Helgarpósturinn - 16.10.1981, Side 14

Helgarpósturinn - 16.10.1981, Side 14
14 Hún heitir Geröur Pálmadóttir, dökk- hærö stúlka sem litur út fyrir aö vera liö- lega tvltug, „en er I raun miklu eldri”, segir hún sjálf.og þegar hún gengur gegn- um miöbæinn á leiö til vinnu sinnar á Vesturgötunni, tefst feröin gjarna, þvl aö Geröur þarf aö heilsa mörgum. Blaöamaöur sagöist hafa heyrt, aö hún væri fræg I viöskiptallfinu i fyrir aö kaupa gamalt drasl I útlöndum og selja hér heima á uppsprengdu veröi. „Þaö er alveg satt”, sagöi hún, „auövitaö kemur sú staöa oft upp, aö maöur kaupir stóran lager af fötum ódýrt og veröur slöan aö selja rokdýrt. I þessum bransa tek ég áhættu ekki slöur en kúnninn”. Hún setti „Flóha” á stofn fyrir um tveim- ur árum. Fyrirtækiö gengur vel. Gróöi? spuröum viö, þvl aö á okkar dögum skiptir þaö svo miklu aö menn græöi, er ekki svo? „Veistu þaö — ég veit þaö ekki — en ég á alltaf erfitt meö mlnusinn um mánaöamót. Þetta er endalaus vinna og hlaup”. Og hún fer aö lýsa venjulegum starfsdegi, situr I sófahorninu heima hjá sér, dreypir á tei („guö ég drekk alltof mikiö af þessu”)og látbragö hennar er þversögn viö þaö llf sem hún lýsir: Lif verslunareigandans og/eöa framkvæmdastjórans sem veröur aö gera flesta hluti sjálf og er á þönum frá morgni til kvölds. Hún er aö byggja upp fyrirtæki, innrétta gamalt hús sem hún keypti I vor, undirbúa stofnun nýrrar „Flóarbúöar” ásamt „Heimilislegustu kaffistofu I bænum” (,,... væri þaö ekki æöislegt nafn bara...?”). Hún hefur nóg aö gera. HúsmóOir í aukasiaríi „Eiginlega átti þessi verslunarrekstur minn bara aö vera aukastarf”, segir hún, ,,þvi aö ég vil helst vera húsmóöir og móöir”. Hún á tvö börn, tólf ára dreng og tlu ára stúlku.og bæöi eru á leiöinni I sund, eru aö sinna heimalærdómnum og fá sér matarbita — viröast hafa erft eiginleika móöur sinnar — aö geta haft marga hluti I kollinum i einu. Hvaö er þaö sem rekur unga húsmóöur út i viöskipti sem vafasamt er aö borgi sig og geta farið á hvorn veginn sem er? „Mér fannst ég veröa aö gera eitthvaö til aö hressa upp á þennan bæ. Þegar ég kom heim frá útlöndum fékk ég næstum I mag- ann af leiðindum I hvert skipti, fannst allt svo grátt, lokaö, neikvætt og langaöi til aö flytja úr landi. En svo komst ég aö þeirri niöurstööu, aö þaö sem ég þyrfti aö gera, ætti ég aö gera hér heima. Þaö þýöir ekki aö einbllna á útlönd. Þannig má maður ekki hugsa. Þaö er hér sem viö búum. Þaö er I þessu umhverfi sem llfið á aö veröa skemmtilegt.” Ertu komin með risafyrirtæki? „Nei, en þaö er einhvern veginn þannig, aö hugmynd fæöir af sér hugmynd. Mig hefur lengi langaö til aö hér væri vinalegt, heimilislegt kaffihús þar sem fólk getur hist og unað sér. Samkvæmislifiö i Reykja- vik verður aö veröa fjölbreyttara. Ég er búin aö finna gott húsnæöi viö Laugaveginn og biö eftir aö fá leyfi”. Hvenær opnar svo „draumakaffiö”? „Heimilislegasta kaffistofa I bænum” gæti fariö I gang eftir tvær eöa þrjár vikur. Húsnæöiö er til — reyndar gamalt hús og lágt undir loft. Hæstu menn komast kannski ekki inn þarna. Ég held aö lofthæöin sé tveir og tlu. Reyndar standast mlnar áætl- anir aldrei. Tlminn æöir