Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 16. október 1981 „Menntamenn frá Rómönsku Ameríku vilja verja kúbönsku byltinguna" — segir rithöfundurinn Gabriel Garcia Marquez Kólumbiski rithöfundurinn Gabriel Garcia Marquez er einn af fáum rithöfundum Kómönsku Ameriku, sem þýddur hefur veriö á íslensku. Marquez hefur iengi verið framarlega í fiokki þeirra maintamanna, sem berjast fyrir þjóðfélagsbreytingum i heims- áífu sinni, og vegna þessa hefur hann orðið að flýja heimaland sitt og býr nd i' Mexikó. í franska blaðinu Le Monde birtist nýlega við hann viðtal vegna fundar, sem skáld og menntamenn Rómönsku Amer- iku héldu með sér á Kúbu, þar sem rædd voru málefni álfunnar. Hann var fyrst spurður, að hvaða gagni þessi fundur i' Havana gæti komið. „Engu. Viö heimsóttum aðeins Kúbu, og okkur tókst aö rífast ekki sem er nokkurt afrek, eink- um þegar höfð er i huga fjöl- breytileg hugmyndafræði þátt- takenda, og jafnvel innan sendi- nefndar Kúbu. A slikum sam- komum er venjulega einhver, sem biður um orðiö á siðustu stundu og eyðileggur allt, sem menn höfðu streitast við að byggja upp i marga daga á und- an. Ég mátti ekki til þess hugsa, að slikt kæmi fyrir nú, og sem betur fer varð ekkert Ur þvi. Það er kraftaverk.” — Hverja telur þú vera ástæð- una fyrir þessum einhug? „1 fyrsta lagi vilji Suöur-Amer- ikana að verja kúbönsku bylting- una. Siðan ósk Kúbumanna að ná sáttum við þá, sem höfðu fjar- lægst þá hin siðari ár. 1 raun sam- einuðust menn þarna á nýjan leik frammi fyrir raunverulegri hættu. Það var Reagan, sem átti heiðurinn að þvi.” — Hvernig þá? „Reagan getur ekki sætt sig við þá hugmynd, að sú barátta, sem á sér nú stað i Rómönsku Ameríku á sér innri ástæður — óréttlæti, ójöfnuö, kúgun, o.s.frv. — fyrir honum er sérhver réttmæt upp- reisn aðeins aðgerðir Sovétrikj- anna: í Rómönsku Ameriku eru ekki lönd, heldur peð. Við erum ekki til í hans augum. Hann fékk því menntamennina einhuga á móti sér.” — Sumir hafa talað um að ná svipaðri samstöðu við evrópska menntamenn... „Evrópskir menntamenn hafa önnur forgangsmál. Það er ekki hægt að koma þeim ofan af þeirri hugmynd, að Kúba sé peð Sovét- rikjanna. ” — Kúba var hlynnt innrásinni i Tekköslóvakiu, og hvað varðar málefni Póllands, rikir hálfgild- ings þögn... „Viðvikjandi vandamálum Pól- lands, erhægt að segja, að Kúbu- menn haldi niðri i sér andanum. Þeir vita, að ef Svétrikin ráðast i Pólland, munu Bandarikin um- svifalaustráðastáKúbuog varpa sprengjuregni á Havana. örlög þeirra ákvaröast þvi i meira en tiuþúsund kilómetra fjarlægð frá þeirra heimalandi. Þetta er raun- veruleikinn. En fyrir fjölda evrópskra menntamanna virðist Kúba þurfa að varpa sér út i opinn dauðann til að sanna sjálf- stæði sitt.” Hinn nýi menningarmálaráð- herra Frakklands, Jack Lang hefur skipað Marquez i forsæti umræðuhóps um menningu Mið- jarðarhafslandanna og rómanska menningu. Marquez var að því spurður, hvort ekki væri þar hætta á menningarlegri heims- valdastefnu. „Heimsvaldastefnan er fram- fór frá nýlendustefnunni. Það er rétt, áð ég á erfitt með að eiga raunverule^ samskipti við evrópska menntamenn, og þó einkum Frakka, sem tekst ekki að losa sig viö ákveðið nýlendu- stefnuhugarfar. Evrópumenn hafa tilhneigingu til að lita svo