Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 9
helgarpósturinn Föstudag ur 16. október 1981 STIKLAÐ í JÓLABÓKAFLÓÐINU Mál er að mæla — Helgarpósturinn birtir kafla úr nýrri smásögu eftir Þórarin Eldjárn úr smásagnasafninu ,Ofsögum sagt' Jórunn gamla var fræðasjóður og rétt einu sinni enn sat Þórður hjá henni og hlustaði. Það komu kvæði þulur gátur sögur og ævintýri. Undirleikurinn aJltaf sá sami: Tifið i prjónunum, háttbundið, markvisst. Kennarinn hafði sagt þeim að hUn hefði varðveitt þetta allt saman i „munnlegri geymd". Það var þá allavega meira en henni hafði tekist með tennurnar. Sögurnar voru yfirleitt góðar. En stund- um var einsog hún færi útaf strikinu og'. þa byrjaði hUn að tala um vinnubrögð og verklag i æsku sinni. Þá þurftu börnin að vinna allan sólarhringinn. Fjósið var mokað með einni skóflu, ef ekki með ber- um lúkunum og ekki einu sinni flór. Lifið var strit kvef bleyta hungur og þakklæti. En það undarlegasta var að það var eins- og hún saknaði þrældómsins fyrir hönd „æskunnar nU á dögum" sem missti alveg af bessum „holla reynsluskóla". Það var skrýtið. Og reyndar var hún oft leiðinleg kerl- ingin. Einsog til dæmis þegar hún trylltist útaf þvi að hann hafði notað kindarkjálka sem byssu og farið i kábojleik i staðinn fyrir að leika fráfærur eða hvað það hét. Liklega varð samt að fyrirgefa þetta. HUn var náttúrlega orðin eldgömul. Hann hugsaðioftum það.allar sögurnar gáturn- ar og þulurnar ættu eftir að deyja með Jórunni gömlu. HUn var ábyggilega hundrað ára eða meira og var alltaf að tala um hvað hún ætti stutt eftir. Þess- vegna hafði hann reynt strax á jóladag að taka hana uppá segulbandið sem hann hafði fengið að sunnan frá pabba sinum. En það vildi hún ekki: — Uss, þetta er bölvaður hégómi. Eg vil ekki hafa að þú sért að láta þetta skripi apa eftir hrygluna i mér. Og hann varð að lofa að hafa tækið ekki i gangi, annars yrðu engar sögur. Nú sat hann og hlustaði agndofa á sög- una um djáknann á Myrka. Sagan var ó- geðsleg og hann þrýsti segulbandstækinu fastar að sér. Þetta var i byrjun janúar og bandið átti enn hug hans allan þó það væri frá pabba hans sem hann þekkti eiginlega ekki neitt. Hann vissi bara að hann hét Jón Sumarliðason og var einhverskonar rikur kall fyrir sunnan sem kom i heim- sókn einu sinni á hverju sumri með kerl- ingu oglitla montna krakka i bfl. Þessar f erðir hlutu að vera erfiðar fyrir hann þvi hann þurfti greinilega að fá sér nýjan bíl i hvert einasta skipti. Kerlingin kom aldrei UtUr bilnum og krakkarnir ull- uðu gegnum rúðuna. Honum fannst skrýt- ið að hugsa til þess að þetta ættu að heita systkini hans. Athöfnin endaði alltaf á þvi sama: Pabbi hans sagði jæja vinur og dró upp veskið sitt. Siðan hvarf hann i rykmekki eftir veginum með kerlinguna og krakk- ana. Hinum börnunum á bænum þótti þetta skrftið og voru alltaf að spyrja. Disa dótt- ir bóndans spurði mest: Kallaði hann kerlinguna hans lika mömmu? — Ertu vitlaus, heldurðu að það sé hægt að eiga tvær mömmur? — Já, fyrst ein mamma getur átt tvö börn. En hvað kallarðu pabba þinn? Þeg- ar þú talar við hann meina ég. — Ég kalla hann ekki neitt. — En hvernig ferðu þá að ef þU vilt segja eitthvað víð hann? Segirðu pabbi eða segirðu Jón? — Ég segi bara heyrðu. Jórunn gamla kom djáknanum i gröfina og lét Guðrúnu dingla einsog óða mann- eskju i kirkjuklukkunum. Siðan fitjaði hún uppá nýrri sögu og nýjum