Helgarpósturinn - 16.10.1981, Page 24

Helgarpósturinn - 16.10.1981, Page 24
BLA BLA BLA Ekki var nú vist allt eins fint og sætt i Lóninu bláa og landslagið. Eitthvað vesen var á litlu stjörn- unum. Framleiðandi myndarinn- ar, sá sem einnig framleiddi Grease, skipaði nefnilega strákn- um að gera sig skotinn i Brooke Shields, kvenhetjunni. Henni lik- aði vel við strákinn, en svo missti hann út úr sér leyndarmálið, og i ljós kom að hann átti aðra kær- ustu heima. Þótti stelpunni þá heldur á sig snúið, sem vonlegt var, og brást hin versta við. Var þá ástarsenunum frestað til loka myndatökunnar, i von um að sættir næðust — og viti menn og konur: allt fór vel, skötuhjúin sættust og eru nú að sögn slúður- dálka bestu vinir. Bla-bla-ið rakst á viðtal við Einar örn söngvara Purrksins i New Musical Express, en Einar var í London á dögunum að kynna og selja þarlendum islenska ný- bylgjurokkmúsik af mikilli at- orku, að dómi NME. Einar örn greindi i viðtaiinu frá þvi að skallapopparar sem eru fyrir löngu búnir að gleyma hvað þeir voruað reyna að gera, hafi hindr- að músikþróunina, en svo kom Bubbi og ruddi nýja veginn. Ein- ar segir Purrkinn reyna að höfða til tilfinninga i fólki sem það beri venjulega ekki á torg —■ og lofaði NME að lokum annarri plötu- sendingu undir nafninu „Eskimó- ar i dulargervi”, eða þannig Hljómsveitin Spilafifl gerir það viðreist þessa dagana. Þeir eru nýbúnir að fara hring á Æsku- lýðsmiðstöðvarnar, spila á bar- áttusamkomu Leigjendasamtak- anna, i klúbbi N.E.F.S. og i gær spiluðu þeir við góðar undirtektir á Hótel Borg. I næstu viku er svo fyrirhugað að fara að spila i skól- um og byrja þeir á mánudaginn i Fjölbrautaskólanum i Breiðholti. Spilafiflin eru með efnilegri hljómsveitum um þessar mundir en hljómsveitina skipa þeir: Sæv- ar Sverrisson, Birgir Mogensen, Halldór Lárusson og örn Hjálm- arsson. Hljómsveitin Bodies mun vænt- anlega i næsta mánuði hefja spilamennsku af fullum krafti en þeir hafa einu sinni komið fram en það var á Borginni þegar hljómsveitin Fall var hér á landi. Vöktu þeir þá gifurlegan fögnuð, en Bodies skipa Utangarðsmenn — minus Bubbi Morthens. Verður spennandi að fylgjast með ferli þeirra félaga.... Gaukarnir sitja hér nokkuð hressir,þrátt fyrir mikla hrakninga , á Gauknum sfnum púströrssprungna. Einmana Gaukar: Tónlist okkar er rusl77 „Við erum lélegasta og leiðin- legasta hljómsveit i heimi,” sögðu félagarnir i hljómsveitinni Gaukarnir, þegar þeir komu við hjá Stuðaranum um daginn. Gaukarnir eru svo að segja með öllu óþekktir hér á landi, i hljóm- sveitinni eru fjórir strákar þeir Asgeir Sverrisson gitarleikari (skaldanafn hans er Hinn hóg- væri gammur), Egill Helgason sem beitir engilfagurri rödd sinni óspart og spilar auk þess á harmonikku, Einar Hrafn bassa- leikari og Haraldur greifi Hrafns- son sem lemur trommur. (Hann , skortir nokkuð tæknina ennþá en bætir það upp með kraftinum). En við skulum gefa strákunum orðið, þeir létu gamminn geysa. Samfelld vonbrigði „Ferill okkar er samfelld von- brigði. Um verslunarmanna- helgina vorum við t.d. eina hljómsveitin sem fékk ekki að spila. Að visu áttum við bókað eitt ball sem var svikíð. Okkur hefur heldur aldrei verið boðið að spila á hljómleikum.” — Hvernig tónlist spilið þið? „Tónlist okkar er óskilgreinan- legt rusl. öllu lélegasta er stolið úr hverri áttinni. Við erum ekki pönk. Einangrun fjallkonunn- ar Tónlistin kemur úr fjórum átt- um og rennur saman i eina heild, sem er algjört rusl. Fjórföld dialektík,” segja drengirnir daprir á svip. — Enþetta er þá nokkurs kon- ar tilraunatónlist? spyr blaða maður uppörvandi. ,,Já”segja þeir feimnir. „Þetta ertilraun til aðskapa nýjan tón.” Svo færist kraftur i pilta og þeir segja með sannfæringartóni: „Við erum að eyða þessum ömur- legu tómstundatimum okkar. Það er Þrennt sem kemur til greina. í fyrsta lagi, horfa á sjónvarp, drekka eða æfa. Með Gaukunum getum við