Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 8
8 pósturinn— Blað um þjóðmál/ listirog menningarmál. Otgefandi: Vitaðsgjaf i hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon Ritstjórar: Árni Þórarins- son, Björn Vignir Sigurpáls- son. Blaðamenn: Elisabet Guð- björnsdóttir, Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, og Þorgrímur Gestsson. Útlit: Kristinn G. Harðarson Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavík. Sími 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Símar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askriftarverð a imánuði kr. 24.- Lausasöluverð kr. 8.- Sultarlaun Opinberlega er engin fátækt til á íslandi. Opinberlega vinna ts- lendingar myrkranna á milli, en bera lfka talsvert mikið úr být- um. Opinberar tölur styðja þessa kenningu, þvi samkvæmt niður- stöðum kjararannsóknarnefndar eru meðallaun verkamanna á höfuðborgarsvæðinu um tiu þús- und krónur á mánuði, og meðal vinnuvika þeirra 52,4 stundir á viku. En það eru til aðrar tölur, sem miima er flikað. A höfuðborgar- svæðinu lifa þúsundir verka- manna raunverulega viö sultar- kjör. Til að sjá það þarf ekki ann- að en lita á lægstu taxta verka- lýðsfélaganna. Byrjunarlaun samkvæmt áttunda taxta eru 4.700 krónur, en hæstu laun, eftir fjögur ár, 4.934 krönur. Og það er staöreynd, að f jöldi verkamanna fær þessi laun, þar á meöal stærsti hluti verkafólks f Iðju, fé- lagi verkafólks, að sögn Bjarna Jakobssonar hjá Iðju. Margt þetta fólk á ekki kost á nema sáralitilli yfirvinnu.og eng- um bónus. Það kemur lfka fram I samantekt Helgarpóstsins um þessi mál I dag, aö talsveröur fjöldi rikisstarfsmanna fær laun, sem eru mjög svipuö og laun þessa lægst launaða verkafólks^. t siðustu samningum var átt- undi launaflokkurinn lausnarorö- iö. t kjarnasamningnum, sem leiðtogar allra verkalýðsfélag- anna samþykktu, var hann lagður til grundvallar öllum útreikningi á launahvetjandikerfum. Otkom- an er sú, að þessi laun má lltiö sem ekkert hækka. Fari þau upp um eina krónu,hækka þeir sem vinna í uppmætingu og eftir öðrum launahvetjandi kerfum um tvær krónur. Afleiðingin er sú, að grunnkaupið hreyfist litið, enaðal áherslan er lögð á aö hifa upp bónus og uppmælingu. Fleiri og fleiri komast á þá skoðun, að hafi einhverntfmann verið rekin jafnlaunastefna á vinnumarkaðnum.sé hún nú fyrir bi. H verskarar eld að sinni köku. Tiu þúsund króna meöallaun verkamanna sýna, aö margir hljóta aðhafa allt að tuttugu þús- und krónum i mánaöartekjur, og það þýöir að fjölskyldutekjur geta farið upp i þrjátiu til fjörutíu þús- und. En þúsundir fá fjögur til fimm þúsund krónur — fjöl- skyldutekjur þeirra komast kannski I tiu þúsund. Og sa mtakamáttur þessa fólks er takmarkaöur. Meðal þess er roskið fólk, lasburða fólk, ungt, ófaglært fólk, en llka húsmæður I hlutastarfi, sem eru fegnar hverri hungurlús sem þeim tekst að vinna inn. Það þvkir ekki nema sjálfsagt að fslendingar vinni myrkranna á milli. En það þykir jafn sjálfsagt, að þeir beri eitthvað úr býtum. Það er þvi til stór skammar fyrir þjóðfélagið, að þeir skuli vera til, sem vinna myrkranna á milli hafa vart til hnffs og skeiðar. Sendandi Akureyrar- pósts gaf systur sinni á dögunum fyrirheit aö skrifa nú einu sinni póst þar sem ekkert ljótt væri sagt um KEA, þar sem það efni væri þegar orðið löngu útþvælt í fjölmiölum. Það er þó alls ekki eins auðvelt og menn halda að skrifa heilan Akureyrarpóst án þess að skammstöfunin KEA komi þar ekki við sögu á einn eöa annan hátt, svo viða sér