Helgarpósturinn - 16.10.1981, Side 22

Helgarpósturinn - 16.10.1981, Side 22
22 Föstudagur 16. október 1981 HíolrjF=irpnirínn Kammerdjass, snilli og ECM Ætli Benny Goodman sé ekki fyrsti djassleikarinn sem iðkar kammerdjass að» gagni. Trió hans með Teddy Wilson og Gene Krupa svo og kvartettinn þar sem Lionel Hampton bættist við á vibrafón léku sannkallaðan kammerdjass. Slik djassmúsik heyrðist varla aftur fyrren The Modern Jazz Quartet kemur til sögunnar en þeir eru nú hættir aö leika saman og nú er merki þessarar djasstegundar helst haldiö á lofti af ECM útgáfunni þýsku. Þar rikir hinn im- pressjóniski djass öliu ofar. Það er hætt við að brandarakarlinn sem skrifar um tónlist i Timann þekki litið til þeirrar tónlisar i þaö minnsta heldur hann að djass sé helst til þess fallinn að spila á knæpum þarsem þarf fjörgandi hávaða. Þegar gluggað er i plötuhillur Fálkans má finna nokkuð af plötum með MJQ. Fyrst skal þar nefnt: Pyramid (Atlantic 1325). Þar eru mörg af meistaraverkum John Lewis svo sem Django og Vendome og þar má finna snilldarútgáfu á Ellingtonþemanu It Don’t Mean A Thine If It Don’t Have That Swing. Sóló Lewis þar er gullsigildi. Þegar þeir Lewis Milt Jackson, Percy Heath og Conny Kay (kom hingað með Goodman) héldu sinn kveðju- konsert var hann að sjálfsögðu hljóðritaður og á tvöfalda al- búminu The Last Concert (At- lantic AD 2-909) voru rifjuð upp meistaraverkin. Bags Groove, The Golden Strikers, Round Midnight, Summertime og lagið sem Guðmundur Ingólfsson spilar sem best: Skating in Cen- tral Park. Bill Evans má með sanni telja fööur hins impressjóniska djasspianós og seinni tima snill- ingareinsog Keith Jarrett, Cick Corea, Herbie Hancock (utan rafmagns) hafa lært mest af honum. 1 Fálkanum fást nokkur albúm með Evans og af þeim eldri er helst að nefna Peace Piece And Other Pices (Miles- stones M-47024) . Þetta er tvöfalt albúm og er fyrri hlutinn end<urútgáfa á Riversideskif unni Everyone Dig Bill Evans frá 1958. Það ár yfirgaf hann Miles Davis og er félagi hans úr sextettnum, trommuleikarinn Phylly Joe Jones meö honum svo og bassistinn Sam Jones. Afgangur skifunnar er hér gefin út í fyrsta skipti. Triólögfrá sama ári 1958 þar sem Phylly er við tromm- urnar sem fyrr en Paul Cham- bers leysir Sam Jones af hólmi. Svo er einn ópus frá 1962. Bill, Phylly, Ron Carter, Jim Hall og Zoot Sims! Með ECM útgáfunni hóf þjóð- verjinn Manfred Eicher hinn svala impressjónisma til vegs og viröingar. Jarrett, Garry Burton, gitaristarnir og norska Garbarekgengið var þar i farar- broddi. Með Jarrett fæst litið núna. Hvorki Kölnar né Bremen Lausanne konsertarnir, aðeins ein sólóskifa Staircase og svo sinfóniskt verk: The Celestial Hawk, sem hlotið hefur heldur misjafna dóma. Afturá móti fæst ein skifa með dúettum Garry Burtons og Chic Corea: In Concert (ECM 9). Þrir gitarleikarar hafa löng- um veriö fyrirferðarmiklir hjá ECM og má fá margar skifur með þeim köppum hér og verða þær ekki allar nefndar. Með Raiplh Tower er skifan Old Friends, New Friends, þar leikur hann á 6 og 12 strengja gitara og pianó, Kenny Wheeler á trompet og flygilhorn, Eddie Gomez á bassa David Darling á selló og Michael Di Pasqua á trommur. önnur skifa Pat Mentheys hefur löngum þótt ein hansbesta: Watercolors (ECM 1097). Þar leikur hann á 6 og 12 strengja gitara svo og hörpu- gitar 15 strengja, Lyle .Mays er á pianó', Ebenhard Weber á bassa og Dan Gottlieb á trommur. John Abercrombie er einn af fáum ECM iistámönnum sem heimsótt hafa okkur Islend- inga og tvær sklfur má fá með þeim kvartetti sem hann lék með i Hamrahlið: Aber- crombie, Beirac á pianó, Mraz á bassa og Peter Donald á trommur. Þær eru Arcade (ECM 1133) og Abercrombir Quartet (ECM 1164), sem er einn af gimsteinum nútima kammerdjass. Danski pianistinn Thomas Clausen er af Jarrett-Evans skólanum og ásamt Niels-Henn- ing og Aage Tanggaard hefur hann hljóöritað mjög athyglis- verðaplötu: Rain(Matrix MTX 29202). Þar má finna skemmti- lega útgáfu af Bluberry Hill i minningu Bill Evans. Það má ekki gleyma EMC bassaleikurunum. Miloslav Vitous einn fremsti bogasnill- ingur bassans, hljóðritaði First Meeting fyrir ECM: Þar leika meö honum John Surman, Kenny Kirkland og John Christensen. Tékkinn Vitous var þekktur fyrir leik sinn með Weather Report en hér er hann nær Bartok en :i bræðing. Home (ECM 1160) með bassaleik- aranum Steve Swaliow komst ár blað i siðustu down beat kosn- ingum. Þar syngur Sheila Jor- dan ljóð Robert Creeley við tón- list Swallows og i hópnum eru David Liebman, Steve Kuhn, Lyle Mays og Bob Moses. Að lokum skal getið einnar skifu: You Must Belive In Spring (WB HS 3504) með triói Bill Evans, Eddie Gomez á bassa og Eliot Zigmund á trommur. Þetta eru upptökur frá 1977, en gefnar i fyrsta skipti út i ár I minningu Biil Evans. Margir helstu kostir Bili Evans kristallast á þessari skifu Biil Evans — það þarf að hlusta á hann inæöi. og enginn bassaleikari hefur náð nær hjarta hans en Eddie Gomez. Hin ijóðræna fegurð rikir öllu öðru ofar, meiraö segja tekst honum að vinna snilldarlega úr þemanu úr M.A.S.H. sem flestir hafa heyrt einum of oft. Hann á tvo ópusa á skifunni: B. Minor Wals og We Will Meet Again, en þar verður Parisarhiminn Giraud & Drejac all áberandi. The Peacock eftir Jiiximy Rowles, er heldur þyngri i túlkun Evans en höf- Þjóðlegur fróöleikur af ýmsu tagi, er ofarlega á baugi I tveimur af útgáfubókum Hörpuútgáf- unnar á Akranesi I ár. Þar er fyrst að telja „Borgfirska blöndu”, fimmta hefti, sem er jafnframt siöasta bindið i þessu samsafniaf borgfirskum fróðleik. i „Blöndunni” er mynd af húsa- kynnum og mannlifi á Akranesi um síðustu aldamót. Einnig er gamanmálasyrpa, þ.á.m. hinar frægu „Pungvfsur” ólafs i Brautarholti og Þorláks Kristjánsonar í „Leiftur frá liðnum árum” eru frásagnir af mannraunum, undar og Stan Getz á sam- nefndri Columbiaskifu og Evans viröist þyngra i skapi á þessari plötu en gömlu Riverside skif- unum einsog Moonbeams, þótt hin ljóðræna áferð sé keimllk. Það þarf að hlusta á Bill Evans i næöi, jafnvel setja sig i vissar stellingar. Þeir sem ekki gefa sér tima til sliks afgreiða hann sem ódýnamiskan endur- tekningasinna, rétt einsog sumir hafa afgreitt Art Tatum. Slikt er yfirborðsmennska af versta tagi og ættu allir þeir sem ekki þekkja Evans að verða sér útum þessa skifu og kanna kosti hans.og þaðsem Evans kann að skorta i rýþmiskri spennu bætir Eddie Gomez upp. Meistarabassisti ársins, Niel- Henning, lék meö Evans I Ev- rópuferð hans 1964 og hefur hann löngum