samræmt ailt þetta. Við viljum gjarnan taka það fram að þrir Gaukanna eru hamingju- samlega giftir en einn gengur laus.” Þeir benda á Harald greifa. — Hvernig gengur hjónabandið hjá ykkur? „Það hefur litið reynt á það. Tónlistin tekur allan okkar tima. Halli kilir það i gegn með stæl- um.” — Asgeir, ég sé að þú ert með kvennabaráttumerki i barmin- um. Hvaða stælar eru það? „Upprunalega var fjallkonan fyrir neðan. Ég vildi undirstrika kynferðislega einangrun henn- ar.” Sjaldan vita tveir þá... — Er langur ferill að baki Gauka? Forsaga málsins er að Einarog Halli voru að æfa i M.S. með Húberti Nóa, Sigga Transitor og Steingri'mi Eyfjörð og var boðið gigg (Gjuð). En þeir þrir siðast nefndu gáfust upp. Eitthvað varð að gera i snatri svo við töluðum við þessa snjöllu menn, Egil og Asgeir, en þeir höfðu spilað i Stellu Bianco. Það voru tveir dag- ar til stefnu. Við æfðum 10 lög sem bókstaflega smullu saman. Nú leið að balli, en þegar við átt- um að mæta urðum við fyrir töf- um. Maggi rauði klúðraði öllueða eins og máltækið segir. Tveir tala, fjórir drekka, eða Sjáldan vita tveir þá fjorir drekka. Við spiluðum á ballinu en allt mis- tókst. Við vorum á endanum rdínir af sviðinu og dyraverðirnir tóku draslið. — Samt höfðum við tvær grúpppiur. Ellu og Gurru. Megum við skila kveðjum til þeirra?” Þeir roðna vandræða- legir, og halda siðan áfram: „Fólk kunni ekki að metaMe and Bobby McGee með Chris Christofferson. Það ereins og fólk búist alltaf við einhverju öðru. Það kemur með fyrirfram mótað- arhugmyndir.Enþetta voru ægi- leg vonbrigði. Aðalþátturinn var þó sá að fyrir þetta áttum við að fá greitt, en vorum sviknir um stóran hluta greiðslunnar. Hinn seki, jú, Indriði Benediktsson, sá halti mörður. S«*g og svinari Siðan var mál manna að Gauk- arnir myndu aldrei risa úr ösku- stónni. Við urðum heldur aldrei samir á eftir. Nú liða tveir mán- uðir i sorg og svfnarii og Halli þarf að kaupa sér skó. Við þurft- um ekkert að segja. Við fundum allirað Gaukamir þurftu að hitt- ast. Innri þörf. Siðan höfum við spilað oft saman og drukkið. Þetta hefur gengið svona upp og ofan, aðallega neðan.” — Hvert er markmið Gauk- anna? „Markmiðið er að gefa ekki út plötu.Við viljum ekki verða fastir i súpunni, verða súpuhausar eins og islenskir tónlistarmenn eru.” Skallapopparar og súpu- hausar — Þið eruð sumsé engir skalla- popparar? „Halli jú, en við hinir erum sæmilega hærðir. Halli er að visu .Gauka hærðastur á bringunni.” ,,— Annars, ef við mættum að- eins skjóta inni — vantar okkur pening fyrir nýju púströri undir bilinn okkar, Gaukinn sjálfan. Bensinið fer nefnilega inná púst- rörið sem getur þá sprungið. Rómantíkin bjargar... — En við viljum spila aftur. Við erum rUnir mannorði, vin- sældum, met naði, ágirnd og gleði, en ekki réttlætiog leiðindum. út- litið er ekki gott en við erum bjartsýnir, raunsæir og tiltölu- lega glaðir þótt mót blási. Ef ekki væri rómantiki lifi okkar, værum við búnir að gefa allan metnað og tjáningu upp á bátinn. Við þrir sem giftir erum höfum rómantik og Halí á von um meira hár.” — Haraldur greifi, viltu segja eitthvað að lokum? „Ég og Egill erum algjörlega á móti eiturlyfjum. Við erum á móti þvi að fólk reyki hass á sið- kvöldum. Við erum lika á móti kynferðistónlist. — Megum við svo birta ljóð? spyrja Gaukar auðmjúkir á svip. — Gjöriði svo vel strákar: Heilræðavisur Gauk- anna. Gaman er á Borginni pilsin sveiflast hátt, þú gleymir allri sorginni, nú hlæja skaltu dátt. Hallast fer á flöskuna, augun orðin stjörf, Jói græni með kryppuna og hefðarfrúin djörf. Jakkaklæddir halir hamingjuna reyna að ná, en Armann Kr. Einarsson fallinn er i dá. Leigubilar lokka liðleskju hal og sprund gleymdu ekki flöskunni og farðu svo f sund. Bjóddu dömu í kames bfslagið hallt nú er veröndin að hrynja sjénsinn orðinn ber. Fostudagur i6, oktober 1981 helgarpósturinn

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.