á, að lýðveldi okkar eigi að líkjast þeirra, þeir dæma okkur eftir sin- um forsendum, án þess að taka Gabriel Garcia Marques það með i reikninginn, aö við lif- um á sögulega frábrugðnum tim- um.” — Teljið þið ykkur standa nær bandarískum menntamœinum? „Bandariskir menntamenn skilja okkur betur, auk þess sem mikill fjöldi fólks i Bandarikjun- um hefur spænsku að móðurmáli (nærvera þeirra er að breyta matarvenjum, tónlist, tungumáli og menningu Bandarikjanna).” — Samskipti þin við Castro eru mjög náin, svo og samskipti þin við Torrijos hershöfðingja í Pan- ama fram að dauða hans. Telur þú, að menntamenn eigi að vera einhvers konar ráðgjafar prins- ins? „1 Evrópu leita valdamenn eft- ir vináttu menntamanna til þess að notfæra sér þá. Ég held, að það sé hægt að „sem ja” um slfk sam- skipti (en þú ert að tala við mann sem innst inni er samningamað- ur). Þó ég hafi ákveöna fyrirvara gagnvart kúbönsku byltingunni, finnast jákvæðu hliðarnar fleiri en þær neikvæðu. Ég kýs frekar að starfa „innan frá”, en að vera með kerfisbundna gagnrýni. Ég veit ekki hvort það er gott eða slæmt, ég veit, að það er nytsam- legt. Ég tel mig til dæmis eiga einhvem þátt i þvi að sameina kúbanskar fjölskyldur, sem leiddi til frelsunar þrjú þúsund og tvö hundruð pólitiskra fanga, og heimsóknar hundrað og tuttugu þúsund útlaga. — Það er þó ákveðin. hætta i sambandi við menn eins og Torrijos eða Castro, en hún er sú, að þvi meira sem maður umgengst þá, þeim mun vænna þykir manni um þá, jafn- vel um of.” á gömlum belgjum Nýtt vín Frank Zappa — You Are What You Is Arið 1968 eða þar um bil birt- ist á poppsiðu, er þá var I Les- bók Morgunblaösins, mynd af all furðulegri hljómsveit, svo ekki sé nú meira sagt, undir yfirskriftinni „allt er fertugum fært”. Þetta voru Mömmurnar eða Mothers Of Invention meö hljómsveitarstjórann Frank Zappa i broddi fylkingar. Ekki leist þeim Moggamönnum meir en svo á fyrirbrigðið og sögðu þarna saman kominn hóp stór- skrýtinna manna, nú fyrir utan þaö að þeir þóttu svo ljótir og ellilegir að þeir voru ekki álitnir vera undir fertugu. Mothers Of Invention sendi sina fyrstu plötu, Freak Out, frá sér árið 1966 og fyrstu árin komu hvert meistarastykkið á fætur ööru og má þar nefna Absolutly Free, We Are Only In It For The Money og Uncle Meat. Þeir settu þó ekki heim- inn á annan endann hvað vin- sældir snerti og var kannski ekki von á þvi. Efni þeirra var nefnilega frekar óaðgengilegt á þeim tlma, fyrir nú utan það aö ekki fékkst neitt spilað með þeim f útvarpi. Textar Frank Zappa, sem samdi allt efni hljómsveilarinnar, komu nefni- lega oft óþægilega viö kaunin á mönnum. Þar var engum hlíft, mömmurnar og pabbarnir fengu nokkuö góöan skammt og reyndar flest, sem á einhvern hátt var einkennandi fyrir bandariskt þjóðlff á þeim tima og var þá sama hvort um var að ræöa hippana I San Francisco eða forseta Bandarlkjanna. Árið 1969 leysti Frank Zappa hljómsveit þessa upp, þar sem hann sagði engan starfsgrund- völl vera fyrir hana. Lét hann þess þá getið að það myndu áreiðanlega lfða ein tfu ár þar til fólk skildi almennt hvað hljóm- sveit þessi heföi veriö að gera góða hluti. Nú eru liðin fimmtán ár frá þvl að Freak Out kom út. Frank Zappa, sem hélt loks upp á fer- tugs afmæliö f