verið einn af meisturum kammerdjassins. Dúettar hans með Kenneth Knudsen og Jim Hall eru með þvi betra sem gert hefur verið I þeirri grein. Islendingar eiga þess nú kost að hlusta á fyrsta dúótónleika Niels-Hennings og belgiska gitarleikarans Philip Catherine og samanstendur efnisskráin af frumsömdum verkum þeirra og dönskum þjóðiögum. Það er vist að þessa atburðar verður lengi minnst og við Is- lenskir djassunnendur lánsamir aöfá að hlýða á þennan einstaka dúett fyrstir manna. Sjáumst á Niels-Philip tónleik- unum!! slysförum og dulvænum at- burðum, frásagnir úr hákarla- legum og bjargsigi. Jón Kr. lsfeld hefur um langt árabil safnað þessu efni. Hörpuútgáfan gefur annars út sjö nýjar bækur i haust, „Gestapo I Þrándheimi” eftir öksendal. „Hann hlaut að deyja” eftir Francis Clifford, „Njósnanetið” eftir Gavin Lyall og ástinni eru lika gerð skil hjá útgáfunni með tveimur bókum sem heita „Ast og fre i sting” eftir Bodil Forsberg og „Tákn ástarinnar” eftir Erling Paulsen. Þjóðlegur fróðleikur - ást og glæpur frá Hörpuútgáfunni Blítt og strítt Sinfóniuhljómsveitin reið hoffmannlega úr hlaði á fimmtudaginn var, engu siöur en Tónlistarfélagið á dögunum, ýmist á luili, tölti eða brokki. Þaö horfir lika heldur til hins skárra að sjá þó 11 islenskar tónsmiðar á verkefnaskránni I vetur eða 15—20% af henni. Þaö er altént nær fjórfalt meira en i fyrra. Þvi þótt maöur vænti ekki endilega mikils stundargamans af t.d. frumflutningi nýrra tón- verka, þá er það einfaldlega hlutverk þessarar stofnunar að hans taugum, svik ekki fundin i hans munni. Af þeim 6—700 verkum, sem fundist hafa eftir hans alltof skömmu ævi, er ekkert undir meöallagi, en flest nær fullkomnun. Dæmi þessa eru flautukon- sertarnir tveir, sem hann dratt- aðist til að semja á mettima i Mannheim fyrir þrábeiöni og sæmilega borgun frá flautu- elskum hollenskum peninga- manni. Þegar svo miðkaflinn I öðrum konsertinum reyndist fullerfiöur fyrir þennan efnaða Eyrna lyst v „^W eftir Arna Björnsson koma þeim á framfæri undir dóm hlustenda. Það fór heldur ekkert illa á þvi að byrja á Passacagliunni gömlu eftir Pál tsólfsson. Þótt hún hafi aldrei snortið mitt litla harða hjarta, þá er hún hagan- lega samin og viss heimild um Pál blessaöan á námsárum hans. Tvö góð Eftirtakanlegt er, hvað góðir myndlistarmenn komast oft vel aö orði, þótt ekki sé alltaf jafn- auðvelt að nema myndmál þeirra. Það var hægurinn hjá aö vera sammála Chagall gamla i sjónvarpinu um daginn, þegar hann skipaði Mozart næst drottni sjálfum. Þeim manni virtist algerlega fyrirmunað að gera nokkuö illa, rangstilltir strengir eða fúablettir ekki til I Mozart bara nýjan snilldarþátt handa honum. Það er likt og Egilsen sagði um guð: Allt er gott sem gjörði hann. Það liggur við, aö hið sama megi segja um Manuelu Wiesler. Ætið gleður þessi lát- lausa stúlka mannsins hjarta. Þarna le'k hún nú D-dúr flautu- konsettinn, sem upphaflega var vist saminn i C-dúr fyrir óbó og er ekki siðri I þeim búningi. Siðan kom aukaþátturinn áður- nefndi, Andante i C-dúr, og hjartað, þankar, hugur og sinni glúpnaði. Þaö var aö visu meö naumindum, að hljómsveitin væri henni samboöin, en á þvi er þó ekki orð gerandi. Stundum veröur maöur næstum þvi grip- inn snert af afbrýðisemi og fer aö