Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 02.10.1981, Blaðsíða 27
27 Hamagangurínn í hand- boltanum að hefjast i hallj^rpn^fl irínn Föstudagur 2. október 1981 Sumar, vetur, vor og haust. Er ein árstið- in kveður, þá önnur kemur. Þaö er sama hrynjandin á iþróttasviðinu. Fótbolta- mennirnir okkar fara i friið um þessar mundir og aörar boltaiþróttir taka hug iþróttaáhugamanna, körfu- og handbolti fara i gang. . En við litum á handboltann sérstaklega. Hvernig standa fyrstudeildarliðin i hand- knattleiknumi dag? Hvaða liö stendur með pálmann i höndunum eftir veturinn? Ljóst er að ,,nýju”liöin i deildinni, KA frá Akureyri og HK úr Kópavogi,munu eiga erfiðan vetur framundan. Bæði þessi lið hafa áður keppt I hinni erfiðu fyrstu deild- arkeppni, en viödvöl þeirra hefur jafnan verið stutt. Haudboltinn — hvernig verður hann vetur? Akureyringarnir unnu 2. deildina i fyrra meö naumindum og voru langt frá þvi að vera fyrirburðalið á þeim vettvangi, þótt hamingjudisirnar hafi verið þeim hliö- hollar á lokasprettinum. Þeir hafa misst lykilmann úr sinum herbúðum, þar sem fer ■ Gunnar Gislason, sem er kannski öllu þekktari sem knattspyrnumaöur með KA. Hann fer til höfuðborgarinnar og til liös viö bróður sinn Alfreð og þá KR-inga. Það eru þvi engar stórstjörnur sem fylla flokk þeirra KA-manna, en liðið er engu siður dá- litið skemmtileg blanda ungra og efnilegra stráka og gamalla jaxla, sem muna timana tvenna. Þaö er heldur ekki litill kostur fyrir lið^nýkomið upp úr 2. deild, aö hafa sjóaöan þjálfara sér við hlið. Birgir Björnsson, sem hefur i gegnum tiðina leikið meira en fimm hundruð leiki fyrir félag sitt, FH, þekkir alla hnúta til hlitar og miðlar vafalaust af langri reynslu sinni til þeirra norðan- manna. Hætter þó viö, að eftirtekja vetrar- ins verði rýr hjá KA-mönnum, að þessu sinni, þótt þeim takist ef til vill aö hala inn einhver stig i Skemmunni fyrir norðan. Svipaða sögu er að segja af HK. Þeir hafa misst sinn besta leikmann, Hilmar Sigur- gislason. Hilmar hefur stýrt spilinu hjá HK og verið aðalmarkaskorari að auki. HK lið- ið er æði ungt og reynslulitiö i 1. deildarbar- áttu, þótt ýmsir leikmanna hafi þar haft viðdvöl. Liðið mun þó fljóta langt á frábær- um markverði, Einari Þorvarðarsyni, sem hefur oft farið langt með að vinna leiki fyrir félag sitt. Þá eru innan um klókir leikmenn eins og golfmaðurinn Ragnar Ölafsson. HK veröur I botnbaráttu. Framliðið i dag má muna sinn fifil fegri. Mikill flótti hefur brostiö á I herbúð- i...................... um þeirra og mörg þekkt nöfn hafa horfiö jþaöan af skrá. Framliðiö lenti I miklu brasi i deildinni i fyrra og rétt náði aö skrimta. Var nálægt falli niður I aðra deild. Og nú eruléíkmenn, sem voru aðaldriffjaðrirnar í fyrra,illa fjarri góðu gamni. Menn eins og Axel Axelsson, Björgvin Björgvinsson (sem þjálfar nú Fram),Erlendur Daviös- son, Theódór Guðfinnsson og Atli Hilmars- son, hafa horfiö á braut. Allt voru þetta menn, sem voru i byrjunarliði Fram á siö- asta keppnistimabili. Framarar eru þó þekktir fyrir flest annaö en uppgjöf og þaö gengur ekkert liö að þeim, sem gefnum hlut og auöunnum. Hannes