Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 3
3 ___h/plrjarpri<=;tl irinn Föstudagur 2. október 1981 osfv. — enekkistarfsemunniö er markvisst og skipulega”. Inn I það fléttast að engir fjármunir hafa veriö til aö hefja þjóðminjaskráningu, sem sam- kvæmt lögunum á að vera i verkahring þjóðminjasafnsins. „Þessi þjóðminjaskrá er for- senda þess að eitthvað heildar- yfirlit fáist yfir fornminjar á ís- landi. Þessu verki er nýlokið i Sviþjóð, og þar tók það fimmtiu ár”, sagði Frosti. Ljósmyndasafn Þjóðminja- safnsins er hið stærsta hér á landi, og i þvi biða mikil verkefni. Mannamyndahluti þess er aö sögn þokkalega á sig kominn, en annað illa, og elstu myndirnar þarfnast sérstakrar meðhöndl- unar, auk þess sem þær liggja óflokkaðar og þvi óaðgengilegar. ÞjóiSiáttadeildin er skipuð einum manni og hann kemst eng- an veginn yfir öll þau óþrjótandi verkefni sem fyrir liggja. Þeim fer óðum fækkandi sem þekkja til hinna gömlu þjóðfélagshátta af eigin raun cg þvi eru nú siðustu forvöð að fá munnlega upplýs- ingar um lifnaðarhætti bænda- samfélagsins. „Nauðsynlegt er að breyta reglum um hiísfriðun, þvi nú er hún ekki undir yfirstjórn neins eins aðila”, sagði Gunnlaugur Haraldsson. Þegar einstaklingur eða fyrirtæki ætlar að breyta gömlu húsi hefur það engan sér- stakan til að leita til, en ef hús- friðunarnefnd yrði aö deild innan þjóðminjasafns gæti orðið þar breyting á. En það sem allir viðmæl- endur Helgarpóstsins minntustá, var sú staðreynd að nánast ekkert hefur verið unnið i því að afla heimilda um 20. öldina, og þær griðarlegu breytingar sem uröu á islensku þjóðfélagiáfyrstu ára- tugum þessarar aldar. ,,A is- lensku söfnunum eruengar yngri minjar til. Yngstu hlutirnir eru Ur gamla bændasamfélaginu, en nánast ekkert er til t.d. um það hvernig sjávarþorpin islensku mynduðust”. TTminn dýrmætur Gunnlaugur Haraldsson benti að lokum á að allt er þetta starf unniö i kapphlaupi við timann. „Alltaf er verið að eyðileggja fornminjar, og gamla fólkið, sem lifað hefur aðra tima — það deyr. Timinn er því dýrmætur. Ég freistast til að halda að þeir sem ráða fjárveitingu til þessara mála hreinlega viti ekki hve ástandið er skelfilegt. Ég áli't þessvegna nauðsynlegt að gera ýtarlega úttekt á lögunum, fyrst og fremst til þess að augu ráða- manna opnist. Það hefur sýnt sig núna að lögin i sjálfu sér tryggja ekki neitt”, sagði Gunnlaugur. Þeir safnmenn, sem Helgar- pósturinn talaði við, voru nokkuð sammála um ástæður þess hvernig málum er komið. Annarsvegar er um að ræða fjár- svelti, og hinsvegar úrelt stjórnarfyrirkomulag. Fjársvelti og úrelt stjórn Inga Lára Baldvinsdttir hafði þetta aö segja um ástæðumar „Fólksfæðin er náttúrulega helsti dragbiturinn á starfsemi stofnunarinnar, þvi' það vinna að- eins átta manns þarna sem er eins og i hverjum öörum smá- skóla úti á landi. Þar að auki eru verksvið einstakra starfsmanna engan veginn nógu vel skilgreind. Það helgast liklega af þvi að allur valdastrúktúr stofnunar- innar, eins og i þjóðskjalasafni og landsbókasafni viröist vera leyfðar frá þvi um aldamót þegar stofnunin hafði einn starfsmann. Þar þarf að verða á stökkbreyt- ing. Þjóðminjasafnið hefur helst úr lestinni f baráttu menningar- stofnanna um fjármagn vegna kurteisi þeirra sem sækja þurfa fé i fjármálavaldið. Það er sýndur alltof mikill skilningur á fjárhagsafkomu þjóðarinnar”, sagöi Inga Lára Baldvinsdóttir. Frosti F. Jóhannsson sagði að kenna yrði peningaskorti fyrst og fremst um hvernig komið væri. „Fjárveitingin til þjóðminja- safnsins hefur að raunvirði minnkað ár