hennar stað í bæjarlifinu. Að vi'su er KEA merkiöekki ennþá komiö á kirkjuna eins og ýmsir fáfróðir aökonvu- menn halda, en nógu viða má samt sjá þetta merki hvort sem það er á kjötvör- um eða klósettpappir, flutningabihim eða flugvél- um. Flugvélum, já, hvi skyldi KEA ekki leita til al- mættisins, en eins og kunn- ugt er, er þjónustan viö al- mættið i algeru lágmarki hér i bær um þessar mund- ir, og fátt myndi þvi sjálf- sagt þóknanlegra en flug- vél berandi einkennisstafi hins jarðneska almættis okkar Akureyringa, að minnsta kosti meðan ekki hefur veriö kjörinn hér nýr prestur, en hvenær það verður veitenginn nema þá helst Ragnar Arnalds lyklavörður hinna for- gengilegu féhirslna sem 2igi freistuðu svo m jög tré- smiðsins frá Nazaret forð- um daga. yrir svo sem tveimur árum gat að lfta i erlendum blöðum greinar um alveg nýja tækni á sviði f jölmiðl- unarsem farin varað ryöja sér rúms ekki hvað sist i Bandarikjunum, sendingar á útvarpsmerkjum gegn- um kapla, og jafnvel send- ingu á upplýsingum frá tölvubönkum inn á sjón- varpsskerma i heimahús- um. Þessinýja tækni er oftast nefnd video, og mun sjálf- sagt verða nef nd svo áfram á ástkæra ylhýra málinu hvað sem allir velviljaðir málspekingar segja sbr. diskósem enginn amast nú' lengur við. Videobyltingin útihinum stóra heimi hófst fyriralvöru um svipað leyti og starfsmenn hins rikis- rekna islenska sjónvarps voru aðplata litvæðingunni inn á landsmenn i trássi við alla stjórana og ráöin. En nú i sumar voru það ekki neinir sjónvarpsstarfs- menn sem hrundu bylt- ingu af stað, né heldur neitt Útvarpsráð, enda voru þessir aðilar allir önnum kafnirvið að gera eitt stór- brotnasta listaverk is- lenskrar kvikmyndasögu, að minnsta kosti hvað varðar upphæðir reikn- inga. Þetta listaverk fengu Danskir raunar fyrstir manna að berja augum, og urðu viðbrögð þeirra við þessum heiðri ekkert ann- aö en vanþakklæti svo sem kunnugt er. Þvi næstvar röðin komið aö videovæddum Reykvik- ingum sem fengu, þökk sé einhverjum framtakssöm- um landa i Höfn, að lita þetta framlag mörlandans til heimsmenningarinnar, auðvitað með dönskum texta, aldrei er ráö nema i tima sé tekið. Dönsku- kennsla Sjónvarpsins á vist aö hefjast á næsta ári ef hún verður þá ekki einnig komin inn á videokerfi landsmanna. Vonandi fer betur fyrir henni en aum- ingja Snorra sem forstjór- ar videoleiga telja svo lé- legan aö ekki sé hægt að bjóða hann viðskiptavinum sinum, sjálfsagt er smekk- ur þeirra ámóta lélegur og frænda vorra Dana, og kann þar að vera komin skýringin á neitun þeirra. Já meðan allir voru uppteknir af þvi aö fram- leiða Snorra ásamt St jörnuhröpum dillandi dansmeyja (ballettinn stórkostlega „Þeir spara sem greiða á réttum tima”), gerði þjóðin þegj- andi og hljóðalaust sina videobyltingu. Ráðamenn vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið og viðbrögðin urðu auðvitað að skipa nefnd i málið og þær raunar tvær, að góðum og gömlum sið. En að sjálfsögðu var fram- sækinn veðurfræðingur skipaður formaður annarr- ar þeirrar, svo hægt verði að spá fyrir fleiri sh'kum veðrum. Það er ekki nóg að hafa eingöngu framsækna bændur nefndarformenn, enda sagt að Newsweek sé að minnsta kosti tvö ár að berast austur i Mjóafjörð og á tveim árum má leggja margan kapalinn. Hér á Akureyri fór videobyltingin fremur hægt af stað, en hingað hlaut hún að teygja anga sina fyrr eöa siöar. Nú er hafinn undirbúningur að þvi að reisa eina stærstu video- stöð landsins I Lunda- hverfi,og ermeira að segja gertráð fyrir tveim