vettlingi. Hún fór að tala um að nú væri þrettándinn framundan. — Þú veist náttúrlega að á þrettánda- nótt fá kýrnar mannamál. Sumir segja á jólanótt og enn aörir á nýársnótt, en ég hef það fyrir satt að það sé á þrettanda- nótt. — Hvernig veistu það? Hefurðu heyrt i þeim? — Nei guð sé oss næstur, það hef ég ekki gert. Annars sæti ég vist varla hér og væri að rabba við þig. Þeir eru fáir sem hafa reynt að hlera tal þeirra og enginn hefur svosem verið til frásagnar um það eftirá, þvi sá sem hlustar á kýrnar tala á þrettándanótt hann ærist. Til er saga af manni sem þóttist ekki hræðast hindurvitni og lá i fjósi á _ þrettandanótt. Það fór náttUrlega einsog til var stofnað, hann ærðist gjörsamlega manngreyið og gat ekki á sér heilum tekið alla ævi siðan. —Veit þá enginn hvað þær sögðu við hann svona hræðilegt? — Hann gat skýrt frá þvi hvernig kýrn- ar höfðu hafið mál sitt. Sú fyrsta haföi byrjað á slaginu tólf: „Mál er að mæla", og önnur svaraði strax: „Maður er i fjósi". „Hann skulum vér æra", segir þá sú þriðja. Og loks gellur við i þeirri fjórðu: „Aður en kemur ljósið". Frá þessu gat veslings maðurinn sagt daginn eftir, en ekki fleiru þvi kýrnar voru búnar að æra hann svona gjórsamlega. Oft er gott sem ganilir kveða og enginn skyldi ögra forlögunum með fifldirfsku af þessu tagi. En drengurinn Þórður heyrði varla þessi siðustu orð gömlu konunnar. Hann hafði fengið hugmynd. Þetta var áþreif- anleg hugmynd og hafði komið yfir hann svo snöggt og greinilega að honum fannst næstumþvi einsog hann sæi nýkviknaða ljósaperusvifa i loftinu fyrir ofan höfuðið á sér einsog i andrésblöounum: SEGUL- BANDID. Ef honum tækist nú að ná belj- unum á bandið! Hann gæti orðið frægur og komist i útvarpið og sjónvarpið! Ef þetta var þá ekki allt saman lygi einsogsvomargtsem Jórunn gamla hafði sagt honum. Hann ákvað samt að reyna. Fáum dögum siðar kom þrettándinn. Þórður var bUinn að gera þaulhugsað plan og var fastákveðinn i að láta tfl skarar skríða. Hann var með nitiu minUtna snældu og ætlaði að taka ofani lögin öðru megin. Þar voru hvort sem er bara Ur sér ,,Mikil áhætta að skrifa" segir Þórarinn Eldjárn Þórarinn Eldjárn er einn þeirra ungu höfunda sem nú skrifa á Islandi, sem stöðugt virðist geta 'stækkað sinn „skala" og nú, þegar hann lætur frá sér fara smásagnasafn, verður manni á að hugsa til þess, hvers maður get- ur7 vænst af Þórarni I framtlðinni. Helgarpósturinn birtir i dag kafla Ur smásögu i hinu nýja smásagnasafni Þórarins, „Ofsögum sagt". Við spurðum Þór- arin af þvi tilefni, hvort sögurnar sem eru tiu tals- ins, væru á einhvern hátt samstæðar, hvort gegn- um þær gengi einhver rauður þráður? „Nei. Enginn rauður þráður — þær eiga það eitt sameiginlegt, að ég hef skrifað þær allar." Þórarinn sagði, að smásögurnar hefðu orðið til á nokkuð löngum tima; sumar eru nokkurra ára, en aðrar nýlegar. Þær eru ekkert sérlega sundur- leitar, en ég vil taka fram, að mér hefur virst menn vera hræddir við að gefa Ut smásögur, nema þá á einhvern hátt sam- tengdar. Þessar eru það ekki". Nií hefur þú spreytt þig á ýmsum sviðum skáldskapar, ort ljóð, skrifað leiktexta og fleira. Er kannski von á skáldsögu bráðum? „Ég veit nU ekkert um það. En ég hef alltaf skrifað prósa meðfram þvi að yrkja ljóð og ég held þvi örugglega áfram". Bókin blifur Fyrsta bók Þórarins kom út 1974, ljóðabók sem heitir þvi yfirlætislausa nafni „Kvæði". SU bók kom reyndar