Leifsson, Jón Arni og.fleiri strákar kunna að halda haus og bolta, þegar það á viö, og seiglan getur fleytt liöinu ansi langt, þótt stóru stjörnurn- ar séu frá. Liöiö veröur þó greinilega I basli i mótinu og má kallast gott, ef þaö heldur sér i deildinni. Þróttaraliöiö kom þægilega á óvart i sið- asta íslandsmóti og náði öðru sæti og bikar- meistaratitlinum, öllum að óvörum. Þá blómstruðu menn eins og Sigurður Sveins- son og Páll Ólafsson, svo um munaði. Og að bakiþeim stóð Ólafur Jónsson, margreynd- ur I gegnum árin, eins og klettur. Það sem Þróttara mun hins vegar vanta i vetur eins og áöur, er breiddin. Ef stjörnurnar klikka, þá eru vandfundnir menn til að fylla i skörðin. 1 fyrravetur biöu raunverulega all- ir eftir þvi að Þróttarar spryngju á limminu um miðjan vetur og dyttu niöur i botnbar- áttu, eins og þekkst hefur áður þar á bæ. Það gerðist hins vegar ekki. Þeir héldu sinu striki. En nú vita hin liðin hvar þau hafa Þrótt. Þau vita, að þar fer lið, sem ber að taka alvarlega. Og kannski af þeirri orsök einni litur út fyrir, aö Þróttarar veröi ekki Fréttaflutningur helstu tréttastofnana af framvindu mála á þingi Samstöðu i Pól- landi og atvikum i sambandi við þinghaldið hefur ekki verið til þess fallinn að skýra ti neinnar hlitar starf fyrsta þings óháða verkalýðssambandsins pólska. Tiundaðar hafa verið rækilega skammir sovéskra málgagna i garð Samstöðu og hótanir sovéskra stjórnvalda i garð Pólverja, svo og bergmál þessarar áróðursherferðar i Austur-Þýskalandi og Tékkóslóvakiu. Hins vegarhefur mjög ófullnægjandi grein verið gerð fyrir þvi sem geri st i iþróttahöll- inni i Gdansk, þar sem þingfulltrúar sitja siðari hluta Samstöðuþingsins. Eðlilegra fréttamat væri að gera rækileg skil þvi sem Samstöðufólk er að aðhafast i fyrsta skipti sem það kemur saman til að ráða ráðum sinum. Hitt er ekki lengur nein Séð yfir þingsaliiui i Gdansk á siðari hluta Samstöðuþingsins. Deilt um stefnuna á fyrsta þingi Samstöðu frétt, að sovétstjórnin og hennar fylgifiskar hafa hinn versta bifur á óháðum fjölda- samtökum i Póllandi og óska þeim ills eins. Úr þeirri átt var ekki annars von en komiö hefur fram. Aftur á móti hlýtur þaö tiðindum að sæta, þegar kjörnir fulltrúar tiu eða ellefu millj- óna Pólverja koma saman og eiga þess kost I fyrsta skipti i mannsaldur að tala eins ogþeim býr i brjósti og taka ákvarðanir án fyrírmæla stjórnvalda. Samstaða varð til eftir að samningar tókust með verkfallsmönnum i Gdansk og stjórnvöldum fyrir ári siðan. Niðurstaðan varð, að óháð verkalýðshreyfing og rikis- stjórnin yrðu að reyna i sameiningu að ráða bug á efnahagsöngþveitinu sem valdaein- okun Sameinaða pólska verkamanna- flokksins hefur haft i för með sér. Slikt samstarf hefur ekki enn komist i framkvæmd. Meginástæðan er, að flokks- kerfið er að miklu leyti i höndum manna, sem skortir jöfnum höndum hæfileika og vilja til að viðurkenna i verki tilvist sjálf- stæðrar verkalýðshreyfingar. Þeir hafa á alla lund reynt að bregða fæti fyrir Sam- stöðu, þannig að hver áreksturinn hefur rekið annan milli verkalýðsfélaganna og stjórnkerfisins. Efnahagsöngþveitið ágerist