Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 12
12 Marínerað lambalæri að hætti Vigdísar Kynning á islensku lambakjöti fór nýlega fram í Danmörku i til- efni þess, að nýlega var hafinn þangaö innflutningur á fersku, nýslátruðu islenska kjötinu góða, en á þessu hausti munu Danir gæða sér á um tuttugu tounum. Kyiiuing þessi fór fram á Skovs- hoved hótelinu og var gestum hoðið upp á ým is tilbrigöi lambakjöts. Ein þeirra, sem átti uppskrift þar, var ,,forseti lambsins”, eins og eitt blaöanna kemst aö oröi, Vigdís Finnbogadóttir, forseti tslands. Við tökum okkur þaö Bessaleyfi aö kynna Islendingum hvemig forseti þeirra matreiðir lambið. Hráefniö er eftirfarandi: 1 lambalæri, u.þ.b. 2 kg. Marínering: 1 flaska þurrt hvttvin 2,5 dl óh'fuoli'a nýmalaður pipar salt 1 vöndur af kryddjurtum Mynd af Vigdisi yfir lamba- krásum. 1/4 niöurskoriö selleri 1 búnt af persillu. Smjör fyrir steikinguna. Orbeiniö læriö og skeriö þaö i sneiðar. Blandið mari'neringuna og veltiö kjötinu vandlega upp Ur henni. Látiö siöan liggja tvo sólarhringa i kæliskáp. Takiö þá kjötið upp úr leginum og látiö drjúpa vel af þvi. Létt- steikiö það siöan i smjöri á pönnu. Meö þessu á aö bera fram grati'neraöar kartöflur, grænar belgbaunir og piparsósu. Föstudagur 2. október 1981 H&lrjF*rpn<=rh Irinn Bubbi Morthens syngur á baráttusamkomunni, rafmögnuð og óraf- mögnuð lög. Baráttufundur Leigjendasamtakanna: listamenn. Tveir hópar frá Vi'sna- vinum munu koma fram, Bubbi Morthens tekur nokkur lög, sum þeirra létt rafmögnuö, Gestur Guönason og Benóný Ægisson syngja saman og leika, rokk- hljómsveitin Spilafífl lætur frá sér heyra og loks kemur fram djasskvartett Sigurðar Flosason- ar. Hiö talaöa orð fær einnig sinn skerf, þvi Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur mun lesa eigin þýðingar á ljóðum Gérard Lemarquis, en hann hefur ort á nýstárlegan hátt um Reykjavik og lifiö þar. Samkomu þessari er fyrst og fremst ætlaö það hlutverk að efla samstööu leigjenda, og vekja at- hygli á málstað samtakanna og eru framhald af tjaldaögerðunum frá þvi i sumar, en eins og komiö hefur fram i fréttum, er ástand i húsnæðismálum leigjenda óvenju slæmt um þessar mundir. Allir listamennirnir gefa vinnu sina, en það má koma fram, aö sumir þeirra eru sjálfir húsnæöis- lausir. Þar sem fjárhagur sam- takanna er bágborinn verða þau aö selja inn á samkomuna til þess aö greiöa húsaleigu og tækja- leigu. Aögangseyrir er 50 krónur. 1 anddyri biósins veröur marg- háttuö kynningarstarfsemiá veg- um Leigjendasamtakanna og þar veröa einnig kaffiveitingar. Húsnæði fyrir alla, konur Leigjendasamtökin efna til baráttu- og skemmtidagskrár i Háskólabió, næstkom andi laugardag, 3. október kl. 15. Yfir- skrift samkomunnar er Hdsuæði fyrir alla, konur og karla. Aö sögn Einars Guöjón&sonar, starfsmanns samtakanna, veröur harmonikkuleikur á meðan fólk er aö koma sér fyrir i sætunum. Þá flytur formaður Leigjenda- samtakanna, Jón frá Pálmholti, ávarp. Mikið veröur um tónlist, og koma fram margir þekktir og karla Forsala aðgöngumiða fer fram ibókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar og i hljómplötuverslun Fálkans á Laugavegi,og er þá ekkert eftir nema aö hvetja leigj- endur og aðra að sýna nú sam- stööu og mæta. Galdrakarlar j leika fyrir dansi Diskótek interRent car rental Bílaleiga Akuréyrar Akureyri Reykjavik TRYGGVA8RAUT 14 5KEIFANÍ S. 21715 23515 S. 31615 86915 Mesla úrvallð. basta þjónustan. Við útvegum yður afslátt i bilalelgubilum erlendis. Boróa- pantanir Sími 86220 85660 Veitingahúsiö í GLÆSIBÆ r fU Bílbeltin j hafa bjargað Austurberg: deilt um þrengingu götunnar. (Ljósm. Anna Fjóla). „Vitum betur hvað að okkur snýr” segir