Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 16.10.1981, Blaðsíða 25
25 hnlrjarpnczti irinn Föstudagur ió. október i98i í bláu lóni ... og engum bláköldum veruleika Stjörnubió sýnir nú unglingamynd, jibbijæjei loksins eitthvaö fyrir okkur unga fólkið, hugsuðu stuðarakonur komnar velyfir fermingu, og brugðu sér i bió. Stuðarinn hafði hlerað að þarna væri fjallað á hispurs- lausan hátt um fyrstu kynlifs- reynslu óspjallaðra unglinga i óspjölluðu umhverfi. Okkur rámaði i að þetta hefði verið svo óskaplega flókið mál i bæjar- ysnum og ímynduðum okkur að allt væri öðruvisi Uti i guðs- grænni náttúrunni. Þó hefur sá grunur lengi læðst að okkur að það sem gerist í ameriskum bió- myndum sé nú ekki alveg eins og blákaldur raunveruleikinn. Hann var stór — hún falleg! Svo við hlaupum hratt yfir sögu: tveir krakkar á skipi, skipið sekkur, þau fara með skipsskrokknum i björgunarbát sem lendir á þessari annars yndislegu eyju. Kokksi drekkur sig fullan og deyr að eilifu og lifsbaráttan tekur við. Börnin standa ein uppi með hvort annað, stráksi veiðir, stelpan bindur körfur, þvær þvott og stagar i, og svo synda þau og synda og synda þar til upp úr sjónum stiga tvö geysi- fagursköpuð ungmenni — eða eins og segir i' aug- í lýsingaplakatinu : „Hann varð stór, hún falleg”! Halló! Takk fyrir góð svör seinast’ i hvaða tölublaði var viðtal við BARA-flokkinn? Veist þú hvar hægterað fá bókina Alltsem þú hefur viljað vita um kynlifið, en ekki þorað að spyrja um? Þetta er alveg frábær bók, eða alla- vega er mér sagt það. Þá var það ekki meira i bili, en ég skrifa aftur. Bæbæ, Veiga I. Sæl vertu nú Veiga min aftur! Það var ekkert að þakka fyrir svörin, það er nú lágmark að reyna að svara eftir bestu getu. Viðtalið við BARA-flokkinn birtist i 29. tölublaði Helgar- póstsins, 17. júli siðastliðinn. Bókin Allt sem þú heíur viljað vita um kynlifið fæst í flestum bókabúðum og þú getur alveg örugglega fengið hana á bóka- safninu. Hlakka til að heyra meira frá þér... Alit i lagi bless... Elsku Stuðarakrútt! Við erum hér tvær stelpur i Hliða skóla. 13 og 14 ára gamlar, . sem finnst Stuðarinn æðislegur og lesum bara hann i Helgar- póstinum. Samt finnst okkur stundum gert upp á milli pönk og diskós eins og pönk sé eitt- hvað betra eða svoieiðis. Astæð- an fyrir þessu bréfi er samt ekki að kvarta neitt, heldur nýja Blondie auglýsingin i sjónvarp- inu. Við erum sjúklega hrifnar af strákunum i henni. (Ljós- hæröi jazzballettgæinn og jummið I jakkafötunum.) Þeir eru sko algjört jumm. Gætir þú stuðarakrútt sagt okkur hvað þeir heita og helst birt einhverj- ar myndir af þeim. Með von um aö bréfið lendi ekki i rusiinu og beri árangur. Tvær fríkaðar úr Hliöunum. A og B. Elsku Hliðafrik! Svo ykkur finnst viö gera upp á milli pönks og diskós. En þannig er málið að pönkararnir hafa sig meira i frammi en disk- arar, og þvi auðveldara að ná tali af þeim. Okkur dauðlangar hins vegar til aö ná I nokkra diskara og værum þvi þakklátar ef þiö mynduð koma með ábendingar um diskara. Hvað þessa Blöndie auglýsingu varö- ar, þá verðum viö aö viður- kenna það að sjónvarpsgláp okkar er ekki til fyrirmyndar, svo við höfum ekki einu sinni séð þá. Er ekki lika glás af sæt- • um strákum (eða jummuðum gæjum) i kringum ykkur? Sonja og Jóhanna Utanáskríftin er Stuðarinn c/o Helgarpósturinn Sfðumúla 11 105 Re/kjavik Sími: 81866 -Umsjón: Jóhanna Þórhallsdótt Jæja krakkar hvernig list ykkur á? Ef þetta heillar, hættið þá að lesa og skreppið i bió! Hann sterkari — hún veikari Okkur fannst þetta allt hið undarlegasta mál. Eftir sjö ár i siðmenningunni skolar vesa- lings börnunum upp á eyju og hvað gerist? Strákurinn verður hinn dæmigerði vestræni karl- maöur, sér um fæðisöflun, byggir skýlið — hún hjálpar honum. Þegar eitthvaö bjátar á brestur hún i grát — HANN huggar og verndar. Hann er sá sem spyr spurninga, hún biður öl guðs, þ.e.a.s. hann er sterk- ari, hún veikari, lika ikynlífinu. — hún er sú sem „lætur undan”. Hún virðist bera með sér þá skömm sem maður hélt að væri lærð, byrjar t.d. á túr og skammast sin fyrir það, samt veit hún ekkert hvað þetta er! Hann fróar sér og hún ásakar hann um ósæmilegt athæfi, hlutur sem maður hefúr nú hingað til haldið að væri eðli- legur, og yrði bara ósæmilegur vegna álits annarra, þ.e.a.s. þeirra sem ala mann upp. Eru krakkarorðnirsvona mótaðir af umhverfinu um sjö ára aldur — eða getur verið að þau hafi svona óli'kt eðli? Geörr verið að börnin fæðist fullbúin öl þess að ganga beina leið inn i þau óliku hlutverk sem karlar og konur leika iokkar menningu? HVAÐ FINNST YKKUR? Hver vill tjá sig uni málið? Ólíkt eðli? Hann tekur frumkvæðið, hún verðurfeimin og skömmustuleg Gaman væri að fá nokkrar linureða simtal frá ykkur — um hvað ykkur finnst um þessa hugljúfu mynd! fyístu hljómptömíem m.a.VnnlhLldCT lögm Videó, ímúrnum og Guðjón Þorsteinsson brfreiðarstjóri Utg. og dreifingarsfmi: 29767-78971 INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVlK - SlMI 22000 RÖR OG PLÖTUR Fyrirliggjandi eir-plötur í þykktum: 0,5 til 3 mm. Hamraðar messing-plötur Eir-rör í lengdum og rúllum - ásamt fittings - hagstætt verð.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.