að sama skapiog sjálfheldan milli almannasamtak- anna og yfirvalda varir lengur. Pólverjar búa við skort á flestum nauðsynjum og horfa framáerfiðan vetur. vi er i rauninni ekki unnt að biða lengur með að koma i verk samvinnu Samstöðu og stjórnvalda, ef afstýra á algeru öngþveiti. Deilur á þingi verkalýðssambandsins snúast fyrst og fremst um það, hvort slik samvinna sé möguleg i ljósi fenginnar reynslu. Annars vegar er Lech Walesa, formaöur Samstöðu, og aðrir sem vilja halda fast viö samkomulagið sem batt endi á verkfallið i Gdansk i fyrra. Hins vegar er fulltrúa- hópur, sem telur Sameinaða pólska verka- mannaflokkinn og valdakerfið hans svo af- lóga, að ekki sé nein leið að púkka upp á það til samvinnu um gagnlega hluti. Þessi ágreiningur Samstöðumanna fékk eins fengsælir I stigasöfnun og á siðasta keppnistimabili. Hin liðin i deildinni munu kappkosta að stöðva Sigurö og Pál og vænt- anlega ekki láta það endurtaka sig, að þessir kappar tveir skori i einum leik kannski 20 mörk samtals. Hvernig það mun ganga, kemurá daginn, en ýmsir hafa á til- finningunni að Þróttur muni ekki verða i baráttunni um allra efstu sætin i deildinni i vetur, heldur sigla lygnan sjó um miðja deild. KR -ingar eru að ýmsu leyti stórt spurn- ingamerki. Það hefur gerst áður i byrjun móts, að búist er við undrum og stórmerkj- um af þeirra hálfu, en siðan hefur blaðran sprungiö meö háum hvelli og Vesturbæjar- liðið endað 1 botnsæti. KR hefur borist liðs- auki, þarsem eru þeir Erlendur Davíösson og Gunnar Gislason. En þaö er ekki vöntun- in á efnilegum og góðum handboltamönn- um, sem hefur haldið aftur af árangri KR-inga i gegnum árin, svo aö nýir menn, — nýjar stjörnur, munu ekki leysa málin fyrir KR. Einhvern veginn hefur virst, aö KR-ingar hafi sjálfir ekki haft trú á þvi, aö liðiö ætti heima i hópi þeirra bestu, og þeir látiö sér i léttu rúmi liggja, þótt leikir tapist af og til. Vantar sjálfstraustið og trúnna á eigin getu. Hvort Jóhanni Inga Gunnars- syni þjálfara takist aö skapa þessa trú, er ekki gott að segja, en ef KR-ingum tekst aö halda dampi út allt mótið og láta það ekki henda sig að tapa niður leikjum á siöustu minútum leikja, kannski gegn slakari lið- um deildarinnar, þá veröur Kaplaskjólslið- iö við toppinn. P flliðiö hefurverið i mikilli endurnýjun hin siöari ár og gengi liðsins þvi ekki þaö sama og á gullaldarárum FH inga. En lengi lifir i gömlum glæðum og yngri menn liðs- I ins eru allir upp viö þetta veldi og er sagt að þeir séu I handboltaliði i fyrsta klassa og slik liö eiga helst ekki að tapa leik. Þeim er sagt, aö FH eigi aö vera i toppbaráttu eins og I gamla daga og með þvi hugarfari keppa þeir. Hvort það eitt dugir til i mótinu i vetur, skal ósagt látið, en þrátt fyrir ungt og að sumu leyti óharðnaö lið, þá eru FH- ingar með stórsnjalla leikmenn innan- borðs. Auk þess hafa margir hinna korn- ungu leikmanna leikið með liðinu siðustu tvö, þrjú ár og náö ákveðinni reynslu. Geir Hallsteinsson þjálfari hefur sýnt og sannaö, aö hann hefur náð upp skemmtilegu og harðskeyttu liöi með þessum ungu strákum og með eldri kempur eins og Sæmund Stefánsson og Guðmund