áfram. Þaö er I svo mörgu aö snúast. Mérfinnst alltaf vera nótt eöa helgi”. Gðmðll drðsl ð okurveröi Þú auglýstir einhvern tlma, aö „Flóin” seldi gamalt drasl á okurveröi — er þaö reyndin? „Kannski. En nafniö kom nú til af þvl, aö einhver hringdi I 03 til aö fá símann hjá okkur. Stúlkurnar hjá upplýsingum könn- uöust ekki viö „Flóna”, en svo mundi ein- hver þeirra, aö um væri aö ræöa „þessa búö i Hafnarstrætinu sem selur gamalt drasl á okurverði”. Mér fannst þaö flott. Reyndar segir þetta sitt um þessa fordóma, sem maöur er aö basla á móti. Ég hef orðið vör viö þaö, aö fólk kemur aö búöardyrunum, en þorir ekki inn; þvl finnst aö þessi nýja/- gamla búö sé eitthvaö dularfull”. FjársjöOurinn Geröur er Reykvlkingur. Hún gekk I Laugarnesskólann og var I Vestmanna- eyjum á sumrin og slöan lá leiöin I Versl- unarskólann og seinna I Handlöa- og mynd- listarskólann. „Einhver kann kannski aö halda, aö nám 1 myndlist komi verslunarrekstri lltiö viö — aö listanám geti ekki talist aröbært — en þaö er hugsunarháttur sem ég flokka meö Föstudagur 16. október 1981 Jie/garpústurínn ____he/garpósturinn. Föstudagur 16. október 1981 þessum fordömum, sem maöur berst viö hér. Ég veit hins vegar, aö ég mun alla tlö búa aö myndlistarnámi mlnu. Kynni min af myndlistinni geröu aö verkum, aö mér kemur aldrei til meö aö leiöast. Myndlistin opnaöi mér leiö aö einhverjum lifskjarna, sem er ómetanlegur. Allt listanám er mikils viröiog gagnlegt. Fjársjóöur. Mér finnst ég fá mikiö út úr llfinu”. Þaö er ljóst, aö myndlistin myndar ein- hvers konar umgjörö um Geröi. Hún veiur húsgögn sin af kostgæfni, sérkennilegar myndir á veggi og húsiö sem hún býr I I •kjarna Reykjavíkur, er smám saman aö veröa eins og úr frönsku málverki frá siöustu öld. Frumshógurinn „Mér mun aldrei leiöast — en þaö er vist, aö hér I þessu samfélagi okkar er margt gert til aö gera fólki lifiö öfugsnúiö og dýrt. Eftir aö hafa staöiö I húsakaupum, eftir að hafa komiö á fót verslun — bara þaö aö kaupa eöa selja bfl, hefur I för meö sér langa og erfiöa ferö inn i myrkviöi skrif- stofukerfisins, vottoröabákniö og stirö- busaleg framkoma möppudýra, er mörg- um hreinlega ofviöa. Þægileg framkoma kemur manni á óvart og maöur veltir þvl fyrir sér, hvernig þessar indælu mann- eskjur koma sér aö þvi aö senda manni svona andstyggileg bréf. DyrðVðróðrKomplex Hér virðast menn fremur velta þvi fyrir sér, hvernig þeir geti lagt stein I götu náungans, heldur en aö menn vilji veita þjónustu. Dyravaröarkomplexinn birtist I ótal atriöum, stórum og smáum. Maöur er sendur iánga og eríiða ieiö eftir litiu. Þaö er fariö geysilega illa meö tlma fólks. Póst- urinn er svo aö segja óvirkur. Opinberar stofnanir veita enga þjónustu — senda ekki papplra i pósti. Og þótt þær geröu þaö, þá er ekki gott aö segja hvort að þvi væri hag- ræöi, þvi yfirleitt er svo langt i næstu póst- afgreiðslu. Ef maður þarf aö rjúka I eitt- hvert erindi aö kvöldi — sem er reyndar flest kvöld I minu tilfelli — er maöur illa lens, ef ekki er bensin á bilnum. Þeir loka klukkan tuttugu þrjátlu — selja ekki einu sinni þetta bensln, sem er dýrast I heimi. Ég var aö tala um myndlistarnámiö. Þaö merkilega