frá ári enda er auð- velt á verðbólgudansinum að skera niður. Það er sjálfsagt aðalástæðan. Hitt er svo annað mál að ekki er hægt að rekja allt til fjársveltis. Nú eru i gildi úrelt þjóöminjalög, og það vantar alveg heildarstefnu iminjaverndunarmálum.Eins og nú erkomið er afar erfitt aö vinna markvisst að þessum málefnum. Það er mjög mikilvægt, vegna þess hve verkefnin eru stór um sig, að þeim sé stillt upp i for- gangsröð. Þvi miöur get ég ekki séð að það sé gert. Nú er hverjum degi látin nægja sin þjáning”. Of mikil völd þjóðminja- varðar Frosti sagöi augljóst að ekki hafi verið ýtt nægilega á f járveit- ingavaldið, þvimikla hörkuþyrfti til að bera eitthvað úr býtum i viðskiptum við það. „Það erlika að minum dómi af- ar óeðlilegt að einn maður, þjóð- minjavöröur skuli hafa jafnmikil völdog hann hefur. Annarsstaðar þar sem ég þekki til er það stjórn margra manna sem fer með þessi mál. Ekki einn maður. Þetta er ólýðræðislegt og úrelt fyrirkomu- lag, ogafskaplega óæskilegt fyrir framgang minjavörslunnar. Fyr- ir utan það að vinnuálag á em- bættinu er alltof mikið. I ná- grannalöndunum er það þannig j að þjóðminjavörður er ekki sjálf- krafa yfirmaður þjóðminjasafns- ins, heldur er það annað em- bætti,” sagði Frosti. „Núverandi fyrirkomulag hefur virkað sem dragbítur á starfsemi safnsins og það er þvi eitt af brýnustu hags- munamálum þeirra sem að þessu starfa, að þjóðminjalögin verði endurskoðuð. Við i félagi safnmanna erum ein- mitt að undirbúa starfshópa sem fjalla munu um einstaka efnis- flokka laganna,” sagði Frosti. Gunnlaugur Haraldsson sagði eins og þau Frosti og Inga Lára að ástandið ætti sér tvíþættar or- sakir. „Annarsvegar er það f jár- sveltið, sem meðal annars sýnir sig i þvi aö ekkihefur verið ráðinn nýr fastur starfsmaður við þjóð- minjasafnið siðan 1968, fyrirutan einn viðgerðarmann, sem áður var lausráöinn. Hinsvegar er um að kenna úr- eltu f^rifkomiilagi í sambandi viö heTIdarstjórnun þessara mála. Þetta fellur allt undir eitt hatt, jafnt þjóöminjasafnið sjálft og öll starfsemin úti á landi. Inn i þetta kemur að það er of mikið af vissri kurteisi eða skap- leysi af hendi þjóðminjavarðar, til að sækja peninga i hendur f jár- veitingavaldsins. Við allt þetta má svo bæta samtakaleysi fólks- ins sem vinnur við þetta”, sagði Gunnlaugur. Tala við vegg Samkvæmt þessum upplýsing- um er ástand þjóðminjamála afar slæmt, og það á sér tvennar or- sakir, annarsvegar litið f járhags- legt bolmagn, og hinsvegar úrelt fyrirkomulag i stjórn. Þór Magnússon, þjóðminjavörður: „Þjóðminjasafnið hefur alla tið liðið fyrir fjarskort, eins og flest- ar aðrar menningarstofnanir þjóðarinnar. Hér er hver eyrir notaður. Ég vil benda á að þjóö- minjasafnið hefur eitt stærsta verksvið allra menningarstofn- ana. Þetta er ekki bara eitt hús, þar sem gömlum hlutum er stillt út til sýnis, heldur er það miðstöð allrar þjóðminjavörslu i landinu. Verksviðið er griðarlega stórt. Starfsemin byggist á framlagi rikisins, þó safnið hafi stundum haft örlitið annað fé, eins og t.d. frá þjóðhátiðarsjóði. Ég geri f járveitingartillögu á hverju ári. Núna i ár var hún skorin niður um eina milljón ný- króna. Þessari fjárbeiðni fylgir alltaf ýtarleg greinargerð þar sem fjárbeiðnirnar eru rökstudd- ar. Margt af þessu eru fastir liðir, en alltaf er samt fitjað upp á ein- hverju nýju. Þessu er siðan fylgt eftiripeð viðtölum við ráðamenn, en það er oft eins og :að tala við vegg. Stundum finnst mér reyndar eins og algjör óþarfi sé að leggja vinnu i þetta, vegna þess að alltaf virðist vera miðað við sömu