rásum, auk vors framsækna rikis- sjónvarps. Þetta verða mikil forréttindi fyrir ibúa þessa hverfis og er þaö ef tilviii engin tilviljun að þaö skuli einmitt hafa verið ibúar Lundahverfisins sem þarna riöu á vaðið. Lunda- hverfið er afar barnmargt hverfi, og má geta þess svona til glöggvunar fyrir þásemmiða sjónhring sinn allan við það sem reykviskt er að það er hliðstæða Breiðholtsins að ýmsu leyti. I svona barnmörgu hverfi gefur auga leið að mikil barnapi'uvandamál skapast ekki sist á laugar- dagskvöldum. Nú hillir undir lausn þessa máls. Tilkoma vide'osins hlýtur óhjákvæmUega að leiða til þess að hlutfall Lunda- hverfisbúa meðal gesta i Sjallanum og Háinu hlýtur að aukast allverulega. Já videöið leysir margan vandann, en veldur hver á heldur. Það er svo með þessa tækni eins og aörar nýjungar. Ekki eru alhr á eittsáttirum ágætihennar. Það voru heldur ekki allirá eitt sáttir um ágæti simans i upphafi aldarinnar. Gott ef ekki kom til handalög- mála mUli fylgjenda hans og andstæðinga, og það á sjálfu Alþingi. Ekki hefur videóið ennþá leitt til handalögmála svo mér sé kunnugt, en oft hitnar mönnum ihamsi þegar það berst i tal. Hér á Akureyri kann skýringarinnar á þessu að vera aö leita i þvi aö menn hvila sig undir þau átök sem væntanlegar prestskosningar verða ef aö likum lætur. Þab er hálf- gerð lognmolla yfir bæjar- lifinu þessa dagana, lognið á undan storminum. I^onungur einn er nefndur Vetur. Þykir hann harðstjóri hinn mesti svo helst má likja við Kómeini hinn iranska eða hans lika. Ekki hefur hann byssur né sprengiefni aö styöjast við, heldur eru frost, kuldi og snjór 1 vopnabúri hans, og ólikt þvi sem gerist um aðra haröstjóra er erfitt að losna undan áþján hans. Þessi kóngur kom á dögun- um hingaö til Noröurlands og tók völdin með leiftur- sókn, sterkari en leiftur- sóknin hans Geirs var hérna um árið, og aö sjálfsögðu varö engum vörnum viö komiö. Bylting hans varö þó án teljandi fórna að þessu sinni, enda Norðlendingar farnir að þekkja á kauða svo árviss sem hann er nú orðinn. Einhverjar kartöfl- ur munu þó hafa legið i valnum. En hvað um það. við verðum að una við stjórn hans næstu mánuð- ina videovæddir eða ei, og vonandi reyna sem flestir aö gera sér harðstjórnina sem léttbærasta, þetta er jú einu sinni hringrás lifs- ins. Auglýst eftir álfkonu Alveg er ég sannfærð um það, að fleiri húsmæður og mæður eiga sér ámóta draum og ég, þó hann eigi ef til vill ekki við á okkar meðvituðu jafnréttistim- um. Engu aö si'ður skýtur hann upp kollinum stöku sinnum: að einhver vin- stökkva framúr til að skófla cheerios eða korn- fleksi á diskana, smyrja brauö og reyna að forðast aö urra á annað heimilis- fólk fyrren amsturdagsins er komið i algleyming. Æjá. Hringborðið skrifa: Heimir Páisson — Hraf n Gunnlaugsson — Jón Baldvin Hanni- balsson — Jónas Jónasson — AAagnea J. AAatthlasdóttir — Sigurður A. AAagnússon — Þráinn_aertelsson Hringborðið I dag skrifar AAagnea J. AAatthíasdóttir veitt álfkona hafi skotist inn á heimiliö að mér fjar- staddri og tekið þar til, þvegiðuppog ryksugað: að það séu stundum önnur og skemmtilegri bréf með póstinum en reikningar: að stundum boði dyra- bjallan ekki organdi böm eða allt krakkastóð hverf- isins til að rústa Ibúðina, heldur standi fyrir utan sendill frá blomaverslun meö nafnlausan rósavönd: að einhvern morguninn vakni maöur útsofinn (eða sama sem) við kaffi og ný- bökuð rúnnstykki i rúmið: að ókunnur aðdáandi sendi manni mánaöargjafakort i þvottahús — og þaðanaf fjarstæðukenndri