fyrra, er enn á fullu og nú er þritugasta platan hans nýkomin út, en hún ber nafnið You Are What You Is. Að vfsu þurfti stór hluti heimsins ekki tlu ár til að meta að verð- leikum fyrstu Mothers plöt- urnar, en með hverri nýrri Zappa plötu veröur manni þó betur ljóst hversu góðar þessar plötur virkilega voru, þvi I dag, rúmlega tuttugu plötum seinna, eru þær enn það besta sem Zappa hefur gert. You Are What You Is er þó áreiðanlega með betri Zappa plötum seinni ára. Að þessu sinni er öllum leiöigjörnum hljómleikaupptökum sleppt og á plötunni, sem reyndar er tvö- föld, er að finna ein nftján ný Zappa lög og þar af er ekki nema eitt „instrumental”. Annars er hinar ýmsu tónlistar- stefnur að finna á plötum þess- um og má þar nefna country I laglnu Harder Than Your Hus- band, þungarokkið, sem að vfsu er nokkuð áhrifamikiö I gftar- leiknum gegnum flest lögin, er áberandi f Doreen, reggae er ekki ýkja fjarri f Goblin Girl, fönkið I You Are What You Is, I Heavenley Bank Acount má heyra gospeltóna og hljóm- sveitin The Doors er greinileg fyrirmynd útsetningarinnar á If Only She Woulda. Hvað sem þó öllum stefnum llður þá er hér þó fyrst og fremst um Zappa tónlist að ræöa. Textar Zappa hafa á undan- förnum árum orðið æ klám- kenndari og náöi klámiö há- marki I verkinu Joe’s Garage, sem út kom I fyrra eða hitti- fyrra. Nú er þó eins og Zappa sé komin I fötin aftur þvf tiltölu- lega litið ber á kláminu að þessu sinni. Trúin og trúarbrögðin fá hins vegar eftir sem áður sinn skammt, en nú er áróðurinn bara beinskeyttari og meira niðri á jörðinni. Eins og ávallt þegar Zappa á i hlut er hljóðfæraleikur allur mjög pottþéttur, þó gitarsólóin hans sjálfs geti orðið nokkuð pirrandi á stundum. Raunar eru útsetningar og laglinubygg- ingar einnig nokkuð farnar að endurtaka sig. Svona þegar á heildina er litið má segja að You Are What You Is sé nokkuö góð plata (plötur) og miklu betri en sfðasta Zappa plata, Tinsel Town Rebellion, sem öll gekk út >á það hvað Zappa væri klár að veiöa nær- buxur af kvenfólki á hljóm- leikum slnum. Sé hins vegar miðað við hans bestu plötur þá telst þessi nýja plata áreiðan- lega ekki þar I hópi, en miðað við annað... Ja, þú miöar Zappa reyndar ekki við neitt annaö, hann er sér á parti. John Foxx— The Garden John Foxx heitir hann náung- inn sem stofnaði Ultravox, ein- hverja vinsælustu hljómsveit á Bretlandseyjum I dag. En hann græðirsamt víst Iftið á þvi, þvi hann hætti I hljómsveitinni áöur en hún gerði hina vinsælu Vienna plötu. Það hefur verið sagt um Foxx að hann hafi alltaf verið að gera rétta hluti, gallinn hafi bara verið sá að það hafi alltaf verið á röngum tíma. Hann leiddi t.d. Ultravox út á braut synthisier tónlistar, þá kom hinsvegar Gary Numan og einfaldaði það sem þeir voru að gera, og hans sögu þarf ég ekki að rekja. Það var hins vegar i meira lagi kaldhæðið, að þegar John Foxx sendi frá sér slna fyrstu sólóplötu, Metamatic, þá þótti sá ljóður helstur á henni, að þar lfktist hann Gary Numan einum of mikið, er ekki eitthvað öfugsnúið við svona lagað. Nú hefur Foxx sent frá sér sina aðra sólóplötu og hefur hann gefið henni nafnið The Garden. Slðan á Metamatic hefur Foxx sagt að nokkru skiliö við þau áhrif sem meginland Evrópu hafði á tónlist hans. Þess