Ut einum fjórum sinnum og þótti sanna, að Islendingar væru ekki hættir að lesa ljóð. 1978 komu svo Ut „Disneyrimur" Þórarins, sem einnig voru endurUt- gefnar og svo „Erindi" arið 1979. Auk ljóðanna höfum við svo kynnst Þórarni gegnum reviur sem hann hefur samið I félagi við aðra. Þú ert að verða mjög alhliða höfundur, Þórar- inn. „Já, það er greinilegt. Maður verður að taka all- an skalann fyrir — annars sér maður hvað setur i þeim efnum'. Er höfundarstarfið svipað þvi og þú gerðir þér i hugarlund I fyrstu byrjun? „Það fer nú eftir þvi hvað maður kallar byrj- un. Þetta er nú kannski frábrugðið þeim hug- myndum sem maður hafði barn. Þá reiknaði maður með glæsileik og prjáli. Þá hélt maður lika, að það eitt að koma saman bók, sýndi að maður væri höfundur. En þótt glæsibragurinn sé kannski ekki eins og mað- ur hélt, þá er þetta mjög skemmtilegt starf. Það eru mörg forréttindi sem fylgja þvi, en um leið tek- ur maður gifurlega áhættu". Hvað finnst þér um skáldskap islenskra höf- unda núna? „Hann er kannski ekki alveg nógu fjölskrUðugur, en á það verður að lita, að það er mjög erfitt að halda úti lifvænlegum bókmenntum i svona litlu samfélagi. Einkum þegar til þess er litið, að stuðn- ingur við bókmenntir er mjög Htill. Reyndar er allur stuðningur vand- meðfarinn og getur reynst tvibentur. En það er talsvert af efnilegum höfundum á kreiki — menn sem ég reikna með að eigi eftir að gera góða hluti". Þú reiknar með að fólk haldi áfram að lesá? „Ég hef trU á þvi. Bókin lifir þrátt fyrir aukna tækni og uppgang fjöl- miðla. Bókin heldur áfram að vera til — hitt bætist bara við. Börn Tiætta ekki að anda, þótt þau læri að ganga". „Lagerinn og allt" Sögukaflinn sem Helg- arpósturinn birtir Ur hinu nýja safni Þórarins, er- framan úr sögu sem heit- ir „Lagerinnog allt". Við báðum Þórarin að skýra ögn frá sögunni: „Þarna er á ferðinni si- gilt þema, þ.e. unglingur að byrja að móta með sér einhverja uppreisn. Sag- an er látin gerast á kreppuárunum fyrir seinna strið. Og hUn er látin gerast i Verslunar- skóla íslands. Umhverf- inu stal ég reyndar ur gömlu skólablaði sem á fjörur minar rak — þetta hefði vist getað verið hvaða skóli sem var...." — GG Þórarinn Eldjárn gengin dægurlög sem hann hafði tekið upp eftir grammófóninum á bænum. Fjörtiu og fimm minUtur yrðu að nægja. Hann hafði hugsað sérhvern þráð á enda og komist að þeirri niðurstöðu að ef þetta væri yfirleitt satt hjá Jórunni að kýrnar töluðu, þá væru miklar likur á að það væri lika satt að maður gæti ærst af þvi að hlusta á þær. Þetta hafði valdið honum nokkrum ahyggjum og um skeið var hann helst á þvi að sleppa þessu bara alveg. En svo fann hann örugga aðferð: Hann ætlaöi að hlaupa inni fjósiö með græjurnar rétt fyrirtólf á miðnætti. Siðan mundi hann skella tækinu niður i innsta básinn sem var auður, setja það i gang og hlaupa svo Ut aftur. Svo gæti hann vitjað um bandið aftur snemma morguninn eft- ir, áður en farið væri i fjósið. Með þessu móti þyrfti hann ekkí að vera i neinní'. hættu með að ærast. Að visu myndu batt- eriin sennilega klárast, en einhverju varð hann að fórna. Um kvöldið fór fullorðna fólkið að tygja sig af stað á þrettándagleði i samkomu- hUsinu. Aðeins gamalmenni og börn urðu eftir heima á bænum. Þau sátu og horfðu á sjónvarpið fram að háttatima. Aðstæður gátu varla verið betri. Þórður svaf einn inni hjá mömmu sinni, og nU var hUn ekki heima. Hann