meö íslendinga finnst mér vera, þessa gáfuöu og listrænu þjóö, aö menn- ingunni, listinni I landinu, er haldiö I fjár- svelti. Stjórnvöld einblína á hin hversdags- legu framkvæmdamál, en hunsa alveg aö sinna sjálfu lifsgildinu. Fólkinu veröur aö liöa vel I landinu. Llfsgleöin, starfsgleöin, hamingjan, kemur aö innan...” Og Geröur er allt I einu farin aö iöa og blaöamaöur nær ekki nema ööru hverju oröi — „Kristur sko — viö búum á soddan gullmola — meö allt þetta heita vatn sko... ef þaö væri nýtt... ég meina ekki orku eöa þannig ... sko þá væru Reykvikingar á grænni grein fjárhagslega. Pottþétt. Dæmi? Til dæmis hitalækurinn ... Paradls! Hrikalegur rekstur sundlauganna ... sama... bara sko vá!... þetta er óendanlegt »» Hún róast I bili, fær sér sæti aftur, svar- ar simanum, slengir tólinu á og heldur allt i einu áfram: „... mér finnst Islendingar vera afskaplega skemmtilegt fólk. Þeir eru opnir, lifandi og duglegir. En þaö er veriö aö ofgera fólki hér meö vinnu. Þaö er tvöhundruö prósent nýting á hverjum manni — þetta er ekki hægt.” Ltfsgildiö? — Ert þú aö velta þvi fyrir. þér, þegar þú ákveður aö stofna nýja Flóar- búö og opna kaffihús? íslendlngðr purfð ehkí spðrilöl „Vissulega. Maöur veröur aö gera eitt- hvaö. Og þegar maöur finnur, aö fólk er fariö aö leita'aö einhverju ööru en botn- lausri eftirvinnu,þá fyllist maöur bjartsýni. Finnst þér Reykjavík ekki hafa skipt um svip siöustu árin. Otimarkaöurinn. 011 veit- ingahúsin. Þessi þróun segir heilmikiö um hvaö fólkiö er aö hugsa og til hvers þaö! langar”. Þú sagöir aö hugmynd fæddi af sér hug- mynd. Hvaö helduröu aö þú gerir svo, þegar þinar búöir og „Heimilislegasta kaffihús I bænum” veröur komiö á legg? „Hvernig væri aö setja á fót stórt, stórt kaffihús undir gleri? I New York situr fólk bak viö gler á gangstéttunum um hávetur. Viö erum svo skemmtileg aö viö þurfum aö umgangast meira. Þaö er t.d. oft mjög gaman I búðinni. Hér veröur oft þræl- skemmtileg stemmning. Þegar ég kem heim frá útlöndum, þá finnst mér ég ofthafa verið i afslöppun. Þar rennur allt eftir föstu og tryggu spori. Þegar heim kemur finnst manni allt vera brjálaö. Kannski datt mér þetta meö „Flóna” ihug, vegna þessa vinnubrjálæöis hér. Þaö þarf nefnilega enginn Islendingur spariföt. Hér eru allir annaö hvort I vinnu- fötum eöa náttfötum. Hér gildir svo sannarlega máltækiö, aö ekki megi láta verk úr hendi falla. Fólk hefur ekki tíma til neins. Þaö hefur ekki einu sinni tima til aö vera meö börn- unum slnum”. MiKió verK ðO Kðupð inn Geröur fer vlöa um lönd til aö kaupa flikur til aö selja siöan I „Flónni”. „Maöur veröur aö olnboga sig gegnum stóra lagera af alls konar dóti áöur en maöur finnur eitthvaö, sem maöur telur sig kannski geta notaö.” Hvaðan koma þessi föt? „Alls staðar aö. Þetta er bæöi nýtt og notaö. Og þaö er rétt aö taka þaö fram, aö allur fatnaöur sem fluttur er til landsins, er sótthreinsaöur og þveginn.” Engin innlend framleiösla? „Jú, ég er llka meö innlend föt. Þau eru bæöi föt sem eru saumuö hér og svo gömul föt, notuö, sem ég fæ hér”. Hvers konar föt? Þaö er allt mögulegt. Pelsar til dæmis, skór, blússur af ýmsu tagi og margt fleira”. Ertu