óttast, aö heimurinn taki Manúelu frá okkur einhvern vondan veðurdag. Einn snar Hvað sem ööru liður, þá tókst Jean-Pierre Jacquillat að ná einhverju þvi besta, sem heyrst hefur úr hljómsveitinni I Symp- honic fantastique eftir landa sinn Hector Bérlioz. Hann var lika augsýnilega svo ánægöur með sig og sina menn, að hann sleppti öllum leiktilburðum, þegar átökin voru á enda. Bérlioz var áreiðanlega alveg snarvitlaus á mælikvaröa okkar meðaljóna, og er margt kátlegt frá þvi sagt. Hann var svo rómantiskur, að samkvæmt eigin skriflegum vitnisburöi bólgnaöi hjarta hans, æðarnar nötruðu, vöövarnir herptust, fætur og hendur uröu stjarfar, þegar hann hreifst af einhverju, hvort heldur þaö var tónlist, málverk, himinbláminn eða k»na. Ellegar þá að allir limir hriStust, varirnar skulfu og röddin brast. Hann minnir annars ósjaldan á Strindberg. Hvort sem þaö var þátima auglýsingabrella eða ekki, þá tengist fantastiska sinfónian irsku leikkonunni Harriet Smithson. Hún kom haustiö 1827 til Parlsar og lék þar bæði öfeliu og Júliu Shakespearses. Hector varð frávita af ást, og liffærin tóku að nötra. Samt gat hann haft hemil á hristingnum ööru hverju og skrifað henni fjölda ástarbréfa meö stokk- bólgnu hjarta. Hún ansaði vita- skuld ekki þessum óþekkta beinafræðinema. Haustiö 1830 skrifar hann svo þessa sinfóniu og veröur frægur. Og þegar Harriet kemur næst til Parisar árið 1832, lætur hún til leiöast að koma á konsert hjá þessu upp- rennandi tónskáldi. Við það tækifæri sló Hector sjálfur trommur I hljómsveitinni. Og I hvert sinn sem augu þeirra Manúela Wiesler — „Ætlð gleður þessi látlausa stúlka mannsins hjarta”, segir Árni Björnsson I umsögn sinni. mættust, hamaöist hann á trommunum. Þaö varð að visu dálitiö truflandi á þeim stöðum, sem trommurnar áttu að þegja. En það skipti Bérlioz litlu máli, þvi eftir þetta fékk hann I fyrsta sinn að hitta Harriet undir fjögur augu. Og haustið 1833 giftust þau loksins, en sú sam- búð hélst meö herkjum I áratug. Söguþráöur sinfóniunnar er annars á þá leiö, aö ungur lista- maður tekur inn eiturlyf vegna ástarþjáningar og fellur i of- skynjunarsvefn. í fyrsta þætti er lýst harmsögu ævinnar, þar til Stúlkan vekur i honum eld- virkni ástarinnar. Annar þáttur er e.k. vals, þar sem hinv heitt- elskaða er imynd yndisleiks og dyggöa. 1 3. þætti gerir djöfull afbrýðiseminnar vart viö sig. Þessi kafli er einn þeirra, sem verður mun leikrænni viö aö sjá hann spilaðan, heldur en heyra af plötu, t.d. þegar kúasmal- arnir kallast á 1 liki horns og óbós. í 4. þætti er hann svo búinn að myrða yndi sitt fyrir meinta ótryggö og er á leið til fallöxar- innar. Þessi óhugnanlegi dauða- mars verður flestum eftir- minnilegastur I fyrstu. 1 siðasta þætti er hann svo staddur á - bandbrjálaðri nornamessu, þar sem lifsblómið hans er orðið að herfilegri fordæðu. Tveir siðustu þættirnir þóttu heldur en ekki striðir og tryll- ingslegir á sinum tima sem von- legt var, og skiptust menn mjög I hópa með og móti. Nefna má, aö Liszt, Paganini og Schumann hrósuöu sinfóniunni upp I há- stert, en Mendelsohn fann henni allt til foráttu. Hljómsveit og áheyrendur I Háskólabiói voru hinsvegar án nokkurs vafa á bandi hinna fyrrnefndu.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.