lagöist uppi i öllum fötunum, breiddi vel yfir sig svo ekkert sæist og beið. Segulbandið stóð á náttborðinu. Allt var klárt, spólan komin I og batteriin glæný Hljóðnemann geymdi hann i vasanum. Hann vissi að Jórunn mundi koma að bjóða honum góða nótt. Þegar hUn kom inn straukhUn yfir vangann á honum. Slð- an hagræddi hUn sænginni svo vandlega að hann varð dauðhræddur um að hUn sæi að hann var i fötunum. Loks minnsti hUn hann á að biðja bænirnar sinar einsog hUn vissi ekki mætavel að hann væri hættur þvi fyrir lö'ngu, Allt fór þetta vel og hún lók ekki eftir neinu grunsamlegu, spurði ekkert hvað hann hefði gert við fótin sin einu sinni. Var hUn farin að kalka? HUn slökkti ljósið i loftinu og fór, en hann kveikti strax á vasaljósinu sinu og lýsti uppi augun á sér til að sofna ekki. Hann leit á klukkuna öðruhvoru. Hægt og hægt silaðist timinn áfram. Vlsarnir mjökuðust. Það var alltaf jafn- skrýtið þetta með visana, maður sa þá ekki hreyfast, en sá samt alltaf eftirá að þeir höfðu hreyfst. Það var aldrei hægt aö standa þá að verki, samt unnu þeir öll sin verk. Nema náttUrlega ef maður gleymdi að trekkja. Þegar klukkuna vantaði tiu minútur i tólf steig hann varlega framUr og læddist Utá gólfið. Hann tók segulbandstækið af borðinu. Hann opnaði dyrnar varlega og hlustaði framá ganginn. Allt var hljótt. Hann læddist Uti forstofuna, fann úlpuna sina i myrkrinu, skellti henni yfir sig, smeygði sér i stigvélin, laumaðist Ut og hljóp i átt að fjósinu gegnum myrkrið. Það var dimmt i fjósinu, en allt virtist með kyrrum kjörum og ekki sjáanlegt að neitt sérstakt stæði til. Flestar kýrnar lágu á basunum. Sumar sváfu, aðrar jórtruðu og horfðu þunglyndislega Uti loft ið. Þær virtust varla taka eftir honum. Eitt andartak sló hann þessi hugsun: — Asni að láta kerlinguna gabba sig. En hann hélt samt áfram og stikaði eftir stéttinni. Hann var dálitið hræddur og varð að ímynda sér að hann væri vél- menni. Hann gekk rakleitt að auða básn- um og lagði tækið varlega niður. Hann leit á klukkuna. Nú vantaði hana bara tvær minútur i. Hann þreifaði eftir hljóðnem- anum i vasanum, rakti snUruna sundur og stakk i samband á tækinu. Hann var enn hræddur og mátti engan tima missa og fumaði við þetta verk. Loks tókst honum þó að tengja. Hann ýtti I snatri niður tökk- unum tveimur, start og upptóku, en rauk siðan á fætur og hljóp af stað til baka eftir stéttinni i átt að mjólkurhUsinu og Utidyr- unum. Hann var næstum kominn að mjólkur- hUsdyrunum þegar hann heyrði nafnið sitt hvislað. Hann hrökk i ku't, en stansáði samt og leit við. Aftur var hvislað. Hann trUöi varla sinum eigin eyrum. Það var Skjalda, kýrin hans. Þetta var þá satt. NU lá honum enn meir á að komast burt, en Skjalda hélt áfram að hvisla og var svo vingjarnleg að óttinn þvarr. — Blessaður góði vertu ekki að rjUka burt. Fáðu þér frekar sæti og hlýddu á umræðurnar. Það er tómur áróður að nokkur ærist af þvi að heyra i okkur. ÞU þarft ekkert að óttast. Þórður var á báðum áttum. Gat hann treyst þessu? Var þetta ekkibara kænsku bragð til að lokka hann inn svo þær gætu ært hann? Nei, það gat ekki verið. Ekki Skjalda. Skjalda var ekki svoleiðis. HUn var besta kýrin i fjósinu. Það gat ekki verið að hUn færi að svikja hann i tryggð- um. Hann sneri hægt við og settist á skemilinn sem stóð á stéttinni. Skjöldu varð hann að treysta.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.