Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 25.09.1981, Blaðsíða 23
he/garposturinn Föstudagur 25. september 1981 23 Bruckner í höndum Barenboim Anton Bruckner (1824 - 1896): Sinfónia nr. 7 i E-dúr, Helgoiand og 150. Sálmur Flytjendur: Sinfóniuhljóm- sveitin i Chicago, Sinfóniukór- inn i Chicago Stjórnandi: Daniel Barenboim Einsöngvari: Ruth Welting (Sopran) (Jtgefandi: Deutsche Grammo- phon, 2707 116 (2LP), Polydor 1980 7. Sinfónia Bruckners hefur löngum verið talin öndvegis- verk tónskáldsins. bað var þessi sinfónia sem tryggði Bruckner heimsfrægð og aflaði honum virðingar út yfir landamæri Austurrikis. Reyndar er þetta eina sinfónia hans, sem frum- flutt var á erlendri grundu. Það var i Leipzig, 1884, undir stjórn ungverska fiðlarans og stjórn- andans, Artur Nikisch (sem verið hafði undrabarn sem pianóleikari). Nikisch var um þær mundir aðalstjórnandi Öp- erunnar i Leipzig (og varð Mahler siðar aðstoðarstjórn- andi hans þar). Bruckner hafði þegar fengið allgóðar viðtökur, þegar 4. Sin- fónian (hin rómantiska) var fyrst leikin i Vin, árið 1881. Skellurinn kom hins vegar, þeg- ar þýski stjórnandinn Hermann Levi, sem stjórnað hafði öðrum flutningi 7. Sinfóniunnar (1885), hafnaði þeirri 8., með fremur óvönduðu orðalagi. Það er einmitt hin mjög svo tragiska Sinfónia nr. 8 og hin létta og glaðlega Sinfónia nr. 6, sem mynda rammann um 7. Sinfóniuna, þessa „innilegustu og björtustu” allra sinfónia tón- skáldsins. Húner samin á árun- um 1881 - 83, eftir fremur erfitt timabil i ævi tónskáldsins. Bruckner hafði orðið að sætta sig við synjun varðandi flutning á 5. Sinfóniunni, og þá sjöttu heyrði hann aldrei leikna i heild sinni. Þá hafði einn af fáum stuðningsmönnum hans, hirð- tónmeistarinn Herbeck, fallið frá og Bruckner var synjað um tvær mikilvægar stöður, sem hann hafði sótt um i Vinarborg. Einnig var strengjakvintett eft- ir hann settur á biðlista,og að lokum var hann neyddur til að umsemja fyrstu sinfóniur sinar, vegna þess hve litinn hljóm- grunn þær fengu. Þrátt fyrir þessi skakkaföll og rætna gagnrýni pressunnar i Vinarborg, voru þó ljósir punkt- ar i lifi tónskáldsins. Hann tók sér ferð á hendur, til að hlýða á Passiu-flutning i Oberam- mergau,og siðan hélt hann til Sviss. Þetta ferðalag mun hafa haft djúp áhrif á Bruckner.og hrifningin yfir náttúrufegurð Sviss og Alpanna virðist greini- lega koma fram i 6. og 7. Sin- fóniunum. Astæðuna fyrir hinum frá- bæru viðtökum, sem 7. Sinfóni- an fekk þegar i stað, telur ævi- sagnaritarinn Ernst Kurth vera þá, að Bruckner hafi ein- faldað mjög tónuppbyggingu sina og fært hana til hefðbundn- ari gerðar. Með þessari um- sögn virðist Kurth hafa talið sig vera að verja Bruckner. Siðar munu þó menn hafa komist að þvi, að 7. Sinfónian er langt frá þvi að vera eitthvert málamiðlunarverk. Strax i fyrsta kaflanum kveður við hinn kunnuglegi bruckneriski tónn. Þessum kafla er skipt i þrjú meginþemu.og óviða hefur tónskáldið undirstrikað jafn rækilega og meitlað, sérkenni hvers þema. Uppbygging kafl- ans er ljósari en i nokkru öðru verki þess. Hægi kaflinn (nr. 2) er ein- hver lengst kafli i sinfónium Bruckners. Tvö þemu skiptast á sem nokkurs konar rondó,og er skiptingin einnig mjög ljós og einföld hér. Það er vafaihál, hvort frægð þessa kafla, sem sorgarljóð vegna dauða Wagn- ers, er á rökum reist. Bruckner var