Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 2. október 1981 JielgarpásturinrL. Frá perfomansi á kvennasýningu í Asmundarsal sumarið 1979. G.Erla óf sig fasta i vefinn i vefstólnum. hjákonuhlutverkið eins fallvalt og það er. t rauninni voru möguleikar konu sem ætlaði að helga sig list betri fyrir siðbót, þvi fyrir þann tima, hafði kaþólska kirkjan klaustur sem voru eingöngu fyrir konur sem ætluðu að helga sig list”. Þetta verk sem kallast kvenfreisun var gert á þaki I Amsterdam i6. daga. G.Erla klippti, þræddi, saumaði, Iit- aði og hengdi til þerris, tau, þangað tii þakið var þakið þvotti sem var eins og rauðir fánar. Ad vinna að myndlist er eins og að vera ástfangin — Spjallaö við G. Erlu, sem nýkomin er frá textilnámi i Hollandi Einstæð eða sjálfstæð... — Já, þú ert einstæð móðir. „Já”, segir G.Erla og hlær og bætir slðan við ,,en mér finnst ég ekki falla inn i þetta vonleysishlutverk sem búið er að gera úr „einstæðu móðurinni” Hvernig getur maður verið einstæðingur með barn sér við hlið? Að eiga barn er eitt af þvi sem gerir mig að þeirri mann- eskju sem ég er I dag. Ég hef reynt að fara þá leið I þau 13 ár sem ég hef staðið i uppeldinu að gera son minn að sjálf- stæðum einstaklingi sem getur tekið ákvarðanir, þvi mitt hlutverk er ekki að vera móðir, heldur myndlistarmann- eskja. bað hljómar kannski annarlegaað gefa sovna yfir- lýsingar en svona gæti hvaða karlmaður sem er leyft sér að segja”. Einn gráan sunnudagseftirmiðdag liggur leið mln I bláa húsið á Bergstaðastrætinu. Það er svosem ekki I fyrsta sinn sem ég fer þangað. 1 þessu bláa húsi býr f jöldinn allur af fólki og meðal annars hún G. Erla. Hún heitir nú reyndar Guðrún Erla Geirsdóttir, en er hún dvaldist viö myndlistarnám i tlollandi áttu IloIIendingar heldur erfitt meö að segja Guörún Erla, svo einfaldast var að stytta nafnið I G.Erla sem siðan hefur fest við hana. En nóg um það. Hún er nykomin frá námi I HoIIandi, i Rietverd aka- demiunni I Amsterdam. Þar lagöi hún stund á textil. Þó hún sé nýkomin frá námi hefur hún haldiö niyndlistarsýn- ingar bæöi á Suöurgötu 7, Ásmundssal, Nýlistarsafninu, A næstu grösum og tekið þátt I samsýningum á Norðurlönd- um og I Hollandi. Viö G.Erla höfum komið okkur notalega fyrir I stofunni með tebolla og rússlnur og ekkert þvi til fyrirstööu að hefja spjallið. — Af hverju valdirðu textil? ,,Að loknu myndmenntakennaranámi hér heima fannst mér ég ekki hafa fullkomið vald á neinni tækni mynd- listar, heldur einungis vætt fingurnar i hinu og þessu. Þráin til þess að ná valdi yfir einhverju hefði etv. ekki verið til staðar, væri ég karlmaður. Þetta var hluti af þvi að byggja upp sjálfstraustiö. Textillinn varð ofan á vegna þess að i hann er bæði hægt að vinna tvívitt og þrivitt og efnin sem unnið er með geta verið allt frá fingerðum silki- þræði upp i málmplötur”. Performansar og innstallation beinni miðlar — Og þú ferð til Amsterdam? „G.Erla brosir dreymandi Já, ég valdi Amsterdam og hef ekki séð eftir þvi. Min skoðun er sú aö aðeins hluti náms fari fram innan veggja menntastofnanana, en hinn hlutinnutan þeirra. 1 Hollandi er mikið að gerast i mynd- list og vegalengdir til borga eins og Parisar og Lundúna ekki umtalsverðar”. — Hvernig var skólinn? „Nokkrir kennararnir þarna eru meðal þeirra þekktari I textilheiminum i dag. Þarna var gengiö út frá allt annarri grunnhugmynd en ég hafði átt að venjast hér heima. Kennararnir umgengust okkur aldrei sem hóp, þar sem allir áttuaögeta það sama og geraeins, heldur vorum við einstaklingar og alúð lögö við aðfinna hvar hæfileiki hvers og eins lá. Andleg uppbygging nemandans var ekki siður mikilvæg. Lagt var upp úr gæðum en ekki magni og verk- efnin eins breytileg og nemendurnir voru margir. Mig langar hins vegar til að segja að minir bestu kennarar bæði hér og úti voru menn sem komu úr allt öðrum list- greinum. Þvi þeir vita ekkert um hina tæknilegu hliö verkanna. Kritikin er konseptið en ekki verið að fara I saumana eins og margir faglærðir kennarar detta oft i”. — En