Magnússon i blandi við upprennandi stjörnur eins og Kristján Arason, Óttar Mathiesen og Val- garð Valgarðsson er liðið til alls mögulegt. YFIRSÝN t útrás við meðferð þingsins á fyrirkomulagi þátttöku starfsliðs i stjórn fyrirtækja. A fyrri hluta þingsins var gerð krafa til að starfsmannaráöfái fulla ábyrgð á stjórn og rekstri atvinnufyrirtækja, þar á meðal vald til að ráða f orstjóra og vikja þeim úr starfi. Um svipað leyti lagði rikisstjórnin fyrir þingið frumvarp til laga um starfsmanna- ráð i fyrirtækjum, þar sem gert var ráð til að valdsvið þei"ra yrði afar takmarkað og næði alls ekki til stjórnarábyrgðar. Þingnefndtekkþað hlutverk að fjalla um frumvarpið, og formaður hennar, Adam Lopatka, sneri sér til stjórnar Samstöðu með beiðni um að leitað yrði málamiðlunar milli frumvarps rikisatjórnarinnar og ályktunar Samstöðu. Niðurstaðan varð að þingið afgreiddi fyrir viku siðan lög, sem kveða á um gerbreytta stjórnarhætti I pólsku atvinnulifi. 1 stað miðstýringar með áætlunarbeinserk ráöuneyta og alveldi for- stjóra innan fyrirtækis skal komiö upp kjörnum starfsmannaráðum. Þau fá ýmist umsagnarrétt eða ákvörðunarvald um málefni sem varða framleiðslu, fjár- festingu, verðlagningu og launakjör i fyrir- tækjunum. Úrslitavald rikisins um val for- stjóra skal aðeins haldast i fyrirtækjum, sem talin eru hafa úrslitaþýðingu fyrir hag- kerfiö i heild eða eru mikilvæg frá hernaðarsjónarmiði. Samstaða veröur höfö með i ráðum, þegar gerður veröur listi um fyrirtæki, sem undir þetta ákvæði falla. /Vf hálfu flokksforustunnar var gerð til- raun til að ónýta málamiðlunarsamkomu- lagið við stjórn Samstöðu. Daginn áður en þingið afgreiddi frumvarpið, voru þing- menn kallaðir á lokaðan fund, þar sem kommúnistaforingjar kröfðust þess að allar helstu tilslakanir við sjónarmið Sam- stöðu yrðu teknar aftur. Þá gerðist nokkuð, sem aldrei áður hefur átt sér stað siðan kommúnistar komust til valda i Póllandi. Þingmenn gerðu uppreisn gegn fyrirmælum flokksforingjanna. Svo margir þingmanna lýstu yfir, að þeir myndú greiða atkvæði gegn frumvarpi með þeim breytingum sem flokksforustan Þaö virðist hvergi veikan hlekk að finna i liði FH, en- vegna hins lága meðalaldurs liðsins gæti gæfan og getan orðið dálitið brothætt. Liðið verður þó vafalaust i topp- baráttu. Valsmenn eru með rútinerað liö. Þar eru sterkir leikmenn (i öllum merkingum þess orðs) og liðiö mun tvimælalaust vera i bar- áttunni um íslandsmeistaratitilinn eins og undanfarin ár. Valsmönnum hefur bæst góðúr liðsauki, frá þvi i fyrra og gömlu ref- irnir, Jón Pétur Jónsson, Steindór Gunn- arsson, Þorbirnirnir Sigurðsson og Guð- mundsson eru öllum klækjum kunnugir. Bjarni Guðmundsson er aö visu horfinn út fyrir landsteinana, en Valsmenn hafa átt góða yngri flokka og eru hreint ekki i neinu mannahraki. Hitt er svo annaö mál, að leik- ur Valsmanna hefur ekki verið fyrir augað siöustu ár, frekar þunglamalegur og stór- karlalegur, en jafnframt árangursrikur. Það veröur þvi enn eitt áriö I baráttunni um efsta sætiö hjá Hliöarendaliðinu. Það virö- ist oröin ófrávikjanleg regla i islenskum handbolta. V ikingar munu vafalaust