aö þaö sem kæm- ist fyrir I einom eldspýtustokk mundi vega 10 milljaröa tonna. Eldflaug sem ætlað er aö sieppa úr aödráttarafli jaröarinnar og útí geiminn veröur aö ná um þaö bil 25 þdsund milna hraöa á klukkustund. En aödráttarafl þessarar stjörnu mundi veröa slikt aö ekkert slyppi úr greipum hennar, jafnvel ekki á 670,615,600 mílna hraöa á klukkustund — eöa á hraöa ljo'ss. Jafnvel Ijósið sleppur ekki frá slikri stjörnu, og það gerirhana aö eilifu ósýniiega. Slíkar stjörnur eru taldar vera I alheiminum. Vegna þess aö ljós berst ekki frá þeim, þá hefur eng- inn séð þær. En stjarnfræöingar hafa góðar ástæöur til aö ætla að þær séu til. Þær eru kallaöar svartar holur. Visinda.menn geta útskýrt hvernig svartar holur veröa til. Hiti stjarna á við sólina.kemur frá stööugum kjarnorkuspreng- ingum . Eftir milljaröa ára fer aö ganga verulega á eldsneytis- birgöirnar, þannig aö stjarnan kólnar. Aö lokum springur hún „inn á viö” —þaö er aö segja, hún fellur samaná örfáum sekúndum og með griöarlegu afli. Hvitur dvergur Þetta mun sólin okkar gera eft- ir um þaö bil átta milljarða ára. HUn mun enda sem fremur litil köld stjarna, sem kölluö er hvitur dvergur. En aðdráttarkraftur stjarna sem eru kannski tvisvar sinnum stærri en sólin, er mun sterkari, og þær enda sem neutron stjörnur. En til eru langtum stærri stjörnur, sumar 50 sinnum stærri en sólin. Þegar þær falla saman er krafturinn svo mikill aö ekkert stenst hann. Ekki einu sinni ljósiö sleppur úr greipum aödráttarafls ins,svoaö jafnvel þóþessilitla en þunga stjarna væri glóandi af hita þá mundi hún aldrei sjást. Þess- vegna er hún kölluö svört hola. Þessar svörtu holur eru litlar, bornar saman við ýmislegt annaö i alheiminum. Til dæmis yrði stjarna 10 sinnum stærri en sólin, aö svartri holu um þaö bil 55 kiló- metrar i þvermál. Visindamenn geta aðeins sagt til um þessar svörtu holur meö þvi aö skoöa hegðun nágranna þeirra. Hvorki ljós né raföldur koma frá þeim. Vegna hins griö- arlega aödráttarkraftar sjUga svörtu holurnar allt til sin sem nálgast þær. Sú kenning er til aö að lokum muniþærsjúga upp all- an alheiminn. Núna eru þær bara uppteknar viö að krækja sér i nokkra ná- granna si'na. Risastjarna sem kölluö hefur veriö HDE 226868, og er talin vera i nágrenni við svarta holu hefur verið aö tapa gasskýj- um til hins ósýnilega nágranna. Þegar þessi gasský nálgast svörtu holuna verða þau ósýnileg. Þau fara i gegnum þaö sem við getum kallaö „tlmaspegilinn”. Aödráttarafl svartrar holu er tak- markaö þrátt fyrir allt, og þaö nær ekki nema ákveöna fjarlægö úti geiminn. A vissum punkti er jafnvægi þannig aö ljósiö stendur i staö. Þaö kastast ekki til baka, en aödráttarkrafturinn er ekki al- veg nógu sterkur til aö draga þaö niöur i holuna svörtu. I þessum punkti hreyfist ljósið mjög hægt ef þaö stendur ekki alveg í stað. Ódauðlegur geimfari Þetta vekur þá spumingu hvort þaö sem fer i gegnum timaspegil- inn sé ekki sjáanlegt til eilíföar- nóns eöa þar um bil. Til dæmis: Ef geimfari færi til svartrar holu þá værienn hægtaö sjá hann fara i gegnum timaspegilinn eftir milljónir ára. En þaö eru ekki miklar likur á þvi að maöur eigi eftir aö lenda á svartri holu. Þegar hann færi aö nálgast hana og aðdráttarkraft- urinn færi að segja til sin, mundi hann afmyndast. Sá hluti likama hanssem væri nær svörtu holunni yröi fyrir meiri áhrifum af kraft- inum en þeir sem væru fjær. Af- leiöingin yröi sú að hann togaöist til — hann yröi að margra kíló- metra langri mjórri linu. Ef geimfarinn gæti fylgst meö klukku á leiö sinni til svörtu hol- unnar þá myndi hann taka eftir að visamir hreyföust hraöar, eft- irþvisem hann nálgaöist. Aö lok- um gæti hann ekki séö þá. En þegar hann færi I gegnum tíma- spegilinn mundu visarnirsnúast i hina áttina, og hægja á sér. Hann mundi fara aftur á bak I timan- um. Eftir aö hann er kominn i gegn- um timaspegilinn er engin leiö til baka. Þvi meira sem hann reyndi þvi hraöar færi hann inná viö, þvi orkan sem færi i flóttatilraunirn- ar ykju aðeins massa hans. Og þvi meir sem massinn yröi þvi hraðar félli hann. Alheimurinn afturábak En i reynd er þetta aöeins leik- ur að kenningum. I h’tilli svartri holu, um það bil tvisvar sinnum stærri en sólin, þá tæki það geim- farann um einn 20 milljónasta úr sekúndu, að falla inn aö miöju. Jafnvel i risastórum holum tæki það aðeins nokkrar sekúndur. Ein kenning sem kemur heila- sellunum af staö, er um það aö ef maðurinnkæmistinni svarta holu og kæmisthjá tortimingu þá væri hann staddur I öðrum alheimi og ferðaöistaftur á bak i thna. Þessi hugmynd er byggð á þvi aö svart- ar holurhegöa sér hkt og alheim- urinn en alveg öfugt. Alheimurinn er stöðugt á leiö útáviö, en svörtu holurnar innáviö. Vi'sindin geta skýrtað efni þétt- ist ótrúlega mikiö, en þau geta ekki sætt sig við aö efni hverf i að öllu leyti. Þannig segir þessi kenning að alheimurinn standi fyrir óendanlegri útþenslu, en svörtu holurnar fyrir óendanlegri. innjienslu. Allt eru þetía kenningar og hugmyndir, og til eru þeir vis- indamenn sem viðurkenna ekki svartar holur. En vist er aö þær eru eitt undarlegasta fyrirbæri sem mannkyniö hefur komist i kynni viö á 20. öldinni. Og þær munu halda áfram aö rugla fólk i riminu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.