nú hafa ekki öll þin verk verið unnin I textil, einsog i Nýlistasafninu i sumar. „Það er rétt. Þegar liða tók á námið fór ég að hafa áhuga á performönsum og installation. Einnig þeirri grein leikhússins sem tengist myndlist. Ég var þvi bæði i „theater workgroup” i skólanum og vann um tima I gallerii de Apple sem er listamiðstöð fyrir performansa, video og installation. Það sem vakti áhuga minn fyrir þessum listgreinum er að þær eru mikið beinni miðill og þú nærð betur til áhorfendans”. Möguleikar kvenna betri fyrir siðbót.. — Finnst þér áhorfendur skipta miklu máli? „Mérfinnstmyndlistinog lifið sjálft vera ein órjúfanleg heild. Þar af leiðandi hlýtur áhorfandinn að skipta miklu Sýning fyrir blinda — Ég frétti að það stæði til að þú héldir sýningu fyrir blinda. Hvernig heldur þú að blindir skynji verk þin? „Málið er að ég gerði lokaverkefni i skólanum, box sem erutúlkunmin á tilfinningu fyrir ýmsu fólki sem ég þekki, þetta eru svona nokkurs konar portrait af fólkinu, þar sem tilfinningar minar eru yfirfærðar i mismunandi efni til að snera. Þessi box hafa bæði ytra og innra borð eins og fólk hefur i lifinu sjálfu sú er snýr að umheiminum og sú sem maður kynnist við nánari kynni. Ég nota mismunandi efni, allt frá gaddavir til kjúklingafjaðra. Þegar ég sýndi þessi verk á skólasýningu fannst mér leiðinlegt að fólk þorði ekki að snerta þau og þreyfa og leyfa snertiskyninu a vera með i upplifunni. Þvi fannst mér upplagt að sýna þessi verk fyrir fólk sem byggir skynjun sina á umheim- inum að storum hluta i gegnum snertiskyn, þ.e.a.s. blinda. Að lokum — Og þú heldur ótrauð áfram að lifa lifinu? Spyr blaða- maur að lokum, i nokkuð hátiðlegum tón. „Gerla skellihlær. „Já, ég ætla að halda áfram að leita að ævintýrum, kynnast fólki eins og þér, upplifa þessar togstreitur sem geta orðið kveikja að myndlistarverki. Ég er jú ein af þeim sem finnst myndlist það alskemmtileg- asta I lifinu. „Og nú verður G.Erla alvarleg og bætir við „Annars vil ég ekki vera að gefa neinar yfirlýsingar þvi ég vil vera stikk fri frá væntingum annarra. Þessar vænt- ingar hafa eyðilagt lif svo margra sem reynst hafa ófærir um að uppfylla þær”. segir G.Erla að lokum. Við brjótum blaðið og snúum okkur að öðru. máli. Það er góð tilfinning að gefa eitthvað sem snertir áhorfandann og hann samsamar sig með. Að búa til myndlist er á vissan hátt eins og að vera ástfangin. Að hafa eitthvað sem maður vill gefa öðrum og njóta með öörum. Þessir nýju miðlar, performansar, video og in- stallation ættu að vera mjög kærkomnir fyrir okkur konur. Þvi eldri miölar hafa verið krufðir og skilgreindir af karlmönnum. Hvernig horft hefur verið á þá er mótað af karlmönnum. Það er alveg ómótað hvernig horft er á nýlistamiðlana og hvernig þeir eru notaðir. Við konur erum þátttakendur i þessum miðlum frá upphafi og ef viö litum á þá er hlutfallið milli kvenna og karla er það miklu hagstæðara, en i gömlu miðlunum. í myndlist okkar kvenna erum við innhverfar og verk okkar kannski meiri „nnaflaskoðun”. Þau eru oft „autobiografical” og tengj- ast reynslu okkar i daglega lifinu þvi okkur gefst minna tækifæri að vera stikk fri frá samfélaginu. Það eru ekki til einhverjir karlmenn sem ætla að fórna sér fyrir okkur af þvi við ætlum að verða listamenn. En það eru til margar konur sem hafa i gegnum aldirnar fórnað sér fyrir mis- munandi vel heppnaða karlkyns listamenn. Við þurfum að gegna tvöföldu hlutv., að taka þátt i samfélaginu og vinna aö okkar list. Við þurfum þvi að vera miklu sterkari. Það var ekki fyrr en ég fórað kynnast núlifandi listakonum aö ég fór að pæla i hvort ekki hafi verið til kvenkyns mynd- listarmenn fyrr á öldum og hvaða möguleika þær höfðu. Maður komst að þvi að möguleikarnir voru annað hvort að vera dætur, eða hjákonur listamannanna. Og það liggur i augum uppi að möguleikarnir voru ekki miklir þar sem staða dætranna var einungis biðstaða eftir mannsefni og viðtal: Jóhanna Þórhallsdóttir myndir: Jim Smart og fl.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.