draum- ar. En góðu álfkonurnar halda sig einlægt i ævintýr- unum og aðdáendurnir eru ekki á hverju strái. Það er þá vist ekki annað aö gera en andvarpa þungt, slökkva morgunbitur á vekjaraklukkunni og þveröfug áhrif.) Ég er á þvi, að innan tiðar yrðu þetta með öflugri samtök- um hérlendis. Það vantar bara framtakssama aðila að hrinda þessu i fram- kvæmd — og ekki reikna með mér, ég kem aldrei neinu i verk. Ég fór ekki einu sinni með auglýsing- una sem ég samdi hér um árið og varð kveikjan aö þessari hugmynd: Aödáandi óskast! Vanrækt og vinnuþrælk- uð einstæð móöir óskar eftir aðdáanda. Vinnutimi og laun eftir samkomulagi. Fullum trúnaði heitið. Uppl. I si'ma...” H linsvegarsýnist mér, að það megi ágætlega bæta úrþessu. Þvi'er ekki hægt að koma upp einhverjum samtökum þar sem fólk skráir sig, greiðir ef til vill félagsgjald eða þess háttar og fær i' staðinn það sem það mest vanhagar um, hvort sem það er skefja- laus aðdáun eða óvænt góð- verk. Þaö mætti jafnvel haga þvi á þann veg, að góðverk komi i stað góð- verks, aðdáun i stað aödá- unar — að við og við fari menn á stúfana, laumist inni ibúð annars félags- manns og þvoi þar upp eða arki i miðbæinn og sendi blóm. (Konfekt gæti svo- sem verið ágætt lfka, en ekki þangað sem viðtak- andi er viðkvæmur fyrir holdafari sinu (og hver er þaö ekki á þessum siðustu og verstu?), þvi þá mætti skilja það sem háð og hefði H |ugsið ykkur hvilikur lúxus þetta væri! Tökum dæmi: Guðrún vaknar á köldum vetrarmorgni, rauðeygð, illa sofinog með höfuðverk. Henni finnst ekki vera þaö beini' likam- anum, sem hún ekki finnur fyrir og það óþyrmilega. Það lekur úr nefinu á henni. Hún staulast framúr og fóðrar börnin, sem velja einmitt þennan morgun til móðursýkiskasta og slags- mála, hafa týnt skólabók- unum, vilja ekki súrmjólk og lýsa yfir viðbjóði á tropicana, sem þau drekka þó þegjandi og hljóöalaust aðra daga vikunnar. Guð- rún kemur þeim þó loks af stað í skólann með miklum harmkvælum, hringir i vinnuna og tilkynnir veik- indi og situr svo klukku- tima við si'mann að reyna að ná i' heimilislækninn, sem alltaf er á tali. Loks hefst það, hann segir að þetta sé að ganga og engin lyf að fá, skipar henni að éta magnyl og hvila sig en býðst ekki til að koma og annast börn og bú á meðan. Guðrún skriður isköld i rúmið, skelfur þar sér til hita nokkra stund og græt- ur sig loks i svefn, aum, veik og vonlaus. — Hún vaknar við að „álfkonan” (i þessu tilfelli) er mætt, búin að þrifa eftir morgun- verðinn og skreppa i rikið eftir rommflösku, sem hún notar til að gera romm- tóddý. Svo er hún þarna frameftir degi, breiðir oná Guðrúnu, ber henni toddý og sussar á bömin þegar þau koma heim úr skólan- um. — Reyniði bara að segja Guðrúnu, að þessi á- gætifélagsskapursé fárán- legur! Eða Jóna. Hún er ein af þessum manneskjum, sem halda að peningavit sé til að hafa oná brauð og fjár- hagurinn hjá henni riðar á barmi gjaldþrots um hver mánaðamót. Skyldi henni ekki finnast það notalegt, að finna einu sinni hressi- lega hvatningarkveðju eða laglegt kort i póstkassan- um sinum innanum alla reikningana? Ég efastekki um það. Eða ég þá, svo við ger- umst nú persónuleg. Ætli mér þætti það ekki munur, ef einhver bankaði uppá hjá mér að kvöldi dags þegar ég brýt heilann kóf- sveitt um hvað ég eigi að skrifa um i Hringborðið og færði mér — ja, ef ekki grein, þá að minnsta kosti hugmyndir að slikri og minnispunkta. Þið rétt ráð- ið, hvort þið trúið að mér þætti það ekki...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.