I stað hefur hann fyllst slíkri hrifningu á sveitum heimalands sins að hann má vart vatni halda. Ekki nóg með það að textarnir beri þess merki, heldur fylgir með fyrstu eintökunum sextán slðna bæk- lingur, skreyttur allra falleg- ustu myndum. Það skemmir heldur ekki fyrir Foxx núna að loksins viröist hann vera að gera réttu hlutina á réttum tfma. A tfma synthisizertón- listar og ný rómantikur. Text- arnir eru flestir hverjir róman- tfskar lýsingar sem tengjast náttúrunni og kyrru umhverfi. Eins og áöur segir er synthis- izerinn áberandi, sem áður, ásamt sterkum diskó takti f mörgum laganna. Þó er tónlist Foxx nú mun manneskjulegri en á Metamatic og á þar stóran hlut aö máli góður gitarleikur Robert Simons (áöur Magazin og Ultravox) og skemmtilegur einfaldur pianóleikur. The Garden er allra þægileg- asta plata, sem á áreiöanlega eftir að auka hróöur John Foxx til muna. Hún er að visu ekkert snilldarverk, en stendur fyrir sinu. The Police-Ghost In The Machine Hljómsveitin The Police telst til vinsælustu hljómsveita sem starfræktar eru i heiminum I dag. Þeir eiga að baki þrjár mjög svo vinsælar stórar plötur, Outlandos D’Amour, Regatta De Blanc og Zenatta Mondatta og hittlög eins og Roxanne, I Can’t Stand Losing You, Mess- age In A Bottle, Walking On The Moon, Don’t Stand So Close To Me og De Do Do Do, De Da Da Da. Ghost In The Machine heitir hún svo nýja stóra platan þeirra og eins og venjulega ættu að vera á henni tvö eöa þrjú hitt- lög. Að visu virðist ekki skipta máli hvað Police sendir frá sér nú orðið, allt verður þeim að gulli. Nýjasta hittlagið þeirra Invisible Sun er t.d. hreinrætað futurista popp. Strákunum i Police fer það raunar ekkert illa að spila þessa tegund tónlistar, þvi lag þetta venst alveg ágæt- lega. Það er greinilegt að Police eru að reyna að breyta tónlist sinni og er það einkum gert með auknum hljómborðs- og saxó- fónleik, en hvoru tveggja mun vist I umsjá bassaleikara Sting. ^POLICE Textar plötunnar eru byggðir á bókinni Ghost In The Machine eftir Arthur Koestler og er þar fjallað um t.d. hversu ómann- eskjulegur og vélrænn heim- urinn er, pólitfskt ástand hans og þar fram eftir götunum. Þetta er vissulega til mikilla bóta þegar litið er á Zenyatta Mondatta og þá sérstaklega textann De Do Do Do, De Da Da Da, sem er álika innihaldsrikur og nafnið gefur til kynna. I heildina er platan Ghost In The Machine ekki sérlega spennandi. Auk Invisible Sun eru þó þarna ágæt lög eins og Spirits In The Machine og Rehumanize Yourself. Sum lögin eru alveg hræðileg og f þvi slær ekkert Demolition Man við. Lag þetta hefur inni að halda einhvern þann leiðinlegasta og mónótóniskasta bassagang sem ég hef nokkru sinni heyrt og áður en lagið er hálfnað er mað- ur búin að gefast upp á þvi. Flest lög plötunnar eru þó þannig að þú getur hlustað á þau eins oft og þú vilt án þess að muna á nokkum hátt eftir á hvernig þau hafa hljómað og geta það varla talist góð með- mæli. Police er að minu mati hljóm- sveit sem aðeins hefur gert eina góða stóra plötu, þ.e. fyrstu plötuna Outlandos D’Amour. Þeir hafa gert mörg góð lög en það er of mikið af drasli á stóru plötunum og með Ghost In The Machine verður engin breyting þar á.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.