kannski meö saumastofu llka? „Nei, ég á saumavél”. Fyrrverðndí sveilðrsljórðfrú Geröur hefur greinilega sjálf fengiö sln föt I eigin verslun. Hún er klædd grænum, viöum hermannabuxum og einhverri blússu, sem blaöamaöur kann naumast aö lýsa, svart og rautt hálsmen úr stórum steinum eöa perlum og þegar hún svo skeiðar meöfram Arnarhólnum I áttina gegnum miöbæinn, geislar af henni sam- bland af dugnaöi og lífsgleöi og viö spyrj- um hvort athafnakonan þjáist ekki af| streitu? . j „Ég er íslendingur. Ætli streitan teljisti ekki bara normal ástand hér. Svona eins og þegar Islendingar sjúga upp I nefiö og snýta sér meö handarbakinu I leiöinni. — Nei sko ég hef alltaf haft miklu meira en nóg aö gera. Lika áöur en ég fór i þennan búöar- bransa. Ég var skrifstofustjóri hjá „Plastos”, og áöur haföi ég unniö viö aö selja Þjóöverjum hesta. Þaö var nú meira svindliö. Maöur bjó til nafn og ættartölu á bikkjurnar og seldi þetta út sem ættgöfuga gæöinga. Eftir að ég var á þessum skrif- stofum, fór ég I Handiöa- og myndlistar- skólann. Svo bjó ég þrjú ár á Súgandafirði fyrir vestan. Þaö var stórkostlegur tími. Maöurinn minn var sveitarstjóri þarna”. Hvernig likaöi þér aö vera sveitarstjóra- frú? „Þaö var llka skemmtilegt. En ég reikna nú meö aö einhverjum hafi ég ekki þótt henta I hlutverkið. Þaö komu stundum flnir menn aö sunnan, einhverjir embættismenn. Og þegar ég kom til dyra, þá spuröu þeir eftir pabba mínum, sveitarstjóranúm. En árin á Súganda — þau voru mjög góöur tlmi. Eiginlega finnst mér, aö maöur veröi ekki fullgildur íslendingur fyrr en maöur hefur búiö einhvern tlma úti á landi. Þessi þorp eru eins og lítil eftirliking af þessu Reykjavikursamfélagi. Þar eru sömu sam- félagsgallarnir og hér, en þeir veröa bara fyrirferöarmeiri sökum fámennisins. Fólk talar kannski á bak, naggar og nauöar og er ekki hreinskilið. En þegar eitthvaö merki- legt er á seyöi, eöa eitthvaö bjátar á, þá standa allir saman. HjónðDðndiO æiii ðö Dðnnðsi Hún kemur aftur og aftur aö llfsfylling- unni. Hún segir aö ráöamenn skilji vlst ekki þaö orö, sem meöal annars lýsi sér I þvl, aö menningarmálin, listaskólarnir og fleira af þeim kanti samfélagsins sé fjársvelt. Og aö misskilningurinn felist I þvi, aö menn greini sundur „arösöm fyrirtæki” og menn- inguna. „Þóttþaösé ekki hægt aö telja pen- inga upp úr kassa á kvöldin, þá skilar lista- námiö sér seinna — hugmyndir geta til dæmis oröiö aö beinhörðum peningum — eöa hvaö? Ég vildi aö þaö væri hægt aö sameina þetta tvennt —■ arösemina og llfs- fyllinguna”. En þln> eigin llfsfylling? spyrjum viö lúmskir — nú varst þú sveitarstjórafrú á Súganda — kom þin llfsfylling kannski ekki fyrr en eftir aö þú skildir? „Ég var gift I tlu ár. Ég lít á hjónaband mitt sem merka reynslu. Nú er hún að baki. Ég hef veriö einstæð móöir I þr jú ár og kann þvi vel. Ég var mjög ung þegar ég gifti mig (kannski óhætt aö skýra frá þvl aö Geröur er fædd 1948), og satt best að segja finnst mér stundum, aö hjónabandiö ætti aö bann- ast. Aö minnsta kosti unglingahjónabönd. Fólk veröur aö hafa tima til aö kynnast sjálfu sér áöur en þaö lofar aö ganga gegn- um tilveruna meö öörum. Þetta er svo