ekki láta Is- landsbikarinn af hendi bardagalaust i keppninni i vetur og i sannleika sagt, þá virðist ekki margt benda til þess aö þeir missi hann úr höndum sér. Liðið er það jafnsterkasta i deildinni og vinnur saman eins og vel smurð vél, þar sem hver hlekk- urinn er öðrum sterkari. óþarfi er að ti- unda nöfn þessara sterku leikmanna, allir kannast viö þá, sem á annað borð fylgjast með handbolta. Og enn hafa hæfileikamenn bæst i hópinn — toppmenn úr öðrum liöum. Það verður jafnvel ekki séö, að þeir leik- menn komist i lið Vikings, svo sterkt er það fyrir. Hitt er svo ihugunarefni, að endur- nýjun hefur litil verið i liði Vikings hin sið- ari ár og það kemur aö þvi, aö gömlu stoð- irnar taka sér hvild. Og hvað þá? En i vetur a.m.k. eru Vikingar æöi sigurstranglegir, með hörkuskyttur, góða horna- og linu- menn, ágætan markvörð, leika hraðan og taktiskan bolta og svo má lengi telja. Hins vegar má litið út af bera I hörkubaráttu til að toppsætiö fljóti á braut og liö Vals, FH, KR og Þróttar sérstaklega munu ekki láta Vikinga sigla lygnan sjó að markinu lang- þráöa — tslandsmeistaratitlinum I hand- bolta. En augljóst er að 1. deildarkeppnin verður bæöi jöfn og hörð i vetur og öll liðin eiga eftir aö tapa stigum i keppninni, ekk- ert eitt lið mun hafa yfirburöi. Til þess eru þau of jöfn. eftir Guðmund •Arna / Stefánsson ] eftir Magnús Torfa Ólafsson krafðist, að hún sá sitt óvænna og mála- miðlunin fékk að haldast óbreytt. 1 viðræðum við þingnefndina tóku aðeins þátt fjórir menn úr stjórn Samstöðu á úrslitastigi, Lech Walesa og þrir aðrir. Fámennið stafaði af fjarveru meirihluta stjórnarmanna. Þegar á þing Samstöðu kom, varð þessi meðferð málsins af hálfu sambandsstjórnar tilefni harðrar gagnrýni á Lech Walesa og samstarfsmenn hans. Voru samþykktar vitur á þá fyrir að hafa farið út fyrir valdsvið sitt. ^cgar þetta er ritað hafði þing Samstöðu ekki enn greitt atkvæöi um efni málsins, en búist var við að þingheimur myndi fallast efnislega á málamiðlunarlögin, meö sem- ingi þó. Nýja stjórnkerfið, sem upp verður tekið i pólsku atvinnulifi frá næstu áramótum samkvæmt nýju lögunum, er ekki algert nýmæli i Austur-Evrópu. Fyrirmyndir eru sumpart sóttar i sjálfstjórnarkerfi starfs- fólks fyrirtækja i Júgóslaviu og sumpart til Ungverjalands, þar sem markaðskerfi hefurað miklu leyti leyst miðstýringuna af holmi með góöum árangri. Sovétmenn geta þvi ekki með neinu móti haldið þvi fram, að Pólverjar hafi brotið sérlega af sér með nýafstaðinni lagasetningu. Sovétstjórnin er þegar búin aö urra svo grimmilega á Pólverja, að við það er engu hægt að bæta nema beinum hernaðarað- gerðum. Þær þykja henni ekki fýsilegar, og þvi er enn sem fyrr reynt að ota fram pólsk- um stjórnvöldum og hvetja þau til að beita Samstöðu hörðu. Kania flokksleiðtogi þumbast við og stefnir enn á málamiðlun við verkalýðssamtökin. Þvi eru Moskvu- blöðin ogTassfarin aö uppgötva i Póllandi „fræðsluhring sannra leninista” og aðra slika hópa, sem engir aðrir vita af, og birta frá þeim ályktanir um að hreinsa þurfi rækilega til i kommúnistaflokknum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.