þegar farinn að vinna að adagióinu, þegar hann frétti af dauða hins mikla óperutón- skálds. A eftir kemur þróttmikið og hrifandi scherzo, byggt upp á svipaðan hátt. Lokakaflinn hef- ur hins vegar vafist fyrir mönn- um. Hann er flókinn að gerð og það er ekki fyrr en eftir nokkuð langa viðkynningu, að mönnum skilst, hvernig hann smellur við fyrsta kaflann. Þetta er einnig einkenni á vissum sinfónium Brahms. Hér er mikið komið Bókaútgáfan Helgafell sendir frá sér tvær nýjar bækur á þessu hausti, báðar eftir vel kunna höf- unda. önnur bókin er ný Ijóðabók eftir Kristján frá Djúpalæk, sem hann nefnir Fljúgandi myrkur. Hin bókin er ritgerðasafn eftir Hall- dór Laxness, sem hefur hlotið nafnið Við heygarðshorniö. Auk þess eru væntanlegar endurútgáfur af þremur eldri undir stjórnandanum og túlkun hans. Barenboim tekst að draga fram heilsteypta túlkun á þessu risaverki, ásamt Sinfóniuhljóm- sveitinni i Chicago, svo að inn- tak verksins skilar sér með af- brigðum vel. Þetta finnst best i flækjum siðasta kaflans, sem stjórnandinn leysir á sannverð- ugan hátt. Hinn hlýlegi og þrótt- mikli undirtónn verksins kem- ur hvarvetna skýlaust i ljós. Sem viðbót við 7. Sinfóniuna, geymir þessi plata eitthvert fegursta kórverk Bruckners, Sálm 150. Þar að auki er siðasta verk hans, Helgoland, fyrir karlakórog hljómsveit, að finna hér. Þvi miður en hvorki stund né pláss til aö gera þessum verkum skil, en bæði auka þau gildi albúmsins til muna. Er það þó nægjanlegt fyrir. bókum forlagsins. Ein þeirra er ný útgáfa af þeirri frægu ljóðabók James Thurber, Siðasta blómið, með teikningum eftir höfundinn. Bókin er i þýðingu Magnúsar Ás- geirssonar. Þá sendir Helgafell frá sér nýjar óbreyttar prentanir af myndskreyttu útgáfum bóka Jóns Thoroddsen, Pilti og stúlku og Manni og konu. Arnorf bruckmer SyMPHOMIE MR.7 HCiXK>i-Af1D-150.PSALM RUTHWE1JIHO.SOPRAH CHICAGOSyMPHOfiy . ORCHESmA&CHORUS DAIifCL BARCNBOIM W ÞG Lausn síðustu krossgátu '0 K ‘fl 3 p G R '0 L 6 fl R R 6 N <3 u m K R R L / A / L fl F 6 R £ / t> R ■ r R / JJ /? L L /í tz / 5 P L R N\ 1 i) 5 'F) r u N R /n £ Ð r I— ó 6 T T '0 L / N R /< 71 R /9 U /9 L L N O J< K R R / N <3 fl 5 / T u k J 5 Pt <3 T 'u K R F /9 á 5 'fí R / /V 77 v5 / i) n n /? R k o í< T R . o R ÍY. / N A F) N J 13 /9 R V n G N n R £ R U /< U T 6 m 'o R r £ /V R U R £ L /V /9 íc Ð /7 / -r n L r n N 6 / n £ £> <5 / /V jj / J £ /V ú £ & N T / N £ R R U /V £ L- / N <? V O Z 6 R G F/ ÍZ N I o R\ P/ 5 /< íc Tvær nýjar frá Helgafelli: Kristján frá Ðjúpalæk og Halldór Laxness KROSSGÁTA jl 1 jj /vt/)Lrr> FL ! í VONf UN Riru ■ ■ -Þ RR/VL HLjÓÍtJ v£/Ðj SK/P omtí JfíRVfí KiNOliJf HíIRtt iL'nfíR vlS/El % GERfí NRUT. ÖtVuá ETSTUR (45 2 £Mí StGJfl RöDXJ ]<lÓ?F ll HflLLI elDST. 5 R/n i'í? * Llmú/l íflmHL : GR'oðuR LElkfll i Ý /njoG VÍNfl m ö u flfL KÚáfíZ SKlNfJ /£> '' WH6RU NiNfl 1L L KONfí ÞETTfl 5oRG' flR- VO L lút/r YF/R LJLNJRfí nusroa EnD 5KEmm T f f • Sbrhl IL/nfííi mnr/N Kölskr liT/NN "A* SKrkk OR VASSflR 2EiM - SrfíúRW ÖGN foRNYi /RlN/v VR'fí LÓ6JV/N VEG 6/ SYST,R Strr f STflkk f 3 or£) STOKK RLkUR fl?F) V Sflmsr. TéíNs zdíks HíiUV LYDD HVflV l LNj). SNÁffíV Sm'fí RSKARj ErvD. m'flLFk. 5K- sr SKo fofíNlG TRUá f SarfíH. fUGLW vlnju STRVnfl ÖTN fo RSK. LNV- TflLS u Fimfí TfíKGI * BflTð/fl tívum : * KiÆÐ LÍUJS 5Æ.R. 5 KbL]

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.