prósentuhækkun milli ára. I rauninni þyrfti ekkert þetta hag- sýslubákn alltsaman, nóg væri að setja þetta i eina tölvu sem reikn- aðiút40% hækkun og þar við sæti. Ég er hræddur um að ef meira eigi að fást þá kostaði það stór- átak innan kerfisins”. Þetta sagði Þór Magnússon. Ingvar Gislason, menntamála- ráðherra var spuröur hvenær von væri á hækkun fjárveitingar til Þjóöminjasafnsins. „Égá núekki von á þvi á næstunni”, sagði hann. „Ég get fallist á að það er mikil nauðsyn á að skipulag safn- málanna veröi betra en það er i dag. En ég tel nú vafasamt aö hægt sé að segja að ástandið sé skelfilegt. En breytingar á skipu- lagi kalla á aukið fjármagn og það liggur ekki á lausu”. — Sárnar þér ekki semmennta- málaráðherra og æðsta yfir- manni Þjóöminjasafnsins að það er útilokað fyrir safnið að fram- fylgja lögum um starfsemi þess? „Það hefur nú ekki komið til núna á þessum mánuðum sem ég hef verið i embætti”, sagði Ingv- ar. „En ég veit að það þarf að fjölga þarna starfsfólki. Ég end- urtekað það er óþarfi að tala um að ástandið sé neittmjög slæmt. ” Ný nefnd fyrir óramót Samkvæmt þessu hjá mennta- málaráðherra er vart við þvi að búast að hækkanir á fjárveiting- um verði auðsóttar á næstu árum. En hvað með hitt atriðið: Skipu- lagsbreytinguna? Um það sagði Frosti Jóhanns- son: „Það viröist því miður vera svoaðþeirsem eru í forsvari fyr- irþessum málum þjóðminjavörð- ur og menntamálaráðherra — hafi takmarkaðan áhuga á að breyta fyrirkomulaginu, þvi þeir eiga báðir sæti i endurskoðunar- nefnd sem skipuð var 1977, en hef- ur h'tið sem ekkert starfað, þrátt fyrir itrekaðan þrýsting frá ein- staka safnmönnum”. ÞórMagnússon þjóðminjavörð- ur var spurður um valdsvið þjóð- minjavarðar, og hvort ekki væri nauðsyn að skipta embættinu annarsvegar i þjóðminjavörð og hinsvegar yfirmann þjóðminja- safns. „Þar þarf i raun miklu meira að gera”, sagði Þór. ,,Það þarf að skipta Þjóðminjasafninu i deildir, þannig að hver deild hafi sinn deildarstjóra og eigin fjár- ráð, og að verkefnin verði ákveð- in inni á deildunum”. Um það hvort ekki væri nauð- syn á endurskoðun laganna sagði Þór: „Lögin eru nú ekki nema ellefu ára gömul, en það var fljót- lega ljóst að þeim varð að breyta oglagfæra á ýmsan hátt. A sinum tima var skipuð til þess nefnd, en hún varð fljótlega óstarfhæf. Minna hefur gengiö en skyldi i þessum málum, en þetta er allt saman i' vinnslu.” Menntamálaráðherra var spurður um endurskoðun lag- anna: , ,Það fer ekki hjá þvi að ég leiði aö þvi' hugann að setja á stofn nefnd til að skoða þessi mál nánar og fara ofan i lögin eins og þau eru”, sagði hann. Var ekki stofnuð til þess nefnd 1977? „Jú en hún lauk ekki störfum. Hún starfaöi nokkuð fyrsta vetur- inn en siðan kom mikið los i mál- in, nýr ráðherra tók við og svo framvegis, þannig aö nefndin varð óstarfhæf. Það sem ég hef i hyggju er að stofna endurskoðun- arnefnd sem skila mundi góðri skýrslu um ástandið eins og þaö er, og sem koma mundi með til- lögur til úrbóta.” — Hvenær mundi sú nefnd taka til starfa? „Það mundi verða á næstunni”. — Fyrir áramót? „Já, fyrir áramót”, sagði menntamálaráðherra. Ný sending af þessum sívinsælu húsgögnum m inittvm* stendur alltaf fyrir sínu (OlbCliarm/ •N tforntturr \6tiARASliE0 / NjWWWS/ |k\ff ' Góðir greiðsluskilmálar 20% út og afgangur á 9-10 mánuðum Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best • Opið föstudag til kl. 19 •Opið laugardag kl. 9-12 Húsgagnasýning sunnudag kl. 14-17 Trésmiðjan Dúnahúsinu Síöumúla 23 Sími 39700

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.