Lena M. Rist, formaður Framfarafélags Breiðholts III Stjórn Framfarafélags Breið- holts ni sendi nýlega bréf til borgarráös. þar sem mótmælt er þcirri afgreiðslu ,,sein var við- höfð við tillögu um þrengingar á Austurbergi”. t bréfinu er skorað á borgarráö að endurskoða af- stöðu si'na, eða að ieita að öðrum úrbótum. Auk þess lætur Fram- faráfélagið i Ijós þá von sina, að gerð gangstfga við Austurberg verði hraðaö. Helgarpósturinn haföi sam- band við Lenu M. Rist, formann Framfarafélagsins til aö for- vitnast örlitiö um það. „Þetta eru íbúasamtök, og ein af þeim fyrstu”, sagöi Lena. „Stjórnin á aöstanda fyrir fram- faramálum innan Breiðholts III. Félagsgjöld eru engin og allir ibúar hverfisins eru í félaginu, hvort, sem þeim likar þaö betur eða verr. Stjómina skipa ellefu menn, og þrir eru til vara, og viö reynum aöfylgjast með þvi, sem er aö gerast, og vera i stjórnar- andstööu”. — Hvað áttu við með þvi? „Betur sjá augu en auga. Við teljum, að viö sem ibúar i hverf- inu, vitum betur hvaö aö okkur snýr og hvaö á vantar. Viö erum ekki endilega i stjórnarandstöðu i neikvæöum skilningi, heldur i' já- kvæöum lika, að láta vita hvaö það er, sem er aö og jafnframt aö láta vita af þvi, aö viö fylgjumst meö, og aö einhverjir taki eftir þvi hvort hlutimir eru fram- kvæmdir eöa ekki. Ég tel, aö borgaryfirvöld vilji hafa svona ibúahópa, og þaö hlýtur að veröa meira um þetta i framtföinni, eftir þvi sem borgin stækkar. Það hlýtur að vera miklu þægilegra fyrir borgaryfir- völd að vita um einhverja hópa útii bæ, sem fylgjast með smærri málum.” Lena sagði, aö félagið væri á fjárlögum Reykjavi'kur og fengi smá styrk, sem nægði fyrir frimerkjum og upp i kostnaö blaös, sem dreift var i öll hús i hverfinu. Hún sagði, aö þaö væri bara stjórn félagsins sem hittist en þátttaka fólksins væri ekki mælanleg. Félagið hafi staðið fyrir hreinsunardegi i maí og hann hafi tekist mjög vel. Það hafi verið eins og hvítur storm- sveipur heföi farið um hverfið. Hreinsunardagur þessi naut stuönings hreinsunardeildar borgarinnar, sem skaffaöi poka og keyröi þá á haugana, en þenn- an dag voru fleiri hundruð pokar fylltir. Lena var spurð hvaö það væri, sem félagiö legði mesta áherslu á. „Það, sem er brýnast, eru um- ferðarmál gagnvart gangandi vegfarendum og bömum, gang- stéttarmál,fragangur á götum og allur annar ytri frágangur. Viö reynum aö fylgjast með fram- vindu þjónustu viö ibúana, eins og t.d. strætisvagnamálum og menningarmiðstöð, sem er að risa, en þar höfum viö leyfi til fundasetu.” — Hafa mótmæli, eins og þetta bréf sem þið senduö, eitthvað að segja? „Ég veitþaðekki. Þaö gerir aö minnsta kosti ekkert gagn aö gera ekki neitt, þvi þá sofna máKn.” — Hafiö þiö áður sent einhver svipuð mótmæli? „Við höfum ekki sent mikið af mótmælum á þessu ári, en þaö hefur veriö vel tekiö i allar okkar beiönir. Ég fæ þær upplýsingar, sem ég bið um. Ég fæ orðalaust uppgefið hjá Gatnamálastjóra hvaö hefur verið framkvæmt i sumar og hvað á að framkvæma og viö fáum jáyröi við þeim beiðnum um að fá að vera þátt- takendur i umræðum um göngu- stiga. Ég hef ekki verið i stjóm nema i sex mánuði, en ég finn, að borgaryfirvöld eru fús til sam- vinnu, hvað svo sem úr fram- kvæmdum verður.” Lena sagöi, að reynslan af félaginu væri þaö góö, aö þaö gæti oröiö fyrirmynd og hvati til stofn- unar ibúasamtaka i öörum hverf- um, en þess má geta, að Kjalnes- ingar hafa haft samband viö félagiö. Hún sagöist aö lokum vilja hvetja ibúa i Breiðholti III aö lita vel i kringum sig og spekúlera i þvi, sem betur mætti fara, og sýna áhuga sinn i verki ef efnt yrði til almenns upplýsinga- fundar i hverfinu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.