mikil ábyrgö....” LeíKsýníny Þegar hún birtist á verslunargólfinu, þar sem hlaöar af „gamla draslinu” eru I hillum og hangandi á heröatrjám, er eins og leiksýning fari af staö. Margir viöskipta- vinanna, sem fyrir eru i búöinni og önnum kafnir viö aö máta föt, viröast jafnframt tilheyra kunningjahópi Geröar og áöur en hún veit af, er hún farin aö hjálpa fólki viö að finna þaö sem hentar. Þeir sem ekkert finna, fara heldur ekki bónleiöir til búöar, þvl hún segir þeim að koma aftur á morg- un, hún skuli leita betur, málinu verði aö bjarga o.s.frv. ByrjðOi ð úlimðrKðOnum „Ég byrjaöi meö þetta á tJtimarkaönum á Lækjartorgi. Þaö var gaman, en svo þegar haustaöi og um veturinn, var svo hryllilega kalt og allt fauk út um allt og maður þurfti aö afþýöa kroppinn I marga klukkutlma á eftir — glataö sko... og svo fékk ég litla ibúö I Hafnarstrætinu. Það var undir súð. Frábært húsnæði, skiptist I nokkuö mörg herbergi og maöur vonaöi aö þetta gæti gengið vel þarna. En fólk rataöi ekki til min... nema náttúrlega kunn- ingjarnir. En þaö er ekki hægt aö lifa á þvl aö selja vinum sinum gamalt drasl og svo allur lagerinn llka... ég færöi mig upp á Vesturgötu. „Ég var svo heppin aö fá þetta húsnæöi á horninu á Grófinni þar sem VBK var áöur. Mér skilst aö fólkiö sem átti VBK hafi gefist upp i frumskógi pappírstigrisdýranna og flutt úr landi. Þaö er satt. „Kerfiö” hér er erfitt viðfangs. En þetta hefur gengiö hér á horninu hjá mér. Og ég vona aö mér takist aö dreifa starfseminni núna, þegar ég opna á Laugaveginum”. Gömul hús Hún virðist hrifin af gömlum húsum. Til- vonandi verslunar- og kaffistofurými á Laugaveginum er I húsi sem sumir myndu ekki kalla annaö en „gamlan bárujárns- kofa”. Og þaö er fariö aö sjá á bárujárninu. Og hún býr I eldgömlu húsi neöst viö Smiöjustig „Þetta getur naumast kallast nema fok- helt”, sagöi hún, „ég verö aö gera þetta gersamlega upp, rlfa allt af veggjum og úr loftum, endurbæta vatnslögn og rafmagnið - allt”. — Þú hlýtur aö hafa grætt — ertu orðin flugrlk aö geta gert upp hús? „Haföu ekki áhyggjur af þvi. Ég varö aö selja bildrusluna eins og hver annar. Og allar endurbætur á húsnæöinu verö ég aö vinna sjálf á löngum tlma, því ég hef ekki frekar en aörir efni á aö kaupa vinnu til þessa. Þaö kemur enginn hér inn nema hann veröi færöur i vinnuföt... þú sleppur vel... En ég vil standa I þessu. Þaö er svo margt sem maður getur gert sjálfur, ef maöur bara hellir sér út I þaö — reynir. Og þaö má ekki láta þessi gömlu hús lenda i niöurnlöslu. Þaö eru mörg stórkostleg I Reykjavik. Og ekki bara húsin — um- hverfiö, allt 1 kringum þau. Viö þurfum aö horfa I kringum okkur, njóta þess sem hér er”. Húmorinn í RíKisúlvðrpinu Hún dregur stigvélaöa fætur undir sig I sófahorninu, og er allt I einu farin aö tala um aö húmorinn skipti mestu I samskiptum fólks. „Hvernig helduröu aö væri aö búa hér”, sagöi hún svo meö breiöu brosi, „ef viö heföum ekki þennan rifandi húmor I Rikis- útvarpinu. Ég meina þaö!” Og svo er hún allt I einu farin aö hlæja, sprettur á fætur og hækkar muldriö sem